Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 DV Fréttir Rútubílstjórinn sem var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ég vil vara unga rútubílstjóra viö - segir Steingrímur Guðjónsson - ábyrgð rútufyrirtækjanna er engin Steingrímur Guðjónsson, bílstjóri rútunnar sem valt út af einbreiðri brú yfir Hólsselskíl á Hólsijöllum í Öxar- fjarðarhreppi 16. júlí 2000, er mjög ósáttur við að Hæstiréttur hafi snúið við dómi undirréttar og dæmt hann fyrir manndráp af gá- leysi. Hann segir að með dómnum sé verið að slá skjaldborg um Vegagerðina og fyrir það þurfi hann nú að blæða. „Ég vO vara unga rútubílstjóra við því að með dómnum eru þeir alfarið gerðir persónulega ábyrgir fyrir lífi og limum farþega en ábyrgð rútufyrir- tækjanna er engin,“ segir Steingrím- ur. Þá sé ökukennslu mjög ábótavant, sérstaklega hvað varðar rútuakstur úti á þjóðvegunum. Þrjátíu erlendir farþegar voru með bifreiöinni þegar slysið varð en 11 slösuðust og einn lést er hann varð undir öðrum farþegum þegar rútan féll út af brúnni. Steingrimur segir aö Hæstiréttur noti m.a. sem sönnun fyr- ir hraða gögn sem starfsmenn Vega- gerðarinnar hafi talið ómarktæk. Því hljóti að vera eðlilegt að hann sem sakborningur njóti vafans. Steingrímur var sýknaður í undir- rétti þann 18. júlí sl. sumar en ríkis- saksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar 28. ágúst 2001. Hæstirétt- ur sneri dómnum við og var Stein- grímur þann 7. febrúar sl. dæmdur i 30 daga skilorðsbundið fangelsi og greiðslu málskostnaðar og auk þess til sviptingar almenns ökuréttar í 6 mán- uði. Áður hafði sýslumaðurinn á Akranesi afturkallað aukin ökurétt- indi Steingríms. Ábyrgur ökumaður I niðurstöðu Héraðsdóms Vestur- lands 18. júlí 2001 segir m.a.: „Þá er rétt að hér sé þess getið aö þau vitni sem voru í rútunni, leiö- sögumaður og tveir farþegar, bera að ákærði hafi almennt verið gætinn, varkár og ábyrgur ökumaður. Að öllu þessu athuguðu verður það niður- staða dómsins að slysið við Hólssels- kU hafi að langmestu leyti orðið vegna aðstæðna sem ákærði sá ekki fyrir og mátti ekki gera sér grein fyr- ir og að ósannað sé að ákærði hafi ekið svo gáleysislega inn á brúna yfir HólsselskU 16. júlí 2000.“ Hann var því sýknaður af ákæru fýrir brot á þessum greinum. Þá taldi dómur að ekki hefði verið sannað að ákærði hefði brotið gegn varúðarregl- um umferðarlaga og bæri þvi einnig að sýkna hann af ákæru fyrir brot á þeim ákvæðum og enn fremur af kröfu ákæruvaldsins um sviptingu ökuréttar. Pappaspjald með blekklessu „Ég sé að fuUt af rökum fyrir sýknu minni er varpað fyrir róða og þau ekki notuð við dómsuppkvaðningu Hæstaréttar. Þar er m.a. um að ræða vitnisburð fararstjóra og farþeganna sjálfra, auk ýmissa gagna á vettvangi sem ekki var tekið tUlit tU, einnig rök fagmanna sem vitnuðu fyrir undir- rétti. Eftir stendur pappaspjald með blekklessu á sem er skífan úr ökurit- anum. Fyrir dóm í undirrétti kom starfs- maður Vegagerðarinnar, sem les rit- ann, og hann sagði að ekki væri hægt að lesa upplýsingar á ökuritanum tU fullnustu nema senda hann tU fram- leiðanda erlendis. Þaö var hins vegar aUdrei gert. Það sem Hæstiréttur legg- ur tU grundvaUar og dæmir mig fyrir er síðan of mikiU hraði sem skráður sé á ökurita." Steingrímur segir að fjöldi bUstjóra hafl sýnt fram á að ökuritinn sýni ekki þegar hægt er skyndUega á birfreið, það strikist hreinlega ekki á skífu ökuritans. Klúður við rannsókn „Að mínu mati er þessi dómur Hæstaréttar jafnmikið klúður og varð við rannsókn flugslyssins í Skerja- firði. Ef þetta hefði verið flugvél þá hefði Rannsóknarnefnd flugslysa mætt á svæðið. Rannsóknarnefhd um- ferðarslysa lætur hins vegar ekki sjá sig á slysstað en löngu seinna gefur hún út beiðni um að láta taka af mér ökuskírteinið. Þá er sú könnun sem gerð var á slysstað að mínu mati klúð- ur. BUlinn var dreginn á hliðinni marga metra og þar með voru mikU- væg sönnunargögn eyðUögð. Síðan var honum hent upp á vagn og ekið tU Reykjavíkur og i geymslu við Sunda- höfn. Þar er hann geymdur frá 16. júlí 2000 tU 1. september 2000. Þá fyrst er hann skoðaður. Á slysstað kom hins vegar bifvéla- virki sem sýndi mér brot í fjöðrum þar sem að hans mati sást að gömul sprunga hafði verið fyrir í fjöðrinni. Þegar bUlinn er skoðaður 1. septem- ber það ár var þetta aUt saman haugryðgað." - En er ekki eðlUegt að ábyrgðin sé á endanum ökumannsins? „Min ábyrgð er auðvitað tU staðar sem ökumanns. í dómi undirréttar segir að slysið hafi mátt rekja tU að- stæðna. Ég keyri eftir þeim upplýsing- um sem mér eru gefnar. Vegagerðin gefur mér þær upp í formi skUta. Ég var búinn að fara yfir 73 einbreiðar brýr í þessum túr áður en ég kom að þessari. Hún var ekki merkt neitt öðruvísi en aUar hinar. í frumrann- sókn lögreglu kom hins vegar fram að vegarstæðið er beint sitt hvorum meg- in við brúna en brúin skökk á akst- ursstefnu. Þarna var ekkert sem gaf tU kynna að ég þyrfti að hægja á mér niður i 20 km hraða. Þar var heldur ekkert skUti sem segir að brúrn sé svona ofsalega mjó.“ - Hefur þú möguleika á að áfrýja málinu? „Þetta er hæstaréttardómur og ég reikna ekki með að hafa fjárhagslega burði tU að fara tU erlendra dómstóla. Mín tUfmning er sú að verið sé að slá skjaldborg um Vegagerðina svo hún þurfl ekki að fara að greiða trygginga- félögum farþeganna skaðabætur. Ég skU ekki frekar en mínir lög- fræðmgar af hverju þessum dómi er snúið. Bara lestur á vitnisburði far- þega segir að ökumaður hafi keyrt ró- lega og varlega að brúnni. Svo er sagt í dómnum að ég hafi ekki haft nægj- anlega reynslu. Hvar í ósköpunum á ég að fá hana? Ég veit ekki um neitt rútufyrirtæki sem sendir sína bU- stjóra út um land á tómum rútum tU þess eins að þeir afli sér reynslu. Þetta segir mér hins vegar að öku- kennslu á Islandi er mjög ábótavant. Ég vU meina að hér sé verið að út- skrifa fjöldann aflan af fólki sem varla kann að keyra bUa. Þetta fólk á svo kannski að fara að keyra strætó nið- ur Laugaveginn daginn eftir að það fær skírteinið. Þá spyr ég líka: Hver er ábyrgð eigandans í svona tilfeU- um?“ -HKr Húsdýragarðurinn: Fræðst um Gutt- orm í farsíma Nýtt kerfi með upplýsingaþjónustu var tekið í notkun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær og var þaö vígt með pomp og prakt af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Kerfið er sett upp og rekið af Islands- síma og í gegnum farsíma er bæði hægt að fá upplýsingar um einstök dýr í garðinum og almennan fróðleik um þær tegundir sem þar finnast. „Þeir sem tU dæmis vUja fylgjast með hvernig stóra bolanum Guttonni líður og hvemig litlu kálfunum hans vegn- ar geta hringt og fengið helstu fréttir segir Pétur Pétursson, upplýsingafuU- trúi Islandssíma. Hann segir að aug- lýsingaskUtum hafi verið komið upp víðs vegar um garðinn með þeim símanúmerum sem við eiga. I fram- haldinu verður boðið upp á ratleiki í garðinum með þessari tækni og einnig opnast möguleikar til að tengja hana fræðslustarfi garðsins. -Gun DV-MYND HARI Þau vígöu tæknlna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Óskar Magnússon, forstjóri Íslandssíma, hvort meö sinn kálfinn sem báöir eru undan tuddanum Guttormi sem frægur er fyrir stærö sína. Góð þátttaka í prófkjöri Samfylkingar: Nokkrir hurfu frá vegna gjalds Um 2.300 manns tóku þátt í próf- kjöri Samfylkingarinnar i Reykja- vík vegna framboðslista R-listans til borgarstjómarkosninganna í vor. Að sögn Katrínar Theódórs- dóttur, formanns prófkjörsnefndar, er það ívið meiri þátttaka en búist var við, en nokkuð hafi verið um það að nýir stuðningsmenn hafi tekið þátt í prófkjörinu, enda nýtt fólk meðal prófkjörskandídata og töluverð símasmölun í gangi. Ekki verður talið fyrr en á þriðjudag þar sem beðið verður þess að póstlagð- ir atkvæðaseðlar skili sér, en þeir þurfa að vera með löggiltum póst- stimpli frá fostudeginum 15. febrú- ar sl. Félagsmenn í Samfylkingunni og nýir félagsmenn greiddu ekki fyrir þátttökuna í prófkjörinu en Katrin Theódórsdóttir segir að um stuðn- ingsmannaprófkjör hafi verið að ræða og fyrir þá kostaði þátttakan 500 krónur, sem var til þess að standa straum af kostnaöi vegna þeirra þátttöku. Þó var ekki tekið gjald af ellilífeyrisþegum, náms- mönnum og öryrkjum. „Það voru örfá dæmi þess, lík- lega um 15, að fólk hyrfi frá þegar því var tjáð að þátttakan kostaði 500 krónur. En ég tel að þeir sem ekki gátu séð af þeim peningum hafi ekki verið einlægir stuðnings- menn,“ segir Katrín Theódórsdótt- ir. Þeir sem þátt tóku i prófkjörinu voru Helgi Hjörvar, Hrannar Bjöm Amarsson, Sigrún Elsa Smáradótt- ir, Stefán Jóhann Stefánsson, Stef- án Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Pétur Jónsson og Tryggvi Þórhallsson. -GG Hafnarfiörður: Bæjarsijórinn hlaut yfir- burðakosningu Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarflrði, er sigurvegari í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Hafnarflrði til bæjarstjómar- kosninganna á komandi vori. Hann hlaut 65% atkvæða og bind- andi kosningu eins og Valgerður Sigurðardóttir, forseti bæjar- stjórnar, sem varð í 2. sæti. Magnús Gunn- arsson segir að þegar um prófkjör er að ræða þar sem Hafnflrðingum er f gefið tækifæri til að leggja flokknum lið og velja einstaklinga getur niður- staðan orðið mjög spennandi. „Auðvitað ræðst niðurstaðan ekki síst af því hversu duglegt fólk er að kynna sig og koma sínum sjónarmið- um á framfæri. Ég sé ekki betur en að þetta sé mjög sigurstranglegur listi, skipaður góðum einstakling- um,“ segir Magnús Gunnarsson. Þorgils Óttar Mathiesen sem skip- ! aði 3. sætið við síðustu kosningar gaf ekki kost á sér en hans sæti hreppti ' Haraldur Þór Ólason. I 4. sæti er Steinunn Guðnadóttir sem var í 5. sæti en í 5. sæti Gissur Guðmunds- son, sem áður var í 4. sæti. I 6. sæti lenti ungur maður, Leifur Garðars- son. -GG Biskupstungnabraut: Jeppi með fjórum Japönum valt Jeppabifreið með fjómm Japön- um valt við Brúará á Biskups- tungnabraut um klukkan 14 í gær. Engin slys urðu á fólki en óhappið er rakið til hálku, ekki síst vegna þess að það tók að snjóa ofan á sleipt yfirborð. Við sömu brú en á öðram stað varð aftanákeyrsla tveimur klukkustundum áður. Það óhapp var rakið til óaðgæslu þess sem ók aftan á. Annar bíll fór út af Biskups- tungnabraut klukkan rúmlega 16. Var það á móts við Alviðru, sem er skammt frá Soginu, Selfossmegin. Fjóröa óhappið í Ámessýslunni sem lögreglu var tilkynnt um varð síðan klukkan rúmlega 17 en þá fór jeppi út af veginum. Engin slys urðu á fólki. -Ótt Magnús Gunnarsson. Hungur eða sýk- ing olli svart- fugladauðanum Ljóst er að tugþúsundir svartfugla, mest stuttnefjur og langvíur, drápust seinni hluta janúarmánaðar úti fyrir Norðvestur-, Norður- og Norðaustur- landi. Svartfugla rak frá Rifi á Snæ- fellsnesi í vestri noröur og austur um að Mjóafirði á Austfjörðum. Enn sem komið er bendir flest til þess að fugl- amir hafi drepist úr hungri þótt sýk- ing hafi ekki enn verið útilokuð. Ein- kennin hafa m.a. verið blæðingar í meltingarvegi. Tveir fuglafræðingar frá Náttúrufræðistofnun íslands voru við rannsóknir á Norðausturlandi ffá 11. til 16. janúar sl. og telja þeir lang- víurnar vera íslenska fugla en stutt- nefjurnar ættaðar úr Norðurhöfum líkt og ein endurheimta úr Grímsey sýni. Á Keldum er verið að rannsaka sýni úr fuglunum til að ganga úr skugga um hvort um sýkingu sé að ræða. Ólafur Karl Nielsen, liffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun íslands, seg- ir að ekki sé hægt að útiloka að hlýn- andi sjór við Norður- og Austurland eigi sinn þátt í þessu þrátt fyrir að rannsóknir sýni að meira lif sé i sjón- um. Ólafur Karl segir að auðvitað sé ekki hægt að útiloka að vegna þess sé átan neðar í sjónum. Fuglamir geta kafað niður á 100 metra dýpi eftir æti. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svart- fugl hefur drepist í hrönnum hér við land og nýlegt dæmi er um fugladauða við vesturströnd Grænlands. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.