Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 11 x>v Utlönd Jimmy Carter í heim- fe sókn hjá Castro á Kúbu - boðinn frjáls aðgangur að vísindastofnunum vegna ásakana um efnavopnaframleiðslu Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom í gær til Kúbu, þar sem hann mun dvelja í sex daga í boði Castros Kúbuforseta. Castro tók sjálfur á móti Carter á flugvellinum í Havana, en tilgangurinn með heim- sðkninni er að sögn Carters að reyna að brúa bilið milli þessara tveggja ná- grannaþjóða sem deilt hafa i meira en fjörutíu ár. Carter, sem er mikill boðberi al- heimsfriðar og stofhaði reyndar um það samtök eftir að hann lét af emb- ætti forseta Bandaríkjanna árið 1981, mun bæði hitta Mltrúa stjórnar og stjórnarandstöðu í heimsókn sinni áð- ur en hann ávarpar þjóðina í sjón- varpsútsendingu seinna i vikunni. Carter er áhrifamesti stjórnmála- maður Bandaríkjanna sem sækir Kúbu heim síðan Castro tók þar við völdum fyrir um það bil 43 árum, en að mati flestra stjórnmálaskýrenda endurspeglar heimsókn hans ekki endilega vilja ráðamanna um sættir og eðlileg samskipti milli ríkjanna, Castro tekur á móti Carter á Havana-flugvelli í gær. heldur jafnvel þvert á móti, eftir að bandarísk srjórnvöld bættu Kúbu ný- lega á lista sinn yfir „öxulveldi hins illa". Það gerðu þeir eftir að hafa ásakað kúbversk stjórnvóld um til- raunir við framleiðslu efhavopna. Mótmæli frioarslnna í Tel Aviv. I Tugir þúsunda friðar- sinna mótmæla í Tel Aviv Tugir þúsunda ísraelskra borgara í Tel Avjv mótmæltu i gær fyrirhuguð- um aðgerðum ísraelshers á Gaza- svæðinu og kröfðust þess að herinn og landnemar yrðu umsvifalaust kallaðir frá heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu. Mótmælin voru skipulögð af friðar- samtökunum „Peace Now", en krafa þeirra er að israelsk srjórnvöld hefji þegar friðarviðræður á grundvelli friðartilboðs Sádi-Araba, sem einmitt gerir ráð fyrir brottfiutningi frá heimastjórnarsvæðunum í skiptum fyrir viðurkenningu arabaríkja á til- vist ísraelsríkis og varanlegum friði. Þetta eru fjölmennustu mótmæli sem fram hafa farið í ísrael síðan yfir- standandi ófriður hófst í september árið 2000 og var safnast saman á Rabin-torgi á sama tíma og boðað hafði verið til guðsþjóðnustu í Fæð- ingarkirkjunni í Betlehem, þeirrar fyrstu síðan fimm vikna umsátri um kirkjuna lauk með friðsamlegum hætti fyrir helgina. Fjöldi friöarsinna og srjórnarand- stæðinga tók þátt í mótmælagöngunni og sagði Yossi Sarid, leiðtogi Meretz- fiokksins og helsti talsmaður friðar á israelska þinginu, að fjöldi mótmæl- enda sannaði að friðarsinnum færi fjölgandi. „Rödd okkar verður sifellt ¦ B sterkari og Sharon verður að gera sér grein fyrir þvi að málstaður hans fyr- ir áframhaldandi hernaðaraðgerðum er tapaður," sagði Sarid. Þá hvatti Avraham Burg, þingmað- ur Verkamannaflokksins, sem hvað harðast hefur gagnrýnt aðgerðir ísra- elshers á Vesturbakkanum og land- námið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna, að flokkur hans segði skilið við harðlfnustjórn Ariels Sharons. Að sögn lögreglunnar í Tel Aviv munu um 60 þúsund manns hafa tek- ið þátt í mótmælunum, en aðstand- endur segja aftur á móti að þátttak- endur hafi verið um 100 þúsund. ÞQKKUM FRABÆRAR VIÐTOKUR Örfáar vélar eftir úr fyrstu sendingu Viðbrögð Castros við þessari ásök- un Bandaríkjamanna var að kalla þá lygara í ávarpi til þjóðar sinnar fimm dögum síðar, þar sem hann skoraði á bandarísk stjórnvöld að leggja fram haldbærar sannanir fyrir þessum staðlausu ásökunum þeirra. í gær bauð Castro síðan Carter frjálsan aðgang að öllum kúbverskum visindastofnunum ef hann vildi nota tækifærið til að skoða hvað þar færi fram. „Hann hefur leyfi til að skoða það sem hann vill og að hitta hvern þann sem hann vill í heimsókn sinni, hvort sem það eru fulltrúar stjórn- valda eða stjómarandstæðinga," sagði Castro. Ekki er vitað hvort Carter mun þiggja þetta boð Castros um heim- sóknir á vísindastofnanirnar, en hann mun að sögn alla vega hitta fulltrúa kúbverskra mannúðarsamtaka. Kúbverskir stjórnarandstæðingar lögðu á föstudag fram undirskriftalista með um ellefu þúsund nöfhum, þar sem farið er fram á þjóðaratkvæða- greiðslu um vilja fólksins til stjórn- mála- og efhahagslegra umbóta í land- inu. Listarnir voru lagðir fram aðeins viku eftir að Vladimiro Roca, helsti talsmaður stjórnarandstæðinga á Kúbu, var látinn laus úr fangelsi, tveimur mánuðum áður en fimm ára afplánum hans lauk og þykir það bera vott um aukinn þrýsting á stjórnvöld í kjölfar versnandi efnahagsástands og siendurtekinna krafna um aukið lýð- ræði og frjálsar kosningar í landinu. Boris Trajkovski Boris Trajkovski, forseti Makedóníu, segir aö loks hafi skapast aðstæöur fyrir lýðræðislegar kosningar í Makedðníu. Samkomulag í höfn í Makedóníu Stjórnmálaleiðtogar í Makedóniu hafa fagnað lokasamkomulagi sem náðist um helgina milli leiðtoga al- banska minnihlutans i landinu og leiðtoga stjórnvalda á tveggja sólar- hringa löngum fundi sem haldinn var að viðstöddum fulltrúum ESB og bandarískra stjórnvalda. Boris Traj- kovski, forseti Makedóníu, sagði að aöstæður hefðu nú loks verið skapað- ar fyrir frjálsar og lýðræðislegar kosningar sem ráðgert er að fram fari í september. í samkomulaginu, sem fyrst þarf að hljóta samþykki þings landsins, er gert ráð fyrir mjög auknum rétti minnihlutahópa, að tungumál þeirra hljóti fullan rétt í stjórnkerfinu og einnig að fulltrúum þeirra í stjórn- sýslunni verði fjölgað verulega. í samkomulaginu er einnig gert ráð fyrir áframhaldandi friðargæslu SÞ á svæðinu til að tryggja varanlegan frið, sem að mestu hefur haldist síðan í ágúst sl. Portúaal - Sumarfríið erj en þú heldúrM "' T ' Porttigal Alqarve hUBW.S- ff'fS IMM 57.713!.. VtrtM 66.845» U>«l JSJÚCWW-hrí hl&Htoitfí uijdaiilariri ~sn r og V.I «t»»»ttlr olÆNotír •Stutt flug frayt*ww wm«. -Endalausar gylitar strínekir -Llgt vorðlsa -Skemmtilogt mannlif -Mikið úrval voitinga- og skommtístaðu -Fjölbroyttar skoSunarforí ir -1?GoIfvoHlr -Spennancii krakkaklúbbur -Rómuð fnrarstjórn -Eyjaengnlik ~ \ •*ym 1* 1 piSRa eyjahaf ið og vtka á Kýpur se.sep.-io.okt LIMASSOL-KOS-KRIT-ZAKYfJTHOS-CORFU- KALAMATA-SANTORINi-LIMASSOL Tcrra Nova-Bol býourupp i airíerð mttð íslenakum forarstíóra þar sam notið varflur daaamda Kýpur o alían slglt Iviku rrmt okemmUleriaskipínu CALYP fnS U»ta Crufíea. Elnstík foro i onn botra veríll *rt« 1 69.920kr .m-,*m amai rin ¦mitriiiÉmiiiniiHiai nawiiiiiiiiiii) M.MlTtthkilu.ia><a.i|£ 93»433kr. émmwMttmAnmlm*] 107.420kr TERRA NOUA -3 -Vaml»ðir y^^^^-WWmmmViém -Lltski úftuat msnnUf ¦tbmndí nnturííf -Fí61bn>ytt.r »traumar i m«targ*rA -Spennandí «koAun*rt«fðir -Frabatrír vatnaakam mtlflarðar -2-3 d»a a skemmtisi o llngar tll Erjyptala nd * -Stuttar faríMr tit Oordantu, ftýríand* bf Ubanon -lalanak fararstlöm ¦¦SPlNHAUai VALKOSTUII- Wanoill II iil H i i f ¦ niifieiiao.is ...allt um GAMECUBE BRÆÐURNIR QaORMSSON LEIKJATOLVUR Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.