Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 54
66
LAUGARDAGUR 16. MARS 2002
Helgarblað
DV
Viltu gift-
ast mér?
Á valdi ástarinnar
Pariö Drífa Viðarsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson.
- DV tekur þátt í leitinni ad besta bónorðinu
meira í það þangað til hann byrjaði
að leita eins og óður maður að
myndavélinni (þið getið ímyndaö
ykkur). „Myndavél," hugsa ég. „Til
hvers þarf maðurinn myndavél?"
Enda nánast vonlaust að finna hana
í einhverjum af þessum ótalmörgu
pappakössum sem lágu eins og hrá-
viði úti um allt. En minn maður
gafst ekki upp og myndavélina fann
hann með hjálp mömmu og systra
sem staddar voru á staðnum.
Jæja, við erum semsagt að fara út
að borða um kvöldið. Hann kemur
feiminn með uppástungu um að
klæða okkur „dálítið upp“, sem við
gerum. Þarna var ég nú farin að
hafa gaman af og gat ekki annað en
brosað að þessu leynimakki hans
því ég mátti ekkert vita hvert við
værum nákvæmlega að fara, hvort
við færum bara tvö eða með fleira
fólki eða Guð má vita hvað, ekki
minnstu hugmynd um neitt!
Við fengum besta borðið á Einari
Ben, kertaljós og ljúf tónlist ómaði
um staðinn. Rómantíkin sveif yfir.
Við lyftum glösum og skáluðum í
rauövíni fyrir okkur, afrakstrinum
af öllum framkvæmdunum og fram-
tíðinni aö sjálfsögðu. Forrétturinn
kom og rann ljúflega niður og eftir
að honum lauk segir hann allt í
einu, upp úr þurru.
„Heyrðu, hver syngur aftur þetta
lag?“
Sungiö fyrir hana
Ásgeir í stúdíóinu aö syngja inn á geisladisk fyrir sína heittelskuöu.
Þessi elska var semsagt búinn að
undirbúa þessa stund talsvert lengi,
fékk mág sinn til að semja lagið við
textann, vinna að laginu í hljóðveri
og taka það upp á geisladisk og síð-
ast en ekki síst fór hann fyrr þenn-
an umrædda dag niður á Veitinga-
staðinn Einar Ben og talaði við
þjónana um að setja lagið í spilar-
ann á milli forréttar og aðalréttar,
sem þeir gerðu. Þeirra þjónusta var
til fyrirmyndar þetta kvöld. Allt var
fullkomið." PÁÁ
Besta bónorðssagan
Halldóra María frá auglýsingadeild DV afhendir Drífu Viöarsdóttur vinninginn.
Með henni á myndinni eru, Snædís Birta Ásgeirsdóttir, dóttir þeirra (sú
minni), og Hrefna Björk Jónsdóttir frænka. Ásgeir Ásgeirsson er erlendis.
Ég byrja að hlusta á fyrstu tón-
ana, sem mér fannst vera byrjun á
einhverju rólegu Jet Black Joe-lagi,
og ætla mér að svara því galvösk, en
viti menn! Þegar söngvarinn hefur
upp raust sína, renna á mig tvær
grímur.
„Guð minn góður," hugsa ég,
undrandi og hrærð. Þennan texta
þekki ég (því þetta er ástarljóð sem
ég skrifaði til hans þegar við vorum
nýlega byrjuð saman), þessa rödd
þekki ég.
„ÁSGEIR! Ert þetta þú?“
Tárin byrja að læðast niöur kinn-
arnar, hvert á eftir öðru, enda
hormónaflæðið alveg að gera út af
við mig. Þetta var unaðsleg stund,
hinir gestimir og þjónamir hurfu
líkt og í þoku og við vorum bara ein
í heiminum, horfðumst í augu og
héldumst í hendur og hlustuðum á
lagið saman. Á endanum var ég far-
in að hágráta
Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur?
Næstum eins og í amerískri sápuóp-
eru ...VÁ!)
í lok lagsins ber hann fram bón-
orðið og þar sem ég átti erfitt með
mál vegna niðurbælds ekka umlaði
ég bara:
„Ummhu.“
Svo tókst mér að lokum að segja
- „JÁ!“
Helgina 8.-10. mars var DV með
bás á brúðkaupssýningunni Já í
Smáralind. Sýningin tókst mjög vel
enda hafa áreiðanlega allir áhuga á
brúðkaupi, bæði þeir sem hafa þá
indælu reynslu að baki og eins hin-
ir sem enn hafa ekki stigið skrefið.
í bás DV lá frammi nafnalisti sem
tilvonandi brúðhjón gátu skráð sig
á. Þau sem skráðu sig á þennan lista
fá brúðkaupsgjöf frá DV.
DV fitjaði síðan upp á skemmti-
legum brúðkaupsleik. Markmið
hans var að fá fram reynslusögur
fólks af bónorðum og leitin hafði
þann tilgang að finna frumlegasta
bónorðið. Mörg skemmtileg bónorð
bárust i leiknum og margar frásagn-
ir til þess fallnar að koma út tárun-
um á lesendum. En álit dómnefndar
var samhljóða um að vinningshaf-
inn væri ótvírætt Drífa Viðarsdótt-
ir. Saga hennar snerti viðkvæma
strengi í hjörtum allra og þótti eiga
verðlaunin skilið. 1 verðlaun fær
Drífa glæsilegan málsverð og dekur
í Bláa lóninu ásamt gistingu. Það er
Bláa lónið sem gefur vinninginn og
þarf varla að taka það fram að hann
gildir fyrir tvo.
Það var eins og fyrr segir Drífa
Viðarsdóttir sem skilaði inn sög-
unni sem flestum fannst vera sú
hjartnæmasta og fallegasta sem
kom fram í keppninni og því var
ákveðið að veita henni verðlaunin.
Þetta er sagan af því hvemig henn-
ar heittelskaði, Ásgeir Ásgeirsson,
bræddi hjarta hennar eitt eftir-
minnilegt kvöld á veitingastaðnum
Einari Ben. Hér á eftir fer sagan í
eigin orðum Drífu.
Hvaöa lag er þetta?
„Þann 8. maí árið 2000 gerðist
það!
Þá var ég komin rétt tæpa 9 mán-
uði á leið, við vorum að standsetja
og vinna í íbúð sem við höfðum fest
kaup á og stóðum því í flutningum
ásamt öllu sem fylgir og að pakka
niður með góðri hjálp vina og fjöl-
skyldu og síðast en ekki síst vorum
við að sjálfsögðu að bíða eftir komu
fyrsta bamsins okkar með mikilli
tilhlökkun. Það var sem sagt alveg
vitlaust að gera þetta vor. í miðju
pappakassaflóðinu nefnir hann það
við mig ósköp blátt áfram að hann
ætli að bjóða mér út að borða á
mánudaginn! Þar sem það var föstu-
dagur eða eitthvað álíka hugsa ég
með mér hvaða stress sé í mannin-
um, því yfirleitt ákveðum við ekki
svona með nokkurra daga fyrirvara.
Á mánudeginum fannst mér hann
eitthvað undarlegur í hegðun, eitt-
hvaö annars hugar, alltaf að
skreppa eitthvað sem ég mátti ekki
vita hvert og þ.h. en ég spáði ekki
Mahð er
siwm
SMtri
fúW. :X
Pepsi Max
í nýjum
umbúðum
Rétta stærðin
skiptir máli j