Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 11
11 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 DV__________________________________________ Útlönd Afganski samgönguráðherrann jarðsettur um helgina: Skotiö á hóp gæsluliða Óþekktur byssumaöur hóf snemma á laugardagsmorgun skothríð á hóp breskra friðargæsluliða í höfuðborg- inni Kabúl í Afganistan og er það í fyrsta skipti sem friðargæsluliðið verður fyrir árás frá því það hóf þar störf í síðasta mánuði. Gæsluliðamir, sem sluppu ómeiddir, svöruðu skot- hríðinni en árásarmaðurinn komst undan á bíl. Við nánari leit í borginni fundu friðargæslusveitirnar flóttabílinn sundurskotinn og einn látinn afgansk- an mann auk fjögurra særðra. Árásin var gerð stuttu eftir að Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, kom í opinbera heimsókn til Kabúl, þar sem hann ræddi við Hamid Karzai um hugsanlega fjölgun í friðar- gæslusveitunum, auk þess sem hann var viðstaddur útfór Abdul Rahmans samgönguráðherra sem drepinn var af æstum múgi á Kabúiflugvelli á fimmtudaginn. Karzai notaði þar tækifærið til að skora á hundruð syrgjenda Rahmans Útför Abdul Rahmans Nasar Ahmad, bróöir Abdul Rahmans, samgönguráöherra Afganistans, sem drepinn var á flugvellinum í Kabúl á fimmtudaginn, grætur héryfir kistu bróöur síns, en fjölmenn útför Rahmans fór fram í Kabúi um helgina. að sýna stillingu og að Afganar verði að hætta að drepa hver annan og snúa frekar saman bökum til að koma á varanlegum friöi. Sjö manns hafa verið handteknir í sambandi við morðið á Rahman og þar af eru þrír háttsettir afganskir embættismenn, en grunur leikur á að um skipulagt samsæri hafi verið að ræða. Einnig hafa þrír menn verið handteknir í Sádi-Arabíu í sambandi við málið. Yfirvöld í Kabúl hafa fyrirskipað rannsókn á árásinni á friðargæslulið- ana og er henni stjómað af afgönsku lögreglunni með aðstoð gæslusveit- anna. Að sögn talsmanna stjómvalda er ekki vitað hverjir árásarmennimir voru, né heldur tilgangur árásarinn- ar. Þá bárust fréttir af því í gær að skotið hefði verið á óbreytta borgara nálægt bækistöðvum friðargæslu- liðsins í Kabúl, þar sem einn 19 ára piltur lét lífið þar sem hann var að flytja ófríska konu á sjúkrahús. Sprengjusérfræðingar IRA IRA-mennirnir sem handteknir voru í Kólumbíu í fyrra sakaöir um aö hafa kennt uppreisnarmönnum sprengju- gerö sita hér í fangaklefa sínum. IRA-mennirnir formlega ákærðir IRA-mennimir þrír, þeir Jim Monaghan, Martin McCauley og Niall Connolly, sem handteknir voru í Kólumbíu í fyrrasumar, sakaðir um að hafa kennt liðs- mönnum kólumbíska byltingar- hersins FARC sprengjugerð, voru á fóstudaginn formlega ákærðir í málinu og eiga yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi verði þeir fundnir sekir. Þeir neita sekt og segja aö kólumbísk yfirvöld hafi sviðsett málið til að koma í veg fyrir fyrir- hugaðar friðarviðræður við skæru- liðana. George W. Bush og frú við upphaf ferðar George W. Bush Bandarikjaforseti og frú héldu í gær í opinbera heimsókn til Japans, Suöur-Kóreu og Kína þar sem Bush mun hitta þarlenda ráöamenn. Hér eru forsetahjónin viö komuna til Tókíó í gær, en þau höföu viökomu á bandarískri herstöö í Alaska á leiöinni til Japans. Bush til þriggja Asíulanda George W. Bush Bandaríkjaforseti hélt i gær í sex daga opinbera heim- sókn til þriggja Asíulanda og var Japan fyrsti viðkomustaðurinn, en þar mun Bush hitta Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, á fundi í dag. Ferðinni er síðan heitið til Suður-Kóreu og Kina þar sem for- setinn mun hitta helstu ráðamenn þjóðanna. Heimsóknin var upphaflega á dag- skrá í haust en var frestað eftir hryðjuverkaárásimar í Bandaríkj- unum þann 11. september sl. Þjóðirnar þrjár eru í hópi þeirra sem lýstu strax yfir stuðningi við Bandaríkin í baráttunni gegn hryðjuverkum í heiminum og einnig aðgerðimar gegn talibönum og al- Qaeda-samtökunum í Afganistan, sem em allt annað en búnar. Er nokkuð ljóst að ráðamenn þjóð- anna muni inna Bush eftir næstu skrefum í baráttunni og óska frekari skýringa á ummælum Bush um „öx- ulveldi hins illa“, þar sem hann átti við íran, Irak og Norður-Kóreu. Bush sagði í viðtali fyrir ferðina að japönsk stjórnvöld þyrftu að gera nánari grein fyrir áætlunum sinum til að bæta efnahaginn í landinu og sagðist myndi ræða það sérstaklega við Koizumi. „Það er augljóst að þeir þurfa að endurskoða sín mál ef ekki á illa að fara og sérstaklega skulda- stöðu sina,“ sagöi Bush. 80 rotnandi lík fundust í Georgíu Mikil óhugur og reiði hefur gripið um sig meðal fólks í Georgíu í Bandaríkjunum eftir að um áttatíu rotnandi lík fundust í nágrenni lík- brennslu um 130 kílómetra norð- vestur af Atlanta. Borin hafa verið kennsl á sum líkanna og hefur þeim verið komið fyrir í kirkju í nágrenn- inu á meðan málið er rannsakað. Umsjónarmaður líkbrennslunnar, Ray Brent 28 ára, hefur þegar verið handtekinn og ákærður fyrir svik og vanrækslu í starfi. HARTOPPAR Frá| BERGkfóNN?; - og HERKULES Margir verðflokkar Rakarastofan Klapparstíg Tylö - vatnsgufuklefar IYLÖ Sérpöntum vatnsgufuklefa eftir þinum óskum. Sænsk gæðavara. Komið við eða pantið myndalista hjá okkur. Ármúla 21, 108 Rvk, s. 533-2020 www.vatnsvirkinn.is. VATNSVIRKINN ehf 510 4900 BILASALA 510 4900 ABjrbilamir (áhv. með 100% iáni + aukalán með ábyrgðarmönnum) Ath. öll skipti á öllum. Chrysler Town & Country 3,8 1997,ek 41.000 km, sjálfskiptur, 7 manna. Verð 2.290.000 Glæsivagn með öllu Ford Escort 75 Van 1,4 1997, ek 68.000 km, 5 gíra. Verð 580.000 Mjög gott útlit Daewoo Musso Tdi, 155 hö. 6/01, ek 14.000 km, sjálfskiptur, 31 “. Verð 3.290.000 Hlaðinn aukabúnaði Korando E-320, 6 cyl. 1998, ek 64.000 km, sjálfskiptur, 230 hö. Verð 1.790.000 Renault Clio RN 6/00, 5 dyra, ek 41.000 km. Verð 990.000 Stórhöfda 26 - 112 Reykjavík www.bilasalaisiands.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.