Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2002, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2002 DV 9 Landið Rúmur helmingur stjórnenda hættir í sveitarstjórn á Egilsstöðum: Ungt fólk hefur ekki tíma fyrir pólitík Á Egilsstöðum er undirbúningur sveitarstjómarkosninga í fullum gangi. Á Austur-Héraði, Egilsstöð- um og sveitunum austan Lagarfljóts er raðað á listana af kjömefnd eftir margs konar þreifmgar og athugan- ir á hverjir gefi kost á sér til setu í sveitarstjóm og hvort viðkomandi njóti nægjanlegs trausts hæstvirtra kjósenda i starfann. Við síðustu kosningar komu fram þrír listar á Egilsstöðum: Fram- sóknarflokkur, sem fékk 4 menn kjöma (af 9), Sjálfstæðisflokkur með 2 menn og Félagshyggja við Fljótið sem fékk 3 menn. Tveir af kjömum fulltrúum Framsóknarflokksins hafa þegar dregið sig í hlé, þeir Broddi Bjarna- son og Halldór Sigurðsson, en vara- menn þeirra, Eyþór Elíasson og Bjöm Ármann Ólafsson, hafa tekið sæti þeirra og gefa báðir kost á sér áfram. Katrín Ásgrímsdóttir og Vig- dís Sveinbjömsdóttir hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér. Er nú unnið að því hjá Framsókn að flnna nýtt fólk á listann í þeirra stað. Hjá Sjálfstæðisflokknum hefur efsti maður á „gamla“ listanum, Sig- rún Harðardóttir, ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram og er nokkuð víst að Soffla Lárusdóttir og Ágústa Bjömsdóttir, sem voru nr. 2 og 3, færist upp og taki 1. og 2. sæti nú. í 3. sætið, sem má kalla baráttusætið á þeim lista, hefur Guðmundur Sveinsson verið nefndur, en hann hefur þó ekki tekið endanlega ákvörðun þegar þetta er ritað. Hjá Félagshyggju við Fljótið er sömu sögu að segja. Tveir af þrem fulltrúum þeirra hafa tilkynnt að þeir verði ekki með lengur, þau Helga Hreinsdóttir og Jón Kr. Arn- arson. Líklegt er hins vegar að Skúli Björnsson verði áfram og er unnið að því einnig þar að flnna nýja menn í stað þeirra sem hætta. Ekki hefur heyrst að aðrir lands- málaflokkar hyggi á framboð. Allir þeir sem hætta í sveitar- stjórn nú eiga það sameiginlegt að hætta af einkaástæðum, enda flest ungt fólk með stækkandi fjölskyldu og margir af þeim með sjálfstæða at- vinnustarfsemi svo tíminn verður einfaldlega ekki nægur til að sinna öllu í senn og fólkið sér fram á að við þær aðstæður yrði kannski engu þessara verksviða sinnt nægj- anlega vel. Þó eru nokkrir sem hefa starfað um alUangt skeið en telja sig hafa lagt sitt af mörkum eða hafa tæmt hugmyndaforða sinn. -PG I nýja íþróttahúsinu Hér eru þau Reynir Óskarsson, Karen Óskarsdóttir og Bára Sif Gunnarsdóttir í íþróttahúsinu í Þykkvabæ sem veröur senn tilbúiö til notkunar. Þykkbæingar fá íþróttahús með vorinu: Burðarvirki tívolíhúss ber húsið uppi í Þykkvabæ stendur nú yflr bygging íþróttahúss. í húsinu verð- ur löglegur körfuboltavöllur, auk skólabókasafns og skólamötuneyt- is. f Þykkvabæ er kennt upp í 7. bekk grunnskólans. Eldri bömum er ekið í skóla á Hellu. „Húsið er 1.017 fermetrar að grunnfleti, þar af er íþróttasalur- inn hátt i 700 fermetrar. Við von- umst til að húsið verði tilbúið í marslok eða aprílbyrjun. Það er ekki hægt að átta sig á því ná- kvæmlega núna hvenær það klár- ast, það vilja oft verða drjúgar inn- ansleikjurnar í svona verkum," sagði Heimir Hafsteinsson, oddviti Djúpárhrepps. Félagsheimili Þykkbæinga skemmdist mikið í jarðskjálftunum sumarið 2000 og hefur verið tekið úr notkun nema lítill hluti þess sem nýttur er undir hreppsskrif- stofuna. Nýja húsið kemur til með að koma í þess stað og bæta íþrótta- aðstöðu í Þykkvabænum verulega, frá litlum sal í gamla húsinu í full- kominn leikvang. Burðarvirki hússins er komið úr gamla tívolíhúsinu í Hveragerði, alls þriðjungur af öðru húsinu sem þar stóð. -NH Ly f t a r a Þjónustudeild Dalvegi 6-8 • 200 Kópavogur Sími 535 3500 • Fax 535 3509 haraldur@kraftvelar.is www.kraftvelar.is Hafðu samband og láttu okkur leysa málið Y KRAFTVClAR Umhverfismálaráðuneytið Prófnefnd mannvirkjahönnuða Námskeið prófnefndar mannvirkjahönnuða - löggilding mannvirkjahönnuða - verður haldið í mars 2002. Prófnefnd mannvirkjahönnuða er skipuð af umhverfismálaráðherra skv. 48. gr. skipulags- og byggingalaga, nr. 73/1997. Námskeiðið er ætlað mannvirkjahönnuðum sem óska löggildingar umhverfisráðuneytisins að leggja aðal- og séruppdrætti fyrir bygginganefndir og luku námi 1. janúar 1998 eða síðar. Athygli er vakin á að umsækjendur skulu hafa lokið tilskilinni starfsreynslu áður en þeir sækja námskeiðið skv. 48. gr. skipulags- og byggingalaga. Ef rými er á námskeiðinu geta hönnuðir, sem þegar hafa hlotið löggildingu, sótt um þátttöku í því. Námskeiðsgjald er lægra en þeirra sem stefna á próftöku og löggildingu. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu Menntafélags byggingariðnaðarins á Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Þeim skal skilað útfylltum þangað ásamt fylgiskjölum ekki síðar en 1. mars nk. Haft verður samband við þá sem þegar hafa sent inn umsókn. Nánari upplýsingar í síma 552 1040 The New Multi Compact Sportj epplingurinn sem bætir kostum jepplingsins við bestu eiginleika smábílsins. Verö: Beinsk. 1.648.000 kr. Sjálfsk. 1.748.000 kr. Aflmikil og sparneytin 16 ventla vél, HB I meðaleyðsla aðeins 6.9 L á hundraðið. SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Meðal staðalbúnaðar er: Sítengt fjórhjóladrif, ABS hemlar, álfelgur, upphituð framsæti, þakbogar og rafdrifnar rúður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.