Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 Helgarblað DV DV-MYND GVA Sextán og fjórtán hlaupa menn Þeir Pétur Frantzson, til hægri (14 maraþon), og Gísli Ásgeirsson (16 maraþon) eru formaöur og ritari Félags maraþonhlauþara sem stendur fyrir Laxnesmaraþoni frá í túninu heima og aö Paradísarheimt. Fyrsta Laxneshlaupið á íslandi: Hlaupið úr túninu heima Það er ekki á allra færi að hlaupa maraþonhlaup. Maraþon er 42 kíló- metrar 195 metrar og um þessar mundir eru 429 íslendingar sem hafa lagt þessa þrekraun aö baki. Margir einu sinni, sumir oftar en einu sinni og sumir mjög oft. Það mun vera Eiöur Aðalgeirsson sem hefur oftast allra Islendinga lokið maraþonhlaupi, hann hefur 34 hlaup að baki en Bryndís Svavars- dóttir nálgast toppinn óðfluga með 33 hlaup. Allir sem hafa lokið mara- þoni I nokkur ár hefur starfað meðal hlaupara á íslandi félag sem heitir einfaldlega Félag maraþonhlaupara, skammstafað FM. Það heldur úti öílugri og lifandi heimasíðu með virkum tengslum við fjölmargra hlaupahópa. Það stendur fyrir ýms- um óvenjulegum hlaupum og held- ur nákvæma skrá um alla íslend- inga sem hafa lokið þessu erfiða verkefni. DV settist niður á kafFihúsi með formanni félagsins frá upphafi, Pétri Frantzsyni, og ritara félagsins og umsjónarmanni heimasíðunnar, Gísla Ásgeirssyni. Pétur hefur hlaupið 14 maraþon en Gísli 16. Þeir félagar eru kampakátir og segja blaðamanni alls konar trölla- sögur af hlaupum og hlaupastarfi. Það er inntökuskilyrði í Félag maraþonhlaupara að hafa lokið aö minnsta kosti einu löglegu heilu maraþoni og þýðir lítt að bera upp tvö hálf maraþon eða einhverja búta. „Við teljum að í félaginu séu allir íslendingar sem hafa lokið mara- þoni,“ segir Gísli ritari sem segir að vefsiða félagsins fái oft meira en 100 heimsóknir á dag sem beri áhuga fé- laganna fagurt vitni. Gamall þriggja pakka maður þjálíar Pétur er um þessar mundir þjálf- ari í hlaupahópi Námsflokka Reykjavíkur en þar kynntist hann einmitt maraþonhlaupum fyrir rúmum 10 árum þegar hópurinn fékk aðstöðu í Miðbæjarskólanum þar sem Pétur var húsvörður. Þá reykti Pétur þrjá pakka af sígarett- um dag hvem og hugði sig lítt til hlaupa fallinn en ákvað um síðir að snúa sér að þessu sérstæða áhuga- máli og er sagt að hann hafi þjálfað fleiri til fyrsta maraþonhlaups en nokkur annar. Félag maraþonhlaupara hefur fitj- að upp á ýmissi nýbreytni i hlaupa- heiminum, efnt til nýrra hlaupa, s.s. vetrarmaraþons á hverju ári i nokkur ár, sólstöðuhlaup er farið 21. desem- ber ár hvert og hlaupið frá sólarupp- rás til sólarlags sem eru rúmir fjórir tímar. Félagið hefur komið að svokölluðu þingstaðahlaupi þar sem hlaupið er frá Þingvöllum á Austur- vöO og yfir vetrarmánuðina taka margir þátt í svonefndu Aquarius- hlaupi sem er ávallt annan þriðjudag í hverjum mánuði. Greiddi óvart árgjald Ekki er starfsemi félagsins hugs- uð sem mikil fjárplógsstarfsemi og þátttökugjöldum í öllum hlaupum stillt 1 hóf og öll störf unnin í sjáif- boðavinnu. Engin árgjöld eru í fé- laginu en þeir félagar segja að eitt sinn hafi manni veriö endurgreitt árgjald sem hafði greitt það I mis- gripum af því hann hélt að þannig væri það í öllum félögum. Þrátt fyr- ir þetta á félagið fjölbreyttan búnað af ýmsu tagi til hlaupastarfa, svo sem tímatökubúnað af fjölbreyttri gerð, brautarkeilur og sjóði digra til frekari afreka. Að boða fagnaðarerindi En hver skyldi vera tilgangur fé- lagsins. Er ekki nóg fyrir fólk að hlaupa? Þarf það að vera í félagi um það? „Tilgangur félagsins er að fjölga þeim sem hafa hlaupið maraþon, boða fagnaðarerindið. Þessu mark- miði hefur félagið náð með því að halda tvö maraþonhlaup á ári og standa að auki fyrir hinum og þess- um langhlaupum. Auk þess með nefndri vefsíðu og góðum tengslum við grasrótina í hlaupaheiminum," segir ritarinn, alvarlegur á svip. Hin raunverulega grasrót hlaupa- heimsins er í hinum fjölmörgu hlaupahópum sem starfa viðs vegar um bæinn og þar fá nýliðar hvatn- ingu, fræðslu og þær leiðbeiningar sem nauðsynlegar eru til að stunda hlaup. Óþarft er að taka fram aö mýmargir skokka fyrst og fremst sér til ánægju og heilsubótar og hafa engan sérstakan metnað til þess að ljúka maraþonhlaupi. For- maður og ritari eru þó sammála um að hlaupahópar veiti félagslegt að- hald og hvatningu á þessu sviði og séu þannig til þess failnir að fjölga í félagi þeirra. Hlaupið í minningu skálds Marsmaraþon Félags maraþon- hlaupara fer fram 23. mars næstkom- andi og er með nokkuð óvenjulegu sniði. Að þessu sinni er það kennt við Halldór Kiljan Laxness, sem hefði orðið 100 ára í apríl næstkomandi hefði hann lifað, og kallað Lax- nesmaraþonið. Hlaupið hefst eins og kannski má gera ráð fyrir i túnfætin- um í Gljúfrasteiní og hefur sá áfangi verið nefndur I túninu heima. Þar verða keppendur ræstir með sérstöku forgjafarsniði sem aðeins tíðkast í hlaupum hjá Félagi mara- þonhlaupa. Það þýðir að þeir sem hlaupa hægar eru ræstir fyrr en þeir spretthörðustu seinastir. Þetta þýðir hins vegar að allir keppendur koma í mark á sama hálftímanum og verður fyrir vikið mun skemmtilegri stemn- ing i hlaupinu. „Þama fær enginn þá tilfinningu að starfsfólkið sé orðið leitt á að bíða þegar hann loksins kemur í mark. I svona hlaupum verða þeir síðustu stundum fyrstir og þeir fyrstu stund- um síðastir," segir Gísli ritari. Frá Atómstöð að Paradísarheimt I virðingarskyni við skáldið sem hlaupið er kennt við hafa allar drykkjarstöðvar á leiðinni verið nefndar með vísan í verk hans. Við Korpu verða tveir starfsmenn og heitir þar Innansveitarkronika. Á Listaverkahæð í Grafarvogi verður starfsmaður við leiðsögn yfir um- ferðargötu. Hann er Bam náttúr- unnar. Við Olís-stöðina í Grafarvogi er Brekkukotsannáll og niðri í Elliða- árdal í Elliðaárhólma er Atómstöð- in þar sem er drykkjarstöö og gæsla. Hlaupaleiðin liggur síðan út á Ægissíðu þar sem snúið er við og endað í marki í Laugardal. Á Æg- issíöu er Vettvángur dagsins og lokamarkið i Laugardal heitir síð- an Paradísarheimt. Ekki má heldur gleyma drykkjarstöðinni sem heitir Sjálfstætt fólk. Það kemur kannski ekki á óvart að Vaka-Helgafell, sem gefur út verk skáldsins, hefur af rausnar- skap gefiö verðlaun og það kemur heldur ekki á óvart að verðlaunin eru bækur Halldórs KOjans. Sigur- vegarar í karlaflokki fá Sjálfstætt fólk en i kvennaflokki er Salka Valka í verðlaun. Verðlaun í for- gjafarflokki em ungur ég var fyrir karla og Snæfríður íslandssól fyrir konur. Er þetta einsdæmi í heiminum? Það kemur í ijós við umræður að þótt forsvarsmenn félagsins séu sjófróðir um skipulag slíkra hlaupa víðs vegar í heiminum er þeim ekki kunnugt um neina hlið- stæðu við Laxneshlaupið þar sem hlaupið er heilt maraþon. Þó er vit- að um hlaup sem reglulega fer fram i Dublin á írlandi og er kennt við James Joyce, frægasta rithöf- und íra. Þar er gengið svo langt að meðfram hlaupaleiðinni mun vera lesið í síbylju úr verkum höfundar. „Eftir því sem við komumst næst þá er þar um að ræða tíu kíló- metra hlaup þannig að þetta mara- þonhlaup gæti verið það eina í heiminum með þessu þema,“ segir formaðurinn. Stöðugt fleiri til útlanda íslendingar hafa hlaupið mara- þon á heimavelli i á annan áratug en það færist stöðugt í vöxt að hlaupahópar taki sig saman og reisi til útlanda og taki þar þátt í frægum maraþonhlaupum. Gísli og Pétur vita að 12 íslendingar munu taka þátt í Bostonmaraþonhlaupinu 16. apríl. „Þetta er elsta maraþonhlaup heims og það þarf að ná ákveðnum lágmarkstíma til að fá að taka þátt því aðeins 16 þúsund manns fá að taka þátt,“ segir Pétur formaður og er nettánægður því hann er sjálfur í þessum hópi. Umrætt hlaup var fyrst hlaupið 1897 en til gamans má geta þess að konur fengu ekki leyfi til aö taka þátt í því fyrr en 1972. I ár verða næstum jafpmargar konur og karlar sem hlaupa í Boston sem segir sina sögu um breytta tima. Londonmaraþonið er 15. apríl og þar er opin þátttaka og yfirleitt um 40 þúsund þátttakendur og þangaö ætlar að þessu sinni hópur sem tel- ur nokkra tugi og einnig fara all- margir til Stokkhólms í sömu er- indagjörðum. Það veit enginn nákvæmlega hvaö það er langt síðan að Fippídes hijóp frá Maraþon til Aþenu til þess að flytja mönnum fréttir af sigri Aþ- eninga í orrustu mikilli og hneig dauður niður að loknum fréttaflutn- ingi, segir sagan. Við þessa leið er maraþonhlaupiö miðað. Hitt er ljóst að andi Fippídesar lifir enn og læri- sveinar hans eru bæði margir og sporléttir. Vefslóð félagsins er: www.ismennt,is/not/gisasg PÁÁ ria@ísmennt.is Umsjón Ragnar ingi ÆA Aðalsteinsson m Höfuðstafir Þegar fjöllin faömar vorið f jöllin ljóma, vonin angar I þessum þætti ætia ég að byrja á því að kynna til sögunnar bragarhátt sem sumir hafa kallað „krosshendu". Hátturinn er afar erfiður eins og sjá má. Vísumar em eftir Ósk Þorkels- dóttur, hún kallar þær Vorvísur: Þegar fjöllin faömar voriö fjöllin Ijóma, vonin angar, faömar vonin viökvœmt sporiö, voriö angar, sporiö fangar. Léttum fótum fetar sporið, fótum litlum, spölinn nemur, fetar spölinn, spannar þoriö, sporiö nemur, þoriö kemur. Hér eru braglínurnar með þeim ólík- indum að þær má lesa niður eftir vis- unni. Fyrsta braglína liggur niður eft- ir 1. kveðu allra línanna, 2. braglína liggur niður eftir 2. kveðu o.s.frv. Ég hef ekki náð í nema þessar tvær vís- ur undir þessum hætti, enda ekki við þvi að búast að mikið sé ort af svona vísum. Allir kannast við það þegar hagyrð- ingar fela vísur sínar í venjulegu tal- máli svo að lesandinn tekur ekki eft- ir því að það sem hann les sé bundið mál. Ég rakst nýlega á tvær slíkar vísur eftir Hallmund Kristinsson. Ég skipti þeim ekki í braglínur heldur set þær hér upp eins og venja er með þennan kveðskap, þ.e. eins og óbund- ið mál og læt lesendum eftir að finna út hvar braglínuskiptingin er. Fyrri vísan er þannig: Þegar vísa þekkist ekki þá er spurning hvort rímió einhvern blekki - og þá hvurn. Þetta er hárrétt gerð vísa ef rétt er skipt og ég gef þá vísbendingu að einu orðinu þarf að skipta í tvennt. Bragarhátturinn er dverghent. Seinni vísan er þannig: Eflaust þykir öörum best ein frá mér sem er svo dulin aö hún sést ekki hér. Þessi vísa er líka undir dverghendum hætti þó að vanti reyndar forliðina í 2. og 4. braglínu til að hrynjandin verði eins og dverghendan krefst. En engu að síður er hún bragfræðilega rétt þegar skipt hefur verið í braglín- ur og áherslur em við hæfi. Næst skoðum við vel heppnaða þýð- ingu á brunavísu eftir Svíann Hans Alfredsson. Sænska gerðin er þannig: Det hánde í lystgárde Eden Att Evafick se den, och gned den Adam vad harjag gjort Oh, den váxer sá fort Det ár nágot underligt meö den. Bjöm Ingólfsson snaraði þessu yfir á frónsku: Þaó var eitt sinn í Edens garöi aö Eva varð hrœdd og staróv Ó, ástvinur minn, hví er manndómur þinn eiris og melgrasskúfurinn haröi. Og af því að minnst er á melgrasskúf- inn harða; Egill Jónasson á Húsavík orti í byrjun verslunarmannahelgar: Þegar œskan ástarfund á í Vonarskaröi, strokinn veröur mjúkri mund melgrasskúfurinn harði Að lokum víkjum við aftur að hagyrð- ingamóti á Akranesi 1. mars sl. Þar var um það rætt að Hjálmar Frey- steinsson, sem er fæddur Mývetning- ur, væri heldur lítill á lofti miðað við uppruna sinn. Þórdís Sigurbjörns- dóttir í Hrísum orti: Hjálmar telst ágœti hagyröinga, hceöist aö fólki um alla jörö, en náöi ekki montstaöli Mývetninga og mælist tœpur við Eyjafjörö. Á þessu móti voru vísnasmiðir spurðir að því hvað gæti helst fengið þá til að hætta að yrkja. Fyrmefhdur Hjálmar svaraði því á þessa leið: Á mér stœöi ekki baun aó enda ferilinn, ef égfengi eftirlaun á viö Þórarin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.