Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 Utlönd U*V" REUTER-MYND Morgan Tsvangiral Leiötogi stjórnarandstööu Simbabve segir aö brögð hafi veriö í tafii í for- setakosningunum um síöustu helgi. Afríkuríki undir auknum þrýstingi Vesturlönd beita Afríkuríki nú auknum þrýstingi til aö fá þau til að fordæma úrslit forsetakosninganna í Simbabve þar sem Robert Mugabe var endurkjörinn og taka þátt í að einangra Mugabe á alþjóðavett- vangi. Vesturlönd eru sammála stjómarandstæðingum í Simbabve um að Mugabe hafi viðhaft um- fangsmikil kosningasvik. Viðbrögð Afríkuríkja hafa til þessa verið fremur jákvæð og eftir- litsmenn frá Nígeríu og Suður-Afr- íku lýstu því yfír að kosningamar hefðu farið heiðarlega fram. Til að bæta gráu ofan á svart lét Mugabe umdeild lög um fjölmiðla ganga í gildi i gær. Blaðamenn hafa gagnrýnt lögin harðlega og segja þau tií þess eins fallin að múlbinda íjölmiðla og hefta tjáningarfrelsið. Gott að vera norskur Harry Tíu Norðmenn sem heita Harry fengu um tíu þúsund íslenskar krónur að gjöf hver frá eigendum stórmarkaðar í sænska landamæra- bænum Tocksfors í gær, degi fyrr en upphaflega stóð til. Peningagjöfin var andsvar sænskra kaupmanna við orðum norska landbúnaðarráðherrans sem skammaðist fyrir stuttu út í landa sína sem fara í verslunarferðir til Svíþjóðar þar sem vöruverð er lægra. Kallaöi ráðherrann þá „Harry“ en það er norskt uppnefni fyrir ódannaðar smásálir. Kaupmaðurinn í Kjöthöllinni í Tocksfors sagði að níu Norðmenn hefðu beðið fyrir utan verslunina þegar opnað var í gær. Norðmenn keyptu fyrir um 85 milljarða ís- lenskra króna í Svíþjóð í fyrra. Saddam Hussein Hermt er aö ný öfgasamtök íslams- trúarmanna í Kúrdahéruðunum í írak noröanveröu hafi tengsl viö útsend- ara íraksforseta á þeim slóöum. Nýr öfgahópurí norðurhluta íraks Nýr hópur öfgafullra íslamstrúar- manna, með hugsanleg tengsl við al- Qaeda og Saddam Hussein, hefur látið að sér kveða í Kúrdahéruðum í norðanverðu írak síðustu mánuði. Hópurinn hefur meðal annars eyðilagt snyrtistofur, brennt skóla fyrir stúlkur og myrt konur sem neita að klæðast skósíöum kuflum, eða burkum, á almannafæri, að því er bandaríska dagblaðið Christian Science Monitor hefur eftir þorps- búum á þessum slóðum. 1 hópnum eru um 700 menn, þar á meðal írakar, Afganar, Jórdanir og Palestínumenn. Bush fagnar brotthvarfi ísraelska hersins frá Ramallah: Bjartsýnn á að vopnahlé náist George W. Bush Bandaríkjafor- seti bar í gær lof á Ariel Sharon, for- sætisráðherra ísraels, fyrir að kalla heim hersveitir sínar og skriðdreka frá palestínsku borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Forsetinn sagðist enn fremur vera vongóður um að sendimanni sínum, Anthony Zinni, tækist að koma á vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. „Þetta var jákvæð þróun,“ sagði Bush um brottflutninginn. „Ég hef sagt að eitt af því sem við þyrftum að gera væri að skapa aðstæður fyr- ir frið. Ég kann vel að meta ákvörð- un Sharons forsætisráðherra." Aðspurður sagði Bush að hann væri vongóður um að Zinni tækist ætlunarverk sitt í viðræðum sínum við deilendur. „Annars hefði ég ekki sent hann,“ sagði Bush. Zinni ræddi við Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, í höfuð- stöðvum hans í Ramallah, aðeins REUTER-MYND Grætur heimili sitt Palestínsk kona grætur í rústum húss síns í þorpinu Mograka á Gaza sem ísraelskir hermenn eyðilögöu. nokkrum klukkustundum eftir að ísraelski herinn fór þaðan og skildi eftir sig eyðilagða bíla og fellda raf- magnsstaura. Zinni hafði áður sagt við frétta- menn, eftir fyrstu viðræður sínar við ísraelska ráðamenn, að ástæða væri til að vera vongóður um að honum tækist að binda enda á sautján mánaða átök ísraela og Palestinumanna sem hafa kostað rúmlega eitt þúsund manns lífið, flestir Palestínumenn. Arafat kallaði brottflutning ísra- ela frá Ramallah sjónhverfmgu og bandarísk stjórnvöld hafa krafist brottflutnings ísraelsku hermann- anna frá öllum palestínskum svæð- um til að auðvelda Zinni starf sitt. Palestínsk móðir og fjögur börn hennar létu lífið á Gaza í gær þegar sprengja sprakk undir asnakerru sem þau ferðuðust með. Israelum var kennt um sprenginguna. REUTER-MYND Bush kynnir sér vopn og verjur herafla síns George W. Bush Bandaríkjaforseti fylgdist spenntur meö þegar honum var sýndur margvíslegur vopnabúnaöur í heim- sókn til Fort Bragg herstöövarinnar. Bush vill fá auknar fjárveitingar til hermála í næstu fjárlögum. Leiðtogar ESB ósammála um nauðsynlegar umbætur: Spænska löggan lúskraði á mótmælendum með kylfum Spænska óeirðalögreglan beitti kylfum til að dreifa hundruðum andstæðinga hnattvæðingarinnar sem höfðu safnast saman í miðborg Barcelona í gær þar sem leiðtogar Evrópusambandsins sitja á fundi. Lögreglumenn sýndu mikla hörku í aðgerðum sínum gegn mannfjöldanum, að sögn frétta- manna Reuters sem fylgdust með þegar laganna verðir létu til skarar skríða. Óeirðalögreglan á Spáni mun vera þekkt fyrir hörku í tilvik- um sem þessum. Mótmælendumir höfðu safnast saman við Licu-óperuhúsið á hinni sögufrægu Römblu skammt frá höfninni, nokkra kílómetra frá sjálf- um fundarstaðnum. „Þeir hafa engan rétt til að gera þetta,“ sagði ungur maður eftir að laganna verðir létu til sín taka. Flöskur flugu svo og stólar frá REUTER-MYND Hörkutól í Barcelona Spænska óeiröalöggan lumbraöi hressilega á mótmælendum í gær. nærliggjandi kaffihúsum og kaup- menn lokuðu verslunum sínum í snarhasti. Leiðtogar ESB voru á einu máli um það í gær að efhahagur landa þeirra væri að rétta úr kútnum. Þeim tókst hins vegar ekki að koma sér saman um nauðsynlegar lang- tíma umbætur sem þeir gera sér vonir um að verði tU þess að Evr- ópuríkin standi jafnfætis Bandarikj- unum í efnahagslegu tilliti. Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, tUkynnti á fundinum að Frakkar myndu opna markað sinn fyrir rafmagn tU fyrirtækja innan nokkurra ára. Þar með stað- festi hann að Frakkar væru tUbúnir að faUast á málamiðlun í afnámi rUíiseinokunar á orkumarkaði. Þrettán riki sem hafa sótt um inn- göngu í ESB tóku fiUlan þátt í um- ræðunum á fundinum í gær. Dómaraefni hafnað Dómsmálanefnd öld- ungadeildar Banda- ríkjaþings hefur hafn- að Charles W. Picker- ing sem dómara við áfrýjunardómstól. Með því vUdi meiri- hluti demókrata i nefndinni benda Bush forseta á að hann megi eiga von á vandræðum með að fá íhaldsmenn sem hann tU- nefnir tU dómarastarfa samþykkta. Sprengt við sendiráð Maður var handtekinn i gær fyr- ir að kasta tveimur handsprengjum aö húsakynnum bandaríska sendi- ráðsins í Jemen. Engin meiðsl urðu á fólki og engar skemmdir. Efasemdir um mannfall Bandariska blaðið New York Times hefur haft uppi efasemdir um meint mikið mannfaU í liði talibana og al-Qaeda í bardögum i Afganist- an síðustu vikur, eftir að fréttamað- ur þess fór um svæðið. Evrópa næst Mohammad Khatami íransforseti gagnrýnir Bandaríkin fyrir að hag- nýta sér andrúmsloftið sem skapað- ist eftir 11. september og segir að Evrópa verði einn góðan veðurdag talin með í öxli hins illa. Erfitt að selja saltfisk Færeyingum gengur erflðlega að selja saltfiskframleiðslu sína um þessar mundir, að því er kemur fram i blaðinu Sosialurin. Verð hef- ur lækkað og birgðir aukast. Krafist lífstíðarfangelsis Saksóknari í Sví- þjóð krafðist þess í gær að kúrdískur innflytjandi yrði dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir að myrða dóttur sína, Fadime, fyrir það eitt að vUja lifa í takt við nútímann í Svíþjóð. Stúlk- an átti sænskan kærasta og fór það mjög fyrir brjóstið á fóðurnum. Svartfellingar lítt hrifnir SvartfeUingum þykir lítið tU þess samkomulags koma sem gert var við Serbíu um að leggja Júgóslavíu niður og mynda nýtt rikjasamband. Þeir eru ekki hrifnir af að vera áfram tengdir Serbíu. Cheney á flugmóðurskipi Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, heimsótti bandarískt flugmóð- urskip á Arabíuflóa í gær og fylgdist með því þegar orr- ustuvélar lögðu upp í árásarferðir á liðsmenn al-Qaeda og talibana í Afganistan. ESB vill bætur Evrópusambandið gerði lýðum ljóst í gær að það ætlar sér að sækja bætur fyrir verndartollana sem Bush Bandaríkjaforseti setti á inn- flutt stál á dögunum. Takmarkað olíuframboð Olíkuframleiðsluríkin í OPEC ákváðu í gær að takmarka enn um sinn framboð á olíu, enda þótt verð kunni fara upp úr öUu valdi. Ekki verður skrúfað almennUega frá fyrr en eftir fund um miðjan júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.