Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Page 68

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2002, Page 68
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR VWtu spara, vBW P*®8* Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 Arekstravarnir á breytta jeppa Nýlega skilaði starfshópur með fulltrúum frá lögreglunni í Reykja- vík, Vegagerðinni og Umferðarráði umferðaröryggisáætlun fyrir árin 2002-2012. Starfshópurinn telur brýnt að skoða málefni breyttra og upp- hækkaðra bifreiða ofan í kjölinn. Er lagt til að sérstökum starfshópi verði falið að skoða málið í heild og gera tillögur til úrbóta. Að mati hópsins þarf einkum að huga að öllum reglum í þessu sambandi og hvort breytingar stangist að einhverju leyti á við hags- muni umferðaröryggis í landinu. „Má í því efni m.a. benda á þörf undirakstursvamar á breyttar bif- reiðir, eins og gerð er krafa um að til staðar sé á öðrum háum bifreiðum sem lífshættulegt getur verið fyrir fólk á minni bifreiðum að lenda í árekstri við,“ segir í skýrslunni. Nán- ar er fjallað um málið frá öllum hlið- um á blaðsíðu 46 í blaðinu í dag. -NG Hamraborgarmálið: Rannsókn áfram Lögreglan í Kópavogi heldur áfram að rannsaka mannslátið sem átti sér stað í íbúð í Hamraborg í Kópavogi sl. laugardagskvöld. 36 ára karlmaður og 57 ára kona, bæði óreglufólk, sitja í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni grun- uð um að hafa átt þátt í þvi að mað- urinn hlaut áverka sem leiddu til þess að hann lést. Samkvæmt upplýs- ingum DV liggja játningar ekki fyrir en 58 ára húsráðandi hlaut tnnvortis áverka sem leiddu til dauða hans. Konan var úrskurðuð í gæsluvarð- hald til næstkomandi þriðjudags en maðurinn til miðvikudags. Hinn látni hét Valur Amar Magnússon og var til heimilis að Hamraborg 26. -Ótt Heineken sprakk - dósalaust í Ríkinu Helneken Eyöilagðist.í flutningum. Heinekenbjór í dósum er ófáanlegur á útsölustöðum ÁTVR eftir að einn af fossum Eimskipa- félagsins hreppti ofsaveður á Atlants- hafi fyrir skemmstu, Um borð voru fjórir gámar með Hein ekenbjór í dósum og eyðilögðust þrír, dós imar sprungu, láku og eyðilögðust og því var öllu kastað - alls 155 þúsund dósir. „Þetta er skelfilegt og hefur valdið okkur miklu hugarangri," segir Sig urður Hannesson hjá Heinekenumboð inu. Sjá nánar bls. 75 GÓÐUR DROPI í HAFID! Maður á sjö- tugsaldri lést - níunda banaslysið A vettvangi á Kjalarnesi Áreksturinn viö Móa var mjög haröur en fólksbíll og gámabíll, sem kom úr gagnstæðri átt, rákust saman. Ökumaöur fólksbílsins var látinn þegar lögregla kom á vettvang. Þetta var níunda banaslys ársins. Maður á sjötugsaldri lést í árekstri fólksbíls og gámaflutningabíls á móts við Móa á Kjalamesi í eftirmiðdaginn í gær. Tilkynning um slysið barst klukkan 14.15 og þegar lögregla og sjúkralið komu á vettvang var ljóst að ökumaður fólksbílsins var látinn. Hann var einn í bílnum, rétt eins og ökumaður gámaflutningabílsins, sem slasaðist hins vegar ekki. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er talið að ökumaður fólksbilsins, sem ók í átt að Hvalfjarðargöngum, hafi verið að fara fram úr vöruflutn- ingabíl þegar óhappið varð með þeim afleiðingum að hann lenti framan á gámaflutningabílnum sem kom úr gagnstæðri átt. Þjóðvegurinn um Kjalames-var lokaður í um þrjár klukkustundir meðan lögregla var á vettvangi. Umferð var beint um Kjós- arskarð á meðan. Banaslysið í gær var hið níunda á árinu. Athygli vek- ur hvenær vikunnar þessi slys hafa orðið en að meðtöldu þvi sem varð í gær hafa sex orðið á fostudegi. Hin á sunnudegi, þriðjudegi og fimmtu- degi; eitt hvem þessara daga. -sbs Dagskrá ríkisstjórnarfunda ekki gefin upp vegna minnisblaðsins: Viljum meta réttar- áhrif dómsins - segir aðstoðarmaður forsaetisráðherra. Undirstrikar óheiðarleikann, segir formaður ÖBÍ „Menn vilja meta dóminn," sagði Illugi Gunnarsson, aðstoðar- maður forsætisráðherra, um þá ákvörðun forsætisráðuneytisins að hætta að senda út tilkynningar um dagskrá ríkisstjórnarfunda. Sam- kvæmt tilkynningu frá ráðuneyt- inu má rekja ástæðu þessa til dóms Hæstaréttar frá í fyrradag þar sem ráðuneytið var skyldað til að af- henda Öryrkjabandalaginu minn- isblað sem rikisstjómin lét fylgja skipun starfshóps í öryrkjamálinu. Hlugi sagði að mönnum hefði þótt rétt í kjölfar dómsins að gefa ekki upp dagskrá ríkisstjórnarfunda, þ.e. á meðan verið væri að ganga úr skugga um hver réttaráhrif dómsins nákvæmlega væru. Hann vildi ekki segja til um hvort þessi ákvörðun væri nokkuð það sem hugsanlega myndi standa um lengri tima. • Lúðvík Geirsson, framkvæmda- Lúðvík Gelrsson. Garðar Sverrisson. stjóri Blaðamannafélags íslands, sagði að félagið myndi leggjast yfir þessa athugun ríkisstjórnarinnar. Mjög sérstök viöbrögö „Þetta era mjög sérstök viðbrögð og ekki síst þar sem Davíð Oddsson átti einna mestan heiður af því að koma upplýsingalögunum á. Með þeim verða menn að þola að öll gögn sem undir þá heyra séu opin- ber og hingað til hefur það þótt sjálf- sagður hlutur að dagskrá þessara fúnda væri aug- lýst,“ sagði Lúð- vík. Efni minnis- blaðsins var gert opinbert i gær og kemur þar fátt á óvart. Þó fær Hæstiréttur dapra einkunn eins og lesa má í tilvitnuðum orð- um minnisbréfsins: „Að mati þeirra, sem farið hafa yfir dóminn, er hann óskýr og því er nauðsynlegt að fara mjög vandlega yfir hvað hann felur í sér varðandi bóta- greiöslur öryrkja áður en gerðar verða breytingar á bótagreiðslum." Illugl Gunnarsson. Ekki hlutlausir „Minnisblaðið undirstrikar þann óheiðarleika sem einkenndi alla málsmeðferð rikisstjómarinn- ar í kringum öryrkjamálið," sagði Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags íslands, í samtali við DV. „Sú forskrift og óbeinu fyr- irmæli sem birtast í minnisblað- inu, sem samkvæmt dómi Hæsta- réttar er hluti af skipunarbréfi starfshóps Jóns Steinars Gunn- laugssonar, sýnir auðvitað að ekki var verið að skipa hlutlausa og óháða sérfræðinga til að fjalla fag- lega um dóminn og gera tillögur um framkvæmd hans, í þessum hluta skipunarbréfsins kemur meira að segja fram að taka þurfi sérstakt tillit til fjárhagslegra áhrifa dómsins og þess getið sér- staklega aö ekki hafi verið gert ráð fyrir útgjöldum vegna þessa í fjár- lögurn." Ekki náðist í Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmann vegna málsins. -BÞ /sbs Fnjoska yfir tun og garða - sjáum skemmdir ekki fyrr en í vor, segir séra Pétur Þórarinsson í Laufási „Við sjáum ekki fyrr en í vor hvaöa skemmdum áin hefur valdið en mér sýnist nokkuð ljóst að ný, mjög öflug girðing hér á milli bæj- anna er mikið skemmd," segir séra Pétur Þórarinsson, prestur og bóndi í Laufási í Eyjafirði. Hætt er við að Fnjóská hafi valdið umtalsveröum skemmdum í löndum Laufáss og Ás- hóls eftir að áin breytti farvegi sin- um í kjölfar þess að ný brú var gerð yfir ána. Skammt frá Laufási hefur áin brotið sér nýjan farveg rétt neðan brúarinnar. Fer hún þar yfir túnin í Laufási og æðir síðan suður í Séra Pétur Þórarlnsson. kartöflugarða í landi Áshóls og loks þar yfir tún á leið sinni til sjávar. Pétur segir að áin hafi reyndar átt það til á vet- urna að fara nærri þessum farvegi en það hafi aldrei verið neitt í viðlika mæli og núna. Eins og er er is yfir öllu og ekki neinn möguleiki aö sjá hverjar skemmdimar em sem áin hefur valdið en svo gæti farið að talsverðar skemmdir hefðu orðið á túnum í landi Laufáss og Áshóls. Það virðist hins vegar ljóst að skemmdir á girðingum eru umtals- verðar. „Við sjáum ekki skemmdimar allar fyrr en í vor og hvað hægt verður að gera. Ég hef hins vegar engar áhyggjur af því að Vegagerð- in muni ekki gara það sem þarf að gera, við höfum átt ágætt samstarf við vegagerðarmenn og þeir vilja að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Pétur Þórarinsson. -gk Brother PT-2450 merkivélln er komin Mögnuð vél sem, með þinni hjálp, hefur hlutina í röð og reglu. _ Snjöll og góð lausn á óreglunnl. Rafport s Nýbýlavegi 14 • simi 554 4443 • www.rafport.is / / / é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.