Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Síða 33
LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 33 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur DV Helgarblað Luciano Pavarotti Hann er sagöur tútna út af spiki um þessar mundir. AÐALFUNDUR Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 25. mars kl. 19:30 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf • Lagabreytingar Tillögur um lagabreytingar þurfa að berast 4 dögum fyrir aðalfund. Kylie strunsaði út af fundi Ástralska poppsöngkonan Kylie Minogue, kynþokkafyllsta kona í heirai að margra mati, fékk svo margar nærgöngular spumingar um kynlíf sitt á fundi með frétta- mönnum í Ameríku að henni var nóg boðið og strunsaði út. Kornið sem fyllti mælinn var spurning um hvort hún ætti gervi- lim. Áður hafði hún verið spurð hvort hún og Michael Hutchence, látinn söngvari áströlsku sveitar- mnar INXS, hefðu haft kynmök um borð í flugvél þegar þau voru kærustupar fyrir margt löngu. „Þú verður að hætta að spyrja svona spurninga," sagði þá Kylie við blaðamanninn. „Sagan er ekki alltaf jafntryllt og fjölmiðlamir vilja vera láta.“ Tilgangur fundarins var annars að kynna nýjustu plötuna, Fever. REUTER-MYND Gaultier í fínu formi Franski tískuhönnuöurinn Jean- Paul Gaultier vekur alltaf mikla at- hygli fyrir frumlegan og skemmti- legan fatnaö. Hann brást ekki aö- dáendum sínum á tískusýningu einni mikilli í París um helgina þar sem þessi búningur var meöal þess sem tískusjúkir broddborgar- ar og aörir fengu aö berja augum. __ Pavarotti: Fitnar stöðugt meira Hetjutenórinn og stórsöngvarinn Luciano Pavarotti hefur haldið rödd sinni lengur en flestir tenórar geta með góðu móti búist við. Hann er enn i ágætu formi og eftirsóttur og hátt launaður söngvari. Ýmsar neysluvenjur stórsöngvar- ans hafa stundum verið í sviðsljósi fjölmiðla, svo sem áhugi hans á hinu fagra kyni, ef rétt er að flokka þau samskipti undir neysluvenjur. Ekki síður hefur matarlyst Pavarottis oft komið honum í frétt- imar. Nú er hermt að hann hafi al- gerlega misst tökin á matarlystinni og hafi þungi hans aukist hröðum skrefum og er nú svo komið að fæturnir eru famir að láta undan. HeiU her matreiðslumanna, nær- ingarfræðinga og einkaþjálfara fylg- ir söngvaranum hvert fótmál og reynir að hafa stjóm á því hvað hann lætur ofan í sig. Sagt er að hann sé látinn gera ýmsar líkams- æfrngar í vatni til þess að brenna aukakílóunum en í vatninu er allt léttara og minna álag til dæmis á fætuma. Þetta mun allt ganga held- ur treglega því tenórinn er mikUl lífsnautnamaður og á afskaplega erfitt með að neita sér um lífsins lystisemdir. GÓÐARGRÆJ ih lemuuMí Philips DVD spilari DVD612 29-995»- Frabært valmyndakerfi og tvöfaldur aflestur. 9-995 SEC 14" sjónvarp Scarttengi, fjarstýring og textavarp. SEG 21 sjonvarp Scarttengi, fjarstýring, textavarp, stereó, teng fyrir heyrnartól. ö9-995i Philips þráðlaus heyrnartól HC8300 Senda á radíó- bylgjum. 100 metra drægni. ÁWMÍwraiw Panasonic heimabíókerfi SC-HT70 Kerfið sem breytir stofunni í kvikmynda- og tónleikasal. DVD spilari og CD spilari sem spila CD-R og CD-RW. 5 diska DVD/CD spilari. 5x36 W auk 120 W bassa. Hátalarar fylgja. EURONICS 'sta verslunarkeðja með raftæki í Evrópu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.