Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2002 PV_______________________________________________________________________________________________________Innkaup Heiðar Jónsson snyrtir að kynna fyrir Nina Ricci hér á landi: Gaman að vera sköllótt flugfreyja Snyrting og hirða Þeir sem lögðu leið sina í snyrtivöru- deild Hagkaupa i Kringlunni um síð- ustu helgi urðu margir varir við kunn- uglegt andlit sem þar var við kynningu á nýjum herrailmi frá Nina Ricci. Heið- ar Jónsson snyrtir er í stuttu stoppi hér á landi, en hann hefur búið í Bret- landi í nokkur ár, og notaði hann tím- ann til að aðstoða vinkonu sína, Rósu Matthíasdóttur í Gasa, við kynning- una. Heiðar hefúr verið að vinna sem flugþjónn hjá Atlanta en segir að eftir 11. september hafi flugvinnan verði stopuili en áður. Því hafi hann tekið að sér kynningar hjá ýmsum snyrtivöru- verslunum í miðborg Lundúna og líkar honum það vel. „Ég get samt ekki hugs- að mér að hætta í fluginu, það er svo gaman að vera sköllótt flugfreyja." Hann hefur ekki komið hingað heim síðan í júlí. „Ég á lítið bamabam úti í Englandi og hún er svo dugleg að tala íslensku að við feðgamir gáfúm henni ísiandsferð svo hún gæti æft sig enn betur. Þegar Rósa frétti að ég væri á leiðinni greip hún mig glóðvolgan í kynningu á nýja herrailminum." Heið- ar segist hafa gripið það tækifæri opn- um örmum. „Ég hef unnið fyrir Nina Ricci áður og er sérstaklega spenntur fyrir því húsi núna. Það er svo margt spennandi að gerast hjá því fyrirtæki. Um árabil var það ekki rekið sem alvöru tísku- hús, var meira í ilmvötnum og fylgi- hlutum en svo réðu þeir nýjan fata- hönnuð og hafa brillerað síðan þá. Eins Penninn skrifstofumarkaður með hönnunardaga: Skrifstofa framtíðarinnar Fleiri hönnuðir verða til sýnis á hönnunardögunum, þar á meðal Al- berto Meda, Alvar Aalto, Antonio Citterio, Philippe Starck og Herbert Ohl. íslenskri hönnun verða einnig gerð góð skil og til sýnis verða verk Gunnars Magnússonar, Péturs B. Lútherssonar og Tinnu Gunnars- dóttur. Einnig verða til sýnis hjá Penn- anum Kyocera-Mita ljósritunarvél- ar og prentarar, hvort tveggja hann- að af Porche Design Studio. Af því tilefni verður glæsilegur Porsche- sportbíll til sýnis fyrir framan versl- un Pennans. Þá verða nýjustu bæk- ur og tímarit um hönnun kynnt sér- staklega meðan á hönnunardögun- um stendur. -hlh Hönnun Heiðar snyrtir í heimsókn Heiðar Jónsson kynnti nýjan herrailm frá Nina Ricci í Kringlunni. Meö honum á myndinni eru Rósa Matthíasdóttir, eigandi heildverslunarinnar Gasa og Elín Rósudóttir söiustjóri. vakti Premiere de Jour dömuilmurinn þeirra mikla athygli í fyrra og nú koma þeir með Memorie d’Homme á markað. Við erum svo heppin að fá að kynna þennan ilm fyrst allra utan Parísar og því má segja að um heimsfrumsýningu sé að ræða. Memorie d’homme er ekki dæmigerður tiskuilmur, heldur er þetta ilmur fyrir alvöru karlmenn á öll- um aldri, hlýr og kynþokkafúUur.” Heiðar segist hafa fengið góðar við- tökur hér á landi. „Ég hélt að aUir væru búnir að gleyma mér, enda er ég orðinn gamaU, feitur og ljótur,” segir hann og hlær. „En það er eins og ég hafi aldrei farið neitt." Hann segist þó ekki vera að flytja heim í bráð. „Ég er búinn að fá smjörþefmn af hinum stóra heimi og llkar vel það líf en ég sé það fyrir mér að ég geti komið hingað ann- ars slagið og unnið við svona kynning- ar, það er aUtaf skemmtilegt." -ÓSB Penninn skrifstofumarkaður stendur fyrir hönnunardögum 3.-17. maí í verslunum og sýningarsölum við HaUarmúla. Á hönnunardögun- um verður nýja íslenska skrifstofu- línan, Flétta Plús, sýnd ásamt því nýjasta frá erlendum birgjum. Formleg opnun hönnunardag- anna verður fostudaginn 3. maí kl. 17. Þá mun hönnuður Fléttu Plús, Valdimar Harðarson arkitekt, kynna línuna. Nútíma vinnuum- hverfl þarf að bjóða upp á hreyfan- leika, sveigjanleika og möguleika tU samnýtingar og fer Valdimar yflr þá möguleika sem Flétta Plús býður upp á. Fatahengi 2.950 Borð og 6 stólar TvaBr stakkanir fyigja Við erutn » isi Wlálningar DRtVEGl 18 t.Kópavogt Dalvegi 18 • Sími 554 0655 Opið:Virka daga 12-19 Lau. 12-18 • Sun. 12-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.