Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Qupperneq 48
60 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 Helgarblað r>v Unnur Guðjónsdóttir fararstjóri. Til Kína með Unni Kínaklúbbur Unnar býður upp á tvær ferðir til Kína á þessu ári, ári hestsins samkvæmt kínverska alm- anakinu. Hver ferð tekur tuttugu og tvo daga og farið verður frá íslandi 17. maí og 17. september. í báðum ferðum er farið til Peking, Xian, Guilin, Shanghæ og Suzhou. Þátt- takendur kynnast menningu og sögu þjóðarinnar á lifandi og skemmtilegan hátt. Verðið er 350.000 og allt innifalið. Nánari upp- lýsingar hjá Unni Guðjónsdóttur í síma 551-2596. -Kip Gistiheimili Halldóru Gistiheimilið er í einbýiishúsi á þrem hæðum. í garðinum eru leik- tæki fyrir börn og aðstaða fyrir fuii- oröna til að hafa það hugguiegt. F j ölskylduvænt: Gistiheimili Halldóru Gistiheimili Halldóru er í eigu ís- lenskrar ijölskyldu sem hefur búið í Hvidovre í 6 ár. Hvidovre er lítil bær í átta kílómetra fjarlægð frá miðbæ Kaupmannahafnar. Gistiheimilið er í einbýlishúsi á þrem hæðum og býður upp á sjö herbergi, setustofu og eldhús þar sem hægt er að elda léttar máltíðir. í garðinum fyrir utan eru leiktæki fyrir börn og aðstaða fyrir fuilorðna til að hafa það huggulegt. Næg bíla- stæði eru við húsið. Gistiheimilið stendur við aðal- götu í Hvidovre og því stutt í lest, strætisvagna, veitingastaði, verslan- ir, banka, sundlaug og krá. Lestar- ferð frá aðallestarstöðinni i Kaup- mannahöfn tekur um tíu mínútur. Upplýsingar í síma 0045-36778886 og 0045-36775806 eða á heimasíðunni www.gistiheimilid.dk. -Kip Töfrar Tékklands Mimir-Tómstundaskólinn verður með námskeið sem nefnist Töfrar Tékklands og perlurnar í Prag fimmtudaginn 21. mars, klukkan 20-23. Það eru þau Anna Kristine Magn- úsdóttir og Pavel Manásek sem kenna á námskeiðinu. Pavel er Tékki, sem búsettur hefur verið á íslandi í 10 ár, en Anna Kristine er landsmönnum kunn af störfum sín- um fyrir fjölmiðla. Á námskeiðinu fjalla þau um sög- una og stikla á stóru í þróun lands- ins. Bent verður á merka staði í Prag sem vert er að heimsækja. Skráning á námskeiðið fer fram hjá Mími-Tómstundaskólanum i síma 588-7222 eða á mimir.is. -Kip Hjaltland: Heillandi andstæður Sjálfala sauðfé Hjaltland er klasi hátt á annað hundraö eyja. Fimmtán þeirra eru í byggö og íbúar rúmlega 22.000. Hjaltlendingar eru fyrst og fremst Skotar og halda gamlar heföir í heiðri. Fugla- og dýralíf er fjölbreytt á eyjunum, sauðfé gengur sjálfala í grænum hlíðunum og þar er að finna hinn smávaxna Hjaltlandshest. Þeir sem vilja sigla í sumarfríinu ættu að hafa samband við Smyril Line sem að vanda býður upp á ferð- ir með Norrænu næsta sumar. Hægt er að sigla frá Seyðisfirði til Hanst- holm á Jótlandi með viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum, Bergen í Nor- egi og Leirvík á Hjaltlandi. Hjaltland heillar Á Hjaltlandi eru miklar andstæð- ur þar sem gamalt og nýtt mætist. Gamlar breskar hefðir eru enn við lýði og nýtískuleg oliuskip leggjast að bryggju við stærstu olíuhöfn í Evrópu. Á kvöldin er hægt að sjá logana frá oliuborpöllunum bera við sólarlagið eða horfa á sauðfé sem gengur í grænum hlíðum. Náttúru- unnendur geta fundið sér nóg að gera því eyjarnar eru tilvaldar til fuglaskoðunar og þar vaxa yfir átta hundruð tegundir viiltra plantna. Hæg er að stoppa í eina nótt eða viku á Hjaltlandi eða hafa eyjamar Hjaltland er tilvalió tll fuglaskoöunar Náttúruunnendur geta fundiö sér nóg að gera því eyjarnar eru tilvald- ar til fuglaskoðunar og þar vaxa yfir átta hundruð tegundir villtra plantna. sem áfanga á leiðinni til Englands. Tilheyrðu Danakonungi Hrafna-Flóki átti á sínum tíma vetrardvöl á Hjaltlandi á leið sinni til íslands og á stærstu eyjunni er stöðuvatn sem heitir eftir dóttur hans sem drukknaði í því. Eyjamar voru öldum saman und- ir stjóm Dana- og Noregskonunga. Árið 1468 voru Orkneyjar og Hjaltland veðsett Skotlandskonungi sem heimanmundur vegna væntan- legs brúðkaups dönsku prinsess- unnar og James III, ríkiserfingja i Skotlandi. Danakonungur leysti eyj- amar aldrei út aftur og síðan hafa þær verið hluti af Skotlandi. Fjölbreytt dýralíf Hjaltland era klasi hátt á annað hundrað eyja, fimmtán þeirra eru í byggð og íbúar rúmlega 22.000. Hjaltlendingar eru fyrst og fremst Skotar og halda gamlar hefðir í heiðri. Fugla- og dýralíf er fjölbreytt á eyjunum, sauðfé gengur sjálfala í grænum hlíðunum og þar er að finna hinn smávaxna Hjaltlands- hest. Höfuðborg eyjanna heitir Leirvík og þar býr tæpur þriðjungur íbú- anna, um 8000 manns. í byrjun nítj- ándu aldar var höfnin í Leirvík við- komustaður fiski- og hvalveiðiskipa á leið sinni á miðin umhverfis ís- land. Mikið var um smygl og lágu göng frá höfninni í ólögleg vöruhús á landi. Samgöngur eru góðar á Hjaltlandi en þeir sem vilja njóta frelsis til að skoða eyjarnar vel ættu að hafa bíl- inn með eða leigja sér bíl, en athug- ið að á Hjaltlandi er vinstri umferð. Líflegar krár Lífið á kránum getur orðið ansi líflegt á kvöldin og um helgar, sér- staklega þegar flskiskipaflotinn er í höfn. Á neðri hæð kránna er oft bar þar sem menn sitja og drekka bjór og snafs en á efri hæðunum veit- ingahús sem bjóða upp á léttar mál- tíðir og vín. Þeir sem vilja góðan mat á eyjun- um eiga að panta sér flsk eða lamb. Á betri veitingahúsum er hægt að fá úrvals fiskrétti, lax og skelflsk eða lambakjöt af heimaöldu. Á Hjaltlandi er rík tónlistarhefð sem eyjaskeggjar segja að sé komin frá huldufólkinu sem býr þar í hverjum hól. Tónlistin einkennist af liflegum fiðluleik og í april á hveiju ári er haldin hátíð sem nefnist „Folk festival" sem hljóðfæraleikar- ar og áhugamenn um tónlist víða að úr heiminum sækja. -Kip Nýfundnaland, Færeyjar, Noregur og Sviss: Áhugaverðir staðir og gestrisið fólk Færeyingar í þjóöbúningum Það er fallegt í Færeyjum og vel þess viröi að ferðast um eyjarnar og kynnast menningu þeirra. Vestfjarðaleið býður upp á ferðir til St. John’s í Kanada, sextán daga rútu- ferð um Færeyjar og Noreg og vikuleg- ar ferðir til Sviss í sumar. Kristján M. Baldursson, sölu- og markaðsstjóri, segir að fýrirtækið sé sífellt að bæta við áfangastöðum og auka fjölbreytn- ina. „Undanfarin ár höfúm við boðið upp á verslunar- og skemmtiferðir til St. John’s, höfúðborgar Nýfundna- lands í Kanada. Ferðimar vöktu strax í upphafi mikla athygli og við fáum oft sömu farþegana aftur.“ Litrík saga St. John’s á sér litríkari sögu en nokkur önnur kanadísk borg. íbúamir era ákaflega gestrisnir og þeir halda fast í arfleifð forfeðra sinna frá Evr- ópu. Kristján segir vandfundna borg þar sem betra er að versla þvi verðlag- ið sé lægra en gerist annars staðar í Kanada. „í ár bjóðum við upp á ferð þangað um hvítasunnuna, 16.-20. maí, og aftur í nóvember. Hvítasunnuferðin er nýjung og upplagt tækifæri fyrir fólk að kynnast borginni og njóta sum- arsins. Þeir sem viija geta farið í golf, gönguferðir eða stundað veiði, farið í fugla- og hvalaskoðun eða kajaksigl- ingu. Nóvemberferðin er fjögurra daga ferð en á sama tíma er haldin stór jóla- skrúðganga og glæsilegur jólamarkað- ur í borginni. Því er upplagt að nota ferðina til að gera hagstæð jólainn- kaup og komast í jólaskap.” Lítíð ykkur nær Um miðjan júní býður Vestfjarða- leið upp á sextán daga rútu- og skoðun- arferð um Færeyjar og Noreg. Kristján segir að það sé upplagt tækifæri fyrir þá sem vilja líta sér nær og kynnast náttúra, menningu og sögu nágranna okkar og frænda. „Brottfor er 12. júní og ekið sem leið liggur til Seyðisfjarð- ar, gist þar og síðan siglt til Færeyja. Þremur dögum er varið í að skoða eyj- amar af landi og sjó. Á þjóðhátíðardag- inn 17. júní er siglt til Bergen og þaðan lagt upp í hringferð um Vestur- og Suð- ur-Noreg.“ Að sögn Krisljáns er margt fallegt að sjá í Noregi - tilkomumikla firði, dali og fjöll, fallega fossa, jökla og einstakar menningarminjar. Á leið- inni er komið við í Harðangursfirði, Ósló, Lillehammer, Guðbrandsdal, Geiranger og Sognfirði, svo eitthvað sé nefnt. Flug tíl Genf „Við bjóðum líka upp á ferðir til Sviss einu sinni í viku í sumar, frá 14. júní til 17. ágúst. Flogið verður til Genf með svissneska flugfélaginu Crossair.” Kristján segir að Genf henti vel sem upphafsstaður fyrir skoðunarferðir um Evrópu. „Þar era tilkomumiklir og áhugaverðir ferðamannastaðir allt í kring og við aðstoðum fólk eftir bestu getu, útvegum því bOaleigubila og gef- um góð ráð. Einnig höfúm við í undir- búningi einnar viku gönguferð um svissnesku Alpana á svæði sem heitir Bemese Oberland.” -Kip Ævintýraferö um arabalönd / ferðinni verður lögð áhersla á sérstæða menningu landanna, náttúrufyrirbæri og líf fólksins í borgum og sveitum. Forvitnilegir staðir: Sýrland og Líbanon Arabalöndin njóta sivaxandi vin- sælda meðal ferðamanna og á hveiju ári streyma þangað sífellt stærri hóp- ar frá Norðurlöndunum og Þýska- landi. Flugleiðir og Jóhanna Kristjóns- dóttir stefna að því að bjóða ferða- þyrstum íslendingum upp á spenn- andi ævintýraferð tO Sýrlands og Lí- banon í vor ef þátttaka verður næg. Jóhanna hefur farið nokkrar ferðir um þessar slóðir áður, talar arabísku og gjörþekkir svæðið. í ferðinni verð- ur lögð áhersla á sérstæða menningu landanna, náttúrufyrirbæri og líf fólksins i borgum og sveitum. Flogið er tO Libanons og dvalið þar í nokkra daga, Líbanar era fjölbreyti- leg þjóð með margslungna sögu. Þvi næst er farið austur yfir landamærin tO Sýrlands og áð í höfúðborginni Damaskus sem er ein elsta höfuðborg í heimi, í nokkra daga. Farið verður í vikulanga ökuferð um eyðimörkina í norðurhluta Sýrlands og komið við í Homs, Aleppo, Krak og Hamas. Ferðin tekur aOs um sextán daga og verð hennar er um 185.000 krónur. Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við Jóhönnu í síma 551 4017 og fá frekari upplýsingar. -Kip
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.