Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 23
35 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 DV Tilvera Travolta 48 ára John Travolta á afmæli í dag. Hann varð frægur á einni nóttu þegar hann lék í Saturday Night Fever. í kjölfarið kom ekki síður vinsælli mynd, Grease, og Tra- volta var orðinn heit- asti leikarinn í Hollywood. Eftir nokkr- ar slakar myndir fór vegur hans minnkandi en hann sló aftur í gegn í Pulp Fiction. Eiginkona Travolta er leikkonan Kelly Preston og eiga þau einn son. Helsta áhugamál hans er flug og á hann tvær þotur sem hann hefur réttindi til að fljúga. Tvíburarnlr (2: forðasf að gí Gildir fyrir þriöjudaglnn 19. febrúar Vatnsberlnn (20. ian.-18. febr.): I Mikilvægt er að Ijúka ' þeim verkefnum sem á þér hvíla strax. Ann- ars er hætta á að þau vindi stöðugt upp á sig. Happatölur þínar eru 7,15 og 21. Flskarnlr (19. febr.-20. mars): Þú þarft að sýna lákveðnum aðila að þú treystir honum því að annars er hætt við að hann rnissi traust sitt á þér. Happatölur þinar eru 3,19 og 32. Hrúturlnn (21. mars-19. apríh: . Verðu deginum með ^fjölskyldunni eins mikið og þú getur. _ Það má bæta samskipti þín og nokkurra annarra í tjölskyldunni. Nautlð (20. april-20. mail: / Endurskoðaðu skoðun þína í sambandi við v‘n Þinn- Þú gætir haft rangt fyrir þér um hann. Kvöldið verðiu- ánægjulegt. Happatölur þínar eru 1, 8 og 14. Tvíburarnir (21. maí-21. iúnfí: í dag gæti orðið á vegi 'þínum óheiðarleg manneskja sem þú skalt um fram allt i ganga í lið með. Happatölur þinar eru 6, 14 og 27. Krabbinn (22. iúní-22. íúiíí: Skipuleggðu næstu i daga, sérstaklega það ' sem við kemur frítima þínum. Þú afkastar [ vinnunni í dag. Happatölur þínar eru 16, 23 og 35. Uónlð (23. iúli- 22. áeústl: , Þú gætir kynnst nýju ' fólki í dag og hitt áhugaverðar persónur. Dagurinn verður mjög áhrifamikiU. Happatölur þínar eru 3, 15 og 35. Mevlan (23. áaúst-22. sept.l: Óvænturatburðurá sér stað í vinnunni. ^^V^lfcEinhver kemur þér ^ f verulega á óvart með framkomu sinni. Happatölur þínar eru 9, 19 og 28. Vpgin (23. sept.-23. oKt.l; ^ Fölki í kringum þig gæti leiðst í dag en Vþað er ekki þín sök. r f Ekki draga ályktanir fyrr en þú ert búinn að líta vel í kringum þig. Sporðdreklnn (24. okt.-2l. nóv.l: ■■^•■ÍÞað er mikið um að vera í ijölskyldunni jum þessar mundir og þú átt stóran þátt í því. Varaðu þig á að lofa meira en þú getur staðið við. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.): —|Þú ert utan við þig á fákveðnum vettvangi í '* w dag og það kann að \ koma verulega niður á afköstum þínum. Happatölur þínar eru 3,16 og 34. Stelngeltln (22. des.-i9. ian.): Þú ferð á gamlar slóðir og það rifjast upp fyrir þér atvik sem átti sér stað fyrir langalöngu. Ekki sökkva þér í dagdrauma um það sem liðið er. Á leið til Palestínu á mannréttindavakt: Verð ekki rík af þessu - segir Svala Jónsdóttir fjölmiðlafræðingur Svala Jónsdóttir fjölmiðlafræð- ingur ætlar að láta gamlan draum rætast og leggja góðum málum lið úti í heimi næstu fimm mánuðina. Ekki fer hún þangað sem friðvæn- legast er því hún stefnir för til Palestínu og ætlar að starfa í Jer- úsalem á svokallaðri mannrétt- indavakt. En hún fer ekki ein. Að- alsteinn Þorvaldsson guðfræðing- ur fer líka og þau slást í for með nokkrum Dönum sem allir eru innan heilsugeirans. Miðlar fréttum „Við Aðalsteinn byrjum á að verða í Danmörku í hálfan mánuð að undirbúa okkur og svo leggjum við i langferðina," segir Svala hress. Hún kveðst hafa séð starfið auglýst á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og orðið glöð þegar henni bauðst að fara. En hvað ætl- ar hún að gera þama úti? „Ég mun starfa með samtökum sem heita Altemative Information Center sem gefa út tímarit og fréttabréf og reyna að miðla frétt- Svala Jónsdóttir um af mannréttindabrotum á svæðinu. Samtökin verða að gæta hlutleysis og láta jafnt yfir báða deiluaðila ganga í þeim efnum og einnig reyna þau að auka á vin- samleg samskipti milli þeirra.“ Svala kveðst ekki búast við að sitja inni á kontór að pikka á tölvu allan tímann heldur verði hún eflaust eitthvað út og suður að afla frétta og skoða ástandið. Næst er hún spurð um aðbúnað- inn, veit hún eitthvað um hann? „Við munum búa i húsnæði Lúth- erska heimssambandsins. Það er í austurhluta Jerúsalem svo að þar er sæmilega friðsælt miðað við það sem um er að gera þama. Læt- in em meiri nærri vesturbakkan- um eins og þekkt er.“ Byrjað að vora Svala var að pakka niður þegar viðtalið var tekið og það vekur forvitni. Hvað tekur hún með sér og veit hún eitthvað um veður- farið? „Ég tek nú bara það nauð- synlegasta með, svo sem fatnað og hreinlætisvörur. Mér skilst að það verði að byrja að vora þegar við komum þarna út í byijun mars. Það er ekkert eyðimerkurloftslag þarna svo að hitinn ætti ekki að verða óbærilegur. Mér skilst hann fari svona upp í 25 gráður í sum- ar.“ Aðspurð um hvort hún þekki einhverja sem hafa farið á þessar slóðir til sambærilegra starfa seg- ir hún systur sína, Hörpu, hafa verið í hjálparstarfi um tíma og meðal annars í Palestínu. „Henni þótti það mjög áhugavert og kannski hef ég smitast af þeim áhuga.“ Svala er ógift og bamlaus og hefur imdanfarið unnið sem jafn- réttisfulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ. Hún hefur fengið frí frá því starfi þar til hún kemur tU baka í ágúst. Hún kveðst fá ferðir og uppihald greitt, ásamt einhverjum vasapen- ingum. „En ég verð örugglega ekki rík af þessu enda er það ekki tilgangur ferðarinnar. Ég hef lengi þráð að komast út í heim, kynnast menningu fjarlægra þjóða og láta þar gott af mér leiða. Gun. Upplýslngar / slma 530 2525 Toxtavarp IÚ 110-113 RÚV 2B1. 283 og 284 REUTERWYND Bruce Willis í góðum félagsskap Stórleikarinn Bruce Willis var kjörinn maöur ársins af leiklistarfélagi hins virta Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Athöfnin einkennist afglensi og gríni og á myndinni er Bruce i félagsskap meö stúdentunum Lorenzo Moreno og Kevin Meyers sem klæddu sig í kvenföt í tilefni dagsins. Nemendurnir settu einnig hárkollu og brjóstahaldara á stjörnuna. Nemendur í Fossvogsskóla Þessi myndarlegi hópur nemenda úr Fossvogsskóla kom í heimsókn á DV i tengslum viö verkefni sem þeir hafa veriö aö vinna: Aaron Butler Snook, Andri Kjartan Andersen, Berglind Kristjánsdóttir, Bergljót S. Karlsdóttir, Eö- varö Egilsson, Eva Rós Gústavsdóttir, Friörik Elí Bernhardsson, Helen María Björnsdóttir, Helga Árnadóttir, Hrafnhildur Hafliöadóttir, Höröur Björnsson, Jón Ingvar Karlsson Brune, Katrín Thoroddsen, Marteinn Briem, Sunna Lilja Björnsdóttir, Tanja Ósk Bjarnadóttir, Unnur Arna Þorsteinsdóttir, Þorvaröur Arnarson og Örn Bergmann Úlfarsson. Á myndinni eru líka Katrín Halldórs- dóttir, starfsmaöur skólans, og Margrét Erlendsdóttir kennarí. Efhún erekki jmff skalég hundur heita! & Jókertölur laugardags 5 0 9 2 8 292942) BÓNUSTÖLUR 10) 45 Alltaf á miðvikudögum Jókertölur mtðvlkudags 5 7 2 1 3 v V JL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.