Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 Helgarblað •my Litlir englar verða til - Hildur Gísladóttir stofnar samtök forelda sem misst hafa mjög ung börn „Að missa bamið sitt er án efa einn erfiðasti atburður lífs okkar. Eftirvæntingin eftir ófæddu bami okkar er mikil og spennan vex með degi hverjum og konan sem gengur með bamið finnur alltaf einhverja nýja tiifinningu sem hún deilir með maka sínum. En því miður er ekki öllum bömum okkar ætluð framtíð í þeim heimi sem við búum í og eins sárt og það er nú deyja þau frá okk- ur. Eftir sitjum við með brostið hjarta, tóma vöggu og milljón spumingar sem oft getur enginn svarað. Þessi lífsreynsla er erfið og gott að geta talað við einhvern ná- inn eða jafnvel einhvern hlutlausan sem veitir huggun og það er gott að geta talað mikið um tilfinningar sínar þegar svo á stendur." Þannig hljómar orðsending sem ung kona í Reykjavík, Hildur Jak- obína Gísladóttir, sendi frá sér þann 26. janúar síðastliðinn. Þann dag stofnaði Hildur samtök sem hlotið hafa heitið Litlir englar. Samtökin eru ætluð þeim sem af einhverjum ástæðum hafa misst börn sín í móð- urkviði, í fæðingu sem og þeim sem þurfa að enda meðgönguna vegna fæðingargalla barns síns. DV hitti Hildi Jakobinu í risíbúð í Hlíðunum ásamt Agli Breka, tæp- lega tveggja ára syni hennar. Egill var lasinn og þurfti að vera heima við. Hann var samt ósköp stilltur og eins mikið ljós í húsi og snáði á hans aldri getur verið. Hildur er nýlega flutt heim til ís- lands eftir fimm ára dvöl í Utrecht í Hollandi þar sem hún lagði stund á sálfræðinám en eiginmaður hennar, Sigurpáll S. Scheving, var í fram- haldsnám í læknisfræði. Við spurðum Hildi fyrst hver væri ástæða þess að hún réðst í stofnun samtakanna Litlir englar? „Við hjónin lentum í þessu 26. janúar 2001. Þá missti ég stúlkubam sem ég hafði gengið með í fimm mánuði. Hún var nefnd Dagný til að minna á nýjan dag sem kæmi eftir þennan og við létum brenna hana og hún var jörðuð í leiði föður míns héma í Fossvoginum. Þetta er mikil sorg sem maður gengur í gegnum og úti í Hollandi var þetta mikið rætt og fjallað um þetta á eins eðlilegan hátt og hægt er. Þá fann ég að það gerði mér gott er frumburður hennar og var átta mánaða þegar seinna bamið fædd- ist. En gerði sá atburður eitthvert boð á undan sér? „Meðgangan hafði veriö mjög eðlileg fram að þessu en svo missti ég skyndilega hluta af vatninu og Hildur með frumburðinn Egll Breka. „Fólk hefur allt of lengi þurft aö bera harm sinn í hljóöi hvaö þetta varöar og þetta hefur ekki veriö mikið rætt. Þaö er ekki hægt aö mæla sorg og allt sorgarferli tengt barnsmissi er eins, burtséö fré því hvað konan er komin langt á leiö. Fólk gengur í gegnum sömu stigin í sorginni viö allan missi og þessa umræöu vil ég oþna enn betur. “ og eftir að hafa kynnst svipuðum samtökum í Hollandi ákvað ég að stofna hliðstæð samtök hérna heima og valdi 26. janúar sem stofndag þegar ár var liðið frá fæð- ingu Dagnýjar." Hildur hampar syninum Agli sem tmhusgogn. jj Ein fyrir allt - flott fyrir f er m i n g a r b a r n i ð Hlynur og Beyki Stærð skrifborðs! 55x70 s Máa. - Ið*. lOJð • 1IJ0 * UmtanL 11JS • 1I.M * Suoaud. 13.00 • HJð TM - HÚSGÖON Sfcumóla 30 - Simi 5ö8 6822 - imvlntýri Hkntt var flutt á sjúkrahús þar sem ég lá í þrjá daga áður en ég missti allt vatnið. Það reyndist ekki unnt að stöðva fæðinguna sem fór af stað og bamið fæddist. Það var svo ófull- burða að það gat ekki lifað. Það var 22 vikna gamalt sem þýðir að lung- un eru svo óþroskuð að þau geta ekki andað. Það var ekkert hægt að gera. Hún fæddist bara og dó í fæð- ingunni." Hildur kom heim til íslands stuttu eftir fæðinguna og var hér heima í nokkra mánuði og þegar hún kom aftur til Hollands kynntist hún starfi hollensku samtakanna sem eru hennar fyrirmynd. „Þau samtök starfa einkum á Net- inu. Þar eru spjallhópar og fólk með svipaða reynslu talar saman og skiptist á reynslusögum og veitir hvað öðru stuðning. Þarna er greinilega annað viðhorf i gangi því margir setja myndir af látnum böm- um sínum inn á Netið sem mér ftnnst kannski aðeins of langt geng- ið. En við viljum reka okkar samtök með likum hætti og þess vegna finnst mér það vera forgangsatriði að koma upp heimasíðu fyrir okkar samtök. Með því móti yrði komið á tengslum milli væntanlegra félaga." Hildur segir að þegar séu átta konur og fimm karlar félagar í sam- tökunum Litlir englar og reiknað sé með þvi að þeim fiölgi fljótlega. Hún bendir á að hún hafi átt viðræður við starfsfólk á kvennadeild Land- spítalans sem sé í návígi við mál af þessu tagi, bæði hjúkrunarfólk, sjúkrahúsprest og lækni og hug- myndin sé sú að samtökin Litlir englar taki við þar sem þeirri bráðaþjónustu sem spítalinn veitir aðstandendum lýkur. Það er sennilega sanngjamt að segja að hugmyndir manna um sorg og sorgarviðbrögð hafi breyst á und- anfómum áratugum eins og fiöl- mörg samtök um sorg og sorgarvið- brögð bera með sér. En hefur sú sorg sem bamsmissir á meðgöngu hefur í fór með sér verið talin eins „merkileg"? „Nei, mér finnst það ekki. Fólk hef- m- allt of lengi þurft að bera harm sinn í hljóði hvað þetta varðar og þetta hefur ekki verið mikið rætt. Það er ekki hægt að mæla sorg og allt sorgarferli tengt barnsmissi er eins, burtséð frá því hvað konan er komin langt á leið. Fólk gengur í gegnum sömu stigin i sorginni við allan missi og þessa umræðu vil ég opna enn bet- ur.“ Hildur segir að það hafi komið sér á óvart þegar bamið fæddist hve „heilt“ það var. „Fimm mánaða gamalt bam lítur út eins og fullburða en er óskaplega lítið. Það er eins og „miniature" bam. Konan gengur með það og finnur fyr- ir spörkunum og það er í hennar huga ekki lengur fóstur heldur barn.“ Þegar fæðingin hófst var Hildi orð- ið ljóst að barnið myndi ekki lifa. Fyrst í stað vildi hún ekki sjá bamið en svo ákvað hún að fá að halda á henni og segist vera mjög fegin að svo fór að lokum. „Við áttum stund með henni hjón- in og emm mjög þakklát fyrir að við gerðum það og ég held að það sé mjög mikilvægt. Það er í endurminning- unni yndisleg stund. Við fengum svo í rauninni val um það hvort við skírðum hana eða nefndum og völd- um seinni kostinn. Svo var hún brennd og kerið flutt heim. Hún var því aldrei skráð á íslenska þjóðskrá en í Hollandi er miðað við 24 vikna meðgöngu til þess að böm séu sett á skrá svo hún er hvergi skráð.“ í Fossvogskirkjugarði er sérstakur reitur fyrir fyrirbura og böm sem deyja í fæðingu. Þar er haldin bæna- stund einu sinni á ári. „Ég fór á þess konar bænastund síðast þegar hún var haldin og er ánægð með það,“ segir Hildur sem DV-MYNDIR GVA Hildur Gísladóttir stofnaði Litla engla 26. janúar. Ári áðurgekk Hildur gegnum erfiöa reynslu. „Þá missti ég stúlkubarn sem ég haföi gengiö meö í fimm mánuöi. Hún var nefnd Dagný til að minna á nýjan dag sem kæmi eftir þennan og viö létum brenna hana og hún var jörðuö í leiði fööur míns hérna í Fossvoginum. “ segir að hún hafi hins vegar ekki rætt neitt við sálfræðing eða fagmann af þvi tagi í eftirmálum fæðingar stúlku- bamsins. „Það var ekki vegna þess að ég þyrfti ekki á því að halda heldur var ég á ferðinni milli landanna tveggja og alltaf með Egil Breka á handleggn- um. Ég býst ekki við fólk nái sér nokkurn tímann til fulls en mér finnst að núna, ári eftir fæðinguna, sé ég komin í það sem kalla má emhvers konar jafnvægi. Mér fannst ég vera hálfdofin fyrstu sex mánuðina. Ég vil gjaman eignast annað barn en er auðvitað taugaósyrk gagnvart þvi og fmnst ég alls ekki vera tilbúin ennþá. Læknar hafa ekki getað sagt mér nákvæmlega hvað olli því að svona fór og þess vegna veit ég ekkert hvað þarf að varast. En það er víst hægt að gera sérstakar ráðstafanir sem felast í því að setja hring á leg- hálsinn á meðgöngunni sem kemur í veg fyrir eða dregur úr hættunni á fósturláti." Hildur segist reikna með að bæði karlar og konur verði félagar í sam- tökunum Litlir englar en segist samt halda að konur og karlar syrgi á mis- munandi hátt. Konur hafi meiri þörf fyrir að deila tilfinningum sínum með öðrum en margir karlar leiti skjóls í vinnunni. „Við viljum með þessum samtök- um veita skjól og fræðslu þeim sem hafa upplifað þessa erfiðu reynslu." Skilgreind markmið Lítilla engla Hildur valdi sjálf samtökunum nafnið Litlir englar og í fréttatilkynn- ingu sem send var út vegna stofnun- ar þeirra voru markmið og tilgangur samtakanna skilgreind sem hér segir: Að styðja þá sem eiga um sárt að binda. Að koma á samböndum á milli for- eldra sem lent hafa í svipaðri lífs- reynslu. Að fræða foreldra og aðra aðstand- endur. Að vera saman og minnast litlu englanna okkar. Að halda (fræðslu)fund einu sinni á ári. Að veita upplýsingar um lesefni varðandi missi og sorg. Að tjá okkur og tala um missinn og hafa hlustendur sem skilja vegna sömu lífsreynslu. Að láta . okkur reynslu annarra máli skipta og hjálpa þeim. Að hjálpa öfum og ömmum og systkinum og veita þeim athygli. Að styrkja hvert annað og hvetja þegar næsta meðganga er á döfmni. Netfang samtakanna er litlirengl- ar@hotmail.com og fyrir þá sem vilja leggja félaginu lið með fiárframlagi til þess að koma á fót heimasíðu samtakanna er opinn reikningur nr: 0323-13-168572. -PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.