Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 52
64 Helgarblað LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 J Métið er lwtri Egils Appelsín í nýjum umbúðum Rétta stærðin skipttr máli byssur, ferðalög, ferðaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrir veiðimenn, gisting, golfvörur, heilsa, hesta- mennska, Ijösmyndun, llkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útilegubúnaður... tómstundir 550 5000 I>V Hljómsveitin sem ætlar aö rokka fyrir krakkana Þetta eru þau Jón Ólafsson, sem spilar á hljómborð og syngur, Ólafur Hólm, sem slær á trumbur, Stefán Már Magn- ússon, sem plokkar kassagitar og mandólín, Guðmundur Pétursson, sem leikur á rafgítar og Haraldur Þorsteinsson sem leikur á bassa. Ryksugan á fullu - rokkað fyrir krakkana í Borgarleikhúsi Á morgun, sunnudag, verður einstæður eða einstakur menning- aratburður á íjölum Borgarleik- hússins í Kringlumýri. Þá verður rokkað fyrir krakka á öllum aldri svo þakið á þessu virðulega húsi gæti sem best lyfst örlítið í mestu hviðunum. Tilefni rokktónleikanna er 30 ára afmæli. Um þessar mundir er verið að halda upp á það að einn af vinsælustu rithöfundum þjóðar- innar, afkastamikið leikskáld, tón- skáld og textahöfundur, hefur starfað meðal vor í 30 ár. Þetta er enginn annar en Ólafur Haukur Símonarson sem hin síðari ár hef- ur einkum látið að sér kveða sem leikskáld en á mörg vopn í sínum mal og er jafnvígur á þau flest. Ólafur gaf út hljómplötu fyrir nærri 27 árum sem bar heitið Eniga Meniga. Þar voru lög og textar eftir Ólaf fyrir böm um böm. Það var hinn ástsæli fálkaorðuhafi, Gunnar Þórðarson, sem annaðist útsetning- ar og hljóðfæraleik að miklu leyti og stjómaði upptökum þegar þetta var gert. Það var Olga Guðrún Ámadóttir sem söng öll lögin á plötunni og söng sig eiginlega lóðbeint inn í hjarta þjóðarinnar. Lög eins og Ryksugan á fullu, étur alla drullu, tralalalalalalalalalala, og Það vantar spýtur og það vantar sög, það vant- ar málningu og fjörug lög. Það leið ekki á löngu áður en foreldrar og böm til sjávar og sveita voru farin að tralla með þessari fjölskyldu- vænu rokktónlist. Því má nefnilega halda fram að þegar þessi plata kom út hafi í fyrsta sinn borist íslendingum til eyrna rokk og ról sem var ætlað bömum. Rokkið þekkir auðvitað engin aldursmörk og flestir varð- veita einhvem snefil af bami í sál sinni og þess vegna tók þjóðin því Svona var hún ‘75 Olga Guðrún Árnadóttir gerði allt vit- laust 1975 með Ryksugulaginu og hún ætlar aö koma fram á tónleik- unum á sunnudag. Einhvern veginn svona leit Olga Guðrún út árið 1975 eða þar um bil. ástfóstri við þessa plötu sem raun ber vitni. Það hefur sem sagt verið hóað saman í hörkuband sem ætlar að stíga á svið í Borgarleikhúsinu klukkan tvö og flytja lög af þessari umtöluðu Eniga Meniga-plötu og Fólkinu í blokkinni og Hattur og Fattur og áreiðanlega eitthvað fleira sem þeim dettur í hug þar og þá. Sérstakur gestur tónleikanna verður sjálf Olga Guðrún Ámadótt- ir sem ætlar að syngja með hljóm- sveitinni en hún hefur ekki sungið þessa tónlist á sviði í nærri 27 ár svo þetta er auðvitað „kombakk" sem sætir nokkrum tíðindum. DV sló á þráðinn til Olgu og bað hana að rifja upp hvemig það kom til að hún var fengin til að syngja þessi lög þama um árið. „Ég var góð vinkona Ólafs Hauks,“ sagði Olga. „Ég hafði lítið verið að syngja en þó aðeins komið fram á ýmsum samkomum, sérstaklega undir merkjum róttækrar afstöðu í stjóm- málum, og söng þá gjaman ádeilu- tónlist sem vinsæl var á þessum árum.“ Olga var sem sagt ráðin án mikill- ar reynslu og flaug út til London til þess að vinna þar með útsetjaranum og poppstjörnunni Gunnari Þórðar- syni að gerð plötunnar. „Ég vissi varla í hvorn endann á míkrafóni ég ætti að syngja í en þetta gekk allt saman afskaplega vel, enda Gunnar einstakur ljúfling- ur og gott að vinna með honum. Hann fékk mig meira að segja til þess að leika á píanó í þó nokkuð mörgum lögum á plötunni, nokkuð sem ég hélt að væri ekki mögulegt." Olga segir að engan sem kom að gerð plötunnar hafi grunað að hún yrði svona vinsæl. „Þetta kom okkur mjög skemmti- lega á óvart. Þetta gekk svo langt að sumarið eftir fór ég einn hring um landið með vinsælli sveitaballa- hljómsveit sem hét Cabaret og flutti sérstaka dagskrá þar sem ég söng lög af plötunni. Þá kom í ljós að full- orðið fólk kunni ekki siður að meta þetta en börnin.“ Olga segist ekki hafa komið fram opinberlega og sungið þessi lög síð- an 1975 en viðurkennir þó að hafa komið fram í einkasamkvæmi fyrir skömmu og sungið hið vinsæla Ryksugulag. „Ég áttaði mig á því á sínum tíma að sennilega myndi ég finna mér annan vettvang fyrir tónlist en að syngja á sveitaböllum en þetta var allt saman góð og indæl reynsla og er í endurminningunni ekkert nema hamingja." -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.