Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 62
- . 74
LAUGARDAGUR 16. MARS 2002
Helgarblað
DV
lí f iö
Lög sem
tengjast
kvikmyndum
Bíó tríó, sem er skipað þeim
Erni Árnasyni söngvara, Birni
Thoroddsen gítarleikara og Jóni
Rafnssyni kontrabassaleikara
verður með skemmtidagskrá á
Kringlukránni í kvöld kl. 21.30.
Á efnisskránni eru að mestu lög
sem á einn eða annan hátt
tengjast kvikmyndum og þaðan
kemur nafn tríósins.
Tónleikar________________________
Einleikstónleikar
Stefán Höskuldsson flautuleikari
heldur tónleika í Ými í dag kl.
20.00 og á morgun kl. 16.00.
Eiginkona hans Elizaveta
Koppelman píanóleikari leikur
undir hjá honum í nokkrum
verkanna.
Djass í Kaffi Reykjavík
Robin Nolan tríó heldur tónleika í
kvöld í Kaffi Reykjavík. Áöur en
trióiö hefur leik kemur fram annað
tríó, Hrafnaspark, og er þaö
íslenskt.
Útskriftartónleikar
Dagný Marinósdóttir sem er aö
Ijúka burtfararprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík
heldur tónleika í dag kl. 14.00 í
Salnum í Kópavogi.
Queen tónleikar
West End hópurinn er kominn til
landsins og heldur tónleika í
Lau|ardalshöllinni í dag ásamt
Sinfóníuhljómsveit íslands kl.
17.00. Á dagskránni eru lög sem
flutt voru af hljómsveitinni Queen.
Messa heilagrar Sesselju
Söngsveitin Fílharmonía flytur
Messu heilagarar Sesselju í
Langholtskirkju á morgun kl.
23.00 og á þriöjudag á sama
tíma.
Fundir________________________
► Öiíkir menningarheimar
Málþing um ólíka menningarheima
verður haldiö í Ráðhúsi Reykjavíkur
í dag og hefst þaö kl. 13.00.
Málþingið er haldiö í tilefni 40 ára
starfsafmæli Alþjóðlegra
ungmennasamskipta.
Háskólakynning
Arlegur kynningardagur Háskóla
Islands er í dag. Þar geta
nemendur framhaldsskólanna
gengið aö fulltrúum allra skóla á
háskólastigi á einum stað og borið
saman þá valkosti í menntun sem
þeim bjóðast.
Hvað rís úr djúpinu?
Málþing veröur haldið í Hafnarborg
kl. 13.15 í dag þar sem hópur
skálda, fræöimanna og útgefenda
velta fyrir sér fagurfræöilegum
*"* möguleikum okkar tíma á 70 ára
afmælisári Guöbergs Bergssonar.
Ritþlng Gerðubergs
í Gerðubergi veröur haldið í dag
ritþing þar sem umfjöllunarefniö er
Olafur Haukur Símonarson.
Stjórnandi er Kristján Þóröur
Hrafnsson, rithöfundur og
bókmenntafræöingur. Spyrlar eru
Stefán Baldursson
þjóðleikhússtjóri og Guðrún S.
Gísladóttir leikkona.
Sýningar ...............
Fuglar og fóík
'gp I dag opnar Magnús V.
Guðlaugsson myndlista/sýningu í
Galleríi Sævars Karls. Á
sýningunni klæöir Magnús gínur í
fatnaö frá verslun Sævars Karls
og hefur að fyrirmynd íslenska
fugla.
Leiðindin mesta ognunin
Ef ekki nýtur ofskynjana þá er um lítiö aö velja í dægrastyttingu. Vinur minn fékk hins vegar eitt stykki glaöbeitt-
an Arafat í heimsókn til sín í veikindunum en áttaöi sig þegar fréttirnar byrjuöu: Arafat var í stofufangelsi ann-
ars staöar á hnettinum og komst hvorki lönd né strönd.
Eitt sinn skal
hver deyja
- upplifun blaðamanns á flensunni og ráðleggingar í rúmlegu
Stundum er talaö um aö karl-
menn séu lítt harðir af sér þegar
þeir mæta veikindum og sársauka.
Eru heimildir fyrir því að heilu
saumaklúbbamir hafi að undan-
fömu verið undirlagðir af slíkum
umræðum. Þó er þess skemmst að
minnast að Jesús Kristur var kross-
festur og bar sig nokkuð vel og
reyndar sérstaklega eftir dauða
sinn.
Við upplifum nú hastarlega
flensutima. Heilu fjölskyldurnar
kúra með sótthita undir sæng og
vinnustaðir standa auðir. Flensan
er ekkert grín. Það er ofboðslega
leiðinlegt að vera veikur, nema sótt-
hitinn sé slíkur að honum fylgi of-
sjónir og ofskynjanir. Einungis það
getur bjargað slappri sjónvarpsdag-
skránni.
Hér á eftir fylgir raunsönn lýsing
á upplifun blaðamanns af flensunni
sem nú gengur.
Stundin að renna upp?
Því að fá flensu fylgja yfirleitt
mikil líkamleg óþægindi. Fyrst ber
að nefna að hitastig líkamans, sem
vanalega stendur i tölunni 37,
hækkar verulega. Allt yfir fjörutíu
gráður telst beinlinis lífshættulegt.
Þessum hitabreytingum fylgir að
manni verður ýmist mjög heitt eða
mjög kalt og er ekki á vísan að róa
í þeim efnum. Verður að teljast að
slíkt ástand sé óviðunandi til lengri
tíma. Nauösynleg viðbrögð við
hækkuðum líkamshita er að halda
kyrru fyrir á heimili sínu og þá
helst í rúminu.
Ég tók þá ákvörðun þegar ég taldi
að líkamshiti minn væri nægilega
nærri 37 gráðunum að halda út i
frostið til að stunda vinnu mína,
þrátt fyrir að margir teldu slíkt hið
mesta óráð. Afleiðingamar voru
þær að mér „sló niður“ og veiktist
þvi meira og lýsti það sér helst í sví-
virðilegum hausverk þvi ennisholur
og ýmis göng í andliti sýktust og
óþægilegar bólgur komu til. Á tima-
bili sóttu á mig miklar og sterkar
hugsanir um að ég væri bókstaflega
að deyja. Og hvað gerir maður þeg-
ar maður heldur að síðasta stundin
sé að renna upp? Jú, maður fer á
Netið og athugar hvaða lífshættu-
legu sjúkdómar það geti verið sem
herja á mann. Á Netinu er að finna
ýmsar upplýsingar. Sumar eru eink-
ar gagnlegar en aðrar em beinlínis
hættulegar. Alvarlegur höfuðverkur
með „dash“ af þunglyndi þegar ráf-
að er um Netið gæti hugsanlega
dregið verulega úr lífsvoninni en
hún er eins og vitað er gríðarlega
mikilvæg ef bati á að nást. Af ferð-
um mínum um Netið komst ég samt
að þvi að ég hafði ekki einkenni
heilahimnubólgu og alvarlegustu
heilaæxli voru út úr myndinni.
Sálarlíf fegurðardrottninga
Það alvarlegasta við flensuna er í
flestum tilfellum ekki sjálf veikind-
in heldur þau óbærilegu leiðindi
sem þeim fylgir. Sjónvarpsdagskrá-
in er sjaldnast heDlandi, sérstaklega
ekki um miðjan daginn þegar end-
ursýningar og skjáleikir vaða uppi.
Sérstaklega er líklegt að veikindi
hafi alvarleg áhrif á sálarlíf fegurð-
ardrottninga því ferðalög og útivist
öll er úr sögunni um nokkurra daga
skeið. Lestur góðra bóka er í mörg-
um tilfellum mögulegur en þegar
höfuðverkur vex þá-er hann út úr
myndinni líka. Og hvað tekur þá
við? Ef ekki nýtur ofskynjana þá er
um lítið að velja í dægrastyttingu.
Vinur minn fékk hins vegar eitt
stykki glaðbeittan Arafat í heim-
sókn til sín í veikindunum en áttaði
sig þegar hann sá fréttimar: Arafat
var í stofufangelsi annars staðar á
hnettinum og komst hvorki lönd né
strönd. Hægt er að telja mínútumar
milli þess sem skipt er um leguhlið,
einnig er hægt að telja minútur
miRi lyfjagjafa eða leika sér með töl-
umar sem eru á lyfjaglösunum. AUt
er þetta ótrúlega leiðinlegt en þó má
segja að leiðindin nái hámarki sínu
þegar maður er farinn að líta á hita-
mælingarnar sem tómstundagaman.
Það er ekki víst að læknavísindi
viöurkenni að fólk geti dáiö úr leið-
indum en það er eflaust hægt. Og í
nútíma þjóðfélagi er ótrúlega margt
til að láta sér leiðast yfir.
Andlátsorðin undirbúin
Upp skaltu á kjöl klífa,
köld er sjávar drífa.
Kostaöu huginn aö heröa,
hér muntu lífiö veröa.
Skafl beygjat þú skalli
þó aó skúr á þig falli.
Ást haföir þú meyja.
Eitt sinn skal hver deyja.
Þannig orti Þórir jökull á dauða-
stundu sinni sem greint er frá í Sturl-
unga sögu. Á þeim tíma lögðu menn
mikið upp úr góðum og vönduðum
andlátsorðum, nokkuð sem menn
leggja mun minna upp úr í samtíman-
um. Dauðastundin er kannski í mörg-
um tilfellum lítilfjörlegri nú til dags,
lítið um mannmarga bardaga nema á
einstaka sveitaböllum og sjaldgæft að
menn deyi í slíkum slagsmálum.
í verstu höfuðverkjáhryðjunum
vöknuðu spurningar um hversu
minnugt starfsfólk heilbrigðiskerfis-
ins væri. Myndu gangastúlkur leggja
möguleg andlátsorð min á minnið eða
yrðu þau loftræstikerfum stofhana að
bráð? Ég var reyndar ekki kominn
inn á neina stofnun heldur lá fá-
klæddur í rúminu minu.
Ég var fámáll. Fyrir mann sem
fæst við orð á hverjum degi í vinnu
sinni er mikilvægt að skilja við með
vönduðum setningum á borð við þær
sem Þórir jökull tvinnaði saman í
kvæði. Síst af öllu vildi maður eiga
andlátsorð á borð viö: „viltu rétta
mér hitamælinn" eöa „ég er með svo
stíflað nef, geturðu sagt mér hvort
það er mjög mikil svitalykt af mér?“
En hvaða andlátsorð eru tilhlýðileg
í nútímasamfélagi? Uppskriftina er
auðvitað að finna í kvæði Þóris jök-
uls. Hetjuskapurinn og hetjuleg róm-
antík er fullkomnuð í orðum hans. í
staðinn fyrir bátslikingamar þarf
auðvitað eitthvað nútímalegra,
kannski eitthvað mn Netið.
Inn skaltu á vef vafra
vaninn á serjóshafra.
Eða er þetta of móðins? Borgar sig
kannski ekki að gera nútímatæknina
rómantíska í andlátsorðum. Líklega
er best að sækja á sígild mið í and-
látsorðum eða jafnvel storka örlögun-
um með því að gerast eilítið hvers-
dagslegur. Rímaður hversdagur er
„in“ um þessar mundir að talið er.
Verkjatöflur
úr viðarskáp
sefa sótthita.
Liggur í skúffu
lítt notaöur
hetjuhitamœlir.
-sm
mnmm
sigbogi@dv.is
í Reynishverfi
Snjóflóð féllu í Reynishverfi í
Mýrdal um sl. helgi og ollu
nokkrum búsifjum þar, enda þótt
betur færi en á horfðist. Flóð féll
meðal annars að bænum Lækjar-
bakka. En hvar nákvæmlega í
Mýrdalnum er Reynishverfi?
Þorsteinn skáld
Einn af virtustu skáldum þjóðar-
innar er Þorsteinn frá Hamri. Ára-
tugir eru síðan Þorsteinn kvaddi
sér fyrst hljóðs á skáldaþingi og
hefur margt gott látið frá sér fara í
gegnum tíðina. Hann kennir sig
ævinlega við bæinn Hamar, þar
sem hann er fæddur og uppalinn.
En hvar er bærinn sá?
✓
I Þykkvabænum
Hvergi á ís-
landi er
meira ræktað
af kartöflum
en einmitt í
Þykkavabæn-
um, einn
komma sjö
kílómetra frá
sænum, eins
og Árni John-
sen söng. í
dag er Þykkvibær aðeins lítið
sveitaþorp, en á þó að baki merka
þéttbýlissögu. Hver er hún, í einni
setningu sagt?
Stefán Jóhann
Um aUlangt skeið var Stefán Jó-
hann Stefánsson áhrifamikill
maður í íslenskum stjórnmálum
og formaður stjórnmálaflokks
slns á árunum 1938 til 1952. Hver
var sá flokkur - og hvað var
nefnd í daglegu tali sú ríkisstjórn
sem sat 1947 til 1949 og Stefán
var í forsæti fyrir?
Svör: 'eiuBjajs pujau !F1
n3ai8ep i jea uin pinds ja aaq
uias uiujofissiifiH smhou ssaj jngeuuoj
jea 3o s5(i|ounQAtj[V jngBuiSui(j jba uos
-suejois uuBuop uejojs ♦ 'dJodejiaAS bjb
punsncj Bui>igq buiij uinuis b B[g iiuy
igBjtJ5[S æqBA/qÁq iun 'qiABf^AaH j ua
jeq JBnqi iJiau iuoa gia>[s uin 8o idjoq
-BJiaAS QB JISJA JSBpuAlU JBij !QJBq umpio
b Biuuiaus nuipuB[ p jngBjssijAqnad
ijsp unej i ja jæqiAqqAq , 'igjyjBSjog
! giiqjBJOAq j ja um jjnds ja jaq rnas
jbuibh umjasg , qpuBisj b jæq psgAs
‘jbqjbo nja Bujpugjjs qja uibjj jiuAag
ja nuyjaAq ; jngBjsnfxJjM jBABfs pj
uibjj nmnBfi gaui jnaSq 8o - UEfjsjuAaH
JJ3AUBJS3A Q[A J3 ijjOAqsiuAaH ,