Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 28
„„> m MANUDAGUR13. MAI2002 Starfsmanni Læknavaktarinnar vísað úr starfi: Grunur um veru- legan fjárdrátt - málið til rannsóknar hjá lögreglu Grunur leikur á að starfsmaður Læknavaktariimar ehf. hafi dregið sér talsvert fé frá fyrirtækinu. Heimildir blaðsins herma að um milljónir króna geti jafhvel verið að ræða. Starfsmanninum hefur verið vikið úr starfi og málið verið kært til lögreglu. Þar er nú unnið aö rannsókn þess. í UEKNAvAKT, Læknavaktin Starfsmanni sagt upp vegna gruns um fjárdrátt. Læknavaktin ehf. er fyrirtæki 60 heimilislækna á höfuðborgarsvæð- inu sem annast læknavaktir á því. Samkvæmt upplýsingum DV vaknaði grunur fyrir skömmu um að ekki væri allt með felldu varðandi bókhald Læknavaktarinnar ehf. Grunur beindist strax að viðkom- andi starfsmanni og var hann þegar látinn yfirgefa vinnustaðinn. Málið var síðan rannsakað af hálfu fyrir- tækisins og í framhaldi ákvað stjórn þess að kæra málið til lögreglunnar í Kópavogi. Atli Árnason, lækningafram- kvæmdasrjóri Læknavaktarinnar og stjórnarformaður fyrirtækisins, kvaðst ekki vilja tjá sig um efnisat- riði málsins. Hið eina sem hann kvaðst vilja segja væri að mál af slík- um toga væru alltaf alvarleg. Um- rætt mál væri komið í ákveðinn far- veg. Það væri alltaf áfall þegar starfsfólk brygðist trúnaði vinnu- veitenda sinna. -JSS DVMYND HARI Orói í háloftunum Frönsku listamennirnir Mobile homme skemmtu Jóni Sigurössyni og fjölda manns með trommuleik og skrípalátum á Austurvelli ígær. Hópurinn er eitt af fjðlmörgum atriðum Listahátíðar Reykjavíkur 2002 sem sett var í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Guöjón Þórðarson. ^Stoke í 1. deild: Ovissa um fram- tíð Guðjóns „Þeir fóru fram á árangur og ég tel að ég hafi fært þeim hann. Nú er boltinn hjá þeim að koma með al- mennilegan samn- ing handa mér," sagði Guðjón Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Stoke, í samtali við DV-Sport eftir að lið hans hafði tryggt sér sæti í ensku 1. deildinni um helgina. „Þeir" sem Guðjón visar til er stjórn Stoke en fyrir henni fer Gunn- ar Gíslason. Hann segir ekkert ákveð- ið með framtíð Guðjóns hjá félaginu þrátt fyrir árangurinn. „Við munum reyna að finna út hvaða manni við treystum til að ná sem bestum ár- angri með liðið á næstu árum, hvort sem það verður Guðjón eða einhver annar. Við ætlum okkur hins vegar að ræða við Guðjón í vikunni og heyra hans skoðanir og framtíðará- ætlanir," sagði Gunnar. Guðjðn hefur ekki áhyggjur af óvissunni, segist hafa verið í sam- bandi við önnur lið. „Eitt er víst að ég verð ekki atvinnulaus þótt stjórn Stoke bjóði mér ekki nýjan samning." Sjá DV-Sport, bls. 24. -ósk GU04ÓN, BEIT FRA SER! Víbríuveiki hefur greinst hér á landi, að sögn yfirdýralæknisembættis: Fiskur getur stráfallið af þessari skæðu veiki - í vissum tilfellum, segir dyralæknir fisksjúkdóma Svokölluð víbríuveiki var í fyrsta sinn staðfest í fiski hér á landi í nóv- ember á siðasta ári. Greindist hún í tveggja kílóa eldisþorski af villtum uppruna í lokuðu strandkeri á bor- holusjó. Um 20 prósenta affóll urðu á fiskinum. Þá greindist kýlaveikibróð- ir í fyrsta sinn í regnbogasilungi hér á landi á árinu. Loks var rauð- munnaveiki í fyrsta sinn staðfest i ál sem alinn var hér í tilraunaskyni. Þetta kemur fram í ársskýrslu yfir- dýralæknisembættisins fyrir árið 2001. „Menn þurfa stöðugt að vera á verði gagnvart fisksjúkdómum," sagði Gísli Jónsson, dýralæknir í fisksjúkdómum, við DV. Hann sagði að víbríuveikin lýsti sé þannig að blæðingar yrðu í roði. Ef veikin væri búin að vara i nokkra daga kæmu fram sár. Fiskur gæti stráfallið af veikinni í vissum tilfellum. Verið væri að þróa bóluefni gegn þessum sjúkdómi, einkum í þorski. Ef þorsk- eldi yrði tekið upp hér væri víbríu- veikin helsti bakteríusjúkdómurinn sem þyrfti að líta til. Þessi veiki gæti borist í lax og silung. „Víbriuveikin er elsti sjúkdómur sem greindur er i fiskeldi yiírhöfuð," sagði Gísli. „Ég tel að hann hafi ekki borist hingað fyrr vegna norðlægrar legu landsins. Þessi sjúkdómur bloss- ar upp á vorin eða fyrri hluta sum- ars, þegar hitastig sjávar eða vatns hækkar mikið. Við náum ekki þess- um hita i sjó hér." í ársskýrslu yfirdýralæknisemb- ættisins segir enn fremur að kýla- veiki hafi til þessa fyrst og fremst herjað á lax og bleikju en regnboga- silungur hafi verið talinn ónæmur og þvi ekki bólusettur. Annað hafl kom- ið á daginn á liðnu ári þegar veikin hafi í fyrsta skipti greind í honum hér. Afföll hafi ekki orðið mikil en viðvarandi. Hafi endað með þvi að sérstakrar lækningar hafi verið þörf. Þá telst einnig til nýmæla að veik- in var í fyrsta sinn staðfest i villtum hlýra sem alinn er í tilraunaskyni í Neskaupstað, með um 58 prósent dauða í sýktri hjörð. Til að koma í veg fyrir frekara tjón var brugðist við með lyfjasprautun á eftirlifandi fiski og síðan hefur enginn drepist. í skýrslu yfirdýralæknis kemur enn fremur fram að mikil áhersla sé lögð á lágmarka notkun sýklalyfja í islensku fiskeldi og er notkun þeirra á stöðugri niðurleið. -JSS Vibríuveiki í þorski Víbríuveiki greindist í fyrsta sinn hér á landi sl. haust. Hún var staðfest í eld- isþorski af villtum uppruna. Sveitarstjórnarkosningarnar 25. maí 2002: Hlutfall óhlutbundinna kosninga aldrei hærra íbúar Reykjavíkurborgar og ísa- fjarðarbæjar hafa úr flestum fram- boðum að velja við komandi sveit- arstjórnarkosningar 25. maí nk., eða 6 á hvonun stað. í Reykjavík bjóða fram Listi Höfuðborgarsam- takanna, Sjálfstæðisflokks, Frjáls- lyndra, Húmanistafiokksins, Reykjavikurlistinn og Vinstri hægri snú. í ísafjarðarbæ bjóða fram Nýtt afl, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Frjálslyndir, Samfylking og VG. í tveimur sveitarfélögum á Norðurlandi eru boðnir fram 5 listar. í sveitarfélaginu Skagafirði eru listar Framsóknarflokks, Sjálf- stæðisflokks, Frjálslyndra, Skaga- fjarðarlistans og VG. Á Akureyri eiga kjósendur val um það að kjósa Framsóknarflokk, Sjálfstæð- isflokk, Lista fólksins, Samfylking- una eða VG. í 7 sveitarfélögum kemur aðeins fram einn listi og þar er því sjálf- kjörið. Þetta eru sveitarfélógin Borgarfjarðarbyggð, Höfðahrepp- ur, Hörgárbyggð, Aðaldælahrepp- ur, Tjörnesheppur, Breiðdals- hreppur og Raufarhafnarhreppur. í síðastnefnda sveitarfélaginu var kosningin kærð 1998 þar sem talið var að einn kjósandi hefði rang- lega verið tekinn inn á kjörskrá. Það mál þvældist lengi fyrir í fé- lagsmálaráðuneytinu. Nú kemur þar aðeins fram einn listi, F-listi. í 39 sveitarfélögum er kosning óhlutbundin, þ.e. þar kemur ekki fram neinn listi og allir kjörgengir íbúar í raun í framboði. Þetta er stærra hlutfall en nokkru sinni fyrr en rétt er að geta þess að sveitarfélögum hefur fækkað allnokkuð á kjörtímabil- inu - eru nú 122 og því í fyrsta skipti kosið til fyrstu sveitar- stjórnar á allnokkrum stóðum í öllum landsfjórðungum. -GG Góð karfaveíði Góð karfaveiði hefur verið á Reykjaneshrygg. Um helgina voru mörg skip á landleið til löndunar og því óvenjulega fá íslensk skip á svæð- inu, eða 19 talsins, en þau eru venju- lega um 30. Veiði flestra skipa hefur þó ekki verið meiri en svo að vinnsl- an um borð hefur haft undan. Karfinn er hausskorinn og heilfrystur. -GG FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALÐREl SEFUR Hafir þú ébendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrír besta fréttaskotiö í hverri vtku gretoast 7.000. Fulirar natnieyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sótarhringinn. 550 5555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.