Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 Fréttir X>V íbúar í vesturbæ áhyggjufullir vegna lóða við Ánanaust: Herdís Storgaard. íbúar í vesturbæ hafa lýst áhyggj- um sínum af ástandi lóðar við Ána- naust þar sem Lýsisstöð Bernhards Petersen stóð áður en bygging- in hefur verið rif- in að mestu leyti. Þar eru börn að leik í hættulegu umhverfi en í rústunum má finna steypu- styrktarjám, gler, vatn sem safnast hefur saman, stóra steypuklumpa og fleira sem þau geta slasað sig á. Magnús Sædal Svavarsson, bygg- ingarfulltrúi Reykjavíkur, segir að í bígerð sé að byggja fjölbýlishús með bílageymslum i kjallara á lóðinni en hún er í eigu byggingafélags. „Nokkrar vikur eru síðan niðurrifi lauk og munu eigendur hennar væntanlega girða lóðina af innan skamms." Magnús segir engin skil- greind tímamörk vera til um það hversu lengi slík byggingasvæði megi vera ógirt og segir að ef ein- hver slasist á lóðinni séu eigendur ábyrgir. „Við vonum náttúrlega að til þess komi ekki.“ Herdís Storgaard slysavarnafull- trúi segist hafa heyrt af þessari lóð þó að engin formleg ábending hafi borist Árvekni. „En mikilvægt er að þeir sem eiga slíkar lóðir girði þær Leiksvæöi eöa hættusvæöi? Þeir Tumi Bjartur og Kristján voru w'ð leik í rústunum þegar Ijósmyndara DV bar þar að. Á myndinni má sjá hvernig vatn hefur safnast í grunninn og steypustyrktarjárnin standa óvarin út í loftið. vandlega svo krakkar komist ekki inn á þær.“ Hún bendir foreldrum á að vera á varðbergi, því þeir beri líka ábyrgð á börnum sínum. „Á þessum tíma árs eru böm meira að leika sér úti við og því er áríðandi að foreldrar viti hvar þau eru og séu duglegir við að upplýsa bömin um hætturn- ar í umhverfmu, þar með talið af leik á byggingasvæðum. Þótt eig- endur lóða girði þær samkvæmt reglum er nokkuð um að eldri krakkar láti það ekki hindra aðgang sinn, og þar verða foreldrar að koma til skjalanna," segir hún. Helstu hættur sem bömum stafar af byggingasvæðum segir Herdís vera drukknanir og föll/ „Svo eru nokkur dæmi þess að böm hafi dott- ið á steypustyrktarjárn og jafnvel fengið slíkan tein í gegnum lík- amann og verið í bráðri hættu.“ -ÓSB Börn að leik í hættu- legu umhverfi Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði á Keldum: Hugað að flutningi í Vatnsmýrina - nefnd á vegum ráðuneytis vinnur að málinu ráðuneytisins skilaði niðurstöðu sinni i desember. Sú niðurstaða var kynnt ríkisstjóminni. Þar var ályktað að fara þyrfti fram svoköliuð þarfagreining, þar sem tekið væri saman hvað þyrfti að vera til staðar með tiiliti til aðstöðu á nýjum stað. Hins vegar ályktaði nefndin að til- raunastöðin væri best komin á Vatnsmýrarsvæðinu. I kjölfarið var sett á laggimar önnur nefiid sem vinnur nú að undirbúningi umræddrar þarfagreiningar. Sjálf greiningin fer fram í kjölfar þess starfs. Sigurður Ingólfsson, forstöðumaður tilraunastöðvarinnar, sagði að ekki væri þrengt svo að tilraunastöðinni á Keldum að til vandræða horfði væri til skamms tíma litið. Greiningaraðstaöa í ársskýrslu yfirdýralæknisembætt- isins fyrir árið 2001 segir m.a. að gin- og klaufaveikifaraldurinn, sem geisaði í Evrópu, hefði leitt í ljós marga van- kanta hér á landi hvað varðaði við- brögð við vágesti sem þessum - til dæmis skort á greiningaraðstöðu vegna smitsjúkdóma sem knýjandi sé að greindir verði í nánustu framtíð. Sigurður sagði að endalaust mætti bæta þá aðstöðu sem fyrir væri. Til- raunastöðin væri að hluta til tilbúin að taka á faraldri svo sem gin- og klaufaveiki. Greiningin væri marg- þætt og aðeins örfáar rannsóknarstof- ur i Evrópu myndu rækta vírusinn, sem væri bráðsmitandi. Það myndi aldrei verða gert á Keldum heldur væri samningur í gildi við slíka grein- ingarstöð. „En alltaf má gera betur og vera bet- ur búinn undir það sem við getum gert,“ sagði Sigurður. „En við teljum okkur alveg geta verið hluta af því dæmi að taka þátt í að greina þetta og aðstoða við að koma sýnum í réttar hendur erlendis." -JSS &lalán,afbo!gunámán. Rekstraileiga: 38.665 Veröáður 2.050.000 Verðnú 1.968.000 Veiöáður 2.090.000 Verð nú 2.006.000 Vetðáður 1.630.000 Verðnú 1.564.800 Rekstrarieigan er til 36 mán., m.v. við 20.000 km á árí og eiienda myntkorfu. Rekstrarleiga er aðeins i boði til rekstraraóila (fyrirtækja). Bilalán miðast við 30% útborgun og 84 mán. samning. Allar tölur eiu með vsk. Renault Laguna II fólksbDI Klalán, alborgun á mán. Rekstrarleiga: 39.351 Bilalán.afborgunámán. Rekstrai1eiga:31.758 Renault Scénic fólksbfll Grjóthól* I • Sfmi 575 1200 Söludaild 575 1220 • www.bl.it Renault Mégane Ðerline fólksbíll Nefnd á vegum menntamálaráðu- neytisins vinnur nú að athugun á flutningi Tilraunastöðvar Háskóla Is- lands í meinafræði, sem nú er starf- rækt á Keldum, á Vatnsmýrarsvæðið í Reykjavík. Tilgangurinn með flutn- ingi tilraunastöðvarinnar, ef af verð- ur, er að byggja upp alla starfsemi Háskóla íslands á einum stað. Svokölluð flutningsnefnd á vegum Þar sem gengi krónunnar er hagstætt í dag getum við boðið þér frábært verð á þessum Renault bílum. I nefnd Nefnd á vegum menntamálaráöuneytisins vinnur nú að athugun á flutningi tiiraunastöðvarinnar á Keldum í Vatnsmýrina. Skeytið var 29 ár á leiðinni: Þýskur sjóliði auglýsir eftir stúlku Fyrir nokkru rak á fjörur bænda í Eystri-Pétursey í Mýrdal flaska sem í var flöskuskeyti sem dagsett er 7. febrúar 1973. Ungur sjóliði á F.M.S. Salzburg, Wolfgang Gramn frá Brem- erhaven í Þýskalandi, skrifaði og sendi bréfið í flöskunni á ótilteknum stað á úthafinu (Am See). Hann er í konuleit samkvæmt bréfinu og segir það eitt um sjálfan sig að hann sé 167 sentímetrar á hæð. Hann segist vera að leita að laglegri, ungri stúlku og það með hjónaband í huga. Skilaboðin í flöskunni voru furðu-skýr, en letrið aðeins farið að dofiia enda hafði eilít- ill sjór komist í flöskuna. -SKH/JBP Ólafsfjarðarlistinn: Ekki eyrnamerkt- ur neinum flokki Ólafsfjarðar- listinn hefur ver- ið gerður opinber og býður fram lista i komandi sveitarstjórnar- kosningum. List- inn er ekki eyrnamerktur ákveðnu stjórn- málaafli heldur stendur fólk að baki honum sem vill vinna ötullega að framfaramálum i bænum. í fyrsta sæti er Jóna Vilhelmina Héðinsdóttir kennari, í öðru sæti er Rögnvaldur Ingólfsson húsvörð- ur, Gunnar R. Kristinsson er í þriðja sæti, Júlíanna Ingvadóttir í fjórða sæti, Helgi Jóhannsson þjón- ustustjóri í fimmta og Brynhildur Benediktsdóttir félagsfræðingur í sjötta sæti. -hiá DV-MYND KARÖÚNA ÞORSTEINSDðTTIR. Kominn heim Jón Þór Eyþórsson er kominn til Seyðisfjaröar til að taka kosningaslaginn. Lögmaður í Dan- mörku vill verða bæjarstjóri Undanfarin ár hafa þrir listar verið í framboði fyrir bæjarstjómarkosn- ingarnar á Seyðisfirði en nú bætist við einn listi, Þ-listinn eða Þinn listi. Jón Þór Eyþórsson leiðir þennan lista og býður sig jafnframt fram sem bæj- arstjóri. Hann er 42 ára viðskiptalög- fræðingur, lærði í Danmörku og hefur búið þar undanfarin átta ár. Og það liggur beinast við að spyrja hann hvað það sé sem heillar hann að sækja hingað. Og svarið er. „Seyðis- fjörður er svo fallegur bær, vistvænn staður fyrir böm og stærðin á bænum gefur mikla möguleika til þess að vinna að góðum málum og lyfta bæn- um sem er í frekar erfiðri stöðu núna.“ Fjölskyldustærðin er kona og fjögur böm. Enn vaknar spuming, ef hann fær ekki bæjarstjórastöðuna og verð- ur samt bæjarfulltrúi hefur hann þá hugsað sér að flytja með fjölskylduna sína hingað? Og svarið er: „Ég er strax farinn að hugsa um að kaupa hús og hasla mér völl sem viðskiptalögfræðingur og vinna bænum allt sem ég get.“ -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.