Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 Menning DV Listveruleikinn í Rússíá Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttír silja@dv.is Ég held að æðimargt áhugafólk um myndlistar- söguna hér á Vesturlöndum, jafnvel fólk með fag- iega þekkingu á henni, geri sér tæpast grein fyrir þeim ótrúlega fjölda listaverka frá öllum heimsins homum og timaskeiðum sem rússneskir valdhafar og safharar hafa dregið saman í timans rás. Vestur- landabúum hefur einnig þótt ríkuleg og margþætt myndlistarhefð Rússa sjálfra fremur óárennileg, auk þess sem hún var til skamms tíma ekki að- gengileg. En með hverju árinu sem líður kemur betur í ljós mikilvægi þess sem átti sér stað í menn- ingarlífi Rússa frá seinni hluta 19. aldar og fram til 1930, og sú atburðarás hlýtur að kalla á endurskoð- un á ýmsum menningarsögulegum forsendum sem við höfum gefið okkur til þessa. Til dæmis hefur verið til siðs að skoða framvind- una í myndlist 20. aldar nánast eingöngu út frá for- sendum módemismans og þeirri uppstokkun veru- leikans sem á sér stað í verkum Cézanne og nokk- urra annarra listamanna í Frans. En umgengni Rússa við veruleikahugtakið er ekki síður áhuga- vert. „Alvöru veruleiki er æðri veruleikanum eins og hann birtist i myndlist," er haft eftir Sjemisjev- skí, talsmanni andófshóps sem kallaði sig „Samtök um farandsýningar" á sjöunda áratug 19. aldar. Sextíu árum seinna lögðu rússneskir konstrúktíf- istar, helstu myndbrjótar sins tíma, til atlögu und- ir kjörorðunum „Tökumst á við veruleikann með nýjum aðferðum". skrá þar sem gerð er grein fyrir flókinni atburða- rásinni í rússneskri myndlist á umræddum tima. Ásamt með sýningunni „Náttúrusýnir" frá Frakk- landi og fyrri sýningum safnsins á aldamótalist frá Norðurlöndunum fyllir „Hin nýja sýn“ ótví- rætt upp í eyður í þekkingu okkar íslendinga á evrópskri myndlist. Því er óhætt að hvetja sið- menntað fólk með snefil af sjónlistaáhuga að láta hana ekki fram hjá sér fara. Marc Chagall: Gluggi á sumarhúsi. 1915 Sýningin fyllir ótvírætt upp í eyöur í þekkingu okkar lendinga á evrópskri myndlist. Félagslegt afl Allan þennan tíma er að fmna í rússnesku menn- ingarlífi viðleitni til að gera myndlistina að félags- legu afli til alvöru-uppbyggingar samfélagsins, og þetta á jafnt við um áðumefnd samtök um farand- sýningar sem konstrúktífista - byggingarsinna. Þessi viðleitni, og umræðan sem henni fylgdi, er öflu áhugaverðari en flest það sem á sama tíma er haft eftir mannvitsbrekkum í Paris eða Múnchen um hlutverk myndlistarinnar. Sífrjó umræða Rússanna um hlutverk listarinn- ar nær síðan hámarki í verkum þeirra Malevitsj og Tatlin, svokaOaðra súprematista, og áðurnefhdra konstrúktífista. Þar mættust stálin stinn, prestur- inn og verkfræðingurinn; annar héit því fram að listin ætti að vera andleg iðja, praktíseruð af inn- vígðum, hinn leit á listina sem áróðurstæki fýrir betri nútíð og lífshamingju fjöldans. Þessi umræða hafði ekki verið leidd tO lykta þegar Stalín lét skrúfa fyrir hana í nafni sósíalískrar raunsæis- stefnu. Við fáum vissulega smjörþefmn af listþróuninni í Rússíá og þessari umræðu á sýningu Listasafns íslands, „Hin nýja sýn 1880-1930“, þar sem er að finna málverk úr Tretjakov-safninu í Moskvu. Sýn- ingunni fylgir ágætlega fróðleg og prýðOega þýdd Fyrir og eftir umbrotatíma Nú veit ég ekki nákvæmiega hvemig staðið var að vali verka á sýninguna, sem kemur hingað með middendingu í Osnabrúck í Þýskalandi, en miðað við það sem Tretjakov-safnið á í fórum sín- um má e.t.v. segja að úrval eldri verkanna sé ödu markverðara en þau sem við fáum að sjá eftir framúrstefnufólkið. Nokkur portrett eftir Repin, Súrikov, Vasnetsov og Grabar eru framúrskar- andi; málverk Levítans, „Sumarkvöld", nægir næstum því tO að sannfæra okkur um yfirburði hans í rússnesku landslagsmálverki og verk þeirra Korovíns, Kustnetsjovs og Vrubels eru öll augnayndi. 1 framúrstefnudeOdinni er eins og vanti herslumuninn; adir helstu forkólfar eru að sönnu td staðar en verkin sem hér eru sýnd eru ýmist fs- frá því fyrir eða eftir aðalumbrotatímann í rúss- neskri myndlist, 1913-20. Annað verkið eftir Maljevitsj er t.d. frá 1904, hitt er endurgerð svarta ferningsins frá 1929; sem er synd þvi Tretjakov- safnið á gott úrval verka frá blómaskeiði Malje- vitsj. Sama gfldir um nokkra aðra stórmeistara: Chagad, Kandinsky, Gontsjarovu, Popovu og Larionov; verk þeirra eru vissulega góð fyrir sinn hatt en gefa tæplega tfl kynna hvers vegna þeir þóttu frumkvöðlar og umbyltingarmenn í myn(0ist- um. Á móti kemur að dregin eru saman ágæt verk eftir minni spámenn, t.d. Mashkov, Kontsjalovskí, Údaltsovu, sem við fengjum annars ekki að kynn- ast. Aðalsteinn Ingólfsson Hin nýja sýn stendur til 16. júní. Listasafn Islands er opiö kl. 11-17 nema á mánudögum. Tónlist Aldrei betri Það er kannski stórt upp í sig tekið að fuUyrða aö listamaður hafi aldrei verið betri þegar jafn þekktur og reyndur söngvari á í hlut og Bergþór Pálsson. Hann hélt ásamt Jónasi Ingimundar- syni píanóleikara tónleika í Salnum í Kópavogi fyrir síðustu helgi. Þrátt fyrir yfirvofandi hol- skeflu listviöburða sóttu þessa tónleika margir gestir. Það ætti þó engan að furða því þessir listamenn eiga báðir fjöimarga aðdáendur. Bergþór hefur áður ráðist í flutning á ljóða- sveigum Schumanns og að þessu sinni var það flokkurinn Ástir skáldsins, eða Dichterliebe, sem fluttur var í hefld sinni fyrir hlé. Hugsan- legt er að sumir gestanna hafi komið vegna ást- ar sinnar á viðfangsefninu því fátt er í heimi ljóðasöngsins áhrifameira en þessi lagaflokkur. í einræðu elskandans ferðast tónskáldið með skáldinu gegnum dýpsta sársauka og æðstu gleði þess sem elskar. Óendurgoldinni ástinni er þó að lokum sökkt í sæ viðkvæmrar vitundar sem leit- af gleði sinni yfir verðugum viðfangsefnum og Bergþór gerði þarna. Jónas náði einnig að gefa hinum mörgu eftirspdum sérstaka töfra; fjórða lagið mjög gott og einnig þungstigur og skýr kontrapunkturinn í eftir- málanum um dómkirkju- myndina, svo eitthvað sé nefnt. Snflld Schumanns í tónsetningu ljóöa Heines vekur aOtaf nánast furðu. Tólfta lagið er hrein perla þar sem síörómantíkin er boðuð án nokkurs hávaða. Draumalagið númer þrettán varð í höndum þeirra Berg- þórs og Jónasar hápunktur Bergþór Pálsson og Jónas Ingimundarson Þeir eiga marga aðdáendur - og ekki ófyrirsynju. DV-MYND E.ÓL ar ommnisms. Bergþór og Jónas náðu afburðavel saman í túlkun sinni á þessu ljóöum. Eftir aðeins of ákveðna byrjun voru t.d. styrkleikabreytingar í fjórða laginu frábærlega vel unnar. Smitandi ást Bergþórs á efninu skflaði sér yndislega í fimmta laginu og sveiflan í lokalínunni var persónuleg og hrífandi. Það þarf ekki lítinn listamann til að skila persónulega unninni túlkun á svo þekktu efni. Jafnframt er það ómetanlegt þegar lista- menn geta gefið hlustendum sinum jafn ríkulega flutningsins - sterk sena sem þeim tókst að magna mjög. Auövitað má yfirleitt afltaf eitthvað aðeins betur fara og var óróleiki í undirleiknum í átt- unda og aftur í níunda laginu dæmi um það. Svo má líka deila um léttleikann í píanóhlutanum í síðasta laginu. Bergþór hefur þétta og faOega rödd sem hann hefur aldrei beitt betur. En ákveðnar ýkjur geta farið út fyrir mörk þess fagra, eins og gerðist bæði í sjöunda og tíunda laginu. Textaframburður er afburðaskýr en of ýktur. Oft færi meira látleysi betur, án þess að það þyrfti að vera á kostnað skýrleika. Eftir hlé fluttu þeir frönsk sönglög eftir Chaus- son, Gounod, Duparc og Ravel. Verkefnavalið var ótrúlega skemmtflegt og fóru listamennirnir á kostum í flutningnum. Örlítið óperusmitaðir taktar Bergþórs í bæði fasi og raddbeitingu í sumum lögunum komu litið að sök. Ekki voru það síst lög Ravels við Ijóð sem hinn spænski Don Kíkóti syngur til Dulcineu sem dflluðu sál- inni. Bergþór var frábær í síðasta erindi fyrsta lagsins, örveikt amenið í næsta lagi djarft og hrífandi og leikur hans, eins og svo oft, fuflur smitandi glaöværðar í því síðasta. Saman náðu þeir Jónas hinni hæðnu, spænsku sveiflu þannig að menn hreinlega dönsuðu út. Sigfríður Björnsdóttir mannsgaman / \\\ . Að horfa á heiminn Get engan veginn gleymt þeim degi þegar ég sat með einsetumanni uppi á fjaOsbrún. Hún er köfluð Nónhæö og sér þaðan yfir Breiðafjörð aU- an. Skiptir ekki máli hvort það var 1980 eða 1990. Og gæti aOt eins verið að gerast. Bóndinn hafði aOa sína tíð átt heima á Barða- strönd. Og kvaðst aldrei hafa kært sig um að fara út fyrir sveitina sína; hefði jú fariö að Reyk- hólum upp úr tektinni, sem sér hefði þótt langt, en aldrei lengra. Og til hvers sosum í ósköpun- um tautaði hann í bland við fussum sitt og suss- ið. Og svo bretti hann upp á vörina, sem var kækur hans, og horfði út á breiðasta fjörð á land- inu sem er þakinn eyjum og fugli og fiski. Man að það hreyfði ekki vind þenna dag, ekki hár á höfði okkar - og þyturinn þegar fuglinn fór hjá sat í hlustum okkar. Einmuna dagur. Eins og maður gæti heyrt í sólinni. Einn þessara daga sem endast. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér betra há- sæti í heiminum en einmitt Nónhæðina sína í sumarveðri. Og bretti enn upp á vörina. Ég þagði - hafði yftr fáum orðum að ráða. Hafði fyrr um daginn tekið eitt þessara dæmi- gerðu einsetuviðtala við kaOinn heima í húsi. Hann bauð mér upp á kaffi sem hann sauö i potti og heOti í þykka fanta gegnum síu. Óvenjulegt, fannst mér, eins og svo margt annað á heimfli þessa áttræða manns sem gekk um sperrtur eins og unglingur og hafði það þykkasta hár sem ég hafði séð; flóka, mikinn flóka sem efalítið haföi ekki kynnst kambi í árafjöld. Ef nokkurn tima. Við skokkuðum upp á hæðina í dagslok þegar birtan verður hvað áleitnust á Islandi. Hann kvaðst fara þangað daglega, stundum áleiðis en oftast aOa leið. Verstu veður héldu orðið aftur af sér. Það væri aldurinn. Á mifli okkar voru meira en fimmtíu ár. En það var ekki að sjá upp hæðina. -SER Aldrei of seint Nafnlausi leikhópurinn í Kópavogi er 10 ára í ár og í tilefni af þvi hefur hann tekið höndum saman við SmeOara í Hana-nú og „frjálsan" danshóp úr Gjá- bakka og sett á svið nýtt íslenskt verk eftir Jóninu Leósdóttur undir stjóm Ás- dísar Skúladóttur. Meðalaldur leikara er tæp 78 ár fyrir utan einn drenghnokka rétt yfir fertugt. Sýningin heitir SmeOur 2 - aldrei of seint! Sýningar eru daglega kl. 14 til og með 18. maí. Miðapantanir í símum 554- 3400 og 899-5508. List fyrir Palestínu Menningarhátíðin List fyrir Palestinu verður haldin á stóra sviði Borgarleik- hússins í dag kl. 17-21. Á dagskrá eru ljóð, söngur, leiklist, tónar og dans auk myndlistarsýningar í anddyrinu þar sem seld verða verk eftir fjölda íslenskra myndlistarmanna með 40% afslætti þennan eina dag. Að hátíðinni standa einstaklingar, hópar og samtök íslenskra listamanna, auk Félagsins Ísland-Palest- ína. Kynnir er Tinna Gunnlaugsdóttir leikari og formaður Bandalags íslenskra listamanna. Aðgangseyrir er kr. 1800 sem renna óskertar til hjálparstarfa í Palestínu. Var Laxness vont leikskáld? Fimmta fyrirlestur- inn á vegum Vöku- HelgafeOs i tileöii ald- arafmælis Hafldórs Laxness heldur Hrafn- hfldur Hagalín Guð- mundsdóttir leikskáld og nefhir hann „Var Laxness vont leik- skáld?“ Fyrirlesturinn verður í Norræna húsinu á morgun kl. 17.15. Aðgangur er ókeypis og öflum heimfll. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir kom eins og stormsveipur inn í íslenskt leflrhúslíf þegar verk hennar Ég er meist- arinn var frumsýnt árið 1990. Hún hlaut Menningarverðlaun DV árið 1991 fyrir leikritið og Norrænu leikskáldaverö- launin árið eftir. Árið 2000 var Hægan, Elektra sett upp eftir hana. Sýningin var tilnefnd til Menningarverðlauna DV og verkið sjálft tfl Norrænu leikskáldaverð- launanna í ár. Ég er meistarinn hefur verið sett upp víða um lönd, m.a. i New York og Sydney við góðar undirtektir. Snert hörpu mína 1 síðustu viku var opnuð sýningin „Snert hörpu mína...“ hjá Handverki og hönnun í Aðalstræti 12, 2. hæð. Þar eru sýnd fjölbreytt handgerð hljóðfæri sem smíðuð eru á íslandi, fiðlur, óbó, seOó, víóla, viola da gamba, rafmagnsgítarar, kassagítar, jazzgítar, bassi, langspil, jarð- hörpur, lýrur og spfladósir. Þeir sem sýna eru Eggert Már Marin- ósson, George HoOanders, Hans Jó- hannsson, Jón Marinó Jónsson, Kristinn Sigurgeirsson, Lárus Sigurðsson, Mar- grét Guðnadóttir, Margrét Jónsdóttir, Nobuyasu Yamagata og Sverrir Guð- mundsson. Sýningin stendur til 20. mai og er opin alla daga kl. 12-17. Fótboltasögur Fótboltaáhugamenn athugið: í kvöld kl. 20.30 verður flutt leikgerð El- ísabetar Rónaldsdóttur kvikmyndagerðarmanns á Fótboltasögum Elísa- betar Jökulsdóttur í Listaklúbbi leikhús- kjaflarans. Fótboltasögur komu út um síðustu jól og hlutu fádæma góðar við- tökur lesenda og gagnrýnenda enda ekki á hverjum degi sem út kemur skáldskap- ur um líf fótboltamannsins. Nú er ís- landsmótið í fótbolta alveg á næstu grös- um og því upplagt að fara að hita upp. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir og leiklestur annast Bjöm Jörundur Frið- bjömsson, Hilmar Jónsson og Stefán Jónsson. Ekki ónýt skemmtun!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.