Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Page 25
LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 25 DV Helgarblað ÐV-MYND EINAR J. Sesselja í Messu heilagrar Sesselju Sesselja Kristjánsdóttir segir aö Messa heilagrar Sesselju eftir Haydn sé afar fallegt verk en þaö veröur flutt í Langholtskirkju annaö kvöld og þriöjudagskvöld. Söngsveitin Fílharmónía flytur Messu heilagrar Sesselju: Þess virði að syngja hana oftar - segir Sesselja Kristjánsdóttir Söngsveitin Fílharmónía heldur á næstunni tvenna tónleika í Langholts- kirkju. Fyrri tónleikarnir eru á morg- un en þeir síðari á þriðjudaginn og heíjast tónleikarnir báða dagana klukkan 20.30. Á efnisskránni er Messa heilagrar Sesselju eftir Joseph Haydn. Talið er að Haydn hafi samið messuna árið 1766. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hulda Björk Garð- arsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Sesselja Kristjánsdóttir og Þorbjörn Rúnarsson. Sesselja Kristjánsdóttir kom heim til íslands að nýju síðasta sumar eftir að hafa lagt átund á söngnám í Berlín. Hún var nýverið fastráðin við ís- lensku óperuna ásamt Huldu Björk og Ólafi Kjartani. „Þetta eru spennandi timar,“ segir Sesselja. „Starfið er ekki skýrt mótað og því erum við eins kon- ar frumkvöðlar. Það er mikið um að vera í íslensku tónlistarliíi og ótrúleg- ur almennur tónlistaráhugi miðað við höfðatölu. Söngvarar á íslandi verða samt að gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að vera sveigjanlegir, það er erfitt að sérhæfa sig. Það hefur auð- vitað sína kosti og galla.“ Falleg messa Messa heilagrar Sesselju telst ekki til þekktustu messa Haydns og þekkti Sesselja hana ekki áður en verkefnið hófst. „Messan er hins vegar falleg og vel þess virði að syngja hana oftar,“ segir Sesselja sem er nýstigin upp úr flensu eins og 90% þjóðarinnar. „Mað- ur verður alltaf að trúa því að maður verði veikur á réttum tima þurfi mað- ur á annað borð að verða veikur. Og í raun er ótrúlegt hvað næst að fresta veikindum þannig að þau falli á milli verkefna." Páskar í Prag 28. mars frá kr. 29>900 Heimsferðir bjóða nú Síðusttl 26 Sdetin einstakt tækifæri til að __________________ kynnast þessari ótrúlegu borg og bjóða einstakt tilboð á síðustu sætunum um páskana, þann 28. mars. í boði eru góð 3 og 4 stjömu hótel og spennandi kynnisferðir umkastalann og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar, Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Páskar í Prag eru heillandi tími, komið vor, allt að 20 stiga hiti og allur gróður í blóma. Og að sjálfsögðu nýtur þú þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verðkr. 29.900 Verðkr. 49.900 Flugsæti um páska til Prag. Flug og hótel í 7 nætur Skattar kr. 3.550 ekki innifaldir. M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, Alm. verð kr. 31.395 28. mars. Flug og gisting. Skattar kr. 3.550. Alm. verð kr. 52.395. Heimsferðir Skógarhlíð 18 sími 595 1000. www.heimsferdir.is Víð gerum bæturl Stærðin skiptir máli! Pizza með 1 áleggsteg Pizza með 2 áleggsteg. Pizza með Pizza með 3 áleggsteg. 4 áleggsteg, Pizza Margarita kR. 6.8.Q1 m/SQP/óafsl. MiMQ) m/50r% afslí !to4«i feEQ.Í m/50?/ój afsll, kn490) IeUIJIQj m/50%.afsl, kr: 565 fe 1J2SLQ) m/50%afsl. !«e9!Qj m/50.%. afsl. kr,47/5. Éiiii m m/5q°/ó,afsjl! kr.585 fellMÍ miÍQ^afslL, kri69S1 m/50%afsl. kK,8Qi m/50%afsl. MMSj fc|V, 1J1JIQ) m/|0^afsU, taiii féGfcQ) m/5^0%afs|i krtMi ikUISQ) m/50%,afsll, kr.895 kriiUIJOj m/50%i afsll katlQii feiMÍQí m/50^o,afsll. tellliji

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.