Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 PV_____________________________________________________________________________________________Menning Menningarverðlaun DV 2001 - tilnefningar í kvikmyndum: Heimildarmyndir aldrei veriö jafnáberandi Ham: Lifandi dauðir Skemmtileg og forvitnileg heimildarmynd um hljómsveit sem orðin er goðsögn. Johns er Þorfinnur með kvik- myndavélina á eftir Lárusi B. Svavarssyni eða Lalla Johns, eins og hann er kallaður, ein- um þeirra ólánsmanna sem hafa nánast fyrirgert lífi sínu með drykkju, dópi og glæp- um. í rúm þrjátíu ár hefur hann verið á götunni, setið samtals sautján ár í fangelsi, farið í meðferðir og sjaldan staðið viö loforð. Það er nú samt svo að ekki er hægt ann- að en láta sér þykja smávænt um Lalla sem er afskaplega einlæg persóna. Þessum manni kemur Þorfmnur vel til skila í heimildar- mynd sem er frumleg, skemmtileg og áhrifamikil lýsing á lífi útigangsmanns. Myndin ber vott um þolinmæði höfundarins við að ná fram því besta í fari Lalla auk þess sem Lalli er fyndinn - án þess kannski alltaf að ætla að vera það. Lalli Johns Frumleg, skemmtileg og áhrifamikil lýsing á lífi útigangs- manns. MÁLARINN OG SÁLMURINN HANS UM LITINN Erlendur Sveinsson hefur sem kvikmynda- gerðarmaður verið stórhuga í gerð heimildar- mynda og frá honum hafa komið efhismiklar kvikmyndir á siðustu árum. í Málarinn og sálm- urinn hans gerir Erlendur persónulega heimild- armynd um fóður sinn, Svein Bjöms- son listmálara, sem lést árið 1997. Mynd- in er gerð á löngum tíma og er Sveinn að- alleikari myndarinn- ar sem varla er hægt að kalla heimildar- mynd í venjulegum skilningi. ÖIlu held- ur er þetta sviðsett heimildarmynd um Svein sem er bæði umfjöllunarefhi og leikari. Þarna spilar Erlendur djarft en nýtur þess að Sveinn var mikill og sterkur karakter sem tjáir sig á hressan og skemmtilegan hátt hvort sem er um list sína eða annað sem honum kemur við. Vert er að geta kvik- myndatöku Sigurðar Sverris Pálssonar þar sem ekki aðeins litimir í list Sveins verða lifandi heldur gæðir hann landslagið í Krýsuvík dulúð sem fellur vel að þeirri sögu sem sögð er í myndinni. Mávahlátur Góð blanda af kímni og dramatík með litríkum persónum. MÁVAHLÁTUR Mávahlátur fjallar um hvernig smábær kemst í uppnám vegna heimkomu konu. Freyja er fal- leg og með fegurð sinni kemur hún öllu og öllum í uppnám. Karlmenn svikja konur, konur verða sjálfstæðari, valdastrúktúrinn í bænum riðlast og menn deyja. Allt er Freyju að kenna sem er í senn álfkona og tröll, engill og djöfull. Sagan Mávahlátiur er kjörin sem kvikmyndahandrit, með litrikum persónum, góðri blöndu af kímni og dramatík og mettuð af atburðum. Ágúst Guð- mundsson kemur einstaklega vel til skOa mystíkinni í bókinni, gerir Freyju marghliða og margræða persónu sem Margrét Vilhjálmsdóttir fer létt með að túlka. Stjarna myndarinnar er stúlkan Agga, snilldarlega leikin af Uglu Egils- dóttrn-. Mávahlátur er mynd sem fær mann til að skella upp úr en sendir líka hroll niður bakið. “Ef árið 2000 var eitt merkasta ár í íslenskum kvikmyndum þá var árió 2001 ekki síöra. Þaö var aö vísu ööruvísi, heimildarmyndir voru meira áberandi eins og kannski kemur best í Ijós þegar litiö er yfir þœr kvikmyndir sem nefndin hefur valið,“ segir Hilmar Karlsson, formaöur menningarverölaunanefndar DV í kvikmyndum. „Þó er ekki þar með sagt að ekki hefðu verið boðleg verk í hópi leikinna mynda,“ heldur Hilmar áfram. „Nefndin hafði til umfjöllunar bæði leiknar myndir í fullri lengd og leiknar stuttmyndir sem vel hefðu sómt sér á tilnefning- arlistanum. t heild má því segja að árið hafi ver- ið gróskumikið í íslenskum kvikmyndaheimi og greinilegt að bjartir timar eru framundan. Alltaf koma nýir og nýir kvikmyndagerðarmenn fram á sjónarsviðið sem láta ljós sitt skína á ferskan máta og leyfa sér ýmislegt sem hinir eldri hefðu sjálfsagt veigrað sér við.“ Þó eru það hinir eldri í hópi íslenskra kvik- myndagerðarmanna sem hafa yfirhöndina i ár. Erlendur Sveinsson, Þorfmnur Guðnason og Ágúst Guðmundsson, sem allir eiga kvikmyndir á listanum, hafa áður hampað Menningarverð- launum DV. „Já, en mótvægið við þá eru Ólafur Sveinsson og Þorgeir Guðmundsson, tveir ungir kvik- myndagerðarmenn sem örugglega eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðmni," segir Hilmar. Með Hilmari Karlssyni sátu í nefndinni Sif Gunnarsdóttir og Randver Þorláksson. Þessir eru tiinefndir tii Menningar- verðlauna DV í kvikmyndalist: BRAGGABÚAR Sérstakt tímabil í byggingarsögu Reykjavíkur er viðfangsefni Ólafs Sveinssonar í kvikmynd- inni Braggabúum. Sá góði hæfileiki Ólafs sem kom fram í hans fyrstu heimildarmynd, Non Stop, að fá persónur sínar til að segja frá lífs- hlaupi sínu eða atvikum úr lífi sínu, reynist hon- um vel í Braggabúum. Aðal myndarinnar eru frásagnimar sem viðmælendur Ólafs deila með okkrn- og er Braggabúar meira og minna viðtöl við fimm einstaklinga sem allir bjuggu í brögg- um, sumir sem krakkar en aðrir fyrstu búskap- arárin sín. Þetta fólk veitir okkur einstaka inn- sýn inn í þau kjör sem það þurfti að búa við. Braggabúar Viðtöl við einstaklinga sem bjuggu í bröggum.O myndmálið segja okkur hvernig karakterar þeir voru, hvemig tónlist þeirra tók bréytingum og hvernig þeir höguðu sér við hinar ýmsu aðstæð- ur. Viðtöl í myndinni við vini og samferöamenn sem komu nálægt sveitinni á hinum ýmsu stig- um hennar em í heildina virkilega góð. LALLI JOHNS Þorfinnur Guðnason hefur i heimildarmyndum sínum fylgst með þeim sem mega sín lítils, hvort sem er í dýraríkinu eða mannheimum. í Lalla Braggabúar virkar bæði sagnfræðilega og til- fmningalega og það gerir hana að prýðilegri heimildarmynd um sérstætt timabil í reykvískri byggingarsögu. HAM: LIFANDI DAUÐIR Skemmtileg og forvitnileg heimildarmynd um hljómsveit sem orðin er goðsögn. í henni er far- ið i gegnum feril hljómsveitarinnar í máli og myndum frá upphafi til tónleikanna á Gauknum og í Laugardalshöllinni á síðasta ári þegar hljómsveitin var endurvakin til að hita upp fyr- ir Rammstein. Það sem kemur fyrst á óvart er hversu mikið myndefni er til með hljómsveit- inni. Þorgeir Guðmundsson, leikstjóri myndar- innar, hefúr farið þá leið sem heppnast mjög vel að ræða ekkert við helstu meðlimi hljómsveitar- innar í dag um fortíðina heldur birta eldri viðtöl við þá þegar þeir voru í „stuði“ og láta síðan Málarinn og sálmurinn hans um lltlnn Heimildarmynd þar sem viðfangsefnið er einnig aöalleikarinn í sviðsetningu atburða. Ólafur Jóhann Ólafsson Á í óvæntum deilum við þýðanda sinn. Af raunum þýðanda Erfitt er að sjá nákvæmlega hvert um- kvörtunarefni Öldu Sigmundsdóttur er þó að fyrirsögnin í Morgimblaðinu sl. fimmtudag sé svo sem nógu skýr, „Segir höfundarrétt sinn fótum troðinn", og við- talið við hana langt og nærri smásmugu- lega ítarlegt. Upphaf máls var að hún þýddi leikritið Sniglaveisluna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, skilaði þýðingunni og fékk hana greidda. Þar með var málinu lokið í bili þvi ekki stóð til að gefa þýð- inguna út. Helst er á Öldu að skilja að hún hafi orðið tortryggin þegar frétt barst þess efnis að sýna ætti leikritið á sviði í London án þess að hennar væri undir eins getið sem þýðanda. Ekki var komin til nein leikskrá eða annað á prenti sem sýndi að þurrka ætti nafn hennar út. Fljótlega varð ljóst að Ólafur Jóhann ætlaði engan veginn að hunsa framlag Öldu til verksins því í viðtali í DV gat hann hennar meðal þeirra sem hefðu komið að textanum á ensku. Þá frétt kall- ar Alda að vísu „furðulega" í Mbl. en það hlýtur að vera ranghermt, því vissulega er ekkert „furðulegt" við orð Ólafs, hann telur bara upp þá sem komu að þýðing- unni með honum. Þeir hafa svo áreiðan- lega orðið enn þá fleiri - allir leikararn- ir fjórir, leikstjórinn og kannski sviðs- mennirnir líka. Ekki merkilegt fólk Ég veit af eigin raun að þýðendur leik- rita og jafnvel höfundar leikrita eru ekki merkilegt fólk í leikhúsum. Þar hefur aumasti statisti betra vit á texta heldur en svokallaðir höfundar hans. Einu sinni ætlaði ég að leggja fyrir mig leikritaþýð- ingar (þetta er kafli úr ævisögunni) og sýndist þar vera góð uppgrip af því hvað texti leikrita er yfirleitt stuttur, til dæm- is miðað við skáldsögur, og vel greitt fyr- ir hann hjá leikhúsum. Skemmst er frá því að segja að aldrei hef ég verið auð- mýkt meira sem rithöfundur. Setning- amar mínar þóttu með endemum óþjálar og allir leikararnir (að ég tali nú ekki um leikstjórann) höfðu meira vit á því en ég hvað höfundurinn hefði ætlað sér að segja. Vissulega fékk ég nafniö mitt sem þýðanda i leikskrá en textinn var svo lítið eftir mig að fegnust hefði ég ver- ið að þurfa enga ábyrgð að bera á hon- um. Mér var þó ekki sleppt við það. Ein- hvern verður aö hengja ef allt er ómögu- legt. Eftir þessa reynslu get ég ekki litið á það sem svo alvarlegt mál að sleppa að geta þýðanda leikrits í frétt um uppsetn- ingu þess að ástæða sé til að kalla til lög- fræðing. Ætlaðist Alda kannski til að láta merkja þær setningar sérstaklega sem væru rétt eftir henni hafðar? Ólík hugmyndafræði Kannski rekast hér á íslenskar sið- venjur og bandarískar því fyrir vestan þekkja menn vel til alls konar gervihöf- unda og draugahöfunda sem fara lægra hjá okkur. En þetta dæmi Öldu og áður dæmi Bernards Scudders, sem ekki var getið á bandarískri útgáfu á Fyrirgefn- ingu syndanna eftir sama höfund, ætti að kenna íslenskum útgefendum og rit- höfundum að hafa skýr ákvæði um rétt þýðenda í samningum við þá. Ef texta á að nota sem hráefni en ekki sem fullbú- ið handrit ber að gera þýðanda ljóst frá upphafi að hann eigi ekki höfundarrétt á honum. Ekki misskilja þessi skrif: Það er ljótt að ræna mann sköpunarverki hans, en þaö verður að vera ljóst hver hefur skap- að hvað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.