Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2002, Blaðsíða 14
14 FMMTUDAGUR 2. MAÍ 2002 Skoðun Laxeldis- og virkj- unarmál í vanda íslenskt vatnsafl - sambærilegt viö oiíuiindir annarra þjóöa. Ertu búinn að fá sumarvinnu? (Spurt i Fjölbrautaskólanum við Ármúla). Ríkharður Ríkharðsson nemi: Já, ég fer aö vinna í Ávaxtahúsinu. Magnús Freyr Magnússon nemi: Nei, er aö leita. Þaö er erfitt aö fá vinnu núna. Gunnar Pétursson nemi: Já, verö sennilega aö vinna viö eitt- hvaö tengt Jafningjafræösiunni. Karl Lund nemi: Nei, þaö er erfitt aö fá vinnu. Sigurður Höskuldsson neml: Nei, er aö leita. Sólveig S. Hannam nemi: Já, senniiega á Casa Grande. Einar Vilhjálmsson skrifar: Víkur, firðir og flóar umhverfls landið eru uppeldisstöðvar nytja- fiska okkar. Með tilkomu fiskeldis í íjörðunum gæti lífríki sjávarins ver- ið stefnt í voða. Mikil hætta er af sýkingu í eldisgirðingunum, sem borist getur út til lifríkisins fyrir utan, þótt reynt sé að verjast meö hjálp lyQa. Einnig er þekkt að þorsk-, ýsu- og ufsaseiði fyrir utan girðingamar sækja i miklum mæli i fóðrið fyrir innan og verða laxinum, þeim mikla ránfiski, að bráð. Ætla má að verulegur hluti fæðu eldislax- ins sé villt seiði nytjafiskanna, sem smjúga inn í laxeldisgirðingamar. Norskt fiskeldi í íslenskum fjörð- um, með aðstoð innlendra hand- benda, slægi þannig tvær flugur í einu höggi fyrir Norsara; þeir fá ódýrt fóður fyrir laxeldi sitt og draga jafnframt úr samkeppni ís- lendinga á ferskfisk-, freðflsk- og saltfiskmörkuðum heimsins. Þegar síðan bætist við rányrkja verk- smiðjutogaranna, sem talið er að hendi í sjóinn kóðum, svo tugþús- undum tonna skiptir, auk lifrar og alls úrgangs, er ekki nema von að undan láti auðsuppsprettan. Þegar talaö er um hreina orku vatnsaflsins gleymist að tíunda þaö rask sem virkjunum og starfrækslu þeirra fylgir. Undirstaða lífríkis sjávarins við strendur landsins er að stórum hluta þau jarðefni sem jökuiámar bera fram tÚ sjávar. Haf- straumarnir dreifa þessum lífefnum síðan um landgrunnið. Með tilkomu uppistöðulóna virkjananna botn- falla jarðefnin og árnar falia til sjáv- Torfi Geirmundsson, fyrrverandi félagi í Sl:_________ Samtök iðnaðarins hafa kvartað yfir þvi að ekki sé borin nægileg virðing fyrir iðmenntuðu fólki hér. Fækkun sé í iðnnámi, jafnvel skort- ur á iðnmenntuðu fólki. Þeir eru undrandi og skilja ekki neitt í þessu. Þeir ættu að líta sér nær. Þegar unnið var að sameiningu Landssambands iðnaðarmanna og- Samtaka íslenskra iðnrekanda á sínum tíma vöruðu menn við þess- ari sameiningu. Iðnrekendur vildu draga úr menntun iðnaðarmanna og fá hraðsoðið, ódýrt vinnuafl. Iðnverkafólk skyldi það vera og menntun í lágmarki. Þetta hefur líka gengið eftir hjá Samtökum iðn- aðarins. „Norskt fiskéldi í íslenskum fjörðum, með aðstoð inn- lendra handbenda, slœgi þannig tvcer flugur í einu höggi fyrir Norsara; þeir fá ódýrt fóður fyrir laxeldi sitt og draga jafnframt úr sam- keppni íslendinga á fersk- fisk-, freðfisk- og saltfisk- mörkuðum heimsins. “ ar sneyddar þessum lífsnauðsyn- legu efnum. Þetta gerist við suður- ströndina og Húnaflóa og gerist við „Nýjasta útspil SI er að meistarar séu ónauðsynleg- ir og leggja skuli niður meistaraskóla. Boðskapur- inn er; iðja í stað iðnnáms. Hinir stéttlausu skulu vinna verkin. “ Stefna þeirra miðast við að iðn- aðarmenn séu í verksmiðjum með lágmarksmenntun og laun. Það þýð- ir blindgötu til mennta. Þeir sem vilja breyta um geta það ekki þvi nám þeirra á ekki að vera metið til framhaldsnáms, og ekki æskilegt fyrir þá sem vinna að iðju - það gæti komið við pyngju iðnrekenda. Austfirði verði jökulárnar þar virkj- aðar. Er ekki tekin fullmikil áhætta með þessari hreinsun jökulánna? - Með þvf t.d. að veita Jökulsá á Dal í Löginn mun Lögurinn kólna. Fæstar þessara stórvirkjana eru í þágu landsmanna. Mestan hag hafa erlend auðfélög. Vatnsaflið, sem er sambærilegt við olíulindir annarra þjóða, leggur íslenska þjóðin til end- urgjaldslaust í þessum skrípaleik Landsvirkjunar í stóriðjufarsanum. Hefur Landsvirkjun, ef til vill í heim- ildarleysi, gefið erlendum stórgróða- fyrirtækjum vatnsorkuna ókeypis? Þeirri spurningu getur herra Jó- hannes Nordal, fyrrverandi seðla- bankastjóri, vafalaust best svarað. Þessi trúarbrögð SI minna á ind- verskt samfélag. - Þeir vOja í reynd meina iðnverkafólki að taka sig upp frá færibandinu, læra meira og ná upp á hærra menntunarsvið. Menntun og þekking hefur alltaf verið versti óvinur iðnrekenda. Nýjasta útspO SI er að meistarar séu ónauðsynlegir og leggja skuli niður meistaraskóla. Boðskapurinn er; iðja í stað iðnnáms. Hinir stétt- lausu skulu vinna verkin. Samtök iðnaðarins uppskera eins og þau sáðu. Við höfum stóran hóp af háskólamenntuðu fólki tO að vinna fyrir okkur og að mínu mati er óvirðingin fyrir iðmenntum þeirra sök. Að sjá flísina í auga ná- ungans en ekki bjálkann - á því vel við hér. Samtök iðnaðarins Garri Hverjum klukkan glymur Síðustu daga hefur baráttan fyrir borgarstjóm- arkosningarnar í Reykjavík tekið á sig æ ein- kennOegri myndir. Ýmiss konar æflngar sjást nú á götum úti sem minna einna helst á listir sjón- hverfingamanna. Ungir sjálfstæðismenn riðu á vaðið fyrir fáeinum dögum og settu upp skulda- klukkuna. Hún tifar ótt og títt og sýnir hvOík reiöinnar býsn skuldir borgarinnar hafi vaxið síð- ustu árin, þaö er í valdatíð R-listans. Fótgönguliöar og fjárfestingarklukkan En hvergi á máltækið um að hver líti sínum augum á sflfrið betur við en á vettvangi stjóm- málanna. Er hér raunar eðlOegra að tala um meira en silfur; hver lítur sínum augum á sOfur- klukkuna. Þannig tóku ungliðar R-listans óstinnt upp að keppinautar þeirra í fótgönguliðasveit Sjálfstæðis- flokksins hefðu sett upp skuldaklukku. í byrjun vikunnar hafði fjárfestingaklukkan verið sett upp. Með silfurlitaðri sýn sinni gerir ungt R-lista- fóflí lýðum þar ljós að mikið hafi borgin fjárfest og skuldaaukningin ekki án innstæðu. Að borð sé fyrir báru. Sjónhverfingapólitíkin í borginni ber þó engu að síður merki um að litteratúrinn sé nú að taka öU völd á þessum vettvangi. Klukkurnar tvær minna óneitanlega á titOl ódauðlegs bókmennta- verks Emests Hemingways, Hverjum klukkan glymur. Spurningunni verður ekki svarað hér, ef tfl vfll ekki fyrr en eftir kosningar. Titlar annarra meistaraverka skáldsins geta einnig átt hér við. Veisla í farángrinum hét eitt skáldverkið. Vita- skuld hefur hvert framboð veislu í sínum far- angri. LófafyOi af loforðum - sem heita öðru nafni stefnuskrá. Skáldið skrifaði einnig bókina Vopnin kvödd. Á vettvangi stjórnmálanna, ekki síst þar sem jafn baráttu-glatt fólk og þau Ingibjörg og Björn etja kappi, verða vopnin þó seint slíðruð. Litteratúrinn í pólitikinni Ekki verður af Bimi Bjamasyni skafið að kapp- samur hefur hann veriö árin sjö í ráðuneyti menntamála. Lista- og menningarlíf stendur í blóma og þökk sé Birni. Svona í og með. Á vett- vangi borgarmálanna hefur einnig verið sitthvað lagt af mörkum í þessu tflliti og er þar nærtækast að nefna menningarborgarárið. Það er því engin goðgá þegar hér er fuUyrt að listalífið í landinu aö ekki sé talað um í borginni dafni sem aldrei fyrr - og litteratúrinn þar með. Ekki síst í pólítikinni. En ósvarað er hverjum klukkan glymji. C&rrl DV Frá ritstjórn Vegna mistaka birtist lesendabréf síðastliöinn þriðjudag undir yfir- skriftinni; Fyrir afbrotamenn?. Texti og fyrirsögn bréfsins sam- ræmist ekki settum reglum DV þar sem vegið er að mannorði nafn- greindra einstaklinga með ósmekk- legum hætti. Ritstjóm DV harmar þessi mistök og biður viðkomandi einstaklinga afsökunar. - ritstj. Akraborgin. Akranes og Akraborg Skagabúi skrifar: í blaðairétt las ég nýlega um eins konar getraun sem sett hafði verið fram á vegum Akraneskaupstaðar (að mig minnir). Þar var spurt: Hvað þrennt dettur þér í hug, þegar þú heyrir minnst á Akranes? Svörin komu mörgum á óvart, því þar voru samgöngumál ofarlega í huga manna; Hvalfjarðargöngin og síðan farþega- ferjan Akraborgin, þótt nú séu u.þ.b. fimm ár síðan hún var lögð af og ligg- ur nú við Grandagarð í Reykjavík, lít- ið sem ekkert notuð. En það er von að fólk minnist Akraborgar, þess góða fleys sem var yfirfuflt farþega allt sumarið. Þar bar kannske mest á er- lendum ferðamönnum sem vfldu taka skip fyrsta spölinn frá Reykjavík og stoppuðu hér í bænum og versluðu talsvert. Nú sést enginn slíkur hér, hvorki innlendur né erlendur. Það var skaði að sleppa Akraborginni, og hann verður vart bættur. Alþjóðleg eða fjölmenningarleg? Eiríkur Jóhannesson skrifar: Nú er farið að styttast í kosningar og bardaginn virðist æda að verða harður í borginni, flokkamir nýbúnir að kynna loforðalista sína og keppast við að bjóða betur. I nýkynntri stefriu- skrá R-listans er fjallað um að gera Reykjavík alþjóðlega. Ég hnaut um þetta loforð og var ekki alveg viss hvað átt var við. Þegar betur er að gáð er þarna um orðaleik að ræða. Orðið alþjóðleg þekkjum við betur sem fjöl- menningarleg. I öllum könnunum sem ég þekki tfl hafa íslendingar hafn- að með öllu að hér verði tfl fjölmenn- ingarlegt samfélag en R-lista fólk reynir að lauma þessu inn baka tfl með ómerkflegum oröaleik. Ég hvet kjósendur sem vflja ekki að hér mynd- ist fjölmenningarlegt samfélag að skoða stefhumál framboöanna og frambjóðendur þeirra áður en þeir merkja við í kjörklefanum. Mönnum skipt út Gunnlaugur Gunnlaugsson hringdi: Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, líkt og margir sem hafa tjáð sig um of- angreint efni, að opinberum embættis- mönnum, hvort sem er í ráðuneytum eða í helstu embættum hjá Reykjavík- urborg ætti að skipta út um leið og ný stjóm tekur við. Það er ekki við hæfi að menn sem ráðnir voru sem pólitísk- ir fulltrúar ráðherra eða borgarstjóra sitji svo áfram og ráði meira og minna hvemig málum er skipað hjá viðkom- andi yfirmanni sínum. Ég nefni nú bara eitt dæmi hér, gatnamálastjóra- embættið í Reykjavík. Það hefur þjónað vel undir núverandi borgarmeirihluta og sinnt lítt sem ekki kvörtunum íbúa í gamla bænum vegna ömurlegs ástands gangstéttarhellna og gatnavið- gerða við íbúagötumar. Sama svarið virðist hafa fest við það embætti: Ekki á áætlun, ekki á áæflun! Og svo er vís- að á verktakana sem maka krókinn með vélum og mannafla. Nýja embætt- ismenn með nýjum húsbændum. OV! Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.