Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Side 28
28 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 PKY, 'Eng-íhfallci 8 Smáauglýsingar sölutilkynningar og afsöl 550 5000 Helgarblað Rekkjunautarnir eldri en sonurinn Breska söngkonan og grúppían Marianne Faithfull sefur ekki hjá hverjum sem er, þótt hún hafi gert það í gamla daga. „Ég hef ekki mök við neinn sem er yngri en sonur minn,“ segir söngkonan og listakonan sem hef- ur meðal annars verið lagskona rollingsins Micks Jaggers. Umræddur sonur Marianne er 37 ára og heitir Nicholas Dunbar. Sjálf er hún 57 ára. „Ég hefði vel get- að hugsað mér að vera með yngri mönnum en það verða að vera ein- hver mörk,“ segir Marianne og bros- ir undirfurðulega framan í blaða- mann norska blaðsins VG. Marianne Faith- full setti spor sín á breska rokktónlist þegar hún var að springa út á sjö- unda áratug síð- ustu aldar. Lengst- um var hún kærasta Jaggers en hún var líka með félögum hans, Keith Richards og Brian Jones. Þá var hún með Jimi Hendrix, David Bowie og Gene Pit- ney, svo fáeinir sveinar séu nefnd- ir til þeirrar sögu. Söngkonan var ofurseld heróín- neyslu um árabil og því hefur hún vel efni á því að gefa ungviðinu góð ráð í þeim efnum. „Takið ekki heróin og reykið ekki krakk,“ segir hún og dregur að sér sígarettureykinn. Hún seg- ist þó stefna að því að hætta að reykja einhvem tíma á næstunni. Marianne Faithfull Breska söngkonan og grúppían fyrrverandi kallar nú ekki allt ömmu sína þegar bólfélagar eru annars veg- ar. Hún hefur þó sett sér ákveðin aldursmörk. Depardieu hrósar Is- landsvinkonu Franski stórleikarinn Gérard Depardieu er hrifinn af norsku leikkonunni og Islandsvinkon- unni Mariu Bonnevie. Saman leika þau í kvikmyndinni Ég er Dina sem er frumsýnd um þessar mundir úti i hinum stóra heimi. „Hún var alltaf eölileg þegar hún var að vinna að þessu erfiða hlutverki. Hún býr yfir mörgum góðum eiginleikum og getur ör- ugglega vænst glæsts frama,“ sagði Depardieu í Kaupmanna- höfn í vikunni. Maria Bonnevie er íslenskum kvikmyndahúsagestum kunnug fyrir leik sinni í kvikmyndum Hrafns Gunnlaugssonar. Kvikmyndin Ég er Dina er byggð á sögu Herbjargar Wassmo og leikstjóri hennar er Ole Bome- dal. U' J GíAUI'S^ Námsstefna fyrir konur; einstaklinga og fyrirtæki: Skráning á námskeiðið í síma 588 1700 milli 9.00 og 16.00 á daginn eða í tölvupósti: jonina@planetpulse.is 2. apríl námskeið 1 9. apríl námskeið 2 1 6. apríl námskeið 3 23. apríl námskeið 4 30. apríl námskeið 5 HOTEÉ REYKJAVTK Námsstefna fyrír konur; einstaklinga og fyrírtæki: DOMUFRI Okkar tími er kominn, stöndum upp saman, tökum markviss skref í baráttunni um jafnræði og virðingu. Námskeið fyrir konur á öllum aldri þar sem blandast saman grín og alvara lífsins á Grand Hótel allan apríl á þriðjudögum kl. 16-18. Innfalið er ókeypis mánuður f einkaþjálfun á gulistöðvum Planet Pulse á Esju og í City. Verð fyrir námskeiðið er kr. 9.500,- Bókin Dömufrí innifalin auk eins mánaðar einkaþjálfun í gullstöð Planet Pulse. Hópa- og fyrirtækjaafsláttur. Upplýsingar [ síma 588 1700 milli kl. 9 og 16. Hvað er kennt 1 Konur iæra á námskeiðinu að þekkja, g^eina og virða hæfileika sína og um leið setja sér raunhæf markmið. Konur la að umbera hitt kynið og sjá um leið að þær sjálfar ráða ferðinni. „Haltu f virðinguna sama þó húsið brenni, börnin svelti og maðurinn hverfi á braut...“ Jónína Ben úr bókinni Dömufrí. Eiginmenn! Sérstök gjafábréf á fyrirlesturinn eru til sölu í Planet Pulse á Esju og City sem kosta kr. 9.500,- og með hverju gjafabréfi fylgir eins mánaðar einkaþjálfun í gullstöð Planet Pulse og bókin Dömufrí. Kvöldmatur á eftir. Saumaklúbbar og fyrirtæki athugið sérstakt tilboð í mat á Grand Hótel í lok námskeiðs í síma 568 9000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.