Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2002, Blaðsíða 28
_L 28 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 2002 Sport Ólgan heldur áfram innan Alþjóða knattspyrnusambandsins: Kreppir að Sepp Blatter Það er ekki laust við að skórinn ;reppi að hinum umdeilda forseta ilþjóða knattspyrnusambandsins, Ivisslendingnum Sepp Blatter. Reglulega hefur mátt lesa um ný ig ný hneykslis- og spillingarmál em Blatter hefur verið viðriðinn og ná ljóst vera aö hann hefur verið ipptekinn við eitthvað allt annað en ið stjórna stærsta íþróttasérsam- landi veraldar þau fjögur ár sem íann hefur verið forseti Alþjóða inattspyrnusambandsins. i/lútur og keypt atkvæöi Blatter hefur veriö ásakaður um ið hafa keypt sér atkvæði fyrir pen- nga sambandsins þegar hann var ijörinn forseti fyrir fjórum árum. lann hefur ausið ótæpilega úr sjóð- un sambandsins í vini sína og vel- mnara eftir því sem fram kemur í kýrslu sem aðalritari sambandsins, Æichael Zen-Ruffinen, birti á dögun- im og mútaði mönnum vinstri og lægri út um allan heim til að styrkja töðu sína sem forseti sambandsins. Blatter finnst lítið til ásakana Zen tuffinen koma og segir þær hlægi- egar. „Það getur vel verið að ég hafi gert nokkur mistök á valdaferli mínum. Það gera allir mistök en þau eru ekki nærri því eins alvarleg og fram kemur í skýrslu Zen Ruffmen. Hann ætti frekar að reyna að vinna sína vinnu almennilega í stað þess að vera i leynilögregluleik," sagði Blatt- er í viðtali við svissneskt dagblað á sunnudaginn. Hefur íengiö nóg Svíhm Lennart Johannsson, sem er forseti Knattspyrnusambands Evrópu og sá sem tapaði fyrir Blatt- er í kosningunum fyrir fjórum árum, hefur fengið nóg. Hann er svarinn óvinur Blatters og notar hvert tæki- færi sem gefst til að koma óoröi á Svisslendinginn. Johannsson segir nú að Blatter verði að segja af sér til að hægt sé að endurreisa orðstír Al- þjóða knattspyrnusambandsins sem sé rústir einar eftir að upp komst um vafasamar aðgerðir Blatters úti um allan heim. „Það er ljóst aö hinn góði orðstir Alþjóða knattspyrnusambandsins verður ekki endurreistur á meðan Blatter er við völd. Miðað við það sem hefur komið í h'ós undanfarið væri forseti hvaða samtaka sem væru í heiminum, sem eru svipuð að stærð og Alþjóða knattspyrnusam- bandið, búinn að segja af sér. Það er það eina rétta i stöðunni fyrir Blatt- er," sagði Johannsson í gær. Gefst ekki upp Sepp Blatter er þó ekki á þeim buxunum að gefast upp. Hann er þess fullviss um að hann muni standa uppi sem sigurvegari þegar gengið verður til kosninga um for- setastöðuna þann 29. þessa mánuðar á þingi Alþjóða knattspyrnusam- bandsins í Seoul. Andstæðingur hans er Kamerúninn Issa Hayatou, sem er forseti Knattspyrnusambands Afriku og einn af sjö varaforsetum Alþjóða knattspyrnusambandsins. Hann þykir vera heiðarlegur og hef- ur stuðning hins valdamikla Jo- hannssons sem ræður því sem hann vill ráða á meðal forráðamanna knattspyrnumála í Evrópu. Blatter hefur þó litlar áhyggjur af Haytou og hans framboði og segir að það eina sem geti komið í veg fyrir að hann verði áfram forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins sé að hann farist í jarðskjálfta eða öðrum nátt- úruhamförum. -ósk Úrslitakeppni NBA í fullum gangi: Dallas jafnaði - eftir sigur í Sacramento í nótt Dallas Mavericks gerði sér lítið fyrir og lagði hið sterka lið Sacra- mento Kings á útivelli, 110-102, í nótt og jafhaði þar með metin, 1-1, í einvígi liðanna í undanúrslitum vgsturdeildarinnar. Sacramento byrjaði leikinn af miklum krafti og hafði 13 stiga for- ystu eftir fyrsta leikhluta. Leik- menn Dallas minnkuðu þó muninn strax í öðrum leikhluta, tóku síðan völdin í síðasta leikhlutanum og sigu fram úr. Steve Nash var stiga- hæstur hjá Dallas með 30 stig og gaf jafnframt 8 stoðsendingar, Þjóðverj- inn frábæri Dirk Nowitzki skoraði 22 stig og tók 15 frakóst, Nick Van Exel skoraði 19 stig og Raef LaFrentz skoraði 14 stig, tók 10 frá- köst og varði 5 skot. Chris Webber skoraði 22 stig og tók 12 fráköst fyr- ir Sacramento, Mike Bibby skoraði einnig 22 stig og þeir Hidayet Tur- koglu og Vlade Divac skoruðu 15 stig hvor. Lakers komiö yfir Los Angeles Lakers er komið yfir, 1-0, í einvíginu gegn San Antonio Spurs í undanúrslitum vesturdeild- arinnar í NBA eftir sigur, 86-80, í miklum baráttuleik í Los Angeles. Tvær helstu stjörnur liðsins, mið- herjinn Shaquille O'Neal og Kobe Bryant gengu ekki heilir til skógar í leiknum en það kom ekki sök. Þeir voru samt sem áður stigahæstir í liði Lakers. O'Neal skoraði 23 stig og tók 17 fráköst og Bryant skoraði 20 stig. O'Neal var sérstaklega mik- ilvægur í síðasta leikhlutanum en þá skoraði hann 13 stig og sá til þess að fjögurra stiga forysta San Anton- io eftir þriðja leikhlutann hyrfi eins og dögg fyrir sólu. Tim Duncan skoraði 26 stig og tók 21 frákast fyr- ir San Antonio en hann hitti aðeins úr 9 af 30 skotum sínum í leiknum. Steve Smith skoraði 16 stig og Tony Parker skoraði 11 stig fyrir San Ant- onio sem lék án miðherja síns, Dav- ids Robinsons. Kidd kláraöi dæmiö Jason Kidd, leikstjórnandi New Jersey Nets, leiddi sina menn til sig- urs gegn Charlotte Hornets, 99-93, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar. Kidd skoraði fjórar síðustu körfur New Jersey ut- an af velli í leiknum og sagði eftir leikinn að hann hefði orðið að gera eitthvað því að hann hefði verið áhorfandi lengst af leiknum. Kidd skoraði 21 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði New Jersey Nets. Todd MacCulloch skoraði 14 stig og varði 5 skot og Kerry Kittles skoraði 12 stig. Baron Davis skoraði 23 stig og stal 7 boltum í liði Charlotte Hornets og Elden Camp- bell skoraði 22 stig. Vörnin geröi gæfumuninn Varnarleikur Detroit Pistons gerði gæfumuninn þegar liðið lagði Boston Celtics, 95-84, í fyrsta leik liðanna i undanúrslitum austur- deildarinnar. Leikmenn Detroit náðu að halda stigahæsta manni Boston, Paul Pierce, í aðeins 17 stig- um og skotnýting Boston var aðeins 37,5%. Clifford Robinson var stiga- hæstur hjá Detroit með 30 stig og Jerry Stackhouse skoraði 26 stig. Antoine Walker skoraði 20 stig fyr- ir Boston og þeir Paul Pierce og Kenny Anderson skoruðu 17 stig hvor. -ósk Miöherji Los Angeles Lakers, Shaquille O'Neal, treöur hér meö tilþrifum án þess að Tim Duncan hjá San Antonio Spurs komi vörnum viö. Reuters Duncan bestur í NBA Tim Duncan, framherji San Antonio Spurs, hefur verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á nýafstöðnu keppnistlmabili. Duncan hafði betur eftir harða baráttu við Jason Kidd, leikstjórnanda New Jers- ey Nets, og mun fá verölaunin afhent fyrir þriðja leik San Antonio Spurs og Los Angeles Lakers á föstudaginn. Duncan átti frábært timabil með San Antonio Spurs og varð fimmti stigahæsti leikmaður deildarinnar með 25,5 stig að meðaltali, annar i frákósrum með 12,7 fráköst og þriðji í vörðum skotum með 2,48 varin skot að meðaltali. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.