Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 Fréttir DV Síminn í viðskiptum við fyrirtæki stjórnarformannsins án vitundar stjórnarmanna: Einkafyrirtæki Friðriks í millj- ónaviðskiptum við Símann - samgönguráðuneytið samdi beint við stjórnarformanninn Friörik Pálsson. Samgönguráðuneytið samdi við Friðrik Pálsson, stjórnarformann Landssímans, um að hann mætti selja Símanum ráðgjafarvinnu í nafni einkafyrirtækis síns sem heit- ir Góðráð ehf. Síðan hafa Góðráð innheimt milljónir króna árlega frá Landssímanum. Á árinu 2001 gaf fyrirtækið Góöráð ehf. út reikninga að andvirði 7.619.900 krónur á Landssímann og er virðisaukaskattur þar innifalinn. Fyr- irtækið er í einka- eigu Friðriks Péds- sonar sem verið hefur stjórnarfor- maður Landssím- ans frá 1999. í yfirlýsingu sem hlaðinu barst seint í gærkvöld frá end- urskoðanda Frið- riks, Lárusi Finn- bogasyni, kemur eftirfarandi fram: „Ég undirritaður staðfesti hér með að útskrifaðir reikningar ráðgjafafyrirtækisins Góðráða ehf. vegna útseldrar þjón- ustu fyrirtækisins á árinu 2001 fyrir Landssíma íslands hf. námu kr. 5.098.000 auk virðisaukaskatts." Undir þessa yfirlýsingu skrifar Lár- us fyrir hönd Deloitte & Touche. Þessar verktakagreiðslur sam- svara 635 þúsund krónum á mánuði, með virðisaukaskatti, eða 425 þús- und á mánuði án virðisaukaskatts. Þessar greiðslur innihalda ekki stjórnarlaun Friðriks hjá Landssím- anum sem voru rúmlega hundrað þúsund krónur á mánuði árið 2001 en hafa nú verið hækkuð i tæplega 150 þúsund krónur. Síminn hefur með þessu lagt út hátt í 800 þúsund á mánuöi vegna stjórnarformanns Flosl Eiriksson - veit ekkert. Magnús Stefánsson -kem affjöllum. Sturla Böövarsson. síns á síðasta ári, ef virðisaukinn er reiknaður með, en vel á sjötta hund- rað þúsund án virðisaukaskatts. Rétt er að taka fram að endurskoð- endur fyrirtækisins hafa athuga- semdalaust skrifað upp á viðskiptin. Óuppiýst stjórn Innan stjórnar er fátt vitað um viðskipti Góðráða ehf. og Lands- símans. „Ég kem af fjöllum," sagði Magnús Stefánsson, varaformaður stjórnar Lándssímans og fulltrúi Framsóknarflokks, í samtali við DV í gær. í sama streng tók Flosi Eiríksson stjórnarmaður, sem sit- ur þar fyrir hönd Samfylkingar. „Ég hef heyrt minnst á fyrirtæk- ið Góðráð ehf. en vissi ekkert um að það ætti í viðskiptum við Landssímann," segir Flosi. Þórarinn Viðar Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Landssímans, vill ekki kannast við að hafa átt neitt með umræddan samning um ráðgjafarstörf að gera. Hann vísar á Sturlu Böðvarsson samgöngu- ráðherra, sem æðsta fulltrúa eig- enda Landssímans, íslensku þjóð- arinnar. „Ég kýs að tjá mig ekki um það. Mér finnst að samskipti stjórnar- formannsins og fyrirtækisins hljóti að snúa að eigandanum. Stjórnarformaðurinn sækir sínar heimildir til eigandans en ekki sinna undirmanna," sagði Þórar- inn Viðar. Þórarinn Viðar þver- tekur fyrir að hafa sem forstjóri gert samning við Góöráð um ráð- gjafarþjónustu til Símans. „Nú háttaði þannig til að Sím- inn var algjörlega í eigu ríkisins, nánast alveg þar til ég fór í frí. Það þýddi að sam- gönguráðherra var um leið hluí- hafafundur. Vald hans yfir málefn- um fyrirtækisins er gríðarlega Þórarlnn Vlöar Þórarinsson - spyrjiö Sturlu. gærkvöld. mikið. Hann segir stjórninni fyrir verkum, að ráða og reka forstjóra og allt hvað heita má í því efni. Al- veg þangað til að hluthöfum fjölgar þá eru orð ráðherra bindandi fyrir fyrirtæki sem svo er háttað um. Þannig að þú verður að beina þín- um spurningum um þessi sam- skipti í þann farveg. Ég hef ekki gert neina samninga við Friðrik," segir Þórarinn Viðar og benti DV á að spyrja Friðrik Pálsson sjálfan hvaða heimild hann hafi haft til að senda reikninga á Símann. „Ég er hættur hjá þessu fyrir- tæki eins og ég hygg að mörgum sé orðið ljóst, þannig að ég held að það sé ekki viðeigandi að ég sé að tjá mig um slíka hluti. Visa þessu beint á samskipti milli stjórnarfor- manns og eiganda." Alit á hreinu Friðrik Pálsson, stjórnarformað- ur Landssímans og eigandi Góðráða ehf., staðfestir í samtali við DV að félag hans eigi í milljónaviðskiptum við Símann. Þetta væri ráðgjafar- vinna sem hann hefði innt af hendi í tengslum við @IPbell, einkavæð- ingu Símans og önnur mál. Þá inn heimti félag sitt flugmiða, hótel- kostnað og annan kostnað sem félli til vegna ferðalaga sinna á vegum fyrirtækisins. Hann sagði að ráðu- neytisstjóri samgönguráðuneytis yf- irfæri reikningana en sendi þá sið- an til forstjóra Landssímans sem gengi frá þeim til útborgunar. „Ég hef unnið ráðgjafarstörf fyrir Símann og ekki dregið af mér. Þessi kostnaður er síst ofreiknaður enda hef ég unnið dag og nótt fyrir Sím- ann og aldrei spurt hvort væri helgi eða kvöld. Ég hef ekki verið þungur á fóðrum," segir Friðrik. Hann sagðist ekki hafa yflrsýn yfir það hve mikinn kostnað Góð- ráð hefðu innheimt fyrir síðasta ár eða það sem af er þessu ári en lagði áherslu á að ekkert væri of- reiknað í þessu máli. „Ég hef ver- ið heiðarlegur allt mitt líf og svo er með þetta mál,“ sagði Friðrik sem aðspurður taldi að stjórn Sím- ans væri málið óviðkomandi og því hefði ekki verið ástæða til að kynna málið þar. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra vildi í gærkvöld ekkert segja um Góðráð eða samskiptin við Frið- rik Pálsson í tengslum við fyrirtæk- ið. -rt/sbs ^Vestmannaeyjar: Úttekt á sam- göngum við höfuðborgina Á bæjarstjórnarfundi 7. febrúar sl. samþykkti bæjarstjórn Vestmanna- eyja að fela Þróunarfélagi Vest- mannaeyja að beita sér fyrir úttekt á ferðatiðni í almenningssamgöngum frá höfuðborginni út á landsbyggðina. Úttektin yrði nýtt í því skyni að fylgja eftir kröfum um aukna tíðni almenn- ingsferða til Vestmannaeyja i sam- ræmi við þær kröfur sem fram komu á fjölmennum borgarafundi í Vest- mannaeyjum 1. febrúar sl. Þessi samþykkt kemur i kjölfar mikillar umræðu um samgöngumál Vestmannaeyinga, sem tengjast rekstri Herjólfs. -GG Ibúar bíða óþreyjufullir eftir lausn „Það er erfitt fyrir mann að segja um hvemig á að standa að rann- sókn svona máls. En það er liðin vika frá atburðunum og enn hefur ekkert komið fram sem varpar ljósi á þá,“ segir Gunnar Kr. Ólafsson, íbúi á Hvolsvelli. Gunnar er einn þeirra sem áttu bíl sem kveikt var í um síðustu helgi og er orðinn lang- eygur eftir niðurstöðu í málinu. „Manni hefði þótt eðlilegt að fengin hefði verið aðstoð frá rannsóknar- lögreglunni í upphafi. Það er líka kominn orðrómur í bænum um hverjir hafi gert þetta og fyrir þá er ekki hlaupiö að því aö hreinsa mannorð sitt meðan og ef málið upplýsist ekki,“ segir Gunnar. Hann kveðst hafa verið í sambandi við lögregluna fyrst á eftir og svörin DVWND NJÖRÐUR Vlð brunarústirnar Gunnar viö bílinn sinn sem kveikt var í um síöustu helgi. hafi verið í þá veru að málið væri í rannsókn. „Það er mjög erfitt fyrir fólk héma ef málið skýrist ekki. Tíminn sem liðinn er frá þessum at- burðum er orðinn það langur að fólk er orðið uggandi yfir að eitt- hvað svipað endurtaki sig,“ segir Gunnar Kr. Ólafsson. „Það hefur ekkert nýtt komiö fram við rannsóknir á íkveikjunum sem færir okkur nær niðurstöð- unni,“ segir Kjartan Þorkelsson, sýslumaður Rangæinga, og tekur fram að mikil vinna hafi veriö lögð í rannsókn málsins. „Það eru allir okkar menn að vinna í þessu og búið er að yfirheyra talsverðan hóp en lausnin er enn ekki fundin," seg- ir sýslumaðurinn. -NH Guðni í fullum rétti að leigja Knúti Bruun Svo virðist sem Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafi verið í fullum rétti til þess að leigja Knúti Bruun það land sem samningur þeirra á milli segir til um. Ekki hafi verið um tvíleigu á landinu að ræða. Skrifað var undir samninginn fyrir nokkmm dögum, en þá þegar bámst athugasemdir, m.a. frá Nátt- úrulækningaheimilinu í Hveragerði þess efnis að um einn hektari lands- ins væri þegar leigður heimilinu. í Héraðsskjalasafni Ámesinga liggur hinn upphaflegi leigusamningur sem gerður var við Heilsuhæli NLFÍ, nú Heilsustofnun NLFÍ, um leigu landsins af rikinu, en frumrit samningsins er varðveitt í gögnum samningur frá árinu 1953 tekur af allan vafa ölfus- hrepþstjóra hrepps. Skólastjóri Garö- yrkjuskóla ríkisins undirritaði samn- inginn árið 1953, eða fyrir nær 50 árum, og af hálfu ríkisins Hermann Jónasson, þáverandi landbún- aðarráðherra og Jónas Kristjánsson læknir fyrir hönd Náttúrulækninga- hælisins. í 8. gr. samningsins segir m.a. að hvenær sem ríkið telur sig þarfnast landsins til notkunar undir opinber mannvirki ríkis, hrepps eða bæjarfélags eða vegna sérstaks at- . Guðni Agústsson. vinnureksturs, er leigutaka skylt að láta af hendi leigu- rétt sinn til lands- ins, að nokkrum hluta eða að öllu leyti. Hafi ekkert verið gert við landið annað en að girða það, fellur leigan sjálfkrafa niður án sérstakrar uppsagn- ar. Það er staða málsins í þessu til- felli. Landbúnaðarráðherra segir það allt satt og rétt sem Héraðsskjala- safnið hafi opinberað. Hann hafi lát- ið kanna mjög vel hvort samningur- Knútur Bruun. inn stangaðist á við þarfir Garð- yrkjuskólans og Heilsustofnunar NLFÍ til þess að komast hjá mála- ferlum vegna þessa 10,5 hektara lands. „Þeir hafa plantað þama trjám og það verður þeim bætt, en það er af og frá að framkvæmdir þama kunni að skaða kaldavatnsból Heilsustofh- unarinnar. Hugmyndir Knúts Bm- un eru mjög glæsilegar og stór- brotnar, en málið á bæði eftir að fara gegnum deiliskipulag og grenndarkynningu. Vonandi næst farsæll endir á þessu máli. Ég er reyndar fullviss um það,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra. -GG Mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskip fylltu sig í fáum köstum á miðunum austur af Stokksnesi í fyrr- inótt og héldu til hafnar með full- fermi en löndunar- bið er nú í höfnum á Austfjörðum. í gær var nokkur kvika á loðnumið- unum og skip áttu erfiðara með að athafna sig. Flensan komin Inflúensa er farin að gera vart við sig í Reykjavík og hefur hún ekki síst lagst á ung böm það sem af er. Auk hennar eru ýmsar slæmar vímspestir í gangi á landinu. Aftur saumað á Höfn Ný vefnaðarvöruverslun var opn- uð á Höfn í Homafirði fyrir helgina en ekkert hefur fengist til sauma- skapar á suðausturhomi landsins síðustu mánuði. Það er Halldóra Ingólfsdóttir sem á nýju verslunina og rekur og þar verða þrjár Guð- bjargir í vinnu. Þetta kemur fram á hom.is, Fréttir frá Birni í vikunni Björn Bjamason menntamálaráð- herra kveðst skýra frá því í vikunni hvenær hann yfir- gefi menntamála- ráðuneytið. Hann segir lista sjálfstæð- ismanna verða kynntan undir næstu mánaðamót og að kosningabaráttan byrji af full- um krafti eftir páska. Þetta kemur fram á heimasíðu hans. Skorin í andlitið Átök urðu milli þriggja kvenna i Hafnarstræti i fyrrinótt og var ein þeirra flutt á slysadeild Landspit- ala - háskólasjúkrahúss eftir að hinar tvær höfðu ráðist á hana og skorið hana með vasahníf í andlit- ið. Sú slasaða hefur kært árásina en hinar tvær voru ekki handtekn- ar strax. Tap hjá Aco-Tæknivali Aco-Tæknival tapaði rúmum milljarði króna árið 2001, sam- kvæmt þvl sem fram kemur í árs- uppgjöri fyrirtækisins og er það verri afkoma en fjármálafyrirtæki spáðu fyrir ári. Fyrirtækin Aco og Tæknival voru sameinuð á síðasta ári og hefur velta þeirra dregist saman um 13% eftir það. Sextán stútar Sextán öku- menn voru teknir ölvaðir í Reykjavík um helgina auk þess sem nokkrir mæld- ust rétt undir mörkum og voru látnir leggja bilum sinrnn á staðnum. Þetta er óvenju mikill fjöldi á einni helgi. Seinkun á gangagerö? Búist er við seinkun á útboðum vegna jarðgangagerðar á Austur- landi frá því sem áætlað var en ráð- ast átti í forval meðal verktaka nú í mars. Ástæðan er dráttur á sölu Símans en fyrirhugað var að fjár- magna gangagerðina með sölu ríkis- fyrirtækja. RÚV greindi frá. Safnað vegna hjartabarns AUs 826.000 krónur söfhuðust á ísafirði og nágrenni tU handa Rakel Maríu Bjömsdóttur á Þórustöðum í Önundarfirði. Rakel María er tæp- lega eins árs en hefur tvívegis þurft að fara til Boston í stórar hjartaað- gerðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.