Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 Tilvera I>V 11 f i Suðræn sveifla Carlos Sánchez frá Perú og Alberto Sánchez Castellón frá Kúbu sýna dans og koma blóði gesta á hreyfingu í sjóðheitri sveiflu í Listaklúbbi Leikhúskjallarans í kvöld. Húsið er opnað kl. 19.30 og mun Alberto taka á móti gestum fyrir utan Þjóðleikhúsið á stultum. Dagskráin hefst kl. 20.30. Krár ■ BINGO A KAUPFHLAGINU Það er tilvalið að styrkja gott málefni í kvöld og skella sér á bingó á Kaupfélag- inu. Allur ágóði bingósins rennur til langveikra barna. Frábærir vinningar í boði frá verslunum og fyrirtækjum í miðbænum. Bingóið hefst stundvís- lega kl. 9 og er bingóstjóri kvöldsins enginn annar en Bubbi sjálfur. Klassík ■ HVAÐ ERTU TONLIST? I kvöld kl. 20.00 heldur námskeiðið Hvað ertu tónlist? á vegum Endurmenntunar HÍ í samvinnu viö Salinn og Kópa- vogsbæ áfram. Úr handraða Jónasar Ingimundarsonar, gestur verður Guðni Franzson klarínettuleikari. Námskeiöið er í Salnum, Kópavogi. ■ FLAIITUTÓNAR í LISTASAFNI Flaututónleikar verða í Listasafni íslands við Fríkirkjuveg í kvöld og hefjast þeir kl. 20. Frumflutt verða verk eftir Eirík Áma Sigtryggsson, Flnn Torfa Stefánsson, Mist Þorkelsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Tónleikarnir eru á vegum Tónskáldafélags íslands og liður í tónelikaröðinni Myrkum músíkdögum. Rytjendur eru flautuleikararnir Martial Nardeau, og Guðrún S. Birgisdóttir og Snorri Sigfús Blrgisson píanóleikari. Leikhús ■ SLAPPAÐU AFI Nemendamóts- nefnd Verslunarskóla Islands sýnir í kvöld söngleikinn Slappaðu af! í Borgarleikhúsinu. Leikstjóri er Gunnar Helgason, tónlistarstjóri Jón Ólafsson og danshöfundur Guöfinna Bjömsdóttir. Handritið skrifaði Felix Bergsson en söngleikurinn gerist á íslandi á sjöunda áratugnum og er tónlist þess tíma, soul-tónlistin, allsráðandi í sýningunni. Sýningin hefst kl 20. Kabarett ■ EURpyiSlpN-GLEÐI AUSTFIRÐ- INGA Það er orðinn árlegur viðburð- ur aö blús, rokk og djassklúbburinn á Nesi komi suöur með sýningu sem sýnd hefur verið fýrir austan. Þema sýningarinnar í ár er Eurovision-keppnl og verða helstu smellirnir úr keppnum síöustu ára teknir fyrir. Sem dæmi um lög sem flutt verða eru la det swlnge, Nína, Fly on the wings of love, Waterloo og Gleðibanklnn. Verö meö þriggia rétta kvöldverði er 5.700 en 2.500 bara á sýninguna. Dansleikur með hljómsveitunum Ozon og Aiþjóða danshljómsveitinni er á eftir á aðal- sviði. Fundir ■ MARGUR VERÐUR AF FORDOMUM FAVIS Fordómar gegn femínisma er aðalefni málfundar sem Jafnréttisnefnd Háskóla íslands og Stúdentaráðs stendur fyrir í dag kl. 12.05-13 í Norræna húslnu. Til máls taka Helga Baldvins- og Bjargardóttlr, Stefán Jökulsson fjólmiðlafræðingur og Elísabet Þorgeirsdóttir, ritstjóri Veru. Aö loknum framsögum fara fram umræður undir stjórn Þorgerðar Einarsdóttur,, lektors í kynjafræðum við Háskóla íslands. Fyrsta tónþing Gerðubergs: Atli Heimir undir smásjánni Á undanförnum árum hefur menningarmiðstöðin Gerðuberg í Breiðholti staðið fyrir svokölluð- um rit- og sjónþingum við miklar vinsældir. Þar eru rithöfundar og myndlistarmenn spurðir spjörun- um úr og fjallað um líf þeirra og list í víðu samhengi. Á laugardag- inn var fyrsta tónþing Gerðubergs haldið en eins og nafnið gefur til kynna stendur til að kryfja ís- lenska tónlistarmenn og tónskáld til mergjar á slikum þingum. Sá sem fyrstur lenti í smásjánni var Atli Heimir Sveinsson en hann hef- ur lengi verið í fremstu röð ís- lenskra tónskálda. Stjómandi þingsins var Hildur Helga Sigurð- ardóttir blaðamaður en spyrlar voru þeir Guðni Franzson og Guð- mundur Emilsson tónlistarmenn. Á milli yfirheyrslna voru leikin tóndæmi eftir Atla Heimi til að gefa fyllri mynd af verkum hans i fortíð og nútíð. Tónelsk hjón Hjónin Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri, og Thor Vilhjálmsson rithöfundur voru meðal fjölmargra sem sóttu tónþing Atla Heimis Sveins- sonar á laugardaginn. DV-MYNDIR EINAR J Stund milli stríða Aðstandendur tónþingsins varpa öndinni léttar í hléi. Viö hljóðfærið situr tónskáldið sjálft en að baki því standa Guðmundur Emilsson, Guðni Franzson og Hildur Helga Sigurðardóttir. Ungir sem aldnir Tónlistarmenn á öllum aldri fjölmenntu á tónþingið. Hér er einn af yngri kynslóðinni, Bibbi Curver, ásamt unnustu sinni, Tinnu Ævarsdóttur, en líkt og Atli Heimir hefur Bibbi verið óhræddur við að feta nýjar og ókunn- ugar slóðir í tónsköpun sinni. Púttmót Björgvins og Birgis Kylfingamir Birgir Leifur Haf- þórsson og Björgvin Sigurbergsson halda senn í víking til Kenía þar sem þeir hyggjast taka þátt í alþjóð- legu golfmóti. Slík reisa fæst ekki gefins og til að afla fjár efndu þeir félagar til púttmóts í Tennishöllinni í Kópavogi um helgina. Fjölmargir golfleikarar á öllum aldri tóku þátt í mótinu enda eru flestir golfvellir á höfuðborgarsvæðinu þaktir snjó um þessar mundir og því lítið hægt að leika. Þá hafa verðlaunin ábyggi- lega ekki dregið úr áhuga manna en í fyrstu verðlaun var ferð til írlands á vegum ferðaskrifstofunnar Úr- vals-Útsýnar auk þess sem vegleg verðlaun frá Nýherja og Nevada Bob voru einnig í boði. Melstaramir Kylfingarnir Birgir Leifur Hafþórsson og Björgvin Sigurbergsson héldu fjár- öflunarmót í Tennishöitinni f Kópavogi um helgina en þeir ætla að taka þátt í stóru golfmóti í Kenía í Afríku. DV-MYNDIR EINAR J Samtaka nú Þátttakendur í púttmótinu lögðu sig alla fram enda vegleg verðlaun í boði fyrir sigurvegarann, ferð til eyjunnar grænu og golfparadísar- innar írlands. Bíógagnrýni ^ ^ Jjdupuioiii “ Par sem feluleikur og kænska skipta máli Sam-bíóin - Spy Game irJriy Hilmar Karlsson s krifar gagnrýni um kvikmyndir. Njósnarar ráða ráðum sínum Robert Redford og Brad Pitt í hlutverkum tveggja CIA-njósnara sem snúa bökum saman. Eftið að járntjaldið í austri féll og yfirlýsingar um að kalda stríðinu væri lokið hefur njósnamyndum fækkað verulega. Um leið og helstu rithöfundar á þessu sviði, höfundar á borð við John Le Carré og Len Deighton hafa þurft að víkka sjón- deildarhring sinn hefur Hollywood dregiö í land í gerð njósnamynda. f þau fáu skipti sem Hollywood gerir alvöru njósnamyndir þá hefur aug- um myndavélarinnar verið beint til hins nýja óvinar í Asíu og Afríku, oft á vandræðalegan hátt því það sem vantar í njósnamyndir eftir kalda stríðið er verðugur mótherji. KGB stóð tæknilega jafnfætis CLA í njósn- um en það gera ekki leyniþjónustur Arabaríkjanna og Kínverja. Eina leyniþjónustan sem væri verðugur mótherji CIA er Mossad, sú ísra- elska, en eins og allir vita þá eru stjómvöld i Bandaríkjunum háð gyð- ingum og ekki má móðga ísraels- menn. Hvað sem þeir gera af sér þá teljast þeir alltaf til helstu vinaþjóða Bandaríkjanna. Þetta er rifjað upp hér vegna þess að í hinni ágætu njósnamynd Spy Game hefur þetta vandamál með mótherjann verið leyst. í myndinni næst að tengja nútímanjósir við þær gömlu „góðu“ sem stundaðar voru á timum kalda stríðsins. Á viðunandi hátt sameina Spy Game njósnir sem byggðust á hugviti njósnarans sam- an við tækni nútímanjósna án þess nokkurn timann að missa sjónar á markmiðinu að sýna okkur veröld þar sem feluleikur og kænska skipta mestu máli. Spy Game er að mörgu leyti óvenjuleg njósnamynd þar sem aðal- persónan plottar og plottar alla myndina án þess að yfirgefa aðal- stöðvar CIA. Nathan Muir (Robert Redford) er gamall í hettuni hjá CIA og á að baki glæsilegan feril. Þegar myndin hefst er hann að hefja sinn síðasta dag hjá stofnuninni, er búinn að pakka saman þegar hann fréttir að helsti skjólstæðingur hans, Tom Bishop (Brad Pitt), hafi verið hand- tekinn af Kínverjum og það eigi að lífláta hann eftir einn sólarhring. Muir er kallaður á fund yfirmanna sinna og látinn gefa skýrslu um Bis- hop. Gegnum þessar yfirheyrslur fáum við innsýn í njósnaheiminn eins og hann var allt frá Víetnam til Beirúts á níunda áratugnum þegar samstarf Muir og Bishop endaði meö hvelli. Muir kemst fljótlega að þvi að hann er ekki að gefa skýrslu svo hægt sé að bjarga Bishop, heldur er CIA að leita að ástæðu til að hægt sé að réttlæta að Kínveijar drepi hann. Þegar Muir er orðinn sannfærður um þetta kemur fljótt í ljós að þeir sem eru að yfirheyra hann og halda að þeir hafi öll tromp á hendi eru eins og smábörn í samanburði við Muir þegar kemur að kænsku njósn- arans. Tony Scott er reyndur spennu- myndahöfundur. Hann hefur kannski ekki sömu listrænu hæfi- leika og bróðir hans, Ridley Scott, en hann er fagmaður og veit hvernig á að láta atburðarásina ganga snurðu- laust fyrir sig. Gott jafnvægi er á milli atburðanna í nútímanum og upprifjunarinnar á samstarfi Muir og Bishops. Þótt myndin sé rúmir tveir klukkutímar dettur aldrei nið- ur spennan sem myndast í byijun. Scott er góður stílisti og eins og oft áður mikið fyrir nærmyndatökur af andlitum persóna, vill að það komi fram hvað þær hugsi án þess að orð- in séu framkölluð. Robert Redford nær vel að persónugera hinn ískalda njósnara Nathan Muir, rúnum stráð andlitið segir okkur að þama er maður sem hefur lifað tímana tvenna. Brad Pitt gerir meira af því að detta út úr hlutverki njósnarans og verða mannlegur. Er ekki eins kaldrifjaður og Muir vill hafa hann. Samleikur þeirra er góður, það er þó Redford sem er minnisstæðari. Leikstjóri: Tony Scott. Handrit: David Frost Beckner og David Arata. Kvlk- myndataka: Daniel Mindel. Tónlist: Harry Gregson-Williams. Aóallelkarar: Robert Redford, Brad Pitt, Catherine McCormack, Stephane Dillane og Mari- anne Jean-Baptiste.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.