Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 Helgarblað DV Frægasta afkvæmiö Mary Shelley er nokkurs konar móöir Frankensteins. Höfundur Frankensteins fróðleiksfús og lætur ekki deigan síga, hvað svo sem hún tekur sér fyrir hend- ur.“ Frankenstein verð- ur til Mary var sextán ára þegar faðir hennar kynnti hana fyrir skáldsnillingn- um Percy Shelly sem þá var tvítugur. Mary og Shelley urðu fljótlega ást- fangin. Shelley bjó yfir miklum persónutöfnun og var hrifnæmur eldhugi sem bjó ekki yfir votti af sjálfsaga. Shelley var giftur og átti böm. Ef heimspeking- urinn William Godwin hefði verið samkvæmur sjálfum sér hefði hann, sem í ritum sinum talaði máli frjálsra ásta, átt að leggja blessun sfna yfir samband dóttur sinnar og skáldsins því það byggð- ist á heitum tilfinningum. Hann dró hins vegar hvergi dul á andstööu sína, þrátt fyrir að kunna vel við Shelley. í júlímánuði stmku Mary og Shelley saman til Swiss. Síðar settust þau að á Ítalíu. Mary fæddi dóttur sem lést tveggja vikna gömul. Mary tók dauða hennar afar næmi sér, dreymdi hana sífellt og gat vart um annað hugsað en missi sinn. Hún tók þó gleði sína þeg- ar hún fæddi soninn William sem hún unni ákaflega og þótti snemma mannvænlegur. Kvöld eitt þegar Shelley-hjónin vom í heimsókn hjá skáldinu Mary Shelley var einungis nítján ára þegar hún skrifaði sig inn í bókmenntasöguna með hinni frum- legu og hrollvekjandi skáldsögu um Frankenstein og skrímsli hans. Móðir Mary Shelley var Mary Wollstonecraft, stór- gáfuð og ötul kvenréttindakona og höfundur Vind- ication of the Rights of Women sem er merk bók um kvenfrelsi og kom út árið 1792. Mary giftist heimspek- ingnum William Godwin sem var á sínum tíma gífur- lega áhrifamikill heimspekingur. Hugmyndir hans voru í grófum dráttum þær að maðurinn væri í eðli sínu góður en lög, reglugerðir og stofhanir væru af hinu illa og þvi ættu menn að stefna að því að lifa án þeirra og með skynsemina að leiðarljósi. Hjónaband Mary Wollstonecraft og William God- wins var hamingjuríkt en ekki langt því Mary lést tíu dögum eftir að hafa fætt dóttur sem fékk nafn hennar. Godwin syrgði konu sína mjög og skrifaði minning- arbók um hana. Hann kvæntist á ný fjórum árum eft- ir lát hennar. Mary fyrirleit stjúpu sína, sem þótti vit- grönn kona, en dýrkaði fóður sinn og sagði seinna að hann hefði verið guð sinn. Faðir hennar lýsti henni svo í bréfi til vinar síns: „Hún er einstaklega framhleypin, jafnvel hrokafull, og mjög hugmyndarik. Hún er afar Byron barst talið að hinu yfímáttúrulega. Byron stakk upp á því að hvert þeirra um sig skrifaði draugasögu. Mary skrifaði , söguna um Frankenstein og skapaði j um leið frægasta skrímsli sögunnar. j Það er útbreiddur misskilningur að I skrimslið í sögunni heiti Franken- ' stein en svo er ekki, það er skapari þess sem ber nafnið Victor Franken- stein. Skáldsagan kom út árið 1818 und- ir nafnleynd og varð metsölubók. Al- mennt var álitið að verkið væri eftir karl mann. Walter Scott sem skrifaði mjög já- kvæðan dóm um verkið og taldi Shelley vera höfundinn. Nokkrir ritdómarar hneyksluðust á bókinni sem þeim þótti siðspillandi, hrottaleg og beinlfnis and- styggileg. Mary skrifaði alls sex skáldsögur. Eng- in þeirra hefur náð viðlíka vinsældum og Frankenstein. Segja má að sú bók hafi forðað Mary frá þeim örlögum að vera einungis minnst í sögunni sem dóttir God- wins og eiginkona Shelleys. Skáldsaga Ekkjan unga Mary Shelley, höfundur hinnar hugmyndaríku sögu um Frankenstein. Hún var eiginkona eins ástsælasta skálds Englendinga, Percy Shelleys, og varö ekkja tuttugu og fjögurra ára gömul og haföi misst þrjú börn. Mary, The Last Man, þykir þó einnig áhrifarík hroll- vekja. Þar segir frá drepsótt sem er svo skæð að í lok- in er einungis ein mannvera á lífi. Óbærileg áföll í desembermánuði, sama ár og Mary var að skrifa Frankenstein, fyrirfór eiginkona Shelleys sér. Mary og Shelley giftust tveimur vikum eftir lát hennar. Shelley sótti um forræði yfir bömum sínum en fékk ekki þar sem hann þótti óhæfur faðir. Sú niðurstaða varð hjón- unum mikið áfall en fleiri og alvarlegri áfóll áttu eftir að dynja yfir. Mary fæddi dóttur sem lést þriggja vikna gömul. Níu mánuðum siðar veiktist William sonur þeirra Shelleys og lést þriggja ára gamall. Mary varð örvita af sorg og ástand hennar var beinlínis sjúklegt. Fjöl- skylda hennar og vinir fengu ekkert að gert. Faðir hennar skrifaði henni bréf og sagði: „Mundu að þótt þeir sem standa þér næst muni í byrjun vera fullir meðaumkunar vegna ástands þíns, þá munu þeir, þeg- ar þeir sjá þig festast í sjálfselsku og skeytingarlausa um hag annarra, hætta að unna þér og varla umbera þig-“ Þetta er harðort bréf miðað við að Mary hafði misst son sem hún hafði elskað ofurheitt. En faðir hennar sá sennilega enga aðra leið til að leiðbeina henni. Gleðiat- burður varð i lífi hennar þegar hún fæddi soninn Percy. Gleðin vegna fæðingar hans dofnaði hins vegar næsta ár þegar hún missti fóstur. Mary kynntist síðan sorginni á ný þegar eiginmaður hennar drukknaði í júlímánuði 1822. Þunglyndi Mary vegna dauða bama þeirrá hafði markað hjónabandið og Mary tók nú að trúa því að hún hefði bmgðist eiginmanni sínum. Hún fylltist djúpri sektarkennd. Hún hafði aldrei borið mót- læti vel og nú dekraði hún við sorg sína. Hún var tutt- ugu og fjögurra ára ekkja sem hafði misst þrjú böm. Nístandi einmanaleiki Hún flutti frá Ítalíu til Englands, helgaði sig uppeldi sonar síns, sinnti ritstörfum og lagði sig eftir því að skapa ljóma um nafn eiginmanns sins. Hún var ekki hamingjusöm og skrifaði í dagbók sína: „Faðir minn lagði ríkt á við mig að verða mikilhæf og góð. Shelley ítrekaði það. En Shelley dó og ég var ein. Vináttuleysi mitt, ótti minn við að verða framhleypin og tregi við að koma mér á framfæri, nema einhver væri til að leiða mig, láta sér þykja vænt um mig og styðja mig - allt þetta hefur gert það að verkum að ég bý við einmana- leika sem mér finnst engin önnur manneskja hafa kynnst - fyrir utan Róbinson Krúsó.“ Hún óskaði þess að sonur þeirra Shelleys, Percy, yrði annar Shelley og leitaði snill- ingsins i honum en fann ekki. í Percy bjó ekki vottur af ímyndunarafli eða skáldlegri hugsun. Honum datt aldrei neitt frumlegt í hug. Hann var rólynd- ur, vingjarnlegur og jarðbundinn mað- ur sem var aldrei til vandræða. Percy reyndist móður sirrni vel og síðustu árin sem hún lifði bjó hún á heimili hans og eiginkonu hans Jane. Jane var mikill aðdáandi Shellys og gerði herbergi á heimili þeirra hjóna að eins konar minnisvarða um hann. Allir sem þar komu inn urðu að taka ofan i minningu skáldsins. Reyndar var slík lotning talin sjálfsögð i hópi þeirra sem þekkt höfðu Shelley. Ein vinkona Mary og Shelleys frá æskuárum þeirra hafði þann sið að hneigja sig í hvert sinn sem einhver nefhdi nafn Shelleys. „Hann var ekki maður, hann var andi,“ sagði hún. Árið 1851 fékk Mary með stuttu milli- bili nokkur hjartaáfóll sem lömuðu hana. Hún lést fimmtíu og þriggja ára gömul. ALLAR BÆKUR 1. SÁLMABÓK, ymsir höfundar 2. ÍSLENSK ORÐABÓK, Árni Böðvarsson ritstyrði 3. AF BESTU LYST I, Guðrún Agnars- dóttlr, Guðmundur Þorgeirsson o. fL 4. MÝRIN eftir Arnald Indriðason 5. DAUÐARÓSIR eftir Arnald Ind- riðason 6. FEGRAÐU LÍF ÞITT eftir Victoriu Moran 7. HRINGADRÓTTINSSAGA I eftir J.R.R, Tolkien 8. LITLA HVÍTA LÉTTA SKÝIÐ, Teletubbies 9. STUBBABRAUÐTURNINN, Tele- tubbies 10. HARRY POTTER OG LEYNIKLEFINN eftir J.K. Rowling SKÁLDSÖGUR______________ 1. SÁLMABÓK, ymsir höfundar 2. MÝRIN eftir Arnald Indriðason 3. DAUÐARÓSIR eftir Arnald Ind- riðason 4. HRINGADRÓTTINSSAGA I eftir J.R.R. Tolkien 5. HRINGADRÓTTINSSAGA 2 eftir J.R.R. Tolkien 6. NAPÓLEONSSKJÖLIN eftir Arnald Indriðason 7. ÚNGFRÚIN GÓÐA OG HÚSIÐ eftir Halldór Laxness 8. ÓVINAFAGNAÐUR eftir Einar Kárason 9. HRINGADRÓTTINSSAGA 3 eftir J.R.R. Tolkien 10. ILMURINN eftir Patrick Suskind Listinn er byggður á sölu í bókaverslunum Ey- mundssonar 7. mars - 13. mars 2002. ERLENDAR KIUUR 1. A PAINTED HOUSE eftir John Grisham 2.1ST TO DIE eftir James Patterson 3. FINAL TARGET eftir Ann-Marie MacDonald 4. FALL ON YOUR KNEES eftir Ann- Marie MacDonald 5. LONE EAGLE eftir Danielle Steel Listinn er frá New York Times Ljóð vikunnar Og Ijóð handa þér - eftir ísak Haröarson Hafði mest fyrir Ódysseifi Egill Helgason stjórnmálaskýrandi segir frá uppáhaldsbókinni sinni Sértu leið yfir því að ég hafi ekkl ort tilþín ástarljóð. vil ég aðeins benda þér á. að ást mín á þér hefur aldrei rúmast á pappir. En ég get alveg skrifað, að ég hef oft hugsað um, hvernig það vœri ef þú vœrír ekkl hjá mér: Myrkrlð, sem við reynum að eyða með daufum týrum - Óttinn, sem við reynum að fela með fölum brosum - m. sem vlð reynum að llfa afgömlum vana - en aldrel til enda. Ég hef aldrel hugsað það til enda, heldur beint huganum að núlnu til að þurfa ekkl að horfast í augu við ísak Haröarson er fæddur öriö 1956 og er meö merkustu skáldum íslensks samtíma. Ljóöiö Og Ijóö handa þér birtist í Ræflatestamentinu sem kom út hjá Máli og menningu áriö 1984. Ég hef lítið verið fyrir að lesa bækur aftur og aftur og ég hef ekki stundað það að halda sérstaklega upp á höfunda. Þegar ég var ung- lingu£ var mikið verið að bendla mig við T.S. Eliot sökum þess að ég hafði gert fifldjarfa til- raun til aö þýða kvæði hans, The Waste Land. Ég hef ekki lesið neitt eftir Eliot í tutt- ugu ár en bý samt að því að hafa kynnt mér hann, enda er að finna í verkum hans lykil að fróðleik um ýmis efni. Guðni Guðmunds- son rektor hélt því fram að ég hefði dottið út úr MR vegna Eliots. Sjálfsagt er eðlilegt að ég nefni þá bók sem ég haföi mest fyrir að lesa. Þaö er Ódysseifur eftir James Joyce sem ég þrælaði mér í gegn- um sumarið og haustið 1998. Ég kláraði lest- urinn suður í Grikklandi og var þá búinn að lesa hana einu sinni nokkuð hratt, svona til að kynnast verkinu. Því næst las ég hana löt- urhægt, með hjálp uppflettirita, tU að fatta allar tUvísanir, og siðan las ég hana í þriöja skiptið - tU að fá yfirsýn. Þaö sem kom mér mest á óvart er hvað bókin er fyndin. Hún er uppfuU af skopstælingum og aUs kyns stráks- skap. Joyce bar varla virðingu fyrir neinu - sem er mikiU kostur i fari rithöfundar - allra síst smáþjóðarrembunni sem var að fara með íra á þeim árum og er held ég enn. Hann fylgdi því ágæta mottói landa síns, Brendans Behans, að höfuðskylda hvers rithöfundar væri að svíkja þjóð sína. Það var varla fyrr en Guðbergur kom fram að hin óbærUega þjóðremba Islendinga fór að fá á baukinn. Ég hef dáðst að Sigurði A. Magnússyni fyr- ir að hafa þýtt þessa mUdu bók. Það eru reyndar áhöld um hvort þaö er yfirleitt hægt eða þjónar tUgangi en þrekmaðurinn Sigurð- ur gerir þetta býsna vel. Mér fannst ágætt að geta flett upp í þýðingunni hans meðan ég var að brjóta mig í gegnum texta Joyce. Svo langar mig tU að nefna eina bók af því við lifum á tímum þegar herbrjálæðingar eru enn einu sinni famir að vaða uppi. Þetta er Góði dátinn Svejk. Við íslendingar erum frá- bær þjóð að þvi leyti að við fyrirlítum aUt sem tengist hemaði. Að því leyti erum við anarkistar eins og Hasek, höfundur bókar- innar. En það verður aldrei nógsamlega áréttað hvað hermennska er haUærisleg. Svejk túlkar þetta betur en aðrar sögur og því er þetta nauðsynleg og tímabær bók. Hin frábæra þýðing Karls ísfeld var lengi ófáan- leg en nú er búið að prenta hana aftur. Raun- ar er langt síðan ég las bókina en hef stund- um verið að hlýða á Gísla HaUdórsson lesa hana á hljóðsnældum. Það er óborganlegur flutningur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.