Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 16. MARS 2002
Helgarblað
DV
Umdeildar forsetakosningar í Simbabve gætu dregið dilk á eftir sér:
Mugabe vann en
Simbabve tapaöi
REUTER-MYND
Robert Gabriel Mugabe
Gamli maöurinn Mugabe sigraöi meö nokkrum yfirburðum í forsetakosn-
ingunum sem haldnar voru í Simbabve um síöustu helgi. Stjórnarand-
stæöingar hafa sakaö hann um aö hafa tryggt sér sex ár til viöbótar í
embætti meö víötæku svindli og kosningasukki. Leiötogar á Vesturlönd-
um eru sama sinnis og hafa fordæmt úrslitin.
Robert Mugabe má muna tímana
tvenna. Maðurinn sem eitt sinn
þótti fyrirmynd afrískra lýðræðis-
sinna er nú stimplaður sem argasta
afturhald og harðstjóri. Þá mun um-
deildur sigur hans í forsetakosning-
unum í Simbabve um síöustu helgi
síst verða til að bæta ímynd hans.
Mugabe var þar endurkjörinn til
næstu sex ára. Með svikum og prett-
um og í skjóli ofbeldis, segja inn-
lendir andstæðingar hans og leið-
togar á Vesturlöndum taka undir
þær ásakanir.
Samkvæmt opinberum tölum frá
yfirkjörstjórn Simbabves fékk
Mugabe 56 prósent greiddra at-
kvæða en keppinautur hans, Morg-
an Tsvangirai, leiðtogi stjómarand-
stööuflokksins MDC, fékk 42 pró-
sent atkvæða.
Sigurinn er í höfn, eins og búast
mátti við fyrirfram, og hvað svo?
Vont fyrir Afríku
Stjórnmálaskýrendur eru flestir
sammála um að sigur Mugabes sé
afleitur fyrir Simbabve, og ekki nóg
með það, heldur geti hann komið
sér afar illa fyrir Afríku sem heild.
„Mugabe getur lýst yfir sigri en
með sigri hans er það Simbabve
sem tapar,“ segir prófessorinn og
stjómmálaskýrandinn Masipula Sit-
hole í samtali við fréttamann
Reuters í Harare, höfuöborg
Simbabves.
„Simbabve tapar af því að deilt
verður um þessar kosningar heima
og heiman og þetta mun hafa víð-
tæk áhrif á pólitískt andrúmsloft og
efnahaginn."
Stjórnarerindreki frá Afríkuríki
sem hefur aðsetur í Pretoriu, höfuð-
borg Suður-Afríku, gengur jafnvel
lengra þegar hann metur neikvæö
áhrif kosningaúrslitanna.
„Þetta er sigur fyrir Mugabe og
stjómarflokk hans. En er þetta í
raun sigur fyrir þjóðina í
Simbabve? Fyrir Afríku? Ef Afríku-
riki leggja blessun sína yfir þessi
úrslit mun það leiða tO árekstra við
Vesturlönd. Þetta mun einangra
Afríkuríki og hræða í burtu fjárfest-
ingar sem mikil þörf er á. Afríku-
ríkin kunna að þurfa að endurskil-
greina tengsl sin viö Vesturlönd,"
segir stjómarerindrekinn sem vill
ekki láta nafns síns getið.
í bál og brand
Öryggissveitir Simbabves höfðu
þegar mikinn viðbúnað á miðviku-
dag, daginn sem úrslit kosninganna
voru tilkynnt, til að koma í veg fyr-
ir uppþot andstæðinga forsetans.
Tsvangirai hvatti stuðningsmenn
sína til að sýna stillingu og hét því
að reyna að fá úrslitunum hnekkt
fyrir dómstólum landsins. Þá sögðu
mannréttindasamtökin Amnesty
Intemational að hætta væri á að
stjómvöld létu til skarar skríða
gegn þeim sem þau teldu andstæð-
inga sína, þegar erlendir eftirlits-
menn væru famir úr landi.
Landvarnaráðherra Simbabves
gaf sosum tóninn í viðtali við rík-
isstjónvarpiö á miðvikudag þegar
hann sagði að stjórnvöld vissu um
ákveðna hópa sem væru tilbúnir að
hleypa öllu i bál og brand.
Hótanir forsetans
Masipula Sithole prófessor segir
að þrýstingur þjóða heims á
Simbabve muni fara vaxandi á
næstu mánuðum og að hann muni
aukast enn ef Mugabe lætur til skar-
ar skríða gegn andstæðingum sín-
um, eins og hann hefur hótað.
Mugabe sagði til dæmis i síðustu
viku að hann myndi sækja
Tsvangirai til saka fyrir landráö
„þegar kosningarnar væru frá“,
eins og hann orðaði það svo snyrti-
lega í hita kosningabaráttunnar.
Tsvangirai og aðrir háttsettir
leiðtogar MDC, eða Hreyfmgarinnar
fyrir lýðræðislegum breytingum,
hafa neitað öllum ásökunum stjórn-
valda um landráð og samsæri um að
ráða forsetanum bana.
Guölaugur
Bergmundsson
i Jpp blaöamaður
Erlent fréttaljós
„Mugabe hefur þegar komist upp
á kant við almenningsálitiö, bæði
heima og erlendis, vegna kosning-
anna og hann mun eiga yfir höfði
sér frekari refsiaðgerðir og meiri
einangrun ef hann heldur áfram á
þeirri braut ofsókna og kúgunar
sem hann hefur fylgt undanfama
tvo mánuði," segir Sithole.
Kannski sáttfúsari
Emmanuel Magade, lektor við
lögfræðideild háskólans í Simbabve,
segir Mugabe líklegan til að verða
sáttfúsari bæði heima og heiman en
hann hefur verið hingað til.
„Mugabe veit sem er að ef hann
heldur uppteknum hætti mun efna-
hagslíf landsins sigla í strand. Hann
veit að hann verður að milda af-
stöðu sína og breyta ákveðnum
hlutum," segir Magade, og bætir
við: „Ég held að í kjölfar kosning-
anna verði hann nægilega harður í
horn að taka til að koma á pólitisk-
um stöðugleika.“
Magade telur að Mugabe eigi ekki
annarra kosta völ en að friðmælast
við umheiminn vegna djúpstæðrar
efnahagskreppu sem hefur staðið yf-
ir í fjögur ár. Landið hafi einfald-
lega ekki efni á því að ástandið
versni frá því sem nú er.
Fréttaskýrandi breska útvarpsins
BBC segir að Mugabe kunni að leita
eftir samvinnu við stjómarandstæð-
inga i MDC, í stað þess að hundelta
þá, til að reyna að binda enda á hat-
rammar deilur þeirra í millum. Þær
hafa staðið Simbabve fyrir þrifum á
undanfórnum árum.
Það myndi þó koma verulega á
óvart, þó ekki nema vegna þess að
Mugabe hefur stimplað Tsvangirai
landráðamann.
Skæruliði hinna hugsandi
En Mugabe hefur áður rétt fram
sáttahönd til óvina sinna. Það gerði
hann þegar hvítu minnihlutastjórn-
inni í Ródesíu, eins og Simbabve
hét áður, var bolað frá í kosningum
árið 1980, eftir nokkurra ára skæru-
hernað.
Á sjöunda áratug tuttugustu ald-
arinnar var Mugabe þekktur meðal
frjálslyndisaíla á Vesturlöndum
sem „skæruliöi hins hugsandi
manns". Hann var dæmdur til tíu
ára fangelsisvistar árið 1964 fyrir
baráttu sína gegn hvítu minnihluta-
stjórninni. Skæruhernaður gegn
stjórnvöldum hófst svo árið 1972.
Bresk stjómvöld, sem voru ný-
lenduherrar i Ródesíu, boðuðu til
ráðstefnu allra flokka árið 1979, eft-
ir að bardagar skæruliða og stjóm-
arhersins höfðu harðnað mjög. Þar
var samið um frið og um nýja
stjórnarskrá fyrir sjálfstætt
Simbabve. Flokkur Mugabes bar
svo sigur úr býtum í kosningunum
árið eftir og þessi fyrrum marxíski
skæruliði tók við embætti forsætis-
ráöherra.
Mugabe breytti stjómarskránni
árið 1987, lagði niður stöðu forsætis-
ráðherra og gerði sjálfan sig í stað-
inn að forseta landsins. Allar götur
síðan hafa einræðistilburðir hans
færst í aukana.
„Mugabe virðist heldur betur
hafa klikkast,“ sagði Desmond
Tutu, erkibiskup frá Suður-Afríku, í
janúarmánuði síðastliðnum, í að-
draganda kosninganna.
„Þegar maður virðir lögin að
vettugi, þegar maður leyfir ekkert
andóf og beitir ofbeldi til að þagga
niður í gagnrýnisröddum er maður
kominn á hála braut í átt að harð-
stjórn," sagði Desmond Tutu erki-
biskup.
Menntafrömuðurinn mikli
Robert Gabriel Mugabe, fæddur
21. febrúar 1924, er hámenntaður
maður og hann hefur ávallt lagt
mikla áherslu á menntamál i stjóm-
artíð sinni. Árangurinn er sá að
læsi er hvergi útbreiddara í gjörv-
allri Afríku. Talið er að 85 prósent
þjóðarinnar kunni að lesa og draga
tn stafs.
Mugabe segist vera sanntrúaður
kaþólikki og fyrir kemur að hann
sæki messu í kaþólsku dómkirkj-
unni í Harare, með tUheyrandi ör-
yggisgæslu og umstangi.
Kaþólsk trú hans kom þó ekki í
veg fyrir að hann héldi við ungan
ritara sinn og ætti með henni tvö
börn á sama tíma og eiginkona
hans, Sally, sem naut mikUlar lýð-
hylli, lá banaleguna, fársjúk af
krabbameini.
Mugabe og ritarinn Grace, sem
nú er eiginkona forsetans, eignuð-
ust svo þriðja barnið, sem hlaut
nafnið Chatunga, fyrir fimm árum.
Margir íbúar Simbabves, og fleiri
ef út í það er farið, velta þvi fyrir
sér hvers vegna i ósköpunum Muga-
be sé að þessu brölti, orðinn 78 ára
gamaU og búinn að standa í eldlín-
unni í öU þessi ár, í stað þess að
draga sig í hlé og verja meiri tíma
með ungri eiginkonu sinni og börn-
um. En Mugabe er stoltur maður og
hann telur að „byltingunni" sem
hann stóð fyrir sé ekki enn lokið.
Fyrr mun hann ekki fara frá. Svo er
líka seigt í karlinum. Grace segir að
hann fari á fætur klukkan fjögur á
hverjum morgni og byrji daginn á
því að gera leikfimiæfmgar. Því er
ekki útUokað að íbúar Simbabves
þurfi að sitja uppi með Mugabe 1 sex
ár til viðbótar.
Byggt á efni frá Reuters og BBC.
REUTER-MYND
Lætur ekki deigan síga
Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórn-
arandstööunnar í Simbave, segist
ætla aö fá dómstóla í landinu til
aö hnekkja úrslitum forsetakosn-
inganna um síöustu helgi. Hann
vísar á bug ásökunum forsetans
um landráö og morösamsæri.
Erlendar fréttir vikunn:
Mugabe endurkjörinn
Robert Mugabe,
forseti Simbabve,
tryggði sér sex ár
tU viðbótar á valda-
stóli þegar hann
vann yfirburðasig-
ur í vafasömum
forsetakosningun-
um sem fram fóru um helgina.
Stjómarandstæðingar köUuðu kosn-
ingaúrslitin „rán um hábjartan
dag“ og leiðtogar erlendra ríkja
gagnrýndu niðurstöðuna harðlega.
Minningarathöfn í NY
Bandaríkjamenn minntust þess á
mánudaginn að hálft ár var liðið frá
hryðjuverkaárásunum á New York
og Pentagon þann 11. september sl.
Aðalathöfnin var í New York, þar
sem kveikt var á öflugum ljósköst-
urum sem mynduðu tvær geislasúl-
ur sem lýsa hátt tU himins frá
„Svæði 0“ sem tákn um Tvíbura-
turnana sem þar stóðu áður. Þá var
afhjúpað stórt kúlulaga listaverk tU
minningar um þá fjölmörgu sem
létu lífið en listaverkið stóð áður í
gosbrunni framan við tumana.
Ferðabanni aflétt
Ariel Sharon, for-
sætisráðherra ísra-
els, tilkynnti um
siðustu helgi að
hannværi tUbúinn
að létta ferðabann-
inu af Yasser Ara-
fat, leiðtoga Palest-
ínumanna, en hann hefur undanfarið
setið i gíslingu í höfuðstöðvum sínum
í bænum RamaUah.
„Arafat hefur nú loksins farið að
kröfum mínum um að handtaka
meinta moröinga Rehavams Zeevis,
fyrrum ferðamálaráðherra, og því
stend ég við mitt loforð um að aUétta
ferðabanninu," sagði Sharon.
Leyniskýrsla lak út
Bandaríska dagblaðið LA Times
sagði frá því að bandarísk stjómvöld
hefðu fyrirskipað ráðuneyti varnar-
mála í Pentagon að undirbúa áætlan-
ir um hugsanlegar kjamorkuárásir á
sjö þjóðir. Vitnað er í leyniskýrslu
ráðuneytisins frá því í byrjun árs þar
sem Kína, Rússland, írak, Norður-
Kórea, íran, Líbýa og Sýrland eru
nefnd sem hugsanleg skotmörk.
Colin PoweU, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að skýrslan,
sem gagnrýnd hefur verið harðlega
víða um heim, væri aðems hug-
myndalegs eðlis og aUs ekki hluti af
stefnu eða áætiunum stjómvalda.
Áframhaldandi
Samkvæmt ný-
legri skoðanakönn-
um heldur fylgi
norska Verka-
mannaflokksins
áfram að hrapa og er
nú í fyrsta skipti
komið niður fyrir
15% sem er það
flokkurinn hefur mælst með frá
upphafi. Þar með hefur fýlgi hans
hrapað um 11,9 prósent frá því í
þingkosningunum í haust og er hann
nú aðeins fjórði stærsti flokkurinn í
Noregi. Framfaraflokkur Hagens
mælist eins og siðast stærsti flokkur
landsins en hann fór upp um 3,1 pró-
sent frá því í febrúar og er nú með um
24 prósenta fylgi en Hægri flokkurinn,
sem er í öðru sætinu, fór niður um 1,6
prósent og er með 21,6 prósenta fylgi.
Öryggisráðið ályktar
Öryggisráð SÞ samþykkti í vikunni
ályktun að frumkvæði Bandaríkja-
manna um að öllum hernaðaraðgerð-
um yrði strax hætt á átakasvæðunum
fyrir botni Miðjarðarhafs eftir að
ísraselsmenn hófu á mánudaginn
viðamestu hernaðaraðgerðir á heima-
stjórnarsvæði Palestínumanna í heila
tvo áratugi eða frá innrás þeirra í
Líbanon árið 1982. Ályktunin, sem
einnig innihélt áætianir um viður-
kenningu á ríki Palestínumanna, var
samþykkt daginn fyrir brottfór An-
tonys Zinnis tti óróasvæðisins, þar
sem hann gerir þriðju ttiraun tti að
kom á friði, nú í kjölfar blóðugustu
daga ófriðarins frá því hann hófst
fyrir sautján mánuðum.
fylgishrun
minnsta sem