Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 Fréttir DV Forstjóri Byggðastofnunar gekk af stjórnarfundi: Atta mig ekki á því hvort forstjórinn er hættur - segir stjórnarmaður. Óhugsandi að menn séu sammála, segir forstjórinn „Ég átta mig ekki á því hvort forstjórinn er hættur störfum eða ekki. í það minnsta lít ég svo á að það hafi ekki verið heppilegt hjá honum að ganga út af stjórn- arfundi,“ sagði Drífa Hjart- ardóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Suður- landi og fulltrúi í stjórn Byggðastofnunar. Til tíð- inda dró á fundi þeirrar stjómar á þriðjudag í síðastliðinni viku. Gekk þá forstjórinn, Theódór A. Bjarnason, út þegar verið var að fara yfir fundargerð síðasta fund- ar. Vildi hann taka til máls um óskylt mál undir þeim lið en var meinað af stjórnarformanninum, Kristni H. Gunnarssyni. „Ég held að þaö sé nánast óhugs- andi að menn sem fara með mál þessarar stofnunar, sem hefur með mjög íjölbreytt verkefni að gera, Drífa Hjartardóttir. geti verið sammála um alla hluti,“ sagði Theódór A. Bjarna- son, forstjóri Byggða- stofnunar, i samtali við DV. Að því er fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gær- kvöld fara hugmyndir þeirra tveggja um meðferð lánsumsókna ekki saman. Eru sam- skiptin orðin mjög stirð, meðal annars fyrir þeirra hluta sakir. í fréttum Sjónvarpsins var í gær- kvöld haft eftir Theódóri að fagleg sjónarmið væru ekki alltaf látin ráða um hvert lánsfé stofnunarinn- ar rynni. Hans markmið væri að heíja stofnunina upp á hærra fag- legt plan. Þá þurfi að beita fag- mennsku við útlán og fjármögnun. Færu hugmyndir sínar og Kristins ekki saman hvað þetta varðaði. Theódór A. Bjarnason. „Ég held að ég hafi engu við þessa frásögn að bæta,“ sagði Theó- dór þegar blaðið hugð- ist spyrja hann nánar út í þetta. „Ég hef setið alla stjórnarfundi stofnun- arinnar til enda hing- að til utan þennan," sagði Theódór enn fremur, aðspurður Kristinn H. Gunnarsson. hvort hann reiknaði með að sitja næsta stjórnarfund allan. Hann sagði enn fremur að ekki bæri aö skilja útgöngu sína af stjórnar- fundinum þannig að hann væri að láta af störfum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slær í brýnu á stjórnarfundum í Byggðastofnun. Skömmu fyrir síð- ustu jól var mætt til fundar með fyrir fram útbúið plagg þar sem lýst var yfir fullum stuðningi við Theódór og störf hans. Und- ir plaggið höfðu allir ritað nema stjórnarformaðurinn. í samtali við DV kvaðst Kristinn H. Gunnarsson ekki vilja tjá sig opinberlega um ummæli forstjóra Byggðastofnunar - né þá spurningu blaðamanns hvort hann liti svo á að út- ganga forstjórans af stjóm- arfundinum sl. þriðjudag ígilti uppsögn hans. „Ég vil ekkert segja um þetta mál að svo stöddu," sagði Kristinn. Stjórn Byggðastofnunar kemur aftur saman til reglulegs fundar síns í kringum næstu mánaðamót, eða streix eftir kosningar. Sam- kvæmt heimildum á þar að freista þess að lægja þær öldur sem nú eru milli manna. Það er segja ef unnt er, eins og menn komast að orði. -sbs NATO-fundurinn í Reykjavík: Gríðarlegur áhugi Austur-Evrópulanda - erlendir blaðamenn um 80% fleiri en gert var ráð fyrir Fundur utanríkisráðherra NATO- ríkjanna hefst nk. þriðjudag, 14. maí, i Reykjavík. Gríðarleg öryggis- gæsla verður á fundinum, enda koma hingað heimsþekktir ráöherr- ar og embættismenn, s.s. Colin Powell, utanrikisráðherra Banda- ríkjanna, og Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO. Skráning allra þeirra sem vilja fylgjast með fundinum fer fram í Tæknigarði, húsi raunvísindadeildar Háskóla ís- lands, og má búast við mikilli ör- tröð þar á morgun þegar sú skrán- ing hefst. Engir þekktir voru komn- ir til íslands í gær en síðdegis i dag kemur fullbókuð flugvél beint frá Brussel með fólk sem tekur þátt í utanríkisráðherrafundinum. Milli 80 og 90 starfsmenn NATO koma hingað til lands vegna fundarins. Fyrsti hópurinn kom fyrir 4 dögum, aðrir komu á sunnudag og þeir síð- ustu í dag. Hannes Heimisson, blaðafull- trúi utanríkisráðuneytisins, segir að markvisst hafi verið unnið að undirbúningi þessa fundar sl. 12 mánuði. Upphaflega hafi verið talið raunsætt að gera ráð fyrir um 200 manns frá erlendum fjöl- miðlum en í gær voru bókanir komnar í 368. Ástæðu þessa aukna áhuga á utanríkisráðherrafundin- um telur Hannes m.a. vera þá að fundurinn muni m.a. leggja lín- una um framhald samskipta NATO við lönd utan þess, aðallega FYNDNAR • SPENNANDI • SORGLEGAR • UPPBYGGJANDI METSOLUBÆKUR S Á BROSLEGU VERÐI 5 vandaðar í kiljubroti BROSLEGT VERÐ 1.490 (Leíðbeinafwjj útsöiuvorð) Anno Valdímarsdóttir Leggðu rækt við sjólfon þig Wnris Diric Eyðimerkurblómið Eoin Colfer Artomis Fowi Jpl; JPV ÚTGÁFA Bræðraborgarstígur 7 Sími 575 5600 K PELZER Hann v*r kaUaður Dave Pelzer Honn vor kalloður „þetto" í Austur-Evrópu, og jafnvel inn- göngu þeirra í NATO. Leiðtoga- fundur í Róm 28. maí nk. muni svo væntanlega innsigla þá sam- þykkt sem gerð verði í Reykjavík. Það telur Hannes Heimisson kunna að skýra mikinn áhuga fjölmiðla í löndum eins og Búlgar- íu, Rúmeníu, Slóvakíu og Eystra- saltslöndunum sem öll hafa sótt um inngöngu í NATO. Kærkomin viðbót Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir aö NATO-fundur- inn sé kærkomin viðbót viö ferða- mannastrauminn til landsins og vonandi gríðarlega mikil land- kynning því nokkur hundruð blaða- og fréttamanna, auk ljós- myndara, komi til landsins, og eitthvað muni þeir skoða annaö á meöan en fundinn. Ema segist viss um að einhverjir þeirra muni t.d. fara „gullna hringinn", þ.e. á Þingvöll og austur að Gullfossi og Geysi. Nær öll hótel á höfuðborg- arsvæðinu eru fuUbókuð en eitt- hvað er laust á gistiheimUum þannig að höfuðborgarsvæðið er ekki alveg lokað öðrum ferða- mönnrnn. Ema segir að tiðni ráð- stefna og fundarhalda í maímán- uði hafi farið hríðvaxandi á und- anfömum árum og þá um leið góð nýting hótela, en ef líta ætti tU daufasta timans í ferðaþjónust- unni hérlendis væri auðvitað best aö fá svona fundi í janúar- eða febrúarmánuði. Ráðstefnuskrif- stofa íslands hefúr á undanfornum árum verið að markaðssetja ráð- stefnuhald á íslandi, ekki sist á daufasta tímanum. Ekki megi gleyma því að aUur þessi fjöldi blaðamanna og ljósmyndara þurfi að seðja hungur sitt og því sé þetta kærkomin viðbót fyrir veitinga- staði. Ema segir horfur á fjölda ferða- manna tU landsins i sumar góöar, þrátt fyrir hryðjuverkaárásina 11. september sl. í Bandaríkjunum, og likur á að árið verði jafnvel betra en árið 2001. Ekki sé þó hægt að bera þetta saman við árið 2000, sem var algjört sprengiár, enda vUdu þá aUir halda ráöstefnu, seg- ir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. -GG DV-MYND KÖ Girt af Radisson-SAS-hóteliö í Reykjavík, öðru nafni Hótel Saga, hefur nú veriö girt af vegna utanríkisráðherrafundar NATO, sem og aörar byggingar í ná- grenninu, t.d. fundarstaðurinn Háskólabíó. Öryggisráöstafanir eru nú að náigast hámark. Reiöhestum misboðið Fleiri en sex af hverjum tíu hesta- mönnum telja að reiðhrossum sé misboðið í hestaferðalögum sam- kvæmt skoðanakönnun eidfaxa.is. Samtals telja 63% að reiðhrossum sé misboðið: stundum, alloft, mjög oft eða of oft. 38% telja að þetta ger- ist: ekki oft, mjög sjaldan eða nánast aldrei. Skák hjá Framsóknarflokknum í gær var undirritaður samning- ur þess efnis að Skákfélag Reykja- nesbæjar fái afnot af húsnæði Fram- sóknarflokksins í Reykjanesbæ við Hafnargötu fyrir æfmgar einu sinni í viku hverri fram tU 31. desember 2002. Skákfélag Reykjanesbæjar hef- ur verið í húsnæöisvandræöum í langan tíma og var þetta því kær- komið fyrir félagið að fá afnot af húsnæði Framsóknarflokksins. Víkurfréttir greindu frá. NATO-mökum skemmt Utanríkisráðu- neytið býður upp á ýmsa dagskrá fyrir gesti á NATO-ráð- stefnunni, fyrir utan fundarstörf. Á miðvikudaginn verður tU að mynda tískusýning þar sem sýnt verður það besta í hönnun á íslandi í dag. Það eru Spaks- mannsspjarir og Elm sem hafa ver- ið valin tU þess að sýna kvenkyns NATO-gestum fatnað og Guðbjörg í Aurum sýnir þeim skartgripahönn- un sína. Jeppi í hárgreiöslu Samkvæmt Víkurfréttum var jeppa- bifreið ekið inn um glugga á hár- greiðslustofunni Lokkum og list í Grindavík aðfaranótt sunnudagsins. Jeppinn og ökumaður hurfu af vett- vangi eftir verknaðinn. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort lög- reglan hefur haft hendur í hári bíl- stjórans sem varð valdur að tjóninu. 13 ferðir á viku Sumaráætlun Herjólfs tók gildi á laugardaginn og þar með fjölgaði ferðum skipsins úr 8 í 13 á viku. Famar eru 2 ferðir á dag milli Eyja og Þorlákshafnar alla daga vikunn- ar nema laugardaga, þegar farin er ein ferð. Brottfór frá Eyjum er kl. 8.15 og 16 og frá Þorlákshöfn kl. 12.00 og 19.30. List fyrir Palestínu í dag hefst listahátíð í Borgar- leikhúsinu sem hlotið hefur nafniö „List fyrir Palestínu". Dagskráin stendur frá klukkan 17-21 annað kvöld og er til stuðnings hjálpar- starfi í Palestínu. Mikill fjöldi listamanna og annarra kemur fram, en á dagskrá verður ljóöa- lestur, söngur og dans. Þá munu verk eftir hátt í fjörutíu myndlist- armenn verða til sýnis í anddyri Borgarleikhússins. Allir lista- mennimir gefa vinnu sína og and- virði af sölu listaverka rennur til hjálparstarfsins í Palestínu. Tómas Ingi til ÍBV Uppi hefur verið orðrómur um það að Tómas Ingi Tómasson, einn besti leikmaður ÍBV í fyrrasumar, muni spila með liðinu á komandi timabili. Tómas er staddur hér í Eyjum um þessar mundir og spilaði m.a. með liðinu gegn StjömunnL á Hvolsvelli um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.