Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 2. MAl 2002 FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2002 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjórí: Hjalti Jónsson Aöalritstjórí: Óli Björn Kárason Ritstjórí: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíó 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Rltsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akurayri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og 1 gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim. Tvö góð mál Alþingi hefur á síðustu dögum samþykkt tvö frumvörp að lögum sem horfa til framfara - eru skynsamleg þó ekki ráði þau i neinu úrslitum um framtíð íslensks efnahags- lífs. Annars vegar hefur Alþingi samþykkt að leggja niður Þjóðhagsstofnun og hins vegar að selja 30% hlut rikisins í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Nokkuð harðar deilur hafa verið um framtíð Þjóðhags- stofnunar síðustu mánuði og hefur stjómarandstaðan gert ítrekaðar tilraunir til að gera hugmynd forsætisráðherra um að leggja stofnunina niður tortryggilega. Helst hefur mátt skilja á þingmönnum stjórnarandstöðunnar að tilvist Þjóðhagsstofnunar væri nokkurs konar náttúrulögmál og að það heföi alvarleg efnahagsleg áhrif að leggja niður stofnunina. Ekkert er fjarri lagi. Hugmyndir um að leggja niður Þjóðhagsstofnun eru langt frá þvi að vera nýjar af nálinni. Deilur um stofnun- ina hafa staðið i nær tvo áratugi þó ekki haft oft verið hart deilt. Þjóðhagsstofnun er barn síns tíma þegar hag- skýrslugerð og þekking á efnahagsmálum var takmörkuð hér á landi. Staðan er gjörbreytt i dag. Hagsmunasamtök, íj ármálastofnanir og opinberar stofnanir stunda itarlegar efnahagslegar rannsóknir. Það má aldrei lita á opinberar stofnanir sem náttúrulög- mál heldur er nauðsynlegt að spyrja áleitinna spurninga hvort starfsemi þeirra sé nauðsynleg og þá hvort hægt sé að koma verkefnum þeirra fyrir með öðmm hætti. Meiri- hluti Alþingis svaraði þessari spurningu um Þjóðhags- stofnun af skynsemi. Ákvörðun um að selja hlutabréf ríkisins i Steinullar- verksmiðjunni er skynsamleg og i takt við stefnu rikis- stjómarinnar um að ríkið dragi sig út úr almennum rekstri. í byrjun 21. aldarinnar er það furðulegt að rikið skuli enn taka þátt í rekstri verksmiðja með þeim hætti sem gert hefur verið. Hins vegar er það umhugsunarvert að enn skuli vera á þingi talsmenn þess að ríkið taki þátt í atvinnurekstri. Þingmenn Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins voru andvígir sölunni og vildu raunar fremur auka hlut ríkisins. Gallinn við frumvarpið um Steinullarverksmiðjuna, sem nú er orðið að lögum, er ákvæði um að nýta hluta kaupverðsins til sérstakra aðgerða i samgöngu- og at- vinnumálum í Skagafirði. Vera kann að nauðsynlegt sé að styrkja þessa innviði í Skagafirði, en það má aldrei gera með þvi að binda það við sölu á hlutabréfum í fyrirtæki sem er að hluta eða öllu leyti í eigu ríkisins. Slík hug- myndafræði leiðir menn fljótlega á villigötur. Vaxtalcekkun Bankastjórn Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti bankans um 0,3%. Þetta er i annað skiptið á rúmum mán- uði sem Seðlabankinn ákveður að lækka vexti. Vaxtalækkun Seðlabankans staðfestir enn frekar þann árangur sem náðst hefur í baráttunni við verðbólgu og rennir frekari stoðum undir nýja framsókn í íslensku efnahagslífi. Ekkert bendir til annars en að forsendur séu til að vextir hér á landi lækki enn meira á komandi vik- um og mánuðum. Raunvaxtastig er enn of hátt. Seðla- bankinn hefur á undanförnum mánuðum farið sér hægt við að losa tökin á peningamálum - hægar en margir telja eðlilegt. En ferli vaxtalækkana er hafið og það gefur stjórnend- um fyrirtækja og launafólki tilefni til aukinnar bjartsýni. Lægri vextir samhliða sterkri stöðu íslensku krónunnar er nauðsynlegt fóður fyrir góðum hagvexti á komandi misserum. Óli Bjöm Kárason DV Skoðun 4 Háskóli Hagnýting rann- sóknamiðurstaðna hefur verið ofarlega á baugi innan háskóla- samfélagsins undanfar- in misseri. Rannsókna- þjónusta Háskóla ís- lands hefur komið að því verkefni frá ýms- um hliðum. Nýsköpun er lykilorð í samfélag- inu í dag. Að sjálf- sögðu er unnið að því að betrumbæta „grunngreinamar" með nýrri og bættri tækni. Við veiðum áfram fisk og verkum betur en flest- ir aðrir og nýtum okkar sérstæðu auðlindir í orku og náttúm. „Hrein“ nýsköpim er hins vegar sífellt að færast í aukana. Þá eru nýjar hug- myndir þróaðar og hagnýttar án þess að það rekist á það sem fyrir er. Mörg fyrirtæki sem mikið kveður að í dag eru að vinna á sviðum sem ekki voru til áður. Verðmætasköpun- in er sprottin úr sjálfri hugmyndinni sem verið er að vinna með. Þetta skapar umhverfí sem hvetur vísinda- menn, uppfinningamenn og frumkvöðla til dáða. Fjárfestar og atvinnulíf Fjárfestar sýna vísindasamfé- laginu eðlilega aukinn áhuga við þessar aðstæður. Sama á við um stór og lítil fyrirtæki á hinum ýmsu sviðum. Það er hins vegar lítil hefð fyrir samskiptum þess- ara aðila og fáar skýrar reglur um þau innan háskólasamfélags- ins. Það hefur því verið verkefhi Rannsóknaþjónustunnar að liðka fyrir, enda er stofhunin vel í stakk búin til þess. Hún er i stöðugu sambandi við aðila úr fjármálaheiminum og atvinnulífmu og getur komið á þeim tengslum sem þarf. Þetta eru visindamenn famir að nýta sér í síauknum mæli. Á vettvangi Háskóla íslands er veriö að undirbúa tillögm- að reglum um hugverkarétt og þar með hagnýt- ingu rannsóknamiðurstaðna starfs- manna skólans og stofnana hans. Þær munu taka til einkaleyfa, stofn- unar fyrirtækja og samninga við að- ila utan skólans. Mikil þörf er á ramma fyrir þetta samstarf sem allir Gunnar M. Gunnarsson verkefnisstjóri Rannsókna-. þjónustu H.l. og hagnýting geta sætt sig við. Frum- kvöðlar fá síðan ráðgjöf ef kemur til einkaleyfisum- sókna, samninga um nýting- arleyfi, svo ekki sé talað um stofhun fyrirtækis. Háskóli - atvinnulif Aðstoð Rannsóknaþjón- ustunnar við frumkvöðla innan Háskóla íslands mið- ast við að sinna þörfum hvers og eins. Að mörgu er að hyggja þegar hrinda á góðri hugmynd í fram- kvæmd og koma afurð eða tækni á markað. Hverjir verða samstarfsaðilar, hvemig á að fjármagna þetta, hvaö með einkaleyfi, hvar á að vinna þetta, hvemig kemur Háskóli ís- lands að þessu? Þetta eru aöeins örfáar spurningar sem þarf að svara. Hér er lögð áhersla á að vinna í stuttum, öruggum skrefum. Fyrir flesta vísindamenn er þetta gríðarlegt stökk og margir fá „akademiskt" „Aðstoð Rannsóknaþjónustunnar við frum- kvöðla innan Háskóla íslands miðast við að sinna þörfum hvers og eins. Að mörgu er að hyggja þegar hrinda á góðri hugmynd í framkvœmd og koma afurð eða tœkni á markað.“ - Blaðamannafundur um fyrir- hugað þekkingarþorp HÍ. samviskubit. Það er þó ástæðulaust því með öllum þeim tólum sem til eru í dag má hrinda hugmynd- inni í framkvæmd án þess að vísindamaðurinn um- tumi öllu hjá sér. Háskól- inn nýtur áfram krafta hans, en verkefnið öðlast „sjálfstætt líf'. Framlag Háskóla íslands til atvinnu- og samfélags- þróunar er gríðarlega mik- ilvægt. Það átak sem Rann- sóknaþjónusta Háskólans hefur staðið fyrir sýnir ótvírætt að mikil gróska er innan skólans og þar era margar hugmyndir sem eiga erindi út í atvinnulíflð. Þegar Háskóli íslands getur af sér eitt eða tvö sprotafyr- irtæki á ári, eins og reynd- in hefur verið síðustu árin, er hann kominn með svip- aðan árangur og margfalt stærri háskólar erlendis. Það er talsverð hvatning og verðugt framtak á nýrri öld. Gunnar M. Gunnarsson j Ræðum Evrópumál Það er víst best að byrja þessa grein á syndajátningu. Ég hef staðið mig að því að vera sammála forsæt- isráðherra, ég tel sem sé, eins og sá góði maður, að íslendingar hafi ekk- ert í Evrópusambandið að gera. Sem betur fer skilur þar með okkur, ég er ekki sammála forsætisráðherra um nokkum skapaðan hlut annan og ég er alls ekki sammála honum um að það sé óþarfi að ræða Evrópumálin eins og hann hefur stundum fullyrt. Þvert á móti, ég tel brýna nauðsyn bera til að ræða þau mál öll og í sem víðustu samhengi. „Kostir aðildar" Fram að þessu hafa fylgismenn Evrópusambandsins nær einokað þessa umræðu og gert það svo ræki- lega að þeir hafa með góðri sam- visku getað bent á andstæðinga sína og sagt: „Þetta fólk hefur ekkert fram að færa málstað sínum til framdrátt- ar ef frá era talin geðvonskúköst og upphlaup forsætisráðherra.“ Það kemur þvi engum á óvart að í þess- ari „umræðu" hefur aðeins verið klifað á því sem fylgismenn sam- bandsins kalla „kosti aðildar", ókost- imar hafa verið léttvægir fundnir eða hreinlega ekki nefndir. Stórhluti af því sem fram hefur komið um galla aðildar er frá hægri mönnum komið og einkennist af því sem á þeirra máli heitir að afsala sér fullveldi. Þegar nánar eru kafað ofan í þá orðræðu kemur i ljós að afsal á fullveldi þýðir venjulega að almenn- ingur öðlist einhver réttindi sem for- sætisráðherra og hans nótum hugn- ast ekki eða þá að íslensk stjómvöld sitja uppi með einhverjar skyldur sem þau telja ekki í sínum verka- hring. Þegar öllu er á botninn hvolft stendur hinn almenni áheyrandi því uppi með þá tilfinningu aö það þurfl kannski ekki svo mikið til að Sjálfstæðisflokkurinn láti af andstöðu við Evrópu- sambandið og sæki um inn- göngu í aðdáendaklúbbinn til Össurar og Halldórs. Mér segir svo hugur mn að það myndi duga til, að LÍÚ for- ystan fengi tryggingu fyrir því að hún gæti um nokkurt skeið sukkað óhindrað með sinn gjafakvóta og að íslenskt atvinnulif væri undanþegið helstu félagsmála- pökkum Evrópusambandsins eins og Bretland. Kerfisbundna umræðu Þaö er kominn tími til að andstæð- ingar Evrópusambandsins reki af sér slyðruorðið og hefji kerfis- bundna umræðu um það sem allt of lítiö hefur verið rætt hérlendis, aðra galla á Evrópusambandinu en þá sem tengjast skerðingu fullveldis. Af nógu er að taka. Til dæmis mætti byrja á þeirri staöreynd að Evrópu- bandalagið er í grunninn samsteypa nokkurra ríkustu auðvaldsríkja í heimi og aðalhlutverk þess er að sjálfsögðu að tryggja hagsmuni þeirra valdablokka sem þar ráða lög- um og lofum. Það væri heldur ekki úr vegi að rekja í örfáum orðum hvemig þessar einkavinaklúbbar hafa kerfísbundið beitt tæknihindr- unum til að útiloka vörar frá lönd- um þriðja heimsins frá mörkuðum sínum um leið og settar eru á stól- ræður um frjáls viðskipti og Bandaríkjamenn og Jap- anir skammaðir fyrir vemdartolla og annað fú- bjakk. Það væri heldur ekki úr vegi að andstæðingar bandalagsins rektu hvemig svonefnd félagsmálalöggjöf hefur allt of oft reynst vera eins og gatasigti sem óprúttnir spekúlantar með aðstoð sérfræðinga hafa getað þrætt sig í gegnum eftir geðþótta. Svipaða sögu er því miður einnig að segja um ýmsa þætti í umhverflslöggjöf bandalagsins. Verk fyrir vinstri menn Hópar innan verkalýðshreyfingar- innar hafa haldið kostum aðildar mjög á lofti. Því miður læðist að manni sá granur að þetta fólk telji að með aðild að Evrópusambandinu leysist flest vandamál hreyftngarinn- ar. Ef þeir í Garðastræti séu eitthvað að ybba gogg sé bara að kæra til Brussells og þá verði öllu kippt í lið- inn. Það væri því ekki úr vegi að rifja upp eina eða tvær hrakninga- sögur af réttindamálum verkafólks innan stofnana Evrópubandalagsins. Allt of oft hefur félagsmálalöggjöf sambandsins því miður reynst lítið annað en súkkulaðihúðuð drullukaka. Þessa þætti málsins mætti gjama draga líka fram í dagsljósið við hlið- ina á „kostum aðildar". Þar hafa andstæðingar sambandsins á vinstri væng stjómmálanna verk að vinna. Guðmundur J. Guðmundsson kostum aðildar mjög á lofti. Því miður læðist að manni sá grunur að þetta fólk telji, að með aðild að Evrópusambandinu leysist flest vandamál hreyfingar- innar. “ - Miðstjómarfundur hjá ASÍ. Guömundur J. Guðmundsson sagnfræöingur Spurt og svarað Er hugarfar islenskra neytenda að breytast?_________________________ Ummæli Nú heldur góðærið áfram „Það er alveg merki- legt að um leið og stjómvöld brýna fyrir kjósendum að sýna að- hald, borga niður lán og bíða með allar meiri- háttar framkvæmdir til að ná niður verðbólgu, þá láta þau eins og það sé ekkert mál að skrifa upp á tuttugu milljarða lán fyrir einkafyrirtæki sem enginn veit hvem- ig muni vegna i framtíðinni. Það er heldur ekkert mál að skrifa brosandi upp á tónleikahöll fyrir sex milljarða króna. Með þessu er verið að segja fólkinu i landinu að við séum á góðu róli; það sé engin ástæða til að óttast, höldum bara áfram að eyða. Þegar ríki og borg taka ákvörðun sem þessa hefur hún gríðarleg áhrif á fólk því túlka má framkvæmdagleðina á þann hátt að nú haldi góðærið áfram eins og ekkert hafi ískorist." Elín Albertsdðttir í Vikunni. Úr langhlaupi í spretthlaup „Áberandi er hversu störfin á Alþingi núna fara fram hjá fólki og flokkamir ná ekki að skerpa þar sýn á sina flokka til hagsbóta fyrir frambjóðendur í sveita- stjómum. Sjálfstæðismenn njóta vita- skuld forustu flokksins í ríkissfjórn en Framsókn hefur ekki markað sér sérstöðu í stjómarsamstarfinu sem er mikilvægt fyrir frambjóðendur til sveitastjóma. Samfylkingin getur vel við unað með Ingibjörgu Sólrúnu mjög svo áberandi í Reykjavík. Stjóm- mál em að breytast úr langhlaupi í spretthlaup. Síðustu tvær vikumar ráða úrslitunum og framganga foringj- anna og trúverðugleiki þeirra skilur milli sigurs og ósigurs." Ágúst Einarsson á heimasíðu sinni. Jónína Benediktsdóttir íþróttafrœöingur: Aðhald og lík- amleg efling „Mér finnst ég vissulega sjá þess merki í þjóðfélaginu, æ fleiri sjást með Bónuspoka á gangi. í dag þurfa allir að spara og raunar er hollt að hugsa þannig. Ekki dugir að eyða endalaust um efni fram. Sjálf er ég mjög inni á þessu og reyni að beita vissu aðhaldi í heimilisbókhaldinu við þessar kringumstæður. Einnig verð ég var við að fólk hugsar meira um sjálft sig og að vera í góðu formi líkamlega, nú á samdráttartímum. En þótt margir hafi nú minni peningum úr að spila má ekki hræða fólk með einhverju krepputali.“ Gísli Sigurbergsson, kaupmadur í Fjarðarkaupum: Kjúklingur en ekki nautakjöt „Ég gæti trúað aö keppinautar okkar hjá Baugi sem eru með allar tegundir verslana finni meira fyrir sveiflum sem eru á markaðnum á hverjum tíma. Nú þegar aðeins kreppir að verslar fólk ódýrar, rétt eins og gerðist á samdráttarárunum upp úr 1990. Við í Fjarðar- kaupum höfum kappkostað aö vera alltaf ódýrir og fmn- um helst fyrir sveiílunum á þann veg að fólk velji ódýr- ari vörur, það er kaupi t.d. kjúkling í helgarmatinn en ekki nautakjöt. Fólk vill með öðrum orðum halda fast í budduna og borga lágmarksverð fyrir vöruna, en ekki fyrir einhverja sérstaka persónulega þjónustu sem sum- ar verslanir segjast veita en er umdeilanlegt hvort sé meiri eða befri en þar sem vöruverð er lægra.“ Katrin Ólafsdóttir, Þjóðhagsstofnun: Sést í neyslu- könnunum „Þetta er nokkuð sem hefur sést til að mynda í neyslukönnun- um Hagstofunnar, til dæmis við- víkjandi matvöruverð og bensín. Þessar kannanir eru grundvöllur að vísitölumælingum þeim sem Hagstofan gerir og rauða strikið svoneöida miðast við þá mælingu. Á síðasta ári hélst innflutnings- verð á matvöru í hendur við gengisbreytingar sem bendir ekki til þess að verið sé að flytja inn ódýr- ari matvörur. En vissulega getur þetta hafa breyst síðan, enda er breytingin nokkuð sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum. Almennt held ég þó að þetta haldist i hendur við að fólk beitir aðhaldi hjá sér á öllum sviðum nú um stundir." Ólafiir Hauksson, blaðamaður: Klárlega við- horfshreyting „Viðhorfsbreytingin er klár- lega í þessa áttina og er orðin mælanleg í helstu hagstærðum. Hún sýnir sig meðal annars í því hvað verslun hefur aukist verulega í Bónus, Nettó og Krón- unni. Ég hef séð könnun sem sýnir að um fjörutíu prósent þeirra sem hæst hafa launin gera aðal matarinnkaupin í lágvöraverðsverslunum, sem segir okkur að þær verslanir hafa orðið betri hvað varðar gæði og þjónustu. Ég tel að þessi breyting á verslunarháttum þjóðarinnar risti nokkuð djúpt og sé komin til að vera.“ Ýmslr greina nú þá breytingu aö fólk veljl ódýrari vörur og verslanir, sem aftur ætti aó stuöla að lægri veröbólgu og góðum vísitölumælingum. Baugur er aö loka sinnl síöustu Nýkaupverslun, sem nú veröur Hagkaup og selur ódýrt. Aukning tekna af þorski Nýlega hefur farið fram svokallað togararall Haf- rannsóknastofriunar til að kanna ástandið á þorskin- um í dág. Samkvæmt frétt af rallinu á textavarpinu 18. apríl sl. er „lítið af þorski eldri en 5 ára“ á miðunum. Árgangar þorsks 1997-2000 „era allir í meðallagi". Þorskárgangur siðasta árs á íslandsmiðum „virðist mjög lélegur" skv. fréttinni. Á venjulegu máli þýðir þetta aö enn er þorskurinn í sjónum hér við land ekki útdauður en menn era samt á góðum vegi með að klára hann alveg, sérstaklega stóru frystitogaramir. Klára sein- asta þorskinn ef 200 milljarða skuld útgerðarinnar verður haldið gang- andi með þvi. Kaupum upp togarana Það gæti verið ágæt byijun á því verki að endurreisa þorskstofninn, að kaupa upp einhverja frystitogara og hreinlega leggja þeim við bryggju. Nýlegt togararall segir okkur að í dag sé „lítið af þorski eldri en 5 ára“ á miðum togaranna. Þama hefur því allur sæmilega stór þorskur hrein- lega verið hreinsaður upp að mestu af stóra toguranum. Þeir hafa því ekkert lengur út á togmiðin að gera þar sem nær allur afli þeirra núna er smærri þorskur sem fær þá ekki tækifæri til að vaxa upp og skapa eðlilegan og hæfilega stóran hrygn- ingarstofn. í sambandi við þorskinn era stóru togaramir þessa dagana að éta smátt og smátt upp útsæðið sem aldrei hefur verið talin góð fjármála- speki, sbr. að þorsk eldri en 5 ára vantar að mestu. frystitogarana og netabát- ana í aðalhlutverki. Þegar nánast allur þorskur eldri en 5 ára er horftnn af tog- miöunum er tími til kom- inn að leggja alveg stóra togurunum og fækka net- um. Því fleiri togmurn sem lagt er því betra. Með Norðmönnum? Svo allt sé ekki svart í þessari kjallaragrein þá ættum við að óska eftir því við Norðmenn að fyrirhug- aö eldi á þorski í kvíum verði fram- kvæmt af Norðmönnum og íslend- ingum sameiginlega á næstu áram. Þetta væri liður í því að breyta EES- samningi okkar og Norðmanna í nánara efnahagsbandalag. Það gæti haft marga kosti sem vonandi verða ræddir. Vistvænar veiðar Það getur verið stutt í það að allur þorskur við ísland verði veiddur með nýjum veiðarfærum sem gætu skilað fiskinum lifandi og óskemmd- um um borð í fiskiskipið. Þá væri allur smáþorskur og jafnvel hálfgerð þorskseiði flutt lifandi í land og alin þar áfram i kvíum. Lúðvík Gizurarson hæstaréttariögmaður í stað áframhaldandi eyðilegging- ar á þorskstofninum, sem nýlegt tog- ararall sannaði svo vel, kæmi nýr og stærri þorskstofn og meira og meira kvíaeldi á þorski sem fluttur væri lifandi að landi sem smáþorskur. Tekjulausar núverandi þorskveið- ar. Það er einfalt fjárhagsdæmi að nú- verandi þorskveiðar við ísland era í raun reknar með stóru fjárhagslegu tapi. Nefna má dýr skip og mikla skuldasúpu útgerðar. Meira og meira er gengið á stærð íslenzka þorskstofnsins og hann nálgast hreina eyðileggingu og niðurbrot. Rétta verður þorskstofninn af. Stór þorskstofn yrði okkar langstærsta auðlind og gæti ásamt eldi á smáþorski í kvíum gefið sam- tals nægar nýjar útflutningstekjur til að hefja niðurgreiðslu og lækkun er- lendra skulda okkar. Það segja auð- vitað allir í dag að þetta séu tómir draumórar en gæti að mati greinar- höfundar samt alveg orðið raunvera- leiki á næstu árum með réttri stjóm þorskveiða sem léti þorskstofninn vaxa og stækka. Við tækjum einnig upp þorskeldi í kvíum - Verður það gert með Norðmönnum innan EES- samningsins? Lúðvík Gizurarson Hver kaupir togarana? Við þurfum að stofna auðlindar- sjóð sem hámarkaði arð af þorsk- stofninum en greiddi um leið eigend- um fiskimiðanna, fólkinu í landinu, hæfilegan arð, t.d. fengju allir frían fisk i soðið, greiddan af auðlindar- sjóðnum. Tekjur kæmu í sjóðinn af leigu veiðiheimilda. Lagt er til að auðlindarsjóðurinn kaupi á næst- unni upp einhveija frystitogara og leggi þeim síðan hreinlega til að draga úr frekari og áframhaldandi eyðileggingu þeirra á þorskstofnin- um við ísland. Ef ekkert er að gert heldur eyði- leggingin á þorskinum áfram með „Það getur verið stutt í það að allur þorskur við ísland verði veiddur með nýjum veiðarfœrum sem gœtu skilað fiskinum lifandi og óskemmdum um borð í fiskiskipið. Þá vœri allur smáþorskur og jafnvel hálfgerð þorskseiði flutt lifandi í land og alin þar áfram í kvium.“ j-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.