Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2002 DV • Tilvera lí f iö H F T I R V I II II IJ Fyrirlestur Aí Arkitektafélag íslands heldur í kvöld fyrirlestur í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu kl. 20. Fyrirlesari er Morten Schmidt, aðalhönnuður 250 manna íbúðaþyrpingar í Skuggahverfinu, sem byrjað verður á nú í haust. Samkoman er hluti af fyrir- lestrarröð sem AÍ hefur staðið fyrir að undanfömu. •T ónleikar ■ KK MEÐ TÓNLEIKA j NESKAUPSTAÐ Hinn góðkunni tónlistarmaður Kristján Kristjánsson, KK, verður með tónleika í Egilsbúð á Nes- kaupstað í kvöld. Þar mun hann fara sínum fimu höndum um gítarinn eins og honum einum er lagið. ■ VILLILÚÐUR LEIKUR PJASS í HLAÐVARPANUM Hljómsveitin ViUiIúður mun í kvöld leika framsækinn djass á djassklúbbnum Múlanum í Hlaðvarpanum. Hljómsveitina skipa þeir Jóel Pálsson, Agnar Már Magnússon, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Eric Quick. Á efnisskránni eru verk eftir Billy Sratyhom sem er einna þekktastur fyrir samstarf sitt við snillinginn Duke Ellinton sem endist í 40 ár. Eftir hann liggja um 200 hljóðrituð verk sem hann samdi eða átti þátt í að skapa. Tónleik- arnir hefjast kl. 21 og miðaverð er 1000-kall en 500-krónur fyrir námsmenn, eldri borgara og ör- yrkja. Athygli skal vakin á þvi að ekki er tekið við kortum í miða- sölunni. ■ FIMMTUDAGSFORLEIKUR HINS HÚSSINS í dag sem og aðra fimmtudaga stendur Hitt húsið fyrir tónleikum undir yflrskriftinni Fimmtudagsforleikur Hins húss- ins. í dag koma hljómsveitirnar Coral og Man fram. Sú fyrri hefur verið starfandi í tæp tvö ár og hefur helst unnið sér það til frægðar að eiga lag í kvikmyndinni Gemsar. Sú síðari er alfarið skipuð stúlkum sem leika eðal rokktónlist á íslenskan máta. Fjörið hefst á Loftinu, nýju húsnæði Hins hússins að Pósthússtræti, kl. 20 og standa þeir í rúma tvo tima. •Leikhús ■ VIBOINÍA WOOLF? í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið leikverkið Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eftir Edward Albee. Martha og George bjóða ungum hjónum í eftirpartí en eftir því sem lengra líður á nóttina verður ljóst að hér er ekki um neitt venjulegt heimboð að ræða. Magn- þrungið verk um grimmileg átök sem er jafnframt eitt frægasta leik- rit tuttugustu aldarinnar. Sýningin hefst kl. 20 en miðapantanir eru í síma 551 1200. •Sýningar ■ C.U.RRICULUM VITAE I QALLERÍI $ÆVARS KARL5 Sýningu myndlist- armannsins Rebekku Ránar Samper á verkum sínum í Galleríi Sævars Karls er að ljúka. Sýningin ber yflrskriftina Curriculum Vitae og er óhætt að segja að mannshönd- in komi þar mjög við sögu í fleiri en einum skilningi. DV-MYND GVA Ánægður íslandsmeistari Vigdís Hauksdóttir kann vei viö sig innan um blómin í Blómagalleríinu á Hagamel. Titillinn gefur tækifæri erlendis - segir Vigdís Hauksdóttir, fyrsti íslandsmeistarinn í blómaskreytingum „Titillinn skapar okkur íslending- um áður ónýtt tækifæri erlendis," segir Vigdís Hauksdóttir sem ný- lega sigraði i fyrstu íslandsmeist- arakeppninni í blómaskreytingum. Keppnin fór fram í tengslum við stórsýninguna Matur 2002 og tóku tólf skreytar þátt. Farið var að al- þjóðlegum keppnisreglum og feng- inn prófdómari frá Þýskalandi til að tryggja gæðin. Sigurinn veitir Vig- dísi þátttökurétt í Norðurlanda- keppni í blómaskreytingum síðar á árinu og gott gengi þar gefur mögu- leika á Evrópukeppni. Vigdís kveðst einkum hafa sótt sína blómaskreytingarmenntun til Danmerkur, að loknu námi í Garð- yrkjuskólanum í Hveragerði. Hún varö fyrsti kennarinn við blóma- skreytingardeild Garðyrkjuskólans sem stofnuð var 1992, gegndi því starfi í tvö ár og hefur oft síðan ver- ið prófdómari við deildina. í íslandsmeistarakeppninni fólst galdurinn í fallegum brúðarvendi og borðskreytingu í brúðkaups- veislu, ásamt aukaverkefni að eigin vali. „Ég bjó til hárskraut á brúðina sem aukaverkefni," segir Vigdís brosandi og kveðst einkum hafa notaö kóngablá og sæblá blóm í skreytingarnar. Það hafi slegið í gegn. -Gun. Kvikmyndatónleikar í Bæjarbíói: Maður með kvikmyndavél Á morgun kl. 20 verður sýnd í Bæj- arbíói í Hafnarfirði kvikmyndin Mað- ur með kvikmyndavél (Tsjelovek s kinoapparatom) eftir sovéska kvik- myndaleikstjórann Dziga Vertov. Þessi sýning er hluti verkefnisins Ný tónlist - gamlar myndir þar sem ís- lenskir tónlistarmenn semja og flytja eigin tónlist við gamlar þöglar kvik- myndir. Nú munu nemendur í tón- smíðadeild Listaháskóla íslands stíga á stokk en það eru þau Anna S. Þor- valdsdóttir (selló), Gestur Guðnason Bíógagnrýni (rafmagnsgítar) og Ólafur Björn Ólafs- son (slagverk). Tónlistin sem hópurinn hefur sett saman er ekki kvikmyndatónlist eins og bíógestir þekkja í dag heldur er miklu fremur um að ræða samruna tveggja verka tónlistar annars vegar og myndar hins vegar í eitt. Tónlistar- mennirnir segja tónlistina byggja tals- vert á spuna en undirbúningi er hag- að þannig að verkið er að stórum hluta mótað og fyrirfram ákveðið. Tónlistin er mjög rytmísk og hrá og má helst líkja við verksmiðjurokk, vélrænir taktar og rafmagnaður hljómur. Myndina Maður með kvikmynda- vél gerði Vertov árið 1929. Kvik- myndatökumaður þvælist um stór- borg með myndavélina á öxlinni og myndar borgarlífið, fólkið við leik og störf, og á sama tíma fylgjumst við með þvi hvemig myndin sjálf verður til. Sýningin tekur rúma klukkutíma. HHHHHHHRHH Smárabíó - Frailty ★ ★★ Drepið með leyfi guðs Anna í mál við Penthouse Rússneska tennisdrottningin Anna Koumikova er nú að undirbúa mál- sókn gegn bandaríska tímaritinu Penthouse, sem nýlega birti tíu siðna blaðauka með myndum sem það segir af Önnu topplausri í sólbaði á sólar- ströndum Flórída. Talsmaður Önnu segir að myndim- ar séu ekki af Önnu heldur af annarri dökkhærðri stúlku. Á móti segir lög- fræðingur Penthouse að þar á bæ séu menn sannfærðir um að myndirnar séu af Önnu og engri annarri. í texta sem birtur var með mynd- unum er haft eftir ljósmyndaranum að það hafi verið unun að sjá Önnu með sín fersku og náttúrulegu brjóst innan um allar silíkongellumar. Hugh þögull um Liz Hurley Breski leikar- inn Hugh Grant vék sér undan því að svara spurn- ingum um Liz Hurley, fyrrum kærustu sína, og nýfætt barn henn- ar þegar hann kom til frumsýn- ingar nýjustu myndar sinnar í London á sunnudag. Hugh sagðist einfaldlega ekkert hafa að segja um málið þegar hann var spurður. Liz á bamið með ameriskum kvik- myndaframleiðanda sem stakk af um leið og leikkonan færði honum fréttir af óléttu sinni. Hugh stóð hins vegar sem klettur við hlið hennar, fór með henni i mæðraskoðun og þar fram eft- ir götunum. Minna mátti það sosum ekki vera því þau Hurley og Hugh voru saman í þrettán ár. Núna mun hún dvelja í glæsihýsi Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. BUl Paxton er kvikmyndaleikari sem kannski hefur ekki þekktasta nafhið í Hollywood, en áhorfendur þekkja hann um leið og þeir sjá andlit hans. Þegar litið er á feril hans þá hef- ur hann yfirleitt vandað val sitt og leikið oftar en ekki undir stjóm góðra leikstjóra. Með tuttugu ára reynslu sem leikari, leikstýrir hann sinni fyrstu kvikmynd, Frailty, með glæsi- brag og skilar frá sér einstaklega áhugaverðum sakamálatrylli þar sem undirtónninn er trúin og þær hættu- legu öfgar sem hún getur leitt fólk í. Handritið sem einnig er skrifað af ný- liða, Brent Hanley, er vel skrifað og innihaldsríkt um leið og það er lát- laust þegar mið er tekið af atburða- rásinni. Paxton er heldur ekki að skrúfa upp ofbeldi sem vissulega hefði verið hægt, heldur lætur áhorfandann um að geta í eyðumar þegar kemur að þeim atriðum þar sem vinsælast er að láta.blóðið fljóta í stríðum straumi. Þessi stíll minnir á Hitchcock enda er augljóst að Paxton sækir meira í klassíkina heldur en til að mynda jafn áhrifamikinn stíl og öðmvísi sem David Fincher kom með í Seven. 1 upphafi kemur inn á höfuðstöðvar FBI í Texas, ungur maður, Feinton Meiks, sem vill aðeins tala við þann sem stjómar rannsókn á raðmorðum sem kennd eru við „Hönd guðs“. Meiks segir lögregluforingjanum að bróðir hans sé morðinginn. Til út- skýringar segir hann sögu sína. Hann er annar tveggja bræðra, sem hafa alist upp hjá fóður sínum: „Við vorum hamingjusöm fjölskylda og faðir okk- ar var okkur mjög góður. Allt breytt- ist þetta á einni nóttu.“ Þessa nótt kemur faðirinn til bræðranna sem eru sjö og tíu ára og segir að hann hafi fengið vitrun. Engill hafi birst honum og hann hafi fengið lista með fólki sem þarf að útrýma. Eldri dreng- urinn gerir sér grein fyrir því að þetta er ekki eins og það á að vera og morð er alltaf morð, en foðurástin er mikil og þar sem faðirinn breytist ekki gagnvart sonum sínum er ekkert að- hafst. Meira er ekki vert að láta uppi um atburðarásina í myndinni, en áður en yfir lýkur á sagan eftir að taka óvæntar stefnur sem kannski koma ekki svo mikið á óvart þar sem það liggur alltaf í augum uppi að hinn ungi Meiks, sem kemur til lögreglunn- ar, er örugglega ekki að segja allt sem hann veit. Þaö sem gerir það að verkum að það er aldrei hægt að trúa Meiks er góður leikur Matthew McConaughey. Það sést strax að þessi ungi maður á við mikil vandamál að stríða, augun eru tryllingsleg og framkoma hans öll hin vafasamasta. Ekki síðri er Bill Paxton í hlutverki fóðurins sem telur sig verkfæri guðs. Hann er engilblíð- ur á svipinn þegar hann segir sonum sínum að þetta séu ekki morð heldur aðgerðir í að bjarga heiminum. Frailty hefur áhrif löngu eftir að sýningu lýkur. Upp í huga koma óhugnanleg dráp sem framin hafa ver- ið í nafni guðs, þar sem heilum trúar- flokkum er eytt eða fjölskylda fyrirfer sér vegna trúarinnar. Paxton hefur með þessari kvikmynd sinni sýnt okk- ur á áhrifamikinn hátt hvað afskræm- ing á kristinni trú getur orsakað. Lelkstjóri: Bill Paxton. Handrit: Brent Hanley. Kvikmyndataka: Bill Butler. Tón- llst: Brian Tyler. Aöalhlutverk: Matthew Conaughey, Powers Boothe og Matt O'Le- ary.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.