Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 10
10 DV LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjórí: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjérn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sterkir sjóðir Ólíkt mörgum öðrum þjóðum hefur íslendingum tekist að byggja upp af skynsemi öflugt lífeyrissjóðakerfi. íslenskir líf- eyrissjóðir eru í flestu góð fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir sem á komandi árum þurfa að kljást við gríðarlegan vanda vegna líf- eyrisskuldbindinga. Sterk staða lífeyrissjóðanna mun án nokk- urs efa styrkja samkeppnisstöðu íslendinga á flestum sviðum efnahagslífsins á sama tíma og margar fjölmennar þjóðir Evr- ópu þurfa á öllu sínu að halda til að bera þunga bagga. Lífeyrissjóður verslunarmanna er án efa sterkasti sjóður landsins. Þar hefur verið haldið á málum svo til fyrirmyndar er - ávöxtun fjármuna sjóðsfélaga hefur verið góð enda fylgt skynsamlegri fjárfestingarstefnu. Eins og kom fram hér í DV sl. fimmtudag nema eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna nær 100 milljörðum króna - 100 þúsund milljónum króna. Samanlögð hrein eign íslensku lífeyrissjóðanna var um 650 þúsund mllljónir króna undir lok síðasta árs. Heildar- verðmæti allra fyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfaþing ís- lands var á sama tíma 469 þúsund milljónir. Fjárhagslegur styrkur sjóðanna er því mikill og þátttaka þeirra á hluta- bréfamarkaði hefur aukist stöðugt á undanfórnum árum. Heildareign lífeyrissjóðanna í innlendum hlutabréfum jafn- gildir 12% af öllum hlutabréfum sem skráð eru á Verðbréfa- þingi íslands, eins og fram kom í DV. Um það verður ekki deilt að gríðarleg völd eru samfara þessum miklu fjármunum sem safnast hafa upp hjá lífeyris- sjóðunum. Spurningin snýst ekki lengur aðeins um það hvernig til tekst við ávöxtun fjármuna sjóðsfélaganna held- ur ekki síður hvernig farið er með völdin. Forráðamenn at- vinnurekenda og launþega sem skipa stjórnir lífeyrissjóð- anna hafa fram til þessa flestir verið á móti því að sjóðsfé- lagar - almennir launamenn - eigi kost á því að hafa bein áhrif á störf og stefnu sjóðanna. Tilraunir til breytinga hafa því miður farið út um þúfur vegna pólitískrar andstöðu í öllum stjórnmálaflokkum. í leiðara DV í febrúar 2000 var bent á nauðsyn þess að setja skorður við þátttöku lífeyrissjóðanna í íslensku at- vinnulífi, ekki síst á meðan uppbygging sjóðanna er þannig að sjóðsfélagar eiga enga möguleika á að hafa bein áhrif á stjórn þeirra eða stefnu. „Til greina kemur að setja sérstakt hámark á eignarhluti lífeyrissjóða í almenningshlutafélög- um, jafnt hvað varðar hlut hvers og eins sjóðs og samanlagð- an eignarhlut lífeyrissjóðanna. Með svipuðum hætti er nauð- synlegt að huga að því að takmarka atkvæðisrétt lífeyris- sjóðanna jafnt á aðalfundum og í stjórnum félaga. Raunar er fullkomlega vafasamt að lífeyrissjóðir eigi fulltrúa í stjórn fyrirtækja í krafti hlutafjáreignar. Með því að taka þátt í stjórnum félaga kann það mikilvægasta - arðsemi fjárfest- ingarinnar - að falla í skuggann fyrir öðrum sjónarmiðum sem hafa ekkert með framtíð sjóðfélaga að gera.“ Eimskip breytir kúrsinum Ákvörðun stjórnenda Eimskips um að gjörbreyta skipulagi félagsins eru ákveðin tímamót í íslensku viðskiptalífi. Með því að kaupa allt hlutafé í Útgerðarfélagi Akureyringa á næstunni og auka hlut sinn í Skagstrendingi hefur nýrri stoð verið skotið undir starfsemi Eimskips. Meginstarfsemi fé- lagsins verður hér eftir á sviði flutninga, fjárfestinga og í sjávarútvegi. Framtíðin á eftir að leiða í ljós hvort stefnubreyting félags- ins, sem á sér langan aðdraganda, verður hluthöfum til góðs. Arðsemi flutningastarfseminnar hefur verið langt frá þvi að vera viðunandi á síðustu árum og þvi er ekki óeðlilegt að leit- að sé nýrra tækifæra. Og að öðru óbreyttu liggja gríðarleg tækifæri í íslenskum sjávarútvegi. Sá tími ætti hins vegar að vera að baki þegar ákvarðanir um fjárfestingar í sjávarútvegi voru teknar til að vernda viðskiptalega hagsmuni flutninga- fyrirtækis eða tengdra fyrirtækja, en bein arðsemi fjárfest- inga var ekki aðalatriðið. Óli Bjöm Kárason Lífsreyndi meistarinn Jónas Haraldsson abstoöarritstjóri Laugardagspistíll „Þaö er ekki hætta á því að þú verðir sköllóttur,“ sagði hársker- inn þegar hann brá klippunum í höfuðprýði mína fyrr í vik- unni. Ég var orðinn loðn- ari en góðu hófi gegnir. Raunar verð ég að við- urkenna að heimsókn til hárskerans situr stundum á hakanum, sennOega leifar af gamalli tísku, síð- hærðri. Nú varð ekki lengur við unað, bæði kona og dætur famar að ýta við mér og starfsfélagar famir að gefa loðdýrinu auga. Ég fór því á minn fasta stað í þessari tilveru, hársker- ann á horninu, rétt í göngufæri frá vinnu- staðnum. Hárskeri sá er flinkur maður og margreyndur í starf- inu, vanur að fást við síðhærða jafnt sem sköllótta menn og allt þar á milli, kon- ur jafnt sem karla. Hann klippir hár en bregður sér ekki síður í það hlutverk að lengja það, fremur þó ef kona situr 1 stólnum en karl. Hann þvær, blæs og litar, kennir nýliðum á stofunni og i fagskólanum. Maðm- sem kann allt og bregður ekki við neitt. Ég panta ekki tima heldur dett inn af götunni. Yfirleitt gengur það upp og oftast lendi ég i höndum meistarans. Hann klippir og segir mér sögur um leið. Rakari er íjöl- miðill í sjálfu sér. Hann fer fimum höndum um höfuð kúnnanna og fær um leið mannlífsfréttir sem hægt er að færa öðrum og helst laga í stílnum. Rakarinn minn er fær um það, sögumaður góður, minnugur og þekkir marga. Ég reyni að segja honum það sem ég man svo ekki hallist um of á. Mað- ur borgar hárskurðinn ekki bara með peningum. Annað verður að fylgja með í kaupbæti. Kurteisi rakarinn Það er gott að vera lengi hjá sama rakara. Maður sest bara í stólinn. Engra útskýringa er þörf. Hann kemur með svuntuna yfir mann, spennir í hálsinn og byrjar að klippa. Hann veit að hárið þarf að fara aftur upp fyr- ir eyrun og vera hæfúega stutt i hnakkann. Stöku sinnum bið ég hann að taka meira af toppn- um, ekki af því að ég hafi sér- staka skoðun á því sjálfur held- „Nú stóð hins vegar svo á að meistarinn var upp- tekinn með virðulega frú í stólnum, konu sem vildi nýjan lit, strípur að auki, blástur og snurfus. Að- stoðarrakarinn var, aldrei þessu vant, karl en ekki kona. Ég lét mér þó hvergi bregða enda mað- urinn hinn geðslegasti. “ ur hefur konan nefnt það við mig að ég líti þokkalegar út ef ég er ekki með toppinn ofan í augu. Einu sinni fannst mér það flott en þá var ég undir talsverðum áhrifum æsku- hetja minna frá Liverpool. Nú er öldin önnur, það skal vera stutt. Hitti maður ekki á meistarann eru yfirleitt fagrar konur á stof- unni sem taka við hlutverkinu. Það er ekki síðra að láta þessar Gutta cavat lapidem Sjonarhorn Birgir Guðmundsson fréttastjórí „Gutta cavat lapidem" - „drop- inn holar steininn". Þetta er ein af þessum hefðbundnu setningum sem um áratugaskeið voru notaðar i latínukennslu í íslenskum menntaskólum. Sjálfur varð ég raunar aldrei svo frægur að læra latínu - var bent á að trúlega væri mun áreynsluminna aö taka við- bótaráfanga í stærðfræði en inn- gangsáfanga í þessu foma máli. Ekki veit ég hvort Halldór Ás- grímsson hefur skrifað latneska stíla þar sem þessi gamli sannleik- ur er í fyrirrúmi. Hitt er í það minnsta ljóst að Halldór virðist hafa tileinkað sér þessa speki í sínu pólitíska starfi - ekki síst hvað varðar Evrópumálin. Um tima í vetur leit svo út sem Evrópu- málin ætluðu að verða eitt eld- fimasta mál þessa stjómarsam- starfs þegar það var greinilega far- ið að fara nokkuð í taugarnar á for- sætisráðherra hve taktfast og þreytulaust framsóknardropinn var farinn að hola Evrópusteininn. Vopnahlé Hámarki náði þessi spenna þeg- ar Davíð Oddsson lýsti því yfir í Kastljósþætti Sjónvarps aö hvorki Halldór Ásgrímsson né nokkur annar hefði yfirleitt getað sagt hvaða ágallar væru á EES-samn- ingnum. Sú yfirlýsing kom beint i kjölfar þess að forsætisráðherra hafði talað heldur hæðnislega um áhyggjur manna af þvi að geta ekki haft áhrif á ákvarðanir Evrópusam- bandsins um rottueitur og skolp- lagnir. Þó svo að Davíð Oddsson hafi gætt þess vandlega að brenna engar brýr að baki sér og því skammað Össur Skarphéðinsson frekar én Halldór þá duldist engum að hér var kominn hinn gamal- kunni leikur sem kallaður hefur verið „að skamma Albaníu". Enda kom á daginn að annaðhvort Davíð eða Halldór eða bæði Davið og Hall- dór sáu að þessi gagnkvæmu köll þjónuðu ekki neinum tilgangi og þeir bundust fastmælum um að láta staðar numið. Það vopnahlé stóð þó ekki nema í nokkra daga og þó átökin séu nú á mun lágværari og kurteisislegri nótum þá er alveg ljóst að enn er framsóknardropinn að hola Evópusteininn sjálfstæðis- forustunni til armæðu. Einu sinni enn í vikunni hafa Evrópumálin ver- ið í sviðsljósinu enn eina ferðina vegna fundar ráðherraráðs EES. Nú virðist nánast öruggt að upp- færsla á EES-samningnum til sam- ræmis við þær breytingar sem orð- ið hafa á ÉSB eftir Maastricht- og Amsterdamsáttmálana mun ekki nást fyrr en eftir að stækkunarferli ESB verður um garð gegnið. Þó virðist Halldór Ásgrimsson ekki endanlega búinn að gefa upp alla von og lýsti því í samtali við DV að enn væri ekki endalega fullreynt með málið á hinum pólitíska vett- vangi. Utanríkisráðherra ætlar greinilega að reyna einu sinni enn - dropinn holar jú steininn. Hvort það tekst hjá honum eða ekki verð- ur einfaldlega að koma í ljós. Hitt er ljóst að þessi mál þröngva sér óhjákvæmilega á dagskrá stjóm- málanna hér heima - bæði varð- andi uppfærsluna á EES-samningn- um og eins vegna þess sem gerist þegar fríverslunarsamningar við ýmis Austur-Evrópuríki falla niður við inngöngu þeirra í ESB. Og þeg- ar fjallað er um þessi mál kemur sífellt betur í ljós að áherslumunurinn milli stjómarflokkanna er ekki eitthvað sem hægt er að semja vopnahlé um. Ekki svo vel sé í það minnsta. Berlínarræða Þannig dylst það engum þegar Halldór Ásgrímsson flytur fyrirlestur í Berlín um Evrópumálin og ísland fyrir þýska áhugamenn um utanríkismál að utanrikis- ráðherrann tók þar sérstakt tillit til vopnahléssamninga sinna við forsætisráðherr- ann í málinu. Hann gerði það með einni lítilli setn- ingu. Hún hljóðaði eitthvað á þá leið að hann vildi taka það sérstaklega fram að það væri ekki á dagskrá ríkis- stjórnarinnar að sækja um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.