Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Side 30
30
LAUGARDAGUR 16. MARS 2002
Helgarblað
DV
Hefndin er sæt?
Amy Shanabarger upplifði miklar
vítiskvalir þar sem hún sat að kvöldi
dags í íbúð sinni í bænum Franklin í
Indiana og fylgdist með eiginmanni
sinum Ron Shanabarger þar sem hann
lá niðurbrotinn á hjónarúminu.
Hugarangrið nísti inn í hennar innstu
hugarfylgsni og var svo kröftugt að
versta martröð hefði ekki getað
stuggað því burt. Þau hjónin höfðu
borið sjö mánaða gamalt barn sitt til
grafar fyrir tveimur dögum.
Ruggandi sér gætilega í gamla antik
ruggustólnum fylgdist hún með
eiginmanni slnum gráta sig i svefn og
hugsaði aðeins um það sem hann hafði
sagt henni fyrr um kvöldið.
Hann hafði sagt henni hræðilega
sögu sína eftir að hafa beðið hana um
að setjast niður með sér. Hann þurfti
auðsjáanlega að létta af sér þungu
fargi og þar sem hún hafði sjálf þurft
á stuðningi að halda fannst henni
tilvalið að setjast niður með manni
sinum frekar en að loka sig af í
sorginni, sem var óbærileg. Það gæti
ekki gert annað en hjálpa til, hugsaði
hún.
Játaði morðið
En það sem hann átti eftir að segja
henni var allt annað en uppörvandi og
reyndar það sem olli henni þessu
hræðilega hugarangri sem var að buga
hana. Það gat ekki verið hræðilegra
eftir það sem á undan var gengið,
hreint út sagt skelfilegt. Hann játaði
sem sagt að vera valdur að dauða sjö
mánaða gamals bams þeirra, Tyler.
Hún hugsaði með sér að betra hefði
verið að einhver annar hefði einnig
heyrt sögu hans af hans eigin vörum,
þar sem það var eina sönnunin fyrir
þeim hræöilega verknaði sem hann
var sekur um og hafði játað fyrir
henni.
Hann sagði henni líka að hann gæti
ekki lifað lengur með sjálfum sér eftir
að hafa deytt barnið þeirra og nú sat
Amy í geðshræringu sinni og gat varla
trúað því sem Ron hafði sagt. Hún
varð þó að taka hann trúanlegan en
gat ekki ímyndað sér hvað hafði orðið
til þess að hann framdi þennan
hræðilega verknað. Hún sat alla
nóttina og hugsaði, hrædd um að Ron
gripi til einhverra örþrifaráða. Hann
hafði jú sagt að hann gæti ekki lifað
við það sem hann hefði gert og vildi
binda enda á líf sitt og það vildi Amy
koma í veg fyrir með öllum ráðum.
Ósköp venjuleg fjölskylda
Hún lét hugann reika og hugsaði
um þann tíma sem þau hefðu verið
saman. Hvar hafði þeim eða henni
orðið á í messunni og hvað gat valdið
þvi að elskulegur eiginmaður hennar
greip til slíks voðaverknaðar hugsaði
Amy stöðugt alla nóttina. Gat það
veriö eitthvað í hennar fari eða
eitthvað sem hún hafði gert á hans
hlut? Ekkert kom upp í huga hennar.
Þau voru ósköp venjuleg bandarísk
fjölskylda. Mikið lagt á sig til að
byggja upp heimili og koma sér þaki
yfir höfuðið, auk þess sem safnað var
í sjóð til að tryggja fjölskyldunni
örugga framtíð. Sem sagt, fyrst og
fremst hugsað um hag fjölskyldunnar
og að henni liði vel.
Hvað gat þá hafa gerst innra með
Ron? - Eftir því sem Amy vissi best,
voru þau ákaflega hamingjusöm og
elskuðu hvort annað mjög innilega.
Hún hafði sagt kunningjum þeirra að
hún hefði aldrei elska neinn áður en
hún kynntist Ron og að þau myndu
örugglega verða saman til eilífðar.
f tilhugalífinu hafði Ron verið mjög
umhyggjusamur, en hann vann við
vöruafgreiðslu hjá sama stórmarkaði
og hún og færði henni blóm í hverri
viku. Og þegar hann bað hennar gaf
hann henni dýrindis demantshring,
sem í raun var meira en hann hafði
efni á og það vissi hún fullvel. Fólkinu
hans féll vel við hana og foreldrar
hennar dýrkuðu hann.
Amy vann enn í stórmarkaönum en
hann vann á dekkjaverkstæði bæj-
arins og þrátt fyrir lág laun, lifðu þau
hans aðferð til að borga fyrir sig og
það hafði honum svo sannarlega
tekist. Hún skyldi svo sannarlega fá að
flnna hvemig það er að missa ástvin
og hvaða dagur var betur til þess
falinn ein eimitt sjálfur Feðra-
dagurinn, sá dagur sem hafði verið
honum hvað erfiðastur í sinni sorg?
Þannig gat hann líka lagt sérstaka
áherslu á tiiganginn, sem gerði
hefndina ennþá sætari í hans augum.
Barniö líftryggt
Amy átti í fyrstu erfitt með að trúa
því sem Rob sagði og hélt að sektar-
kenndin framkallaði þessi viðbrögð
hans. En þegar hann talaði um að
verða að létta á sér áður en hugsunin
um verknaðinn færi að ásækja hann,
þá fór hún að efast. Hún komst síðar
að því að Ron hafði líftryggt Tyler
fyrir hundrað þúsund dollara stuttu
fyrir morðið og þá var hún ekki
lengur í nokkrum vafa mn ásetning
hans.
í örvæntingu sinni og nístandi hatri
Tyler Shanabarger
Sjö mánaöa og rétt nýfarinn aö sitja
einn uppi í rúminu sínu þegar faöir
hans vaföi plastfilmu um höfuö
hans.
Mor&inglnn og
fa&lrinn
Rob Shanabarger
baö lögregluna
aö skjóta sig
eftir aö hafa
viöurkennt moröiö á
sjö mánaöa gömlum
syni sínum.
seint, Tyler var löngu látinn og sá
grunur læddist að Amy meðan þau
biðu eftir sjúkraliðinu.
Samúðarfullur læknir tilkynnti
þeim að Tyler hefði dáið vöggudauða.
Jarðarförin fór fram tveimur dögum
síðar og Amy var svo miður sfn að
hún átti erfitt með að standa í
fætuma. Eftir útförina sat hún
tímunum saman og spurði sig sömu
spumingarinnar aftur og aftur: „Hefði
hún getað komið í veg fyrir dauða
Tylers?"
Kaldrifjað morð
Þar sem þau hjónin sátu sitt I hvora
lagi í íbúð sinni og syrgðu Tyler, hafði
hún vonast eftir því að Ron veitti sér
styrk í sorginni, en í staðinn játaði
hann á sig að hafa deytt bamið á
kaldrifjaðan hátt. Hann hafði vafið
plastfilmu um höfuð bamsins þar sem
það sat í rúminu sínu. Því næst fékk
hann sér eitthvað í svanginn og horði
á rest af bíómynd áður en hann fór
aftur inn f bamaherbergið, þar sem
hann fjarlægði plastfilmuna og lagði
líkið til í rúminu. Að því loknu fór
hann í rúmið og beið konu sinnar,
sem hann ætlaði það hlutverk að finna
barnið látið í rúminu. Þetta var
fyrirfram ákveðin aðferð hans til að
ná sér niðri á konunni og
verknaðurinn því ekkert stundar-
brjálæði, heldur blákaldur ásetningur
og níðingsverk.
Mö&lrln
Amy Shanabarger ætlaöi vart aö
trúa sögu eiginmannsins þegar hann
játaöi fyrir henni hefndarmoröiö á
syni þeirra
langaði hana helst að senda
eiginmanninn inn í eilífðina þar sem
hún horfði á hann með hryllingi sof-
andi í rúminu. Hún gerði sér þó fljótt
grein fyrir því að með því var ekkert
unnið og þar að auki vildi hún að
sannleikurinn í málinu yrði dreginn
fram í dagsljósið og að aðrir fengju að
heyra sögu Robs. Hún vildi fyrir alla
muni heiðra minningu sonar síns með
öðrum hætti og ákvað því þegar leið á
nóttina að koma sér út og láta
lögregluna vita.
Hún klæddi sig og var á forum
þegar eiginmaðurinn vaknaði. Hann
var aumur og hótaði að fyrirfara sér
ef hún yfirgæfi hann. Það varð því
úr að hún sat áfram með
eiginmanninum sem hafði
nýlega drepið bamið hennar
með köldu blóði.
Lífstíðardómur?
Amy hafði hugsað málið vel
og vandlega um nóttina og var
nú i mikilum vafa um það hvað
hún ætti að taka til bragðs.
Myndi Rob neita því að hafa
myrt son sinn þegar dagaði og ef
hann gerði það myndi þá
einhver trúa hennar sögu?
Þegar á reyndi varð
samviskan hefndinni yfirsterkari
hjá Rob og samþykkti hann strax
að gefa sig fram viö lögregluna þar
sem hann viðurkenndi verknaðinn
og rakti sögu sína undanbragðalaust.
Að því loknu bað hann
rannsóknarlögreglumanninn sem yfir-
beyrði hann um að skjóta sig, því
hann gæti ekki lifað með skömminni
um að hafa myrt sjö mánaða son sinn.
Þegar þetta er skrifað er ljóst að
ákæruvaldiö mun ekki fara fram á
dauðarefsingu yfir Rob, en öruggt að
hann hlýtur lífstíðar fangelsisdóm.
Það er líka von Amyar að svo verði, en
hún hefur hvorki treyst sér til að
koma aftur í íbúðina þar sem ham-
ingjan blasti við henni né að heim-
sækja eiginmanninn í fangelsið.
þægilegu fjölskyldulífi.
Hún hugsaði málið fram og aftur og
hafði ekki komist að neinni
niðurstöðu og um sólarupprás var hún
enn glaðvakandi. En mikil breyting
hafði orðið á þankagangi hennar því
nú kraumaði reiðin og hatrið í brjósti
hennar og hún var gjörsamlega
ráðvillt. Hvað ætti hún að taka til
bragðs?
Yndislegt barn
Af þremur herbergjum í íbúð þeirra
var eitt autt, annað hafði að geyma
hræðilegt leyndarmál og það þriðja
var bamaherbergið sem staðið hafði
óhreyft frá dauða Tylers.
Hann var yndislegt barn og rétt
nýfarinn að setjast upp sjálfur og
brosti sínu blíðasta þegar foreldrar
hans sprelluðu fyrir hann. Hamingju-
samt lífiö blasti því við honum þegar
óvæntur endi var bundinn á það.
Það gerðist 9. júní árið 1999. Amy
hafði verið að vinna fram eftir og kom
heim um miðnætti. Hún var þreytt
eftir erfiðan dag og hugsaði um
það eitt að komast sem fyrst í
rúmið og hvíla lúin bein. Hún
spurði Ron hvernig Tyler
hefði það og hann svaraði:
„Hann hefur það fínt.“
Líkaminn stífur og
kaldur
Daginn eftir var frídagur,
sjálfur Feðradagurinn, þannig
að hjónin voru bæði heima, en
öfugt við venju, fór Rob ekki beint
inn í herbergið til drengsins,
heldur bað Amy um að vekja
hann á meðan hann fór
undir sturtuna. Hún
lét ekki segja sér það
tvisvar og fór inn í
herbergið, þar sem
Tyler lá á
maganum í
rúminu sínu.
Hún sneri
honum við en
áttaði sig þá á
því að
líkaminn var
orðinn stífur
og kaldur og
varirnar
bláar.
Amy
stirðnaði upp
og öskraði f
geðshræringu.
Ron kom
hlaupandi á
vettvang úr
sturtunni og hringdi á
hjálp. En það var allt of
Gamalt óuppgert mál
En hvað skyldi hafa legið að baki
þessum voðaverknaði? - Jú, það var
gamalt óuppgert mál sem hvút hafði
sem mara á herðum Robs frá því árið
1996. Þá hafði Amy farið í skemmti-
siglinguum Kyrrahafið með foreldram
sínum á sama tima og faðir Robs lá
fyrir dauðanum. Faðirinn lést síðan
meðan siglingin stóð sem hæst og fór
Rob þá fram á það við Amy að hún
sneri tafarlaust heim tU þess að hugga
hann í foðursorginni. Þessu
harðneitaði Amy hins vegar og hafði
Rob nú viðurkennt það fyrir
henni að það hefði alltaf
verið ásetningur hans
að ná fram hefhdum
þó sfðar væri. Hans
ráð var að giftast
Amy, eiga með
henni bam og
deyða það síðan
þegar tengsl móður
og barns voru orðin
hvað innilegust að
hans mati. Þetta
var
|W!«
Frakkar banna
Eins og nýlega
kom fram í frétt-
um úrskurðaði
franskur dóm-
stóll að athæfi
frönsku Martinot
hjónanna, að láta
frysta sig eftir
andlát sitt, væri
ólöglegt og því
bæri að þýða þau
og grafa eins og frönsk lög gera ráð
fyrir. Herra Martinot, sem var
læknir að mennt og lést í síðasta
mánuði á áttugasta aldursári, trúði
því staðfastlega að framfarir í
læknavísindum yrðu slíkar á
næstunni að innan skamms fengist
lækning við öllum meinum, jafnvel
elli, og fyrirskipaði því syni sínum,
Remy, að láta frysta sig eftir sinn
dag með endurlífgun í huga. Það
sama gerði frú Martinot, sem lést úr
krabbameini árið 1984, og hafa þau
hjónin því eytt síðustu dögum
saman í frysti á herrasetri sínu í
nágrenni þorpsins Neuil-sur-Lyon i
vesturhluta Frakklands.
Pláss hjá afa
Jim Miller, bærjarstjóri í Neder-
land í Colorado í Bandarikjunum,
heyrði af vandræðum hjónanna og
hefur hann nú boðið líkunum hæli í
bænum sínum, sem er um 35 mílur
norður af Denver. Segja má að hæg
séu heimatökin í Nederland, því þar
lét einn íbúi bæjarins, sem gengur
undir nefninu „Afi Frosti", einmitt
frysta sig eftir andlátið og hefur
síðan fengið aö liggja í friði fyrir
lögum og reglum í þurru ísbaði við
mínus 68 gráður á Celsíus í sér-
stakri kælugeymslu í eigu bæjarins.
„Okkur munar ekkert um að
bæta þeim í kælinn," sagði Miller
bæjarstjóri og bætti við að þetta
væri óþarfa stífni í frönskum yfir-
völdum. „Það er reyndar búið að
setja bann við þessu hjá okkur, sem
nær ekki tii afa gamla, en ég veit að
undanþága fengist líka fyrir Mar-
tinot-hjónin.
Málið er nú í biðstöðu þar sem
lögfræðingur hjónanna, sem auð-
vitað er sprelllifandi, hefur áfrýjað
málinu.
Sportútfarir
Knattspymuáhugamenn á Eng-
landi, sem lifa og deyja fyrir fótbolt-
ann, gætu hugsanlega fengið leyfi til
að halda útfarir sínar á leikvölium
uppáhaldsfélaga sinna, ef beiðni
nokkurra bæjaryfirvalda sem send
hefur verið viðkomandi yfirvöldum,
nær fram að ganga.
Yfirvöld í Cheshiresýslu eru með-
al þeirra sem leggja beiðnina fram
og geta aðstandendur látinna stuðn-
ingsmanna fótbotaliðsins í héraðinu
því átt von á því að geta haldið út-
forina á vellinum, þar sem hinn
látni hefur eflaust eytt drjúgum
hluta lífsins. í beiðni bæjarfé-
laganna er gert ráð fyrir þvi að
athafnimar verði alfarið í höndum
útfararstofnana, þannig að ekkert
fari úr böndunum og fyrir þá sem
hafa önnur áhugamál en fótbolta
verði boðið upp á að halda útfar-
imar á öðrum stöðum, eins og til
dæmis á uppáhaldspöbb þess látna
eða í keilusalnum. Sem sagt allt
fyrir sportið fram í rauðan dauð-
ann. „Ég er vongóður um að þetta
nái í gegn,“ sagði aðstandandi
útfararstofnunar í Cheshire og
bætti við að hann sæi fyrir sér út-
farir framtíðarinnar mun hressi-
legri en gengur og gerist. Meira í
anda brúðkaupa og skíraa og
kannsi í líkingu við útfarir í New
Orleans þar sem djassbönd halda
uppi dúndrandi stemningu.