Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2002 DV _______2 Fréttir Meirihluti iðnaðarnefndar Alþingis með tillögur í byggðamálum: Byggðaþing verði annað hvert ár - ráðherra fagnar málinu en hafnar röksemdafærslu flokksbróður síns Smábátahöfnin á Akureyri. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra tekur vel í hugmyndir sem komið hafa fram hjá meirihluta iðn- aðarnefndar um að ráðherra efni til sérstaks byggðaþings annað hvert ár og í fyrsta sinn eftir tvö ár. Er hugmyndin sú að á byggðaþingi kynni einstök landsvæði stöðu sína og áætlanir í byggðamálum og myndi þessar kynningar og tillögur grundvöllinn að byggðaáætlunum sem settar verði fram sem þingsá- lyktanir á Alþingi. Að sögn Hjálm- ars Ámasonar, formanns iðnaðar- nefndar, er hugmyndin að snúa við þeim ákvörðunarpiramída sem nú er í gangi og virkja hugmyndir frá grasrótinni. Hann bendir á að í dag séu það embættismenn sem semji byggðaáætlanimar sem síðan fari í umræðu og til umsagnar úti í þjóð- félaginu. Með þessu móti mætti hins vegar snúa ferlinu við og ná fram meiri sköpun í tillögugerðina. Hann bendir á að nú þegar hafl t.d. Vestfirðingar og sveitarstjórnar- menn á Norðurlandi vestra lagt fram sínar sérstöku tillögur til hlið- ar við sjálfa byggðaáætlunina sem hafi reynst bæði gagnlegar og afar áhugaverðar. Hér sé því á ferðinni byltingarkennd hugmynd sem ugg- laust myndi setja aukinn kraft í byggðamálin. Hugmyndin er að þessi byggöaþing yrðu haldin i tengslum við ársfundi Byggðastofn- unar og síðan yrði Ríkisendurskoð- un faliö að útbúa sérstaka mæli- kvarða á byggðaþróunina sem unnt væri að mæla árangurinn af starf- inu milli þinga við. Valgerður Sverrisdóttir segist fagna þessari tillögu enda sé hún í samræmi við þá stefnu að búa til eins konar málþing eða ráðstefnu í kringum ársfundi Byggðastofnunar. Hins vegar er hún ósammála þeim rökum sem flokksfélagi hennar og formaður í iðnaðarnefnd færir fyrir þessu og segir að embættismenn séu ekki áberandi við gerð byggöaáætl- unar eins og málin hafi þróast. Þvert á móti sé byggðaáætlun mót- uð undir forustu sérstakrar nefndar sem fari út og leiti eftir hugmynd- um og viðbrögðum víða í samfélag- inu þannig að þar sé afar skapandi ferli í gangi. -BG Hlutabréfin í ÚA: Frestur Eimskips að renna út Frestur sá sem Eimskipafélag ís- lands gaf hluthöfum í Útgerðarfé- lagi Akureyringa varðandi kaup á hlutabréfum þeirra í skiptum fyrir hlutabéf í Eimskip, rennur út 8. maí. Frá því hefur verið greint á heimasíðu ÚA að í framhaldi af kaupum Eimskips á yfir 50% hlut í félaginu og áætluðum frekari kaupum í tengslum við tilboð Eim- skips til hluthafa i ÚA, sé stefnt að því að taka bréf ÚA af skrá Verð- bréfaþings. Það þýðir að ekki verð- ur unnt að eiga viðskipti með bréf ÚA á Verðbréfaþingi sem aftur hefur í for með sér að örðugra verður en áður að eiga viðskipti með bréfm. Búnaðarbanki íslands hefur um- sjón með tilboðinu fyrir hönd Eim- skips. Fram hefur komið að gengi hlutabréfa i tilboði Eimskips er 7,2 fyrir hverja krónu nafnverðs hlutabréfa í ÚA og verða bréfin greidd með afhendingu nýrra hluta í Eimskip á genginu 5,5. -gk Evrópsk könnun: islenskir við- skiptavinir næstánægðastir Island varð í öðru sæti í evrópsku ánægjumælingunni en hún mælir ánægju viðskiptavina helstu fyrir- tækja í nokkrum atvinnugreinum. Sið- ast varð ísland í þriðja sæti en stendur nú aðeins Finnlandi að baki. Munur- inn á löndunum er þó ekki marktæk- ur. Könnuð var ánægja með fjórtán ís- lensk fyrirtæki í eftirfarandi flokkum: bankar og sparisjóðir, farsímafyrir- tæki, framleiðendur gosdrykkja, fram- leiðendur kjötáleggs, tryggingafyrir- tæki og heimilissímaþjónusta. Ölgerðin Egill Skallagrfmsson kom best út úr íslenska hluta könnunarinn- ar með 77,6 stig af 100 mögulegum. Ali (Síld og fiskur) fylgdi fast á eftir. Far- simafyrirtækin koma illa út úr könn- uninni; Tal lenti í neðsta sæti íslensku fyrirtækjanna og Sfminn GSM í þriðja neðsta sæti. Um framkvæmd mæling- arinnar hér á landi sá íslenska ánægju- vogin, félag í eigu Samtaka iðnaðarins, Stjórnvísi og Gallups. -ÓTG ............. Dekk veldu aðeins það besta ■ ■ Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns • Reykjavík Nesdekk • Seltjarnarnesi Dekk og smur • Stykkishólmi Léttitækni • Blönduósi Höldur • Akureyri Bílaþjónustan • Húsavík Smur og Dekk • Höfn Hornafirði IB Innflutningsmiðlun • Selfossi UmboösaOilar: Sími 590 20Ó0 www.benni.is Esso-stöðinni Reykjavíkurvegi Hfj. • Kaupvangsstræti Akureyri • Hafnargötu Keflavík • Varnarstöðinni Keflavíkurflugvelli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.