Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 16. MARS 2002
Helgarblað
DV
a matseðlinum
- Grimms-bræður lifna við í Kópavogi
Ágústa Skúladóttir leikstjóri
Hún setti saman mikla ævintýrasýningu meö Leikfélagi Kópavogs og byggöi á arfleiö Grimms-bræöranna þýsku
sem alltaf á jafnsterkan hljómgrunn í hjörtum barna og fulloröinna.
Börn
Grimms-ævintýri eru safn ævin-
týra og flökkusagna sem tveir þýsk-
ir bræður söfnuðu á fyrri hluta nítj-
ándu aldar og björguðu frá
gleymsku. Þeir hétu Jakob Ludwig
Carl Grimm og Wilhelm Carl
Grimm og voru sá elsti og næstelsti
af níu börnum foreldra sinna sem
varð langra lífdaga auðið. Elsti
bróðir þeirra og faðir létust báðir
meðan Grimms-bræðumir voru í
háskóla þar sem þeir lögðu báðir
stund á lögfræði. Þá tóku bræðum-
ir að sér það hlutverk að sjá fjöl-
skyldunni farborða og gerðust bóka-
verðir í Kassel en þegar þarna var
komið sögu höfðu þeir eiginlega lagt
lögfræðinámið á hilluna vegna
óstjórnlegs áhuga á að safna þjóð-
legum fróðleik. Þannig má velta því
fyrir sér hvort Grimms-bræður hafi
ef til vill farið í hundana í þeim
skilningi að leggja arðvænlegt lög-
fræðinám á hilluna til þess að
snuðra í gömlum bókum alla sína
starfsævi. Án efa hefur þessi skoð-
un heyrst á Grimms-heimilinu í
byrjun nítjándu aldar en þjóðsagna-
söfnun bræðranna hófst 1806.
Ágústa og Grimms-bræður
Hér verður ekki rakin ævisaga
þessara merku bræðra sem tryggðu
okkur varanlegan aðgang að mörg-
um þekktustu ævintýrum og goð-
sögnum úr germönskum menning-
arheimi heldur fjallað um lítið æv-
intýri sem er að gerast suður í
Kópavogi og er lifandi sönnun þess
að ævintýri Grimms-bræðra eru sí-
gild.
í Hjáleigunni i Kópavogi er Leik-
félag Kópavogs að sýna Ævintýri
Grimms sem er leiksýning með tón-
list byggð á einum sex ævintýrum
úr smiðju Grimms-bræðra. Þama
leika ýmsar þjóðsagnapersónur
lausum hala, bæði Hans og Gréta,
Gullgæsin, Hans klaufi, herra Kusk-
an, hérinn og broddgölturinn í lif-
andi og skemmtilegri sýningu sem
hefur fengið firnagóða dóma gagn-
rýnenda.
Það eru átta leikarar og tveir
hljóðfæraleikarar sem halda sýning-
unni uppi en það var Ágústa Skúla-
dóttir, leikari og leikstjóri, sem hélt
um alla þræðina og spann saman
þann vef sem áhorfendur í Hjáleig-
unni flækjast í.
Allir leika menn og dýr
DV hitti Ágústu yfir kaffibolla og
kleinu og spurði hana hvemig þetta
hefði orðið til?
„Samstarf mitt við Leikfélag
Kópavogs hófst í fyrra þegar ég var
með námskeið með þeim. Það var
að stofni til sami hópurinn og tók
síðan þátt í þessari sýningu. Við
gerð svona sýningar leggjum við af
stað með ákveðin meginatriði eða
grunn sem síðan er unnið með og
bætt ofan á. Hópurinn er aðalatrið-
ið, leikarar og tónlistarmenn sem
bregða á leik og eru uppistaðan í
öllu sem gerist. Allir leika mörg
hlutverk, bæði menn, dýr og aðrar
verur,“ segir Ágústa sem segir að
ástundun, metnaður og sköpunar-
kraftur leikaranna í Kópavogi hafi
verið ævintýri líkust og afar
ánægjulegt að vinna með þessu
kröftuga leikfélagi.
Börn á matseðlinum
Ágústa vann samtölin oftast beint
upp úr ævintýmnum sem eru þýdd
af Þorsteini Thorarensen og tengdi
atriðin saman en svo fólst heilmikil
og krefjandi vinna í að finna hinar
og þessar leiklausnir til að gera sýn-
inguna sem sjónrænasta og
skemmtilegasta. Mikið af tónlist-
inni er frumsamin af leikhópnum
og flutt af þeim í sýningunni.
„Við vildum ekki sækjast eftir
sykursætum og væmnum ævintýr-
um. Þetta er bamasýning þar sem
böm em kannski ekki beinlínis
borðuð en þau eru sannarlega á
Hvar eru börnin?
/ Kópavoginum eru börn ekki boröuö
en þau eru á matseölinum.
matseðlinum. Við reyndum að
halda í hinn gróteska þátt ævintýr-
anna án þess að missa sjónar af því
að þetta væri sýning fyrir böm og
ég held að það hafi tekist. Nú, svo
eru tvö ævintýri sem byggja ein-
göngu á léttleika og gríni.
í heimasveit Hróa hattar
Ágústa hefur síðustu misserin
unnið talsvert með áhugaleikfélög-
um víða um bæ og sveitir og haldið
námskeiö af ýmsu tagi. Á árum
áður tók hún virkan þátt í starfi
Fantasíu sem var sjálfstæður leik-
hópur sem ferðaðist hingað og þang-
aö um heiminn með sérkennilegar
leiksýningar sínar sem unnu til
verðlauna.
Síðan fór Ágústa til náms í Paris
og London. Síðarnefnda borgin hef-
ur verið heimaborg hennar og
starfsvettvangur lengi vel en svo
færði hún sig um set og settist að í
Yorkshire eða Jórvíkurskíri sem
mun vera heimasveit Hróa hattar.
í námi sínu lagði hún aðallega
áherslu á skapandi leiklist og vann
mikið með trúðleik, grímur, spuna-
vinnu og óhefðbundnar aðferðir af
ýmsu tagi og sérstaklega það hvem-
ig ætti að byggja leiksýningar á
efniviði eins og þeim sem hún notar
í ævintýrasýningunni í Kópavogi.
Heimsent leikhús?
Árið 1996 stofnaði Ágústa ásamt
Önnu Hildi Hildibrandsdóttur og
Völu Þórsdóttur leikhús sem heitir
Icelandic Take Away Theatre og
starfaði lengi í London við allgóðan
orðstir en á íslandi síðan árið 2000.
Þrjár sýningar félagsins hafa sést á
íslenskum leikhúsfjölum. Eitt er
Dóttir skáldsins eftir Svein Einars-
son, annaö einleikurinn Háaloftið
sem Vala Þórsdóttir flutti í Kaffi-
Af er fóturinn
/ sýningunni missa persónur
jafnvel útlimi en þær eiga
þaö skiliö.
leikhúsinu, en það var einmitt
Ágústa sem leikstýrði stöllu sinni í
því verki, og það þriðja hét Veröld-
in er vasaklútur.
„Við höfum sett upp ellefu íslensk
verk þegar allt er talið,“ segir
Ágústa sem vill helst starfa hér
heima um þessar mundir þannig að
ef við leikum okkur aðeins með
nafn leikhússins sem mætti þýða
sem íslenska heimsendingarleik-
húsið þá þýðir heimsending í því
samhengi heim til íslands.
Leikhúsið hefur ferðast með sýn-
ingar sínar á leiklistarhátíðir hér
og þar um heiminn og fengið verð-
laun bæði í Búdapest og Finnlandi.
Ágústa segir að næsta verkefni
sem hún kemur að verði einleikur
sem sýndur verður í Árbæjarsafni í
sumar og byggist á ævi og margvís-
legum störfum Þorláks O. Johnsons,
kaupmanns í Reykjavík, sem var í
mörgu tilliti langt á undan sinni
samtíð.
Svo viðurkennir Ágústa að hún
fáist talsvert við uppistand og hafi
meira að segja komist í undanúrslit
í slikri keppni á Edinborgarhátíð-
inni fyrir skömmu.
Þetta getur af sér djúpvitrar sam-
ræður um muninn á fyndni karla og
kvenna, samræður sem verða svo
fyndnar og hnyttnar eins og sam-
ræður tveggja ókunnugra mann-
eskja á kaffihúsi geta aðeins orðið.
Þetta minnir á ævintýri og verður
ekki rakið hér frekar.
Bútur úr umsögn
Við skulum að lokum líta á bút úr
sérlega góðri i sögn Hávars Sigur-
jónssonar, gagurýnanda Morgun-
blaðsins, sem Ágústa segir að að-
standendur sýningarinnar séu sér-
leg ánægöir með. Þar segir meðal
annars:
„Sýningin Ævintýri Grimms er
þeirrar gerðar að ekki verður hrist
fram úr erminni, flytjendur þurfa
að bera skynbragð á möguleika
hinnar leikrænu tjáningar til að
treysta frásagnaraðferðinni og njóta
sín í forminu sem valið er. Allt er
þetta fyrir hendi í sérdeilis vel
heppnaðri sýningu LK, þar sem
saman fer góð leikstjórn, leikgleði
og tónlistarflutningur án þess þó að
yfir þessu sé einhvers konar eftir-
hermubragur sem stundum vill ein-
kenna glæsisýningar framhalds-
skólanna þegar allt er lagt undir og
útkoman verður þegar best lætur
nokkuð góð eftirherma af „alvöru
söngleikjasjói". -PÁÁ
Andrea Yates.
Þunglynda
móöirin
Síðasta þriðjudag komst kviðdóm-
ur í Houston í Bandaríkjunum að
þeirri niðurstöðu að Andrea Pia
Yates væri sek um morð en þann 20.
júní drekkti hún flmm bömum sín-
um, á aldrinum sex mánaða til sjö
ára, í baðkerinu á heimili sínu. Hún
hafði lengi átt við fæðingarþung-
lyndi að stríða og var hluti cif vöm
lögmanna Andreu að fá hana sýkn-
aða á þeim grundvelli að hún væri
ósakhæf vegna geðrænna vanda-
mála. Einnig var því haldið fram að
eiginmaður Andreu, Russell, hefði
verið mjög ráðríkur í sambandinu
og viljað ráða öllu sem Andrea
gerði. Meðal þess sem verjendurnir
héldu fram við kviðdóminn var að
hún hefði drepið fimm böm sín til
að refsa eiginmanni sínum.
í grein á Salon.com er fjallað um
mál Andreu Yates með tilliti til
sjúkdóms hennar. Þar er meðal ann-
ars farið yflr sögu þess hvemig
þunglyndi kvenna hefur verið
„læknað". k átjándu öld voru notað-
ir eins konar titrarar til að fram-
kalla fullnægingu eða þá aö snípur-
inn var fjarlægður til að koma í veg
fyrir fullnægingu. Um miðja síðustu
öld var rafmagn mikið notað í með-
ferð eða þá að konur fengu valíum.
Núna er líklegast að þunglyndar
húsmæður fái lyf eins og Prósak eða
Zoloft.
„Efnafræðisettið“
Andrea Yates hafði í nokkur ár
verið á ýmsum lyfjum vegna þung-
lyndis síns, þar má meðal Wellbutr-
in, Effexor og Haldol. Sálfræðingur-
inn Bruce E. Levine heldur því fram
að blanda þeima lyfja sem Andrea
tók hafi getað valdiö meiri vanda en
bata, sérstaklega hafl þau verið not-
uð öll í einu.
í greininni á Salon.com segir að
oftast sé litið á sögu geðlækninga
sem þróun frá viUimennsku til fag-
legra og húmanískra vinnubragða
sem séu byggö á vísindalegum rann-
sóknum. Levine vill efast um að
þróunin sé jafn markviss og stund-
um er gefið í skyn, einkum ef litið
er á mál Andreu Yates og ekki síð-
ur á mál Erics Harris sem átti aðild
að flöldamorðunum í Columbine-
skólanum. Bæði voru á geðdeyfðar-
lyflum.
Levine tekur fram að það sé mjög
ósanngjamt og óábyrgt að skella
skuldinni á lyfin og lyflafyrirtækin
en þó sé rétt að hafa í huga að ef
lækna eigi þunglyndi, fæðingar-
þunglyndi, anorexíu og fleiri sjúk-
dóma með „efnafræðisettinu" sé
rétt að spyrja sig hvort við vitum í
raun hvað við séum að gera. Fyrir
þrjátíu árum hefðu læknar sett þær
konur sem nú fá örvandi lyf á ró-
andi lyf. Og spyr Levine hvort þetta
sé merki um markvissa þróun eða
áhrifaríka meðferð.
Levine heldur því fram að lyfla-
fyrirtækin beri mikla ábyrgð á þró-
uninni því margir læknar hafi lít-
inn tíma til að sökkva sér ofan í
rannsóknir og mynda sér skoðanir
á lyflum og treysta þess í stað á upp-
lýsingar frá lyflafyrirtækjunum.
Hann bendir einnig á það að lyfla-
fyrirtækin eyði tvöfalt hærri upp-
hæðum í markaðssetningu og
stjómun en í lyflaþróun.
Hópurinn er aðalatrlölö
Ágústa Skúladóttir sem stýröi hópnum sem bjó til ævintýrasýninguna í
Kópavogi segir aö hópurinn sé aöalatriöiö. Þetta eru átta leikarar og tveir
hljóöfæraleikarar.