Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Side 34
34 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 Helgarblað DV Það vakti gríðarlega athygli þegar Sigursteinn Másson steig inn í kastljósið fyrir tveimur árum og sagði frá reynslu sinni af geðhvarfasýki. Sigur- steinn hafði þá skapað sér gott orð fyrir fréttamennsku á Stöð 2 auk þess sem hann hafði gert mest um- töluðu heimildarmyndaröð ís- lenskrar fjölmiðlasögu, Aðför að lögum, þar sem hann tók fyrir Guðmundar- og Geirfinnsmál. Gerð þáttanna átti eftir að breyta lífi hans og í kjölfar þeirra beindi hann kröftum sínum í nýjan far- veg. Misnotað traust Ekki er nema ár síðan Sigur- steinn tók við formennsku í Geð- hjálp eftir miklar deilur innan fé- lagsins um grundvallaratriði í starfsemi þess. Hefðu flestir talið ólíklegt að á einu ári tækist nýrri stjórn að skapa sér það traust sem þurfti til að vinna stuðning þjóðar- innar á jafn ótvíræðan hátt og kom fram í landssöfnun Geðhjálp- ar sem er nýlokið. „Það er í raun ótrúlega stutt síð- an þessi átök voru miðað við stöðu okkar í dag,“ segir Sigursteinn. „Á þessum tima var gerð gróf aðför að félaginu af hópi fólks sem hafði eitthvað allt annað i hyggju en ég og sú stjórn sem nú situr. Ég er kjörinn til tveggja ára og er ekki á förum en aðalfundur Geðhjálpar verður haldinn í lok mánaðarins. Það eru stór verkefni fram undan. Við þurfum að verja þeim fjár- munum sem söfnuðust til að byggja upp nýja meðferð og ný störf. Við þurfum að átta okkur á því hvort hið opinbera sé tilbúið að fara þessa vegferð með okkur og þjóðinni, þeim sem lögðu okkur lið. Þá kemur í ljós hvort menn sjá þá gríðarlegu möguleika sem í þessu felast. Tapaðar vinnustund- ir, lyfja- og lækniskostnaður vegna geðsjúkdóma kosta þjóðina þrjátíu milljarða á ári. Nú er að sjá hvort forsætisráðherra og heilbrigðis- ráðherra standa við stóru orðin úr þinginu; eru menn tilbúnir til að breyta orðum í efndir, fara nýjar leiðir þar sem notendasjónarmiðin haldast í hendur við þau faglegu? Ef menn eru tilbúnir til þess er mikið hægt að gera. Ef stuðningur hins opinbera kemur ekki til get- um við sjálf gert ýmislegt; við ætl- um ekki að láta þessa peninga gufa upp í einhverjum rekstri. Al- menningur mun fá að fylgjast með hvernig fjármunirnir verða nýttir. Það er gríðarlega mikilvægt nú þegar fólk upplifir siðferðisbresti og dómgreindarskort i samfélag- inu. Það skiptir öllu máli fyrir lít- ið félag eins og Geðhjálp, sem þó er fulltrúi 70 þúsund manna, að við stöndum undir væntingum og því trausti sem fólk ber til okkar. Það er líka mjög mikilvægt að þeir sem þurfa á þjónustu okkar að halda viti hvar hún er og geti nálg- ast hana.“ Sigursteinn segir að i fréttamál- um síðustu mánaða, Árna-málinu, Landssíma-málinu og Þjóðmenn- ingarhúss-málinu megi sjá hlið- stæðu þess sem félagar Geðhjálpar upplifðu fyrir réttu ári. „Starfsfólk Geðhjálpar og á ann- an tug manna misnotaði aðstööu sína og traust skjólstæðinga Geð- hjálpar, skaraði eld að sinni köku, sinnti ekki störfum sínum og braut þannig grundvallarmann- réttindi mjög geðsjúks fólks sem gat engum treyst nema þessum starfsmönnum. Og það var ekki nokkur leið að þetta starfsfólk og geðlæknirinn sem fór fyrir þvi gæti horfst í augu við aö það sem það gerði var rangt; það vildi halda áfram á sömu braut.“ Viðhorfsbreytingin hefði nægt Umræðan um geðheilbrigði var mjög áberandi í kringum söfnun- ina og segir Sigursteinn að félagið hafi fengið mikil viðbrögð og mun fleiri leiti sér aðstoðar og upplýs- inga hjá Geðhjálp eftir að umræð- an hófst. „Við finnum að margir virðast tilbúnir til að taka á sínum málum Krossfarinn Sigursteinn Másson hefur breytt viðhorfi samfélagsins til geðsjúkra. Hann ræðir í viðtali um fordómana, baráttuna, fyrirgefninguna og afleiðingar Englanna. og laga stöðu sína. Og þótt ekki hefði safnast króna hefði þessi við- horfsbreyting verið sigur í sjálfu sér og það hefði nægt mér,“ segir Sigursteinn sem fyrir tveimur árum tók þátt í því að stofna sjálfs- hjálparhópa innan Geðhjálpar þar sem fólk sem á við svipuð vanda- mál að stríða kemur saman og deilir reynslu sinni. Hann segir að allar flokkanir séu erfíðar og að á næstunni muni þær eflaust breyt- ast og meira verði horft á hvern einstakling fyrir sig. „Því miður hefur vegna fordómanna sem ríkt hafa gegn geðsjúkdómum viðgeng- ist handarbakavinna í geðheil- brigðiskerfi veraldarinnar. Það hefur einkennst af rangri lyfjagjöf, ónákvæmum og flausturslegum sjúkdómsgreiningum sem oft hafa valdið miklu tjóni. Það þarf að skoða þessi mál upp á nýtt. Virk eftirmeðferð þarf að taka við af hinni eiginlegu lyfjameðferð inni á deild til að hægt sé að gera stórum hluta fólks kleift að lifa venjulegu lífi og leggja sitt af mörkum í stað þess að vera byrði á þjóðfélaginu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin telur að ef geðheilbrigðismál verði ekki tekin til endurskoðunar munum við standa frammi fyrir risavöxnu vandamáli og það einnig i efna- hagslegu tilliti." Á valdi djöfulsins „Það er engin spurning að geð- raskanir og geðsjúkdómar eru ná- tengdir áföllum og sérstökum upp- lifunum fólks. Á tímabili vildu geðlæknar meina að svo væri sjaldnast heldur væri meginvand- inn af erfðafræðilegum toga. Fáir halda þvi þó fram í dag. Þegar við veltum því fyrir okkur hvers vegna geðsjúkdómar hafi færst í vöxt verðum við að hafa nokkra hluti í huga. í fyrsta lagi er um- ræðan nýkomin upp á yfirborðið, í öðru lagi er alkóhólismi og þung- lyndi nátengt og i flestum tilfellum óaðskiljanlegt. Alkóhólismi er geð- sjúkdómur og i gegnum tíðina höf- um við glímt við mikið áfengis- vandamál og það unga fólk sem leiðist út í mikla áfengisneyslu og neyslu eiturlyfja verður í 50% til- Maöur í minnihluta „Eini stóri minnihlutahópurinn sem ég tiiheyri ekki eru nýbúar af asísk- um kynþætti eöa blökkumanna: ég er samkynhneigöur og meö geösjúk- dóm. Og þaö er þaö sem ég er og efmenn vilja draga hæfni mína í efa út afööru hvoru, þá verði þeim aö góöu. Þangaö til ég vakna upp sem blökkumaöur þá hef ég engar áhyggjur. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.