Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 11
11
l
LAUGARDAGUR 16. MARS 2002
Skoðun
fara mjúkum höndum um sig
dulitla stund. Þær vanda verkið,
mæla hvort bartar ná svipað langt
niður og miða þá við eyrun, að því
gefnu að þau séu á svipuðum stað,
hvort sínum megin á höfðinu. Þær
blása hárið óumbeðið og rétta að
manni spegil svo fegurðin verði
augum litin bæði að aftan og fram-
an. Það er að vísu óþarfi í íslenskri
veðráttu að blása hár en notalegt
meðan á því stendur.
Nú stóð hins vegar svo á að meist-
arinn var upptekinn með virðulega
frú í stólnum, konu sem vildi nýjan
lit, strípur aö auki, blástur og snurf-
us. Aðstoðarrakarinn var, aldrei
þessu vant, karl en ekki kona. Ég lét
mér þó hvergi bregða enda maður-
inn hinn geðslegasti. Ég settist þeg-
ar í stólinn. Sá frómi maður kunni
greinilega margt fyrir sér í hinni
eðlu kúnst hársnyrtingarinnar, fór
fimlega með skærin en meira máli
skipti þó að hann var útlærður í
mannlegum samskiptum. Það sást
best þegar hann hóf samræðumar á
því að hæla hárþykkt minni og
lagði síðan sitt örugga mat á það að
aldrei yrði ég sköllóttur. Nú er auð-
vitað ekkert við skalla að segja og
margir karlar bera hann vel en
hann er þó trauðla eftirsóttur. Ég
varð því glaður með mitt þó ég tæki
hólinu af hógværð.
„Ég er nú aðeins tekinn að
grána,“ sagði ég og vildi með því
vekja athygli hárskerans á lítUlæti
mínu þótt háriö væri þykkt. Raunar
er það vægt til orða tekið að ég sé
aðeins tekinn að grána. Ég hef
hreinlega skipt um lit og er orðinn
ljóshærður. Kurteisi rakarinn sýndi
enn að hann kann sitt fag og sagði
það hreint ekki slæma þróun að
hárið gránaði. Hann lofaði meira að
segja það jafnaðargeð mitt og hug-
rekki að taka þvi með karl-
mennsku og reyna ekki að
lita hárið. „Það er hálf-
gerður vítahringur
að byrja á slíku,
einkum ef
menn byrja að
grána mjög
ungir,“
sagði
hár-
Þeir verða þá nauðbeygðir að halda
áfram, hárið gránar sífellt meir og
viðbrigðin hreinlega of mikil ef
menn ætla að snúa til baka og taka
örlögum sínum. Því neyðast þeir
sem á þessu byrja til að lita og era
dökkhærðir fram á efri ár, löngu
eftir að jafnaldramir eru orðnir
eins og biöukollur."
Stétt sem lifir
Ég kinkaði kolli en undraðist þó
hreinskilni þess manns sem stóð
þar við hlið meistara sins, skar hár
og hélt því fram að það borgaði sig
ekki að lita þau gráu. Ég hefði hald-
ið að slíkir viðskiptavinir væru
kjörkúnnar, langvarandi litun í ei-
lífri baráttu til þess að halda æsku-
blómanum. Meistarinn sagði hins
vegar ekki neitt heldur hélt áfram
að lita frúna. Sennilega gilda aðrar
reglur um konur en karla. Eftir að
amma dó man ég í svipinn ekki eft-
ir gráhærðri konu nema ef vera
kynnu þær samfylkingarstöllur
Svanfríður og Jóhanna. Varla eru
öll þessi litfogru kvenmannshöfuð
náttúruleg?
„Varstu áður með hrokkið hár?“
sagði rakarinn og hélt áfram að
velta fyrir sér hári viðskiptavinar-
ins. Ég sagði honum svo sem satt
var að það hefði snúist í slöngu-
lokka á hippaskeiði ævi minnar,
svo fagurlega að hæft hefði hverri
fermingarstúlku. Um leið viður-
kenndi ég að hafa ekki sótt heim
rakarastofu í þrjú ár á menntaskóla-
árum mínum. Ég og jafnaldramir
hefðum nærri gengið af hinni virðu-
legu hárskerastétt dauðri.
Hárskerann setti hljóðan er hann
hugleiddi þau meinlegu örlög sem
hefðu getað beðið stéttarinnar.
„Engin hætta, engin hætta,“ sagði
meistarinn, og leit nú stuttlega upp
úr nýlituðu hári frúarinnar í stóln-
um við hliðina á mér. „Tiskusveifl-
ur koma og fara,“ hélt hann áfram
heimspekilega, „en hárskerinn lif-
ir,“ bætti hann við. „Þvi ræður
tískueðli og nýjungagimi mann-
skepnunnar. Hún þarf stöðugt að
punta sig. Svo verður áfram.“
Hinn lífsreyndi meistari þurfti
ekki að segja meira enda sneri hann
sér aftur að lituðu konunni, lyfti
spegli og móttók bros hennar og
þakklæti. Hún var orðin ung á ný.
„Blása?“ spurði minn maður og
lét sig engu skipta þótt úti væri 9
vindstig. Hann hafði aftur fast land
undir fótum.
aðild að ESB. Svo eyddi hann miklu
og ítarlegu máli í það að lýsa því
hvemig íslendingar ættu náttúrlega
samleið með Evrópu og benda á
leiðir varðandi sameiginlega sjávar-
útvegsstefnu sem gætu orðið til þess
að íslendingar sæktu um aðild að
ESB!!
Og áherslumunurinn kemur við-
ar fram. Til dæmis í afstöðunni
gagnvart því hvort leita á til Al-
þjóða-viðskiptastofnunarinnar til að
skera úr um hugsanlegan ágreining
miUi íslands og ESB, ef viðskipta-
kjör íslands við Austur- og Mið-Evr-
ópuríki versna þegar þessi ríki
ganga inn i ESB. Davíð Oddsson og
Tómas Ingi Olrich hafa báðir talið
slíkt eðlilegt en allt annað viðhorf
kemur fram hjá Halldóri í DV í vik-
unni. Þar telur hann slíkt nánast
„Því er það að þrátt fyrir
að þeir stjórnarherrar,
Davíð og Halldór, hafi
sæst á vopnahlé er greini-
legt að Evrópusteinninn
er enn á sínum stað og
þröngvar sér inn á dag-
skrá íslenskra stjórnmála.
Hvorki Halldór né Fram-
sókn virðast vera að
þoma upp, nema síður sé,
og því mun framsóknar-
dropinn halda áfram að
hola Evrópusteininn.“
óhugsandi, enda væri það nánast
stríðsyfirlýsing gagnvart ESB, sem
væntanlega er ekki
á óskalista utanrík-
isráðherrans.
Því er það að
þrátt fyrir að þeir
stjómarherrar,
Davíð og Halldór,
hafi sæst á vopna-
hlé er greinilegt að
Evrópusteinninn er
enn á sínum stað og
þröngvar sér inn á
dagskrá íslenskra
stjómmála. Hvorki
Halldór né Fram-
sókn virðast vera
að þoma upp, nema
síður sé, og því
mun framsóknar-
dropinn halda
áfram að hola Evr-
ópusteininn. Svo er
bara að sjá hversu
lengi vopnahléið
heldur.
Glysgjarni gapuxinn
Það getur verið skrýtið að ganga
um land sem maður þekkir ekki
neitt. Þá er eins og augun taki eftir
meiru en venjulega. Á göngu íslend-
ings á götu i Harare getur margt
verið að gerast. Og áreitið er alls
konar. Sá sem þetta skrifar rölti um
höfuðborg Simbabve fyrir hálfu
öðru ári og það var ekki laust við að
fólkið minnti hann á niðurlúta Sov-
étmenn í Moskvu fyrir þrettán
árum. Fólkið virtist uppburðalítið
og mæðulegt og ráfaði á milli húsa
eins og skrefm væru skæld.
Harare er ekki með fegurstu borg-
um heims. Úthverfi hennar eru raun-
ar með þeim ömurlegustu á byggðu
bóli. Eitt þeirra heitir Chitungwita.
Þar býr hálf milljón manna í einum
óvistlegustu hreysum sem þekkjast i
mannheimum. Flestir draga þar fram
lífið á mörkum hungurs og ótta.
Glæpir era algengari en svo að menn
kippi sér upp við þá. Níu af hverjum
tíu íbúum þessa svæðis eru atvinnu-
lausir. Skólahald er í molum. Fjórð-
ungur fólks er talinn vera alnæmis-
smitaður.
Miklar öfgar
Skammt frá, inni á götum Harare,
þjóta eðalvagnamar hjá. Fólkið læt-
ur sér fátt um finnast og fer fremur
í felur en að horfa á eftir þessum
ökutækjum sem kosta meira en ævi-
tekjur margra manna. Á bak við lit-
að öryggisglerið situr forseti lands-
ins, klæddur dýmstu jakkafótum í
landinu, og kann fátt betur en að
klæða sig upp. Hann hefur jafnan
verið glysgjam og þykir hafa svo
dýran smekk að aðstoðarmenn hans
mega hafa sig alla við til að bera sig
eftir gæðunum.
Hann heitir fullu nafni Robert
Gabriel Mugabe og hefur kosið að
nota ekki millinafn sitt í seinni tíð.
Hann er enda enginn erkiengill -
þar er langur vegm- frá. í þessum
tæplega áttræða manni er að fmna
margvíslegar persónur sem fáum
mönnum hefur tekist að raða saman
í einn og sama manninn. Ótrúleg
breyting hefur orðið á högum hans
og breytni á síðustu áratugum. í
eina tíð var hann rómaður upp-
reisnarforingi. í seirmi tíð skamm-
ast svartir leiðtogar í Afríku sín fyr-
ir hann.
Lýðskrumari
Bækur og sagnfræðinga greinir á
hvaða ár hann er fæddur. Flestir
staldra þó við árið 1924. Hann nálg-
ast því áttrætt og ætlar sér fráleitt
að setjast í helgan stein. Sagt er að
hann hafi sigrað þjóð sína í síðustu
forsetakosningunum en vægast sagt
umdeild úrslit þeirra lágu fyrir nú í
vikunni. Nærri þrjár milljónir
manna neyttu atkvæðisréttar, langt-
um færri en vildu kjósa. Fréttir frá
Simbabve herma að herinn hafi
komið í veg fyrir að fjöldi manns
kæmist á kjörstað.
Það er eftir öðru í lífi Roberts
Mugabes að beita hemum til að
halda völdum. Hann er einkennileg
blanda af einræðisherra og lýð-
skrumara - komst á sínum tíma til
valda vegna óhemjumikilla vin-
sælda meðal fátækra blökkumanna
í landi sínu og nýtti sér meðbyrinn
til að sanka að sér völdum. Tak
hans á þjóð sinni þykir bera vott
um síðari tíma mikilmennskubrjál-
æði. Vinur Mugabes til langs tíma,
suðurafríski klerkurinn Desmond
Tutu, segir bemm orðum að hnign-
un hans sé óskiljanleg.
Yfirburðasigur!
Á ferð þess sem þetta skrifar um
heimaland Roberts Mugabes kom
vel í ljós að landsmenn vilja lítið tjá
sig um forseta sinn. Forsvarsmaður
stórra félagasamtaka sagði aðspurð-
ur hvort ekki væri hægt að tala um
eitthvað skemmtilegra! Greinilegt
var á samræðum að meirihluti fólks
bíður þess eins að gamli uxinn gef-
ist upp á valdabrölti sinu - og áber-
andi var að menn horfðu vongóðir
til næstu forsetakosninga. Og nú
eru þær að baki. Enn einu sinni hélt
uxinn völdum.
Og ef eitthvað er að marka úrslit-
in, sem furðu lostnir eftirlitsmenn
hafa ekki gert á síðustu dögum, þá
vann erkiengillinn með tryggum
mun. Hann er sagður hafa fengið 1,7
milljónir atkvæða en andstæðingur-
inn, frjálslyndi umbótasinninn
Morgan Tsvangirai, fékk í sinn hlut
1,2 milljónir atkvæða. Hér munar
miklu, eða fjórtán prósentustigum.
Einu gHdir að hvaða niðurstöðu er-
lendir eftirlitsmenn með kosningum
munu komast: Mugabe situr við
völd næstu sex ár.
Andstæða Mandela
Desmond Tutu hefur sagt að orð-
spor Roberts Mugabes á seinni tíð
hafi á vissan hátt eyðHagt þá ímynd
sem mörgum öðrum svörtum leið-
togum álfunnar var að takast og
tókst að byggja upp meðal útlend-
inga. Tutu vísar þar ekki síst tH
eins merkasta stjórnmálamanns síð-
ari tíma, Nelsons Mandela, sem er
dáður um aUan heim fyrir mann-
réttindabaráttu sína og stjómvisku.
Mugabe sé andstæða hans - fari
þvert gegn grundvaUarþáttum
mannréttinda og frelsis.
Og reyndar er athyglisvert að sjá
hvaö Tutu er afdráttarlaus í þessari
einkunnargjöf sinni, ekki síst í Ijósi
þess að Mugabe og Tutu voru mikl-
ir mátar í eina tíð. Tutu segir að
fyrr á árum hafi hann, eins og lang-
flestir aðrir blökkumenn á þessum
slóðum, horft upp tU Mugabes.
Hann hafi verið skærasta stjaman á
himnafestingunni og í þvi ljósi sé
hnignun hans óskHjanleg. Ekki
verður betur séð en Robert Gabriel
Mugabe hegði sér á seinni árum
eins og geðveikur einræðisherra.
Hefur sína kosti
Mugabe er margar persónur. Og
hann hefur kosti. Simbabve-búar
nefna eitt öðru fremur sem höfuð-
kost þessa umdeUda forseta. Þeir
nefna menntamálin. Þar hafi fram-
farimar orðið hvað mestar í land-
inu. Á því sviði hafi Mugabe gert
meira fyrir þjóð sína en Bretar
gerðu á heUli mannsævi. Og víst
kunna fleiri að lesa og draga tU
stafs i Simbabve en í nokkru öðru
Afríkuríki sunnan Sahara. Ódrep-
andi áhuga forsetans á menntamál-
um er reyndar ekki langt að sækja.
Muagabe sjálfur er hámenntaður.
Hann lagði stund á uppeldisfræði og
lauk því námi með miklum sóma.
Sagt hefur verið um Mugabe að
hann sé ótrúlega fljótur að setja sig
inn í hlutina og minni hans sé með
fádæmum. Þrjátíu ár séu liðin frá
því Zanu-hreyfing hans hafi byrjað
baráttu gegn minnihlutastjórn
hvítra manna í landinu og sigur
hennar 1980 megi ekki síst þakka
gáfum Mugabes. Þessi kviki kaþ-
ólikki hafi aUtaf hriflð menn með
sér og berji í aUa kjark hvar sem
hann fari.
Hetja síns tíma
Mugabe var ótvíræð frelsishetja
Simbabve á sjötta og sjöunda áratug
síðustu aldar. Rétt eins og Nelson
Mandela sat hann lengi í fangelsi
fyrir skoðanir sínar. Hvorugur gafst
upp og báðir börðust þeir duglega
en hvor með sínum hætti. Báðir
komust á endanum tU valda. Mand-
ela fór sparlega með það en fráleitt
Mugabe. Þessum svokaUaða marx-
ista tókst á nokkrum árum að búa
tU í landi sínu einhverja undarleg-
ustu samsuðu af sósíalisku ofríki
sem sögur fara af.
„Mugabe var ótvíræð
frelsishetja Simbabve á
sjötta og sjöunda áratug
síðustu aldar. Rétt eins og
Nelson Mandela sat hann
lengi í fangelsi fyrir skoð-
anir sínar. Hvorugur gafst
upp og báðir börðust þeir
duglega, en hvor með sín-
um hœtti. Báðir komust á
endanum til valda. Mand-
ela fór sparlega með það
en alls ekki Mugabe. “
Þessi 78 ára einræðisherra, sem
einum forseta í heiminum hefur tek-
ist að leggja niður sjálfan sig í emb-
ætti forsætisráðherra, hefur tekist
það sem umheimurinn óttaðist: að
halda völdum. Fátt bendir tU þess að
honum endist ekki aldur tU að halda
út sex ára kjörtíð. Hann iðar af lífi og
ekki em liðin nema funm ár frá því
hann eignaðist sitt nýjasta barn,
reyndar með ungum einkaritara sín-
um. Hann byrjaði að vera með þeirri
konu á sama tíma og eiginkona hans
var að deyja úr krabbameini.
Efnahagur í molum
Víst munu Simbabve-búar verða
vel læsir á bók á næstu árum. Óvíst
er hins vegar að nokkuð dragi úr at-
vinnuleysi en helmingur lands-
manna er án vinnu. Verulega hefur
dregiö úr framleiðslu í landinu -
stór atvinnufyrirtæki hafa lagt upp
laupana sakir skorts á aðfongum.
Að minnsta kosti 1700 hvítir bænd-
ur hafa verið hraktir af gjöfulum
býlum sínum. Verðbólga mældist
nýverið 117 prósent. Og stjómkerfl
Afríku er óvíða spUltara en í landi
gömlu frelsishetjunnar.
Og þetta sést í andlitum fólks.
Þessi eUefu miUjón manna þjóð er í
sárum. Varla er hægt að gleyma því
þegar skrifari þessara orða sat með
afrískum jafnaldra sínum undir
dauðu tré á mörkum Mósambik og
Simbabve fyrir hálfu öðru ári. Hann
var aftur kominn heim í sveitina
sína. Hafði farið ungur tU Harare,
rétt í þann mund sem Mugabe
komst tU valda. Hann ætlaði í nám
en var hafnað. Hann fékk heldur
aldrei vinnu. Tuttugu árum síðar
fór hann snauður heim. Heim í strá-
kofann.