Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2002 Fréttir DV Sumarstörfin Þessi kunnuglegu skilti eru farín aö sjást víöa um vegu, enda viögerðir á götum aö hefjast eftir vetrarslitiö. Nú er eins gott aö vera laus við nagladekkin, en háar sektir eru viö því aö vera á þeim eftir 1. maí. Listahátíð í Reykjavík: Uppselt á nokkrar upp- ákomur Mikil eftirspum hefur verið eftir miðum á viðburði Listahátíðar í Reykjavik og þegar er uppselt á nokkra þeirra og aðeins örfá sæti laus á aðra. Segja aðstandendur hátiðarinnar að aldrei í sögu hennar hafi svo mikið ver- ið selt af miðum svo löngu fyrir hátíð sem nú. Hátíðin verður sett í anddyri Borgarleikhússins þann 11. maí, kl. 14. Miðasalan fór á fullt skrið í gær og verður opin alla daga milli kl. 11 og 20. Að því er fram kemur í frétt frá Listahátíð er uppselt á tvenna tónleika sígaunahljómsveitarinnar Taraf de Háidouks og einnig á fyrri tónleika kúbversku tónlistarmannanna Vocal Sampling en fáein sæti laus á seinni tónleika þeirra. Uppselt er á frumsjm- ingu argentínska danshópsins í ís- lensku óperunni en örfá sæti til á hin- ar fjórar sýningamar. Mikið er spurt um miða á klassíska tónlistarviðburði, eins og tónleika rúss- neska flðlusnillingsins unga, Maxims Vengerovs, og sópransöngkonunnar June Anderson. Hrafnagaldur Óðins, sem kom, sá og sigraði í Barbican-lista- miðstöðinni í London í síðustu viku, verður fluttur á stórtónleikum Sigur Rósar, Hilmars Amar og Steindórs Andersens í Laugardalshöll 24. maí, ásamt strengjasveit og kór undir stjóm Áma Harðarsonar. Örfá sæti eru laus á þá tónleika. -sbs Samkeppnishæfni: ísland upp um eitt sæti ísland er í 12. sæti á lista yfir sam- keppnishæfni 49 landa samkvæmt mæl- ingu svissnesku stofnunarinnar IMD. Við síðustu mælingu var ísland í 13. sæti og hækkar því um eitt sæti á milli ára. ísland stendur feti framar Þýska- landi, Bretlandi og Noregi en að baki ír- landi og Svíþjóð svo að nokkur dæmi séu tekin. Bandaríkin eru í efsta sæti sem fyrr en Argentína í neðsta sæti með 26 stig af 100 mögulegum. -ÓTG Ekki eingöngu horaður fiskur fyrir vestan en ótti er við brottkast: Allt að helmingi aflans hent í hafið - steinbítsveiðibátar geta ekki hirt þorsk vegna kvótaleysis Steinbítsveiöar eru enn í fullum gangi fyrir vestan Þaö er þó fleira en steinbítur sem bítur á krókana en vegna kvótaleysis veröa bátar aö kasta meöaflanum í stórum stíl. Tekiö skal fram aö myndin er úr safni DV og viökomandi tengjast á engan hátt brottkastsumræðu á fiski. í samtali við línuveiðisjómann á sunnanverðum Vestfjörðum um helgina kom fram að skiptar skoð- anir eru um hversu illa haldinn fiskurinn sé fyrir vestan. Hann sagði þorsk á miðum báta á Patreks- fjarðarflóa og við Bjargið allavega vera vel haldinn og hann væri full- ur af æti. Hins vegar sagði hann mikil vandræði vera vegna kvóta- leysis bátanna sem nú séu á stein- bítsveiðum og því sé miklu hent af þorski. „Leigukvóti er kominn í 170-180 krónur kílóið auk þess sem nær ekkert framboð er af leigukvóta. Því verður fjölda báta lagt á næstunni." Þessi viðmælandi DV segir að um eða yfir helmingur aflans á stein- bítsveiðunum sé hins vegar gulur þorskur sem erfitt sé að skilgreina sem gráan steinbít þegar komið er að landi. Þar sem kvótann vanti sé þorskinum öllum hent dauðum í hafið aftur. „Það vita þetta allir og það er miklu hent, kannski allt að 40-60% af aflan- um. Ef við komum með þetta í land þá er okkur refsað af yfirvöldum,“ sagði þessi sjómaður að vestan. Hann sagð- ist þó ekki þora að koma fram undir nafni í ljósi brottkastsumræðunnar þar sem hann yrði hreinlega rekinn ef upp kæmist. „Það þarf enginn að vera hrædd- ur við það þó þorskurinn sé horað- ur á Vestfjarðamiðum á þessum tíma árs,“ segir Axel Schiöth, fyrr- um skipstjóri á Runólfl frá Grund- arfirði. „Þetta á kannski ekki síst við Halann og Húnaflóann. Ég þekki þetta mjög vel frá fyrri tíð og það kom fyrir að við þurftum að fara af miðunum út af þessu.“ Axel er hins vegar mjög ósáttur við allt það brottkast á fiski sem tíðkað er í dag. Dauður fiskur úldni í stórum stíl á botninum og það geti ekki verið til góðs. „Þetta er eins og argasti kirkjugarður." Axel var m.a. skipstjóri á Siglfirð- ingi, fyrsta skuttogara islendinga, og segir að þar um borð hafi menn hirt hvem einasta ugga og engu hent. Hann var einnig í átta ár stýrimaður á þýskum togurum og segir að þar hafi heldur engu verið kastað. „Þó sumt væri smátt þá voru þetta allt saman verðmæti. Það ætti algjörlega að banna brottkast á fiski,“ segir Axel Schiöth. -HKr. Fram þjáöir menn Fádæma góö þátttaka var í 1. maí hátíðarhöldunum um allt land og er taliö aö á fímmtánda þúsund manns hafí tekiö þátt í þeim í höfuöborginni þar sem þessi mynd var tekin undir miömunda í gær. Gagnrýni dagsins beindist helst gegn ríkisvaldinu sem sagt er hygla eignafólki á kostnaö launafólks og eins fengu bankarnir aö kenna á því, en stjórnendur þeirra voru í ræöum sagöir halda uppi hávaxtastefnu sem haröast bitni á heimilum landsmanna Bónus sneri frá Árshátíð Bónuss var aflýst í fyrra- kvöld eftir að upp komst að staðurinn hafði ekki tilskilin leyfi til skemmtana- halds. Lögregla stöðvaði skemmt- anahaldið og sagði Jóhannes Jónsson, einn aðaleigenda Bónuss, í samtali við mbl.is að fram- koma lögreglu hefði verið með ólík- indum. Bónusmenn hefðu boðist til að sleppa vínveitingum en ekki hefði verið við það komandi. Bensín á sama veröi Olíufélagið og Skeljungur höfðu í gær ekki ákveðið hvort eldsneytis- verðið breytist á næstu dögum en venja er að félögin gangi í verðbreyt- ingar um mánaðamót. Þetta kom fram í frétt á mbl.is. Kröfur á Visi.is Stjómendur Viðskiptablaðsins hafa sent Femin.is, sem keypti Visi.is á dögunum, bréf þar sem bent er á að Vísir.is skuldaði Viðskiptavefnum, sem rekið hefur viðskiptavefinn á Vísi.is, töluverða fjármuni. Stjóm- endur Viðskiptablaðsins munu ætla að verja hagsmuni sína og krefjast þess að fá kröfur sínar greiddar. Þyrla sótti konu Björgunarþyrla Vamarliðsins sótti slasaða konu í suðausturhlíðum Skjaldbreiðs í gær. Konan hafði setið á gúmmíslöngu sem dregin var af jeppa þegar slysið varð. Hún þeyttist af slöngunni og var talið að hún hefði slasast alvarlega. Hún dvelur nú á Landspítala en meiðsl hennar em ekki talin alvarleg. Yfir Grænlandsjökul Leiðangur þriggja íslenskra fjalla- leiðsögumanna yfir Grænlandsjökul hófst þann 25. apríl. í frétt á mbl.is segir að ætlun mannanna sé að ganga 600 km leið frá þorpinu Isertoq og yfir í Syðri-Straumfjörð á austur- strönd Grænlands. Ráðin dagskrárstjóri Margrét Odds- dóttir, deildarsfjóri menningardeildar Ríkisútvarpsins, hefur verið ráðin dagskrárstjóri Rás- ar 1. Margrét hefur störf um næstu mánaðamót. AUs sóttu sjö um stöðuna og mælti út- varpsráð einróma með ráðningu Margrétar í starfið. -aþ Leiðrétting Þau mistök urðu við vinnslu blaðsins sl. þriðjudag að orð féll út úr fyrirsögn fréttar um Félagsíbúð- ir iðnnema. Fyrirsögn fréttarinnar var „Félagsíbúðir iðnnema í gjald- þrot“ en átti að vera „Félagsíbúðir iðnnema stefna í gjaldþrot“. Beðist er velvirðingar á mistökunum. f ókus E3 Á MORGUN Bráður vandi Félagsíbúða iðnnema til ríkisstjórnar: Ráðherra vinnur að lausn málsins - vissulega byggðamál, segir menntamálaráðherra Tillögur verða lagðar fyrir ríkis- stjóm allra næstu daga um það með hvaða hætti ríkið geti hlaupið und- ir bagga með Félagsíbúðum iðn- nema. DV greindi frá því á þriðju- dag að Félagsíbúðir stefndu að óbreyttu í gjaldþrot. Fjöldi iðnnema, flestir utan af landi, býr í íbúðum eða herbergjum á vegum Félags- íbúða og njóta þar hagstæðra leigu- kjara. Það liggur fyrir að sumir þeirra munu ekki geta lokið námi ef þessarar þjónustu nýtur ekki við. „Félagsíbúðir iðnnema eru sjálfs- eignarstofnun sem hefur um nokkurn tima átt við erfið- leika að stríða,“ segir Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra. „Ráðuneytið hefur verið reiðubúið að koma aö lausn á þessum vandamál- um. Áætlanir um það náðu ekki fram að ganga hjá stofn- uninni á sínum tíma, en nú eru vandræðin greinilega orðin meiri. „Það er verið að skoða með hvaða hætti ríkisvaldið getur komið að þessu máli og ég reikna með að mitt ráðuneyti, í samstarfi við iðnaðarráðuneytið og hugsanlega einnig félags- málaráðuneytið, leggi fram minnisblað um málið í rfkisstjórn annaðhvort fyrir helgi eða strax eftir helgi,“ segir Tómas Ingi en vill ekkert segja um það á þessu stigi hvaða leiðir eru til skoðunar. Ágústa R. Jónsdóttir, stjómarformaður Félags- íbúöa iönnema, hefur sagt að mál þetta snúist um jafnrétti til náms, enda séu iðnnemar utan af landi margir hverjir knúnir til þess að ljúka námi sínu í Reykjavík á með- an framhaldsskólanemar í bóknámi geta lokið námi í heimabyggð og haft þar aðgang að heimavist. Tómas Ingi vill ekkert fullyrða um það hvort í þessu felist mismun- un. „En ástæðan fyrir því að ráðu- neytið hefur viljað koma að málinu er að þetta snertir stöðu iðnnema og er vissulega byggðamál fyrir þá sem þurfa að leita til Reykjavíkur til náms,“ segir menntamálaráðherra. -ÓTG Tómas Ingl Olrich. Púlsinn á próflestrinum 1 í Fókus sem fylgir DV á morgun verður I að fmna ýmis ráð 1' "}* sem koma ættu sér A JM vel í próflestrinum. Spjallað verður við í Mm'iu Þórðardóttur, » unga söngkonu í Versló sem staðið hefúr sig vel í sýningum skólans und- anfarin ár. Stúlkur á leið í hnappheld- una ættu einnig að lesa blaðið því talin eru upp þau atriði sem þær ættu að hafa gert áður en þær ganga upp að alt- arinu. Kikt verður á MH-tískuna, popp- síðan verður svo á sínum stað, sem og Lífið eftir vinnu, sem er nákvæmur leiðarvísir um skemmtana- og menn- ingarlifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.