Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 1
LISTAHATIÐ HAFIN. BLS. 36 OG 37 -------r^- Jmty ^^^hifik _— ^ v III 710 m» 55= O 555-1 sO u~» DAGBLAÐIÐ VISIR 107. TBL. - 92. ARG. - MANUDAGUR 13. MAI 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK Forstjóri Samkeppnisstofnunar þiggur laun fyrir lögbundna stjórnarsetu: Fær hálfa milljón króna á ári fram hjá kjaranefnd Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, og Jón Ögmundur Þormóðsson, skrifstofustjóri í við- skiptaráðuneytinu, þiggja báðir hundruð þúsunda króna í árslaun fyrir að sitja í stjórn Flutningsjöfn- unarsjóðs oliuvara. Guðrún Zoega, formaður kjaranefndar, segir nefnd- ina ekki hafa vitað um þessar greiðsl- ur en laun beggja embættismanna eru ákvörðuð af kjaranefnd. „Ég hafði ekki hugmynd um að Ge- org og Jón Ögmundur fengju greitt fyrir þessi störf," sagði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra við DV í gærkvöld og kunni heldur ekki skýringar á því hvernig þessar greiðslur gátu farið fram hjá kjara- nefnd. „Hins vegar þykir mér eðiilegt að þessir menn sitji í Flutningsjöfn- unarsjóði olíuvara. Hvort þessi nefndarstörf falli undir starfssvið for- stjóra Samkeppnisstofnunar hef ég ekki kynnt mér." í reglum kjaranefndar segir að embættismanni eigi ekki að greiða sérstaklega fyrir að sitja í nefnd ef seta hans í nefndinni er ákveðin með lögum. í 6. grein laga um Flutnings- jöfnunarsjóð segir að stjórnarfor- mennska skuli vera í höndum for- stjóra Samkeppnisstofnunar. Reglur kjaranemdar gilda jafnt um nefnda- setu og stjórnarsetu. Samkvæmt þessu á forsrjóri Samkeppnisstofnun- ar ekki rétt á sérstókum launum fyr- ir stjórnarformennskuna. Fyrir hana hefur hann þó þegið 500.000 krónur á ári. Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, sagði við DV á þriðjudaginn var að kjaranefnd hefði lagt blessun sína yfir þessar greiðslur. Pappírar þar að lútandi eru hins vegar ekki komnir i leit- irnar. „En ég stend í þeirri trú að kjaranefnd sé fullkunnugt um setu mína í þessari stjórn og greiðslur sem ég hef þegið fyrir hana," sagði Georg við DV. Reglur kjaranefndar segja enn fremur að embættismenn skuli ekki þiggja sérstakar greiðslur fyr- ir setu í nefhd ef verkefni hennar tengjast þeirri stofnun eða því ráðuneyti sem þeir starfa við. Skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neytinu situr í stjórninni, skipaður af ráðherra, og þiggur 400.000 krón- ur á ári fyrir stjórnarsetuna. -ÓTG/GG NANARI UMFJOLLUN Á BLS. 4 í DAG SAUÐBURÐUR HAFINN A MOLASTÖÐUM í FLJÓTUM: Mikil upplíf- un fyrir börnin KA ISLANDSMEISTARI í ANNAÐSINN: L Vann þrjá leiki í röð 19-21 Aðeins eitt símtal! 8001111 punktur>nn íslandssími C islandssimi.is :..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.