Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 Blóðbaðið heldur áfram fyrir botni Miðjarðarhafs: Hamas-liðar skjóta flug- skeytum í annað skipti Ekkert lát er á blóöbaðinu fyrir botni Miðjaröarhafs eftir tvær árásir palestínskra skæruliða um helgina, annars vegar sjálfsmorðsárás á pitsu- stað í landnemabyggðinni Karei Shomron á Vesturbakkanum, þar sem tveir ísraelskir borgarar létust auk sprengjumannsins og 27 særðust og hins vegar skotárás við Mahane Shmonim-herbækistöð ísraelska hers- ins i borginni Hadera í norðurhluta Israels, þar sem tveir Palestínumenn féllu og þrír ísraelar særðust. Að sögn talsmanna hersins var grunsamlegur bíll stöðvaður í hliði herbækistöðvarinnar og steig annar tveggja Palestínumanna sem í bílnum voru þá út og hóf skotárás á hermenn- ina þar til hann var felldur. Ökumað- urinn keyrði þá í burtu en skömmu síðar sprakk bíllinn í loft upp og öku- maðurinn með. Þjóðfrelsisfylking Palestínumanna, PLFP, hefur viðurkennt ábyrgð á árásinni, en hún var að þeirra sögn gerð til að hefna sprengjuárása Isra- elsmanna á bæinn Nablus á Vestur- Lögreglan í Pakistan á hæl- um ræningjans Pakistanska lögreglan sagði í gær að verið væri að kemba allt Punjab- hérað í leitinni að manninum sem grunaður er um að hafa leikið aðal- hlutverkið í ráninu á bandaríska blaðamanninum Daniel Pearl, sem rænt var í Karachi þann 23. janúar sl. Hinn grunaði, Amjad Hussain, sem Pearl þekkti sem Imtiaz Siddiqui, er talinn hafa framkvæmt ránið eftir uppskrift Omars Sheihk, sem þegar er í haldi lögreglunnar og jafnvel talið aö Pearl sé enn í haldi hans og á lífi. „Við vorum á hælunum á honum í gær en þá var ráðist inn i íbúð hans i Punjab. Ibúðin var auð en auðséð að einhver hafði nýlega verið þar,“ sagði talsmaður lögreglunnar, sem þegar hefur handtekið tvo bræður Amjads og einnig einhverja ættingja hans. Að sögn nábúa Amjads hefur hann ekki sést á svæðinu í nokkum tíma. Þegar Pearl hvarf var hann að vinna að blaðagrein um hugsanleg tengsl skósólaflugræningjans, Richard Reid, við al-Qaeda-samtök bin Ladens. bakkanum í gærmorgun. Sú árás var gerð til að hefna sjálfsmorðsárásar- innar á pitsustaðinn á laugardaginn, sem PLFP segist einnig bera ábyrgð á, en að þeirra sögn var þar á ferðinni átján ára gamall félagi samtakanna frá nágrannabænum Qalqilya. Að sögn talsmanna ísraelska hers- ins urðu fjórar byggingar í Nablus fyrir sprengjum, þar á meðal bæki- stöð palestínsku öryggissveitanna og lögreglustöð bæjarins. Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, kallaði saman öryggisráð sitt eftir sjálfsmorðsárásina í gær og hót- aði hefndum. „ísrael hefur aldrei tap- Um eitt hundrað manns munu hafa fallið í tveimur aðskildum árásum skæruliðasamtaka maóista í vestur- hluta Nepals í gær. Þeir fóllnu voru flestir úr lögregluliði tveggja bæja í afskekktum byggðum Achham-hér- aðs, en auk þess voru hermenn og op- inberir bæjarstarfsmenn meðal hinna fóllnu. Að sögn lögregluyfirvalda í hérað- inu, var einnig nokkurt mannfall meðal skæruliðanna, en það hefur ekki enn fengist staðfest. Að sögn sjónarvotta var þetta ein mesta hemaðaraðgerð sem maóistar hafa staðið fyrir á svæðinu síðan þeir byrjuðu baráttu sina gegn ráðandi yf- irvöldum fyrir sex árum og var ríkis- stjórnin því strax kölluð saman til neyðarfundar til að ræða ástandið. Maóistarnir, sem berjast gegn stjómarskrárbundnu veldi Gyan- endra konungs, beindu árásum sínum aöallega að opinberum byggingum í bæjunum og einnig að flugvelli hér- aðsins og birgðageymslum stjómar- hersins. Nokkrar byggingar voru að stríði og þar verður engin breyting á í því sem Palestínumenn heyja nú gegn okkur,“ sagði Sharon. Árásin á pitsustaðinn er sú fyrsta sem beint er gegn landnemabyggðum á Vesturbakkanum, en staðurinn var þéttsetinn ungu fólki á laugardags- kvöldið þegar sjálfsmorðsliðinn lét til skarar skríða. Þá bárust fréttir af því að þrír Ham- as-liðar hefðu fallið í bardaga á Gaza- svæðinu á laugardag og annar þegar bílsprengja sprakk í bænum Jenis á Vesturbakkanum. Þá féll ísraelskur hermaður í skotbardaga við liðsmenn al-Aqsa-samtakanna á Vesturbakkan- um á föstudag, rétt eftir að Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, hafði hitt Arafat á fundi í Ramallah. Hamas-samtökin tilkynntu í gær að þau hefðu í gær í annað skipti skotið heimatilbúnum flugskeytum á byggð- ir ísraela á noröur-Gaza-svæðinu án þess að valda skaða. Skeytunum var beint gegn Kfar Aza á norður-Gaza- svæðinu og hefur það valdið mikilli reiði og ótta meðal Israelsmanna. r. Nepalskir stjómarhermenn. sprengdar í loft upp og bankar rændir áður en uppreisnin var bæld niður. Skotbardagar milli öryggissveita hersins og skæruliðanna stóðu í margar klukkustundir frá miðnætti í gær og fram eftir degi. Arásirnar voru gerðar í kjölfar þess að Bahadur Deuba forsætisráðherra fór fram á framlengingu neyðarlaga, sem sett voru í kjölfar árása maóista í nóvember sl. Fjöldaútför í Lagos Um 120 fórnarlömb sprenginganna í sprengjugeymslum nígeríska hersins í Lagos í Nígeríu voru borin til grafar um helgina og voru kistur þeirra vafóar þjóófána Nígeríu. Flest fórnarlambanna drukknuöu þegar þau reyndu aö komast undan eldunum sem kviknuóu i kjölfar sprenginganna en óttast er aó tala þeirra, sem flest voru konur og börn, sé um þúsund. FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA AÐALFUNDUR FÉLAGS JÁRNIÐNAÐARMANNA Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna verðurhaldinn laugardagsmorguninn 23. febrúar á Grand Hótel í Reykjavík, 4. hæð. Afhending gagna og kaffisopi frá kl. 09.30 Fundurinn hefst kl. 10.00 DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Boðið er til hádegisverðar að loknum fundi. Félagsmenn utan af landi fá endurgreiddan hluta ferðakostnaðar. Reikningar félagsins liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn miðvikudaginn 20. og fimmtudaginn 21. febrúar, frá kl. 12.00-17.00. MÆTIÐ STUNDVISLEGA. STJÓRNIN Uppreisn í Nepal: Hundrað manns féllu I árásum maóista Joschka Fischer á ferð Slæmt veður í Afganistan kom í veg fyrir að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, gæti lent á flugvellinum í Kabúl í gær á leið sinni frá ísrael, þar sem hann fundaði með ráðamönn- um Palestínu- og ísraelsmanna á laugardaginn. Fischer hafði ráðgert að taka Hamid Karzai, leiðtoga þjóð- stjómarinnar í Afganistan, með sér heim til Þýskalands í tveggja daga heimsókn í boði Gerhards Schröders kanslara. Fischer kom einnig við í Úzbekistan, þar sem hann ræddi viö ráðamenn, en ekki er vitað hvort hann gerir aðra til- raun i dag. Omar enn í Afganistan Yusuf Pashtoon, háttsettur emb- ættismaður hjá héraðsstjórninni í Kandahar, sagðist í gær fullviss um að Mullah Mohammed Omar, trúar- leiðtogi talibana, sé enn þá í Afganistan og sagðist hafa fyrir því nokkuð öruggar heimildir að hann væri í felum í Uruzgan-héraði um miðbik landsins. Hann sagði aö slæm vetrarveður kæmu í veg fyrir að hægt væri að elta hann uppi. vísað úr landi Utanríkisráðherr- ar Evrópusambands- landanna mvrnu koma saman í dag til að ræða hugsan- legar aðgerðir gegn stjómvöldum í Zim- babwe, eftir að yfir- manni kosningaeftirlitsnefndar ESB, Svíanum Pierre Schori, var vísað úr landi í fyrradag, eftir að hann hafði sýnt „pólitískan hroka“ að sögn stjómvalda. I kjölfarið var sænsku blaðakonunni Gorrel Espelund, einnig vísað úr landi, en hún hafði sótt um dvalarleyfi til að fylgjast með þingkosningunum sem fram fara 9. og 10. mars nk. 23 farast í rútuslysi Alls 23 farþegar létu lífið og 21 slasaðist þegar rúta fór út af vegin- um i íjallahéruðum Perú í fyrradag á þjóðveginum milli bæjanna Are- quipa og Puno. Orök slyssins var mikil hálka á veginum vegna rign- inga og mun bílstjórinn ekki hafa gert sér grein fyrir hálkunni og ek- ið of hratt í beygju. Kjarnorkuhamingja í írak Saddam Hussein, forseti Iraks, sagöi á fundi með kjarn- orkufræðingum um helgina að þjóð sín hefði engan áhuga á að koma sér upp gereyðingarvopn- um. „Þrátt fyrir að vopn séu nauösynleg til að verja landið og byggja upp sterka ímynd gagnvart óvininum þá höfum við engan áhuga á að ganga í þann ger- eyðingarklúbb,“ sagði Saddam og bætti við að störf írakskra kjam- orkuvísindamanna miðuðu að þvi að auka þekkinguna, færa fólkinu hamingju og stuðla að því að nýta vísindin í þágu mannkyns. Risalottóvinningar Þrír Kalifomíubúar duttu heldur betur í lukkupottinn um helgina þegar þrir lottómiðar í ríkislottóinu komu upp með 193 milljóna dollara vinninga á hvem miða, sem nemur tæpum 20 milljörðum íslenskra króna. Að sögn talsmanna lottósins er um met að ræða og höfðu vinn- ingshafar ekki gefið sig fram í gær- kvöld. Vinningstölurnar voru: 6-11- 31-32-39 og bónustalan 20. Bretar flytja pílagrímana Bresk stjómvöld tilkynntu í gær að þau ætluðu að senda fjórar Her- kúles-herflutningavélar til Kabúl í Afganistan til þess að flytja píla- grímana sem ætluðu að fljúga þaðan til Mekka fyrir helgina, en komust ekki vegna óvæntrar lokunar flug- vallarins. ESB-manni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.