Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 36
* 48 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 Helgarblað DV Skottulæknir á Bræðraborgarstíg - reyndi að framkvæma fóstureyðingar með rafstraumi Á íslandi hefur öldum saman lif- að góðu lífl trú á ýmsar óhefð- bundnar lækningaaðferðir og á hverjum tíma hafa alltaf verið til læknar sem hafa starfað utan al- faraleiðar, ef svo má að orði komast. Þeir hafa verið kallaðir skottulækn- ar eða ýmsum nöfnum i þá veru og hafa ekki hikað við að beita ýmsum óhefðbundnum meðulum til að koma sjúklingum sinum til fullrar heilsu á ný. Á fyrstu áratugum aldarinnar bjó í Reykjavík maður sem fékkst við smáskammtalækningar. Smá- skammtalækningar eða hómópatía var þá eins og nú nálægt því að vera viðurkennd lækningaaðferð. Þeir at- burðir sem hér á eftir verður lýst gerðust í Vesturbænum í Reykjavík, nánar tOtekið við Bræðraborgar- stíg, snemma á fjórða áratug aldar- innar. Þar bjó þá roskinn smá- skammtalæknir sem var árið 1934 62 ára að aldri og hafði leyfi yfir- valda til þess að stunda smá- skammtalækningar og hafði haft slíkt leyfi allt frá aldamótunum næstu á undan eða í ríflega þrjátíu ár. Vildi losna við fóstrið Snemma árs 1934 kom ung kona til smáskammtalæknisins og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún sagðist vera með barni og vildi fá aðstoð hans til þess að eyða því. Læknirinn tók því, að hennar sögn, vel og sagði henni að mæta í 14 skipti. Meðferð hans var fólgin í því að hún var lát- in liggja á legubekk undir sterkum rafljósaperum í allt að eina klukku- stund á dag. Auk þess fékk hún raf- magn annan hvom dag á þann veg að læknirinn setti rafmagnstæki inn i kynfæri hennar og hleypti sterkum straumi á. Hún taldi að hver slík tilraun hefði staðið í 10-15 mínútur og undir það síðasta í allt að hálftima. Hún bar fyrir dómi að læknirinn hefði auk þess verið klúr í orðum við sig og falast eftir sam- forum við sig í að minnsta kosti eitt skipti. Talsverður sársauki fylgdi rafmagnsmeðferðinni en læknirinn sagði henni að hún yrði að þola hann. Tveim dögum eftir að meðferð- inni lauk fékk stúlkan lítUs háttar blæðingar sen hættu þó von bráðar. Um þessa meðferð reit stúlkan þá- verandi landlækni Vilmundi Jóns- syni bréf sem hann lagði fram tU Bræöraborgarstígurlnn er falleg gata Við þessa götu voru gerðar undarlegar lækningatilraunir á fjórða áratugnum þar sem reynt var að framkvæma fóstureyðingar með rafstraumi. Þær báru ekki árangur. lögreglunnar og í framhaldi af því var hafm rannsókn á starfseminni á Bræðraborgarstíg. Kannaðist ekki við neitt Rannsóknin hófst með því að smáskammtalæknirinn var settur í gæsluvarðhald og í framhaldi af þvi vistaður um stundarsakir á Nýja- Kleppi sem svo er nefndur í máís- skjölum, þar sem dr. Helgi Tómas- son skyldi rannsaka hann og geð- heilsu hans. Læknirinn kvaðst við fyrstu yfir- heyrslur aUs ekki kannast við að nefnd kona eða stúlka hefði verið barnshafandi. Hann sagði stúlkuna hafa leitað tU sín og kvartað um slappleika, hjartveiki og hvít klæða- foU. TU þess að lækna umrædd hvít klæðafoU kvaðst ákærði hafa sett gler númer níu sem hann kaUaði svo, inn í kynfæri hennar og hleypt teslastraumi á en aldrei lengur en frnirn mínútur í einu. Hann neitaði því alfarið að hafa haft í frammi klúrheit við stúlkuna en viður- kenndi að hafa „slegið því upp í gamni“ hvort hún vUdi ekki hafa samfarir við sig. Ennfremur benti hann á að hún hefði einungist greitt Rennidagar 19.-20. mars stendur Fossberg ehf. fyrir kynningu á TITEX- og TUNGALOY- skurðverkfærum (borar, fræsarar, renniverkfæri, snittverkfæri). Kynningin fer fram í sýningarsal okkar að Suðurlandsbraut 14, Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 57 57 600. Kynningin fer fram á ensku en sölumenn okkar verða til aðstoðar. Ailir áhugasamir velkomnir. F0SSBERG tvær krónur fyrir læknishjálpina. Rétt er að geta þess að tæpum átta mánuðum eftir umræddar raf- loststUraunir hjá smáskammta- lækninum ól umrædd stúlka lifandi og heUbrigt bam. Fleiri konur fundust Lögreglan rannsakaði nú lækn- ingabók ákærða og þar fundust nöfn aUmargra kvenna. Sex þeirra vom kaUaðar fyrir rétt og yfirheyrðar og kom í ljós að í fimm tilvikum virtist ákærði hafa framkvæmt á þeim það sem rétturinn kaUar „ meinlaust og gagnslaust lækningakák" og selt þeim hefðbundin smáskammtalyf. En ein kvennanna bar fyrir rétt- inum að hún hefði veturinn 1934, í febrúar og mars, gengið tU ákærða í því skyni að fá hann tU að eyða fóstri. Hún kvaðst hafa eignast barn 1928 og þá orðið mjög veik, meðal annars í nýrum og óttaðist mjög aðra meðgöngu. Bamsfaðir hennar var með í ráðum og voru þessar til- raunir gerðar í samkomulagi þeirra. Konan bar að þegar hún kom í tíma hjá smáskammtalækninum hafi hann látið hana fara úr buxun- um, fletta upp um sig pUsinu og leggjast á dívan. Hann setti síðan rafmagnsljós á kvið hennar, fyrst stutta stund en lengur eftir því sem hún kom oftar. Hann setti einnig gler inn í kynfæri hennar og var glerið í sambandi við rafmagns- straum, fyrst í 2-3 mínútur en allt að 10 mínútur undir lok meðferðar- innar. Eftir skamma hríð hætti hún að ganga til læknisins og varð ekkert meint af þessum tUraunum hans og ól barn sitt heUbrigt um sjö mánuð- um seinna. Lét undan þrábeiðni barns- föður Ákærði bar fyrir rétti að hann hefði dregist á það fyrir þrábeiðni barnsfóður konunnar að reyna að eyða fóstrinu með ljósum en sagði þá hafa samið um að engin meðul eða verkfæri yrðu notuð tU þess önnur en rafljós og rafstraumur. Héraðslæknir sem mætti fyrir dómnum taldi að tUraunir af þessu tagi gætu hæglega valdið fósturláti þótt ekki væri það einhlítt en taldi sýnt að stúlkunni sem fyrr er nefnd hefði legið við fósturláti og tækju blæðingar hennar af aUan vafa um það. í dómsskjölum segir að þrátt fyr- ir vífilengjur ákærða og undan- færslur verði að ganga út frá því að meðferð hans á konunum hafi veriö alvarlega meint tUraun af hans hálfu tU þess að eyða fóstnmum. Með þessu taldi rétturinn að ákærði hefði gerst brotlegur við lög auk þess að fara langt út fyrir verk- svið sitt sem smáskammtalæknir og lagði tU að hann yrði auk refsingar sviptur því leyfl sem hann hafði þá haft frá aldamótum tU slíkra lækn- inga. Stríðmontið, minnislaust gamalmenni Niðurstaðan úr rannsókn dr. Helga Tómassonar á ákærða er und- arleg lesning en þar stendur meðal annars: „Hann er ekki fáviti en geðveikur á vægu stigi, haldinn svonefndri dementia senUis. Auk þess hefir hann krónískan hryggsjúkdóm, spondylitis og krónískan bronchitis. Þó hann sennUega hafl aldrei rist vitsmunalega nema grunnt, þá virð- ist nú áberandi almenn sljóvgun hjá honum, sem lýsir sér í athyglis- og minnisbUun, einkum þó bUandi næmi, svo og minnkuðum andleg- um hömlum, hvað snertir almennt velsæmi í orðum og athöfnum, sam- fara þessu er aukið sjálfsálit og líf- legar kynfýsnir en sennUega án tU- svarandi getu, vegna almennrar lík- amlegrar hrörnunar og yfirleitt lítið maskulin kynmerkja. ■ Hann getur tæplega talist sakhæf- ur eða fær um að taka út refsingu þó auðvitað verði starfsemi hans stöðvuð. Hann væri sennUega best kominn á fámennu heimUi þar sem eingöngu væri fullorðið fólk sem vissi hvernig ástatt væri með hann og hlypi ekki eftir sögum hans eða ráðleggingum." Þessi umsögn þýöir nokkum veg- inn á mannamáli að um er að ræða kalkað, stríðmontið, minnislaust gamalmenni með ólæknandi kvef og hryggskekkju, talsverðan áhuga á kyiUífi en enga getu. Dómurinn lét álit dr. Helga um að smáskammtalæknirinn væri ekki sakhæfur sem vind um eyru þjóta og dæmdi skottulækninn í betrun- arhúsvinnu í átta mánuði, greiðslu sakarkostnaðar að fuUu og svipti hann leyfi tU smáskammtalækn- inga. -PÁÁ Ingólfur Arnarson mættur Þann 17 febrú- ar 1947 urðu þáttaskU i ís- lenskri útgerðar- sögu þegar fyrsti togarinn í flota svokallaðra nýsköpun- artogara lagðist að bryggju í Reykjavík. Þetta var Ingólfur Amarson RE og koma hans tU landsins var aðalfrétt allra blaða þann daginn. Skipið sigldi fánum prýtt inn á höfnina og mikUl mannfjöldi var mættur tU að fagna komu þess og bæði borgarstjóri Reykja- vfcur og sjávarútvegsráðherra héldu ræður. Ingólfur var hinn fyrsti af 32 togur- um sem nýsköpunarstjómm svokaUaða samdi um smíði á. Hann bar 500 lestir og var knúinn oliukyntri gufuvél. Hér mætti skrifa langan kafla um Ingólf og ferU hans en þegar hann lagði að bryggju I Reykjavík mun hann hafa verið meðal fullkomnustu fiskiskipa í hehninum og er haft fyrir satt að Ingólfur hafi verið fyrsta fiskiskip í heiminum sem var búið út með radar en radarinn kom fram á sjónarsviðið í stríðinu og var skUgreindur sem hem- aðartæki. Skipstjóri á Ingólfi Amat* syni var Hannes Pálsson. Allir í framsóknarvist Það má lesa um það í Tímanum í febrúar 1947 að nýtt skemmt- anaform sé að ryðja sér tU rúms i félagslífi þjóðarinnar. Það er hin svokaUaða fram- sóknarvist. I blaðinu 21. febrúar er auglýst að spUuð verði fram- sóknarvist í samkomu- sal Mjólkurstöðvarinnar. Þegar verð- launum hefur verið úthlutað flytur Hermann Jónasson, fonnaður flokks- ins, ávarp og Kjartan Ó. Bjamason sýnir íslenskar kvUonyndfr sem hann hefur sjálfm- tekið, meðal annars af framsóknarvist í Listamannaskálanum. Sfðan verður sungið og dansað fram á nótt. Fólki er ráðlagt að panta miða og sækja þá á innheimtustofu Timans eUa verði þeir seldir við innganginn. Ekki er kunnugt um önnur dæmi þess að ís- lenskur stjómmálaflokkur hafi tekið eitt spU sérstaklega upp á arma sina með þessum hætti en enn þá munu gamlir framsóknarmenn hafa gaman af þvi að spUa nokkra hringi í framsókn- arvist. Flugbátur ferst í Hvammsfirði 13. mars 1947 varð það hörmulega slys í Hvammsffrði rétt fram- an við bryggjuna í Búð- ardal að Grumman- flugbátur, sem var að hefja sig tU flugs á firð- inum, hrapaði í sjóinn og hvolfdi skömmu eftir flugtak. Báturinn var f farþegaflugi frá Reykjavík tU Búðar- dals, Djúpav&ur og ísafjarðar og tók fimm farþega í Búðardal. Aðstæður vom nokkuð erfiðar og komst báturinn ekki á loft fyrr en í þriðju atrennu og þá með þessum afleiðingum. Björgim barst fljótt úr landi en bát- urinn sökk eftfr tæpan klukkutíma. Fjórar ftUlorðnar manneskjur, tvær konur og tveir karlar, fórust með bátn- um og setti slys þetta mikinn óhug að fólki en nær aUir íbúar Búðardals urðu sjónarvottar að slysinu og björgunarað- gerðum. Sundhöllin tíu ára SOKOMÖLI.IN ttltí Á*A í dagblaðmu Tímanum er j sagt fráþviá forsíðu24. mars 1947 að SundhöUin við Barónsstíg eigi tíu ára afmæli. Á það er rækUega minnt að ffamsókn- armenn eigi aUan heiður af byggingu og rekstri SundhaUarinnar sem skammsýnir menn hafi árum saman barist gegn. Þess er og getið á þessu tíu ára af- mæli að einn maður hafi sótt SundhöU- ina á hveijum degi frá opnun. Það er Sverre Fougner Johansen bókbindari sem af þessu tUefni gaf verulega fjár- hæð í minningarsjóð um Ólaf Þorvarð- arson, fyrsta sundhaUarstjórann, en sjóðinn stofnaði Sverre sjálfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.