Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 15
é 14 MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óii Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlið 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, simi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Deilt um Evrópu Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir for- sætisráðuneytið, um afstöðu íslendinga til Evrópusam- bandsins, má likja við litla sprengju inn í islensk stjórnmál. Viðbrögð Evrópusinna, sem fengið hafa nær frítt spil við boðun „fagnaðarerindisins“ voru óvenju sterk. En í stað þess að ræða efnislega niðurstöðu skoðanakönnunarinnar hefur verið valin sú leið að kasta rýrð á framkvæmd hennar - reynt að gera könn- unina tortryggilega. Davíð Oddsson forsætisráðherra er í fylkingar- brjósti þeirra stjórnmálamanna sem leggjast gegn því að ísland gangi inn í Evrópusambandið. Enginn stjórn- málaflokkur hefur inngöngu á sinni stefnuskrá, en margir stjórnmálaleiðtogar hafa verið með ítrekaðar gælur við Evrópusambandið. Á prenti er samhljómur í stefnu Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingarinnar. Allir eru sammála um að fylgjast með þróun mála með hagsmuni íslands í huga. Aðeins einn stjórnmálaflokkur, Vinstri grænir, hafnar aðild að Evrópusambandinu án fyrirvara. Hin umdeilda skoðanakönnun á vegum forsætis- ráðuneytisins leiðir i ljós mikla andstöðu meðal ís- lendinga við inngöngu i Evrópusambandið að gefnum ákveðnum forsendum. Þetta er allt önnur niðurstaða en aðrar nýlegar kannanir hafa gefið til kynna. Davíð Oddsson viðurkennir að skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar þurfi ekki að segja af neinni nákvæmni hver afstaða landsmanna sé til aðildar. í viðtali við Helgarblað DV sagði forsætisráðherra: „Það sem hún gefur til kynna hins vegar er að ef menn fara út í samninga við ESB og leggja niðurstöðuna undir þjóð- aratkvæðagreiðslu þá verður samningurinn felldur með 90 prósent atkvæða. Þarna skiptir fiskveiðistefna sambandsins gríðarlega miklu, fólk setur hana greini- lega fyrir sig.“ Því hefur verðið haldið fram að afstaðan til Evrópu- sambandsins kunni að marka nýjar víglínur í íslensk- um stjórnmálum. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknarflokksins, hefur tekið nokkra forystu í umræðum um Evrópusambandið. í tveimur ræðum í janúar síðastliðnum kom berlega í ljós að ráðherrann er einlægur Evrópusinni. Enginn þarf að fara i grafgötur um að hugur Halldórs Ásgríms- sonar stefnir til Evrópu. Hann hefur að vísu ekki tek- ið lokaskrefið - lýsa því yfir að ísland eigi að sækja um aðild - en það skref hlýtur að verða stigið innan skamms. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinn- ar, er samstiga Halldóri Ásgrímssyni í Evrópumálum. Davíð Oddsson mun aldrei verða þeim samferða - ekki frekar en öðrum Evrópusinnum. Andstæðingar Evrópusambandsins munu nýta sér skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar alveg með sama hætti og Evrópusinnar hafa reynt að gera niður- stöður hennar tortryggilegar. En það sem mestu máli skiptir er að mikil og öflug umræða eigi sér stað um kosti og galla þess að ísland gangi til liðs við Evrópu- sambandið. Og Davíð Oddsson ætlar sér greinilega að taka þátt í þeirri umræðu af fullum þunga en á aðal- fundi Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku sagði hann meðal annars: „Aukin umræða um Evrópusam- bandsmál er mjög æskileg og reyndar beinlínis nauð- synleg til að menn, sem hingað til hafa ekki haft tök á að kynna sér málið út í hörgul, fái séð í gegnum áróð- ur sem illa er grundaður og stenst því hvorki skoðun né umræður.“ Óli Björn Kárason MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 27 DV Skoðun Fjármagnsmarkaður í mótun Fyrir einhverjum misser- um var reglulega þáttur í sjónvarpi þar sem ungt fólk, sem var sérfræðingar í verðbréfaviðskiptum, kom fram og sagði álit sitt á lík- legum breytingum á verð- bréfamarkaði. Þá var allt í uppsveiflu á markaðnum og margir spenntir. Nú hefur þetta unga fólk ekki sést lengi á skjánum og sumir spyrja sig hvað valdi. Margt er þó að gerast sem gæti gert umræður um ——— verðbréfamarkaðinn áhugaverðar. Við höfum byggt upp verðbréfaþing, verðbréfafyrirtæki og ávöxtunar- sjóði þar sem hlutimir snúast að mestu um verðbréf og þá oft hluta- bréf. Enn bendir þó ýmislegt til bamasjúkdóma og spuming hvort allt hafi þetta þróast nægilega hratt í rétta átt, miðað við hversu umfangið hefur aukist. Nærtækt er að benda á gagnrýni forsætisráðherra á um- sýslu sumra ávöxtunaraðila. Má gera allt sem hægt er? Á gráa svæðinu - milli læknis- fræði, líffræði og siðfræði þegar rætt Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur er um klónun manna og líf- færaræktun o.s.frv. - spyrja menn sig oft, hvort gera megi allt sem hægt er að gera. Hvort tæknin sé kom- in langt fram úr siðferðis- legum þroska mannsins. Er hugsanlegt að þessi spurn- ing eigi í vaxandi mæli er- indi inn á fjármálamarkað okkar og kallar þessi flókni markaður þar sem allir þekkja alla ekki á öflugt fjármálaeftirlit? Kunnir þjóðfélagsþegnar spyrja opinberlega spuminga sem virðast eiga rétt á sér. Hvemig stend- ur á að öflugir lífeyrissjóöir tapa háum upphæðum af lífeyri lands- manna á sama tíma og ávöxtunarað- ilamir stórgræða? Er það hugsanlegt að einstaklingar sem falið hafa sér- fræðingum ávöxtun sparifjár síns hafi tapað gríðarlegum fjárhæðum á sama tíma og ávöxtunarfyrirtæki sérfræðinganna græða? Sameining getur verið snjöli Stundum hafa vaknað í huga mér spumingar og vangaveltur varðandi alia þessa umsýslu. Er ekki unnt að „Fyrir einhverjum misserum var reglulega þáttur í sjón- varpi þar sem ungt fólk, sem var sérfrœðingar í verðbréfa- viðskiptum, kom fram og sagði álit sitt á liklegum breyting- um á verðbréfamarkaði. Þá var allt í uppsveiflu á markaðn- um og margir spenntir. Nú hefur þetta unga fólk ekki sést lengi á skjánum og sumir spyrja sig hvað valdi.“ - Við- skiptaþátturinn Skotsilfur var á Skjá einum. Umsjónar- menn voru Helgi Eysteinsson og Björgvin Ingi Ólafsson. leika alls konar snjalla millileiki á þessum fjármálamarkaði? Hugsum okkur fjármálafyrirtæki, sem hefur undir höndum eða eignaraðild að fyrirtæki sem gengur illa eða á lítið eigið fé. Slíkt fyrirtæki er tæplega markaðsvara og góð ráð em dýr, hversu með skuli fara. Gæti þá ekki Veikindaréttur foreldra Á undanfornum þingum hef ég ásamt nokkmm þingmönnum Sam- fylkingarinnar flutt tillögu til þings- ályktunar um aukinn rétt foreldra vegna veikinda barna. Á þessu þingi fékk ég til liðs við mig þingmenn úr öllum flokkum, bæði stjórn og stjórn- arandstöðu, og er það til marks um breiða samstöðu um þetta brýna rétt- lætismál. Málið náði fram að ganga nú í lok þingsins. Alþingi ályktar Samkvæmt þessari ályktun Alþing- is mun ríkisstjórnin skipa nefnd sem hefur það verkefni að gera til- lögur um það hvernig unnt sé að tryggja betur rétt foreldra til launa í fjarveru úr vinnu vegna veikinda barna. í starfi sinu á nefndin að hafa hliðsjón af fjármögnun, fyrirkomulagi og réttind- um sem gilda vun bætur fyrir launatap aðstand- enda sjúkra barna ann- ars staðar á Norðurlönd- mn. Þegar gerður er sam- anburður á Norðurlönd- um á rétti foreldra vegna veikinda barna þeirra kemur í ljós að ísland sker sig mjög úr. Þannig hafa foreldrar fslenskra barna nánast engan rétt samanborið við rétt for- eldra annars staðar á Norðurlöndum. Munur á réttindum Hér á landi eru tíu „Fjöldi langveikra bama hefur aukist veikindadagar að há- um 40% frá 1997 eða úr 787 bömum í ™arki sreiddir á árifyrir 1 r, 5 ii- - -j bómundu 13araaldrian 1.117 bom. Það eru ekki sist samtok til tmits til hver sjúkdómur. stuðnings langveikum bömum, eins og inn er, fjöldi bama eða Umhyggja og Félag krabbameinssjúkra hjúskaparstaða foreldra. barna, sem barist hafa ötullega fyrir S^milU £?tdfS framgangi þessa mals.“ barn hefur ekki verið veikt í tvö ár en er svo veikt í 20 daga í einu. Annars staðar á Norðurlöndum nær rétturinn ýmist til 16 eða 18 ára aldurs bama og heimilaður daga- Qöldi nær tU hvers barns um sig innan fjölskyldunnar og hvergi er veikindarétturinn skemmri en 2-3 mánuðir. í Svíþjóð em greidd sem svarar 90% launa í 120 daga á ári fyrir hvert barn að 16 ára aldri. í Noregi era greidd fuU laun í 260 daga. í Finnlandi era greidd 66% af launum í 60-90 daga á ári og lengur — vegna langsjúkra bama, auk heimUd- ar tU að greiða báðum foreldrum laun ef nauðsyn krefúr. Launatap aðstandenda í kjarasamningum hér á landi hefur verið samið um að starfsmaður geti ráðstafað aUt að tiu dögum á ári á launum vegna veikinda bama sinna. Auk þess er í reglum einstakra sjúkra- sjóða að þeir greiði styrki og jafnvel dagpeninga í fjarveru foreldra frá vinnu í veikindum bama. Annars stað- ar á Norðurlöndum greiðir hið opin- bera að mestu bætur vegna launataps aðstandenda sjúkra bama. Hér á landi er slíkur stuðningur enginn, ef undan era skUdar umönnunarbætur tU að mæta útgjöldum og kostnaði vegna fatlaðra og langsjúkra bama. Umönnunarbótum sem Trygginga- stofnun ríkisins greiðir er ædað að koma tU móts við kostnaðarauka og aðrar byrðar sem hljótast af aukinni umönnun bams þegar það veikist al- varlega en eru ekki bætur vegna launataps aðstandenda langsjúkra bama. 40% aukning Fjöldi langveikra barna hefm- auk- Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður ist um 40% á frá 1997 eða úr 787 börnum í 1.117 böm. Það era ekki síst samtök tU stuðnings langveik- um börnum, eins og Umhyggja og Félag krabbameinssjúkra barna, sem barist hafa ötuUega fýrir framgangi þessa máls. Benda má á að þegar meðferð barns t.d. með krabbamein lýkur lækka umönnunarbætur vera- lega. Umrædd börn þurfa þó oft langa aðlögun áður en þau geta lifað því sem kaUað er eðlUegt líf eftir meðferð- ina og sum þeirra búa við varanlegar afleiðingar sjúkdómsins. Litið er á þetta tímabU sem létta umönnun og því era greiðslur lágar. Við þessar aöstæður verður hvað mest þörf á auknum greiðslum vegna tekjutaps foreldra eða aðstandenda langveikra bama. Margir foreldrar, ekki síst foreldrar langveikra bama, munu setja mikiö traust á stjómvöld um að þau hraði framkvæmd þessarar ályktunar Al- þingis, en niðurstöðum á að skUa tU Alþingis á komandi haustþingi. Rétt- inn þarf að auka þannig að hann taki tU veikinda barna að a.m.k. 16 ára aldri í stað 13 ára nú, auk þess sem rétturinn taki tiUit tU fjölda bama og að hægt sé að flytja hann miUi ára. Auðvitað þarf síðan að fjölga vera- lega þeim veikindadögum sem réttur- inn nær tU. Loks þarf að Uta sérstak- lega tU stöðu foreldra langveikra bama bæði í auknum umönnunarbót- um og auknum rétti foreldra tU að vera hjá börnum sínum án launataps. Jóhanna Sigurðardóttir verið snjaUt að kaupa fyrirtæki í góðu áliti og sameina? Undirbúa sið- an innkomu á verðbréfaþing og kynna sameinaða fyrirtækið fyrir al- menningi sem hagstæðan fjárfesting- arkost, selja síðan bréfin í samein- uðu fyrirtæki þar sem samlegðará- hrif eru talin auka verðmæti og ná þannig fram nokkram hagnaði auk þjónustugjalda við umsýslu og sölu. Enn vaknar grundvaUarspuming. Ef sala bréfanna er ekki nægUega ör- ugg, er þá unnt að tryggja sig með samvinnu við ávöxtunaraðUa sem getur keypt verulegt magn bréfanna? Spyr sá sem ekki veit. í hugann koma aUs konar fléttur sem virðast framkvæmanlegar og þá er enn spuming hvort þetta unga kerfi okkar sér nægUega vel viö svona boUaleggingum. Oft er það svo að þegar sameining fer fram er annað eða bæði fyrirtæk- in í vanda. Hvernig væri að verð- bréfasniUingamir sem áður voru svo tíöir gestir í sjónvarpi, settu af stað umræðu um umhugsunarefni á þess- um markaði, umræður sem bæði gætu verið fróðlegar fyrir almenning og eftirlit. Guðmundur G. Þórarinsson Ummæli Bó Á jákvæðum nótum „Skólamálin hafa þá sérstöðu að þau varða nær aUa íbúa landsins. Flestir eru annaðhvort í skóla, eiga böm eða bamaböm í skóla eða tengjast skóla- starfi á annan hátt daglega. Auk þess eiga þeir sem eldri eru aUar sínar minningar úr skóla. Vegna þess hafa aUir skoðanir á skólamálum ... Oft vUl brenna við meðal stjómmálamanna að skólamál fái sérstaka vigt í aðdraganda kosninga en mikilvægi málaflokksins gleymist þess á miUi. Skólamál eru í sífeUdri þróun og því er mikilvægt að umræða um þau sé stöðugt í gangi og aUir leggi sitt af mörkum tU að hún verði málefnaleg og á jákvæðum nót- um. Menntun er undirstaða framfara í landinu og þess vegna eiga skólamál aUtaf að vera númer eitt, ekki aðeins í aðdraganda kosninga." Björg Bjarnadóttir í grein í Skólavöröunni. Er það til góðs? „Er það til dæmis landsmönnum tU heiUa að sjávarútvegsfyrir- tækjunum fækki stöðugt og trygginga-j flutninga- og olíufyrirtæki eignist sífeUt stærri hlut í þeim? Ætti það ekki mUdu frekar að vera keppikeUi sjávarútvegsfyrirtækja að hafa sjálfstæði tU að ná niður tryggingaverði, flutnings- og olíukostn- aði? Er það neytendum tU góðs að eitt fyrirtæki sé markaðsráðandi í mat- vöruverslun á höfuðborgarsvæðinu? Og vUjum við eiga aUt okkar undir einu fyrirtæki þegar við bregðum okk- ur tU útlanda? Er nema von að menn spyiji? Sameiningarspumingin hefur lika brunnið á sveitarfélögunum. Með aukinni sameiningu sveitarfélaga hef- ur dregið úr beinni lýðræðislegri þátt- töku almennings." Kristján Þorvaldsson í Sé6 og heyrt. Spurt og svarað EruNjálaog Sjálfstcett fólk sannarlega á medal bestu skáídverka í heimi; ii • < Ragnar Amalds, rithöfundur og fv. ráðherra: Heimsbókmennt- ir og ekki hissa „Ég svara því hiklaust játandi. Þessar bækur eru kannski teknar út úr sem sýnishom íslenska bók- mennta, en Sjálfstæðu fólki eftir HaUdór Laxness hef- ur af mörgum veriö skipað á bekk með bestu skáld- sögum sem ritaðar hafa verið í heiminum. Njála er hins vegar ekki skáldverk í nútímalegri merkingu þess orðs, en íslensku fombókmenntimar risu hærra á sínum tíma en Uestar aðrar bókmenntir sem vom ritaðar. Og það er almennt viðurkennt af sérfræðing- um í dag. Ég hef ekki lesið aUar þessar heimsbók- menntir sem þama komast á blað í könnuninni, en ég er hins vegar ekkert hissa á því að tvær áðumefndar íslenskar sögur skyldu lenda í þessum hópi.“ Arthúr Björgvin Bollason, Njálusetrinu á Hvolsvelli: Nýr skilningur á mannlegu eðli , j þessum töluðu orðum er ég stadd- ur í Þýskalandi þar sem við höfum nokkur úr Rangárþingi sýnt söngleik- inn um Gunnar á HUðarenda. Hvarvetna höfum við fengið göðar móttökur og verið klöppuð upp. Þegar liggja fyrir til- boð um fimm sýningar U1 viðbótar á næstunni. Þetta segir nú sitthvað um hvemig heimsbókinni Njálu reiðir af. Sjálf- stætt fólk er einnig tvímælalaust stórkosfieg bók. RiQast þá upp sagan af kaupsýslumanninum af Manhattan sem barði dyra hjá Halldóri Laxness um hánótt um miðjan vetur og þakkaði skáldinu fyrir allan þann skilning á mannlífmu sem sú bók hefði veitt honum. Kvaddi maðurinn svo og sneri til baka. Við getum sjálfsagt mörg sagt hið sama; bók- in hefur mörgum veitt nýjan skilning á mannlegu eðli.“ Auður Jónsdóttir rithöfundur: Mennskar örlagasögur „Það kemur mér ekki á óvart að Njála og Sjálfstætt fólk séu á þessum lista, báðar bækumar era tvímælalaust á heimsmælikvarða. Hvor á sinn hátt. Ég hef að vfsu ekki lesið aUar bækur í heim- inum en trúi því að val þessara bóka á nefhdan lista sé vel við hæfi. Sjálf hef ég aUtaf verið heiU- uð af Sjálfstæðu fólki, bæði anda sögunnar og ör- lögum persónanna. Og í rauninni gæti ég sagt það sama um Njálu, þar eru miklar örlagasögur af fólki sem er svo mennskt. En samt sem áður sakna ég að sjá ekki bókina Meistarann og Margarítu eft- ir Búlgakov á þessum lista, það er ein af mínum eftirlætisbókum sem ég les á hverju ári.“ Kaupmáttur aldraöra Mér kenndi eitt sinn mað- ur að þeir væru ekki aUtaf mestu trúmennirnir sem hæst töluðu um Krist. Orð væra lítUs virði ef ekki fylgdu þeim athafnir og menn skyldu metnir af verk- um sínum fremur en því sem þeir töluðu á torgum. Nokkur umræða hefur farið fram að undanfómu um kjör aldraðra. Á fundi um borg- armál í Ráðhúsi Reykjavík- ur fyrir skömmu gaf Ingi- björg Sólrún Gísladóttir í ......... skyn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rýrt kjör aldraðra á undanfomum áram. Jafnframt hafði hún á því orð að sér og sínum væri best treystandi tU að vinna að bættum hag eldri Reykvíkinga. Vegna þessarra um- mæla Ingibjargar er nauðsynlegt að rifla upp nokkrar staðreyndir um kjör aldraðra, nú og á þeim tíma er síðast sat vinstri ríkis- stjóm að völdum í landinu. Olíkt hafast menn að Á kjörtímabUi síðustu vinstri rikisstjórnar dróst kaupmáttur grannlífeyris al- mannatrygginga saman um 16,2%. Kaupmáttur launa lækkaði um 10,6% á sama tímabUi. Með öðram orðum, grunnlífeyririnn lækkað meira en kaupið. í áliti vinnu- hóps um endurskoðun alm- anatrygginga sem gefið var út í mal 2001 kemur fram að kaupmáttur grunnlífeyr- is og tekjuryggingar var 12,5% meiri áriö 2000 en 1994 og kaupmáttur tryggrða lágmarkstekna líf- eyrisþega var 18,5% meiri. Kaupmáttur aldraðra hefur því vaxið myndarlega í rík- isstjómartíð Sjálfstæðis- flokks en dróst saman í tíð vinstri flokkanna. Upp- hrópanir Ingibjargar Sól- ........ rúnar og annarra vinstri manna um gæsku þeirra í garð eUi- lífeyrisþega era því örgustu öfug- mæli. Nauðsynlegt var að koma málum þannig fyrir að kaupmáttarrýrnun vinstri áranna myndi ekki endur- taka sig. EUUífeyrisþegar geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér þegar Kaupmáttur grunnlífeyris almannatryggings 15 r lllugi Gunnarsson aOstoöarmaöur forsætisráOherra 1994-2000 1988-1991 verðbólga étur upp kaupmátt þeirra. NúgUdandi lög um almannatrygging- ar kveða því svo á um að lífeyrinn hækki í samræmi við launaþróun og er þá miðað við umsamdar taxta- hækkanir. En ef verðbólga hækkar meira en laun þá hækkar lífeyririnn í samræmi við veröbólguna. Þar með er tryggt að kaupmáttur eldri borg- ara rýmar ekki og þau ósköp sem dundu á þeim á árunum 1988-1991 endurtaki sig ekki. Kennir ætíð öðrum um sínar ófarir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verð- ur að una því eins og aðrir stjórn- málamenn að verk hennar eru vegin og metin þegar kemur að kosning- um. Það þýöir lítið að dreifa athygl- inni frá eigin aðgerðarleysi I málefn- um aldraðra með því að reyna að ráðast á núverandi ríkisstjóm. Það er stundum sagt að pólitískt minni fólks sé stutt og því geti stjómmálamenn skákað í því skjólinu. En það gleymist seint kaupmáttarhrun eldri borgara í ríkisstjómartíð vinstri afl- anna. Ingibjörg Sólrún skar ekki upp herör þegar kaup- mátturinn hrundi um 16,2% en henni finnst við hæfl að gagn- rýna aðra þegar hann hefur vaxið umtalsvert. Það er ekki mikil reisn yfir þvílfkum mála- tilbúnaði. Illugi Gunnarsson Egill Helgason sjónvarpsspyrill: Ýmislegt orkar tvímœlis „Ég sá þennan lista og þótti þar ýmislegt vera sem tvfmælis orkar. Til dæmis að Gamli mað- urinn og hafið skyldi vera nefnd sem besta bók Hemingways. Mér finnst þetta þó ekki eiga við um Njálu og Sjálfstætt fólk. í þeim bókum eru sprettir sem geta talist með því besta í heimsbókmenntun- um. Einkum þó í fyrmefndu bókinni. En svona listar era fyrst og fremst skemmtilegir sam- kvæmisleikir í mínum huga - og kannski eng- inn endanlegur eða hátíðlegur sannleikur um bókmenntir heimsins." i norskrl könnun meðal 100 höfunda í 54 löndum var kannað hverjar væru bestu skáldsögur heims. Höfundum finnst Don Kíkóti eftir Cervantes merkasta sagan. Kaupmáttur aldraðra hefur því vaxið myndarlega í ríkisstjórnartíð Sjálfstœðis- flokks en dróst saman í tíð vinstri flokkanna. Upphrópanir Ingibjargar Sólrúnar og annarra vinstri manna um gæsku þeirra í garð ellilífeyrisþega eru því örgustu öfugmœli. .+

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.