Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 22
34
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002
íslendingaþættir
DV
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
95 ára
Arnbjörg Davíðsdóttir,
Borgarholtsbraut 67, Kópavogi.
80 ára
Aðalheiður Þóroddsdóttir,
Hlíöarhúsum 7, Reykjavlk.
Áslaug Stefánsdóttir,
Mörk, Akureyri.
Kristján Guðmundsson,
Hátúni 10, Vík.
75 ára
Stella Jóna Guðbjörg Sæberg,
Selvogsgrunni 22, Reykjavík.
Aðalgeir Axelsson,
Grenivöllum 28, Akureyri.
Bergljót Sigurðardóttir,
Stóragaröi 5, Húsavík.
Kristjón Pálmarsson,
Tobbakoti 2, Hellu.
70 ára
Þórdís Sigurlaug Friðriksdóttir,
Bólstaðarhlíö 45, Reykjavík.
Ásdís Sigríður Pétursdóttir,
Kolbeinsgötu 18, Vopnafiröi.
60 ára
Birna G. Oskarsdóttir,
Fellsmúla 17, Reykjavík.
Erla Rosadóttir,
Hraunbergi 11, Reykjavík.
Guttormur Jónsson,
Bjarkargrund 20, Akranesi.
50 ára
Bryndís Hilmarsdóttir,
Efstalandi 16, Reykjavlk.
Stefán Agnar Magnússon,
Hraunbæ 74, Reykjavík.
Finnur Sturluson,
Starengi 54, Reykjavík.
Hallgrímur Guðjónsson,
Látraströnd 21, Seltjarnarnesi.
Þorgerður Árnadóttir,
Hamraborg 14, Kópavogi.
Ingibjörg Haraldsdóttir,
Suðurbraut 10, Hafnarfirði.
Ingibjörg Bertha Björnsdóttir,
Vesturvangi 2, Hafnarfirði.
Björn Marteinsson,
Háteigi 11, Keflavík.
Irena Maria Piernicka,
Hafsilfri, Raufarhöfn.
Kristín Pétursdóttir,
Birkigrund 28, Selfossi.
Ólafur Einarsson,
Torfastöðum, Selfossi.
Helga Vilmundardóttir,
Heiðmörk 1, Hveragerði.
Kristín Emma Finnbogadóttir,
Hveramörk 14, Hveragerði.
Guðbjört Einarsdóttlr,
Eyrargötu 19, Eyrarbakka.
40ára
Rúnar Jensen,
Sólvallagötu 9, Reykjavík.
Birna Guðjónsdóttir,
Hrísateigi 37, Reykjavík.
Stefanía D. Guðmundsdóttir,
Hjarðarhaga 62, Reykjavík.
Pétur Árni Rafnsson,
Viðarrima 20, Reykjavík.
Þóra Björk Sigurþórsdóttir,
Vættaborgum 60, Reykjavík.
Sigurþór Sigurþórsson,
Melabraut 19, Seltjarnarnesi.
Sigrún Sigurðardóttir,
Fitjasmára la, Kópavogi.
Hólmfríður Garðarsdóttir,
Klukkubergi 29, Hafnarfiröi.
Axel Bessi Baldvinsson,
Arnarflöt 5, Súðavík.
Ásgeir Elfar Tómasson,
Ásvegi 28, Akureyri.
Helga Ásta Símonardóttlr,
Ásavegi 12, Vestmannaeyjum.
Valgeir Valgeirsson,
Helgafellsbraut 18, Vestmannaeyjum.
Andlát
Sölvi Guttormsson frá Síöu, Nestúni 6,
Hvammstanga, lést á sjúkrahúsi
Hvammstanga 10. maí.
Tryggvi Andrés Jónsson, Hllðarenda,
Isafirði, lést á sjúkrahúsi ísafjarðar 8.
maí.
Jón Magnússon frá Skuld, Lynghvammi
4, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 10. maí.
James Josph Dempsey lést á
Landspltalanum, Fossvogi, 8. maí.
Unnur Guðlaug Eyjólfsdóttir frá Steinum
I Vestmanneyjum lést á
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 10. maí.
Einar Kristján Einarsson gítarleikari,
Bergstaðastræti 64, Reykjavík lést á
Landspítalanum 8. maí.
Elín A.R. Jónsdóttir, Einholti 9,
Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík,
8. maí.
Fólk í fréttum
Þórunn Sigurðardóttir
stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík
Þórunn Slgurðardóttir er
stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík
sem hófst nú um helgina. Hún býr
að Neðstaleiti 3 í Reykjavík.
Starfsferill
Þórunn fæddist í Reykjavík 29. 9.
1944. Hún lauk prófi frá Leiklistar-
skóla LR 1967 og var í framhalds-
námi í leiklist i Stokkhólmi
1970-1971.
Þórunn var blaðamaður á Vísi
1967-74, á Þjóðviljanum 1974-86 og
ritstjóri sunnudagsblaðs þar um
tíma. Einnig var hún fararstjóri á
Spáni frá 1987-89.
Þórunn var leikari hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu
1967-82 og kenndi leiklist í Leiklist-
arskóla íslands, Fósturskólanum og
KHÍ. Hún hefur verið leikstjóri hjá
LR, LA, Leiklistarskóla íslands,
RÚV, Þjóðleikhúsinu, áhugaleikfé-
lögum úti um land og erlendis. Hún
hefur samið allmörg leikrit sem
sýnd hafa verið hjá LR, Þjóðleikhús-
inu og víðar eða verið flutt í útvarp.
Þórunn sat í stjóm Félags leik-
stjóra á íslandi 1979-82, í þjóðhátíð-
amefnd Reykjavíkur 1978-83 í rit-
nefnd 19. júní 1979-80, var fuiitrúi
íslands í Norræna leikstjóraráðinu
1991-94, sat í ritnefnd Nordic
Theatre Review, var formaður
Barnamenningarnefndar mennta-
málaráðuneytisins og sat í stjóm
Menningarsjóðs Félags leikstjóra á
íslandi. Þá var hún verkefnisstjóri
hjá Bamaheillum 1996 og stjómandi
verkefnisins Reykjavík Menningar-
borg, árið 2000.
Fjölskylda
Þórunn giftist 11.8. 1972 Stefáni
Baldurssyni, f. 18.6. 1944, þjóðleik-
hússtjóra. Foreldrar Stefáns era
Baldur Stefánsson, fyrrv. verkstjóri
hjá ÁTVR, og k.h., Margrét Stefáns-
dóttir.
Böm Þórunnar og Stefáns eru
Baldur, f. 2.4. 1971, framkvæmda-
stjóri hjá Maskinu ehf. Hans kona
er Þóra Björk Ólafsdóttir, ættfræð-
ingur hjá íslenskri erfðagreiningu.
Þau eiga saman soninn Stefán Loga,
Merkir Islendingar
23.9. 1956,
; Katrín, f.
myndlistarmaður í New
f. 24.5. 1999 og Þóra
Björk á soninn Fáfni
Fjölnisson, f. 9.12.1995;
Unnur Ösp, f. 6.4. 1976,
kvikmyndagerðarkona
og leiklistarnemi.
Sambýlismaður henn-
ar er Björn Thors,
kvikmyndagerðarmað-
ur og leiklistamemi.
Systkini Þórunnar
eru Kolbeinn, f. 11.8.
1943, flugstjóri í Lúx-
emborg; Jón, f. 23.8.
1946,
rekstrarhagfræðingur,
Guðbjartur, f. 7.12.
1949, kennari við Iðn-
skólann í Reykjavík;
Guðrún Sigríður, f.
ferðaheildsali á Ítalíu:
28.2. 1967,
York.
Foreldrar Þórunnar: Sigurður
Ólason, f. 19.1. 1907, d. 18.1. 1988,
hrl., og k.h., Unnur Kolbeinsdóttir,
f. 27.7.1922, kennari og bókavörður.
Ætt
Föðursystkini Þórunnar: Ágúst,
afi Sturlu Böðvarssonar alþm;
Tómas verslunarmaður, afi Sturlu
Tómasar Gunnarssonar, kvik-
myndaleikstjóra í Kanada; Kristín
kennari, amma Sjafnar Ingólfsdótt-
ur, formanns Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar; Unnur frá Gröf,
móðir Halldórs, Hauks og Hilmars
sem reka Sérleyfis- og hópferðabíla
Helga Péturssonar. Sigurður var
sonur Óla, oddvita á Stakkhamri,
bróður Jóns, b. í Borgarholti, Jóns-
sonar, b. í Borgarholti, Jónssonar,
bróður Kristínar, langömmu Óléifs
Thors. Önnur systir Jóns var Krist-
tn, langamma Ingunnar, móður
Sturlaugs H. Böðvarssonar á Akra-
nesi. Móðir Sigurðar var Þórunn
Sigurðardóttir, b. á Skeggstöðum,
Sigurðssonar, og Margrétar Þor-
steinsdóttur, b. á Æsustöðum, Ólafs-
sonar, bróður Guðmundar, afa Ólafs
Davíðssonar þjóðsagnasafnara og
langafa Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi.
Unnur er dóttir Kolbeins, skálds í
Kollafirði, Högnasonar, trésmiðs í
Reykjavik, bróður Ólafs, afa listmál-
aranna Steingríms og Örlygs Sig-
urðssona. Högni var sonur Finns, b.
á Meðalfelli í Kjós, Einarssonar,
prests á Reynivölium, bróður
Björns, langafa Baldvins, föður
Björns Th. Bjömssonar listfræð-
ings. Einar var sonur Páls, prests á
Þingvöllum, Þorlákssonar, bróður
Jóns prests og skálds á Bægisá.
Móðir Högna var Kristín, systir
Hans, afa Þorsteins Ö., leiklistar-
stjóra RÚV. Kristín var dóttir Stef-
áns Stephensens, prests á Reynivöll-
um, Stefánssonar. Móðir Kristínar
var Guðrún, systir Þuríðar,
langömmu Vigdísar, fyrrv. forseta.
Guðrún var dóttir Þorvalds, pró-
fasts og skálds í Holti, Böðvarsson-
ar. Móðir Kolbeins var Katrín, syst-
ir Guðmundar, afa Hans G. Ander-
sens sendiherra. Katrín var dóttir
Kolbeins, b. í Kollafirði, Eyjólfsson-
ar.
Móðir Unnar var Guðrún, kenn-
ari við Miðbæjarskólann, Jóhanns-
dóttir, b. í Krókshúsum og á Hnjóti,
Jónssonar, vinnumanns í Tungu í
Örlygshöfn, Jónssonar. Móðir Guð-
rúnar var Kristín Jónsdóttir, b. í
Hænuvík, Bjamasonar.
Ásgeir Ásgeirsson forseti var fæddur 13.
maí 1894 í Kóranesi á Mýrum. Foreldrar
hans vom Ásgeir, kaupmaður í Kóranesi,
síðar bókhaldari í Reykjavík, Eyþórs
son, kaupmanns í Reykjavík, Felixson-
ar og k.h. Jensína Björg Matthíasdótt-
ir, trésmiðs í Reykjavik, Markússonar.
Ásgeir varð stúdent 1912 frá
Menntaskólanum í Reykjavík, var við
framhaldsnám við háskólana í Kaup-
mannahöfn og Uppsölum 1916-1918.
Heiðursdoktor við Manitobaháskóla
18.9. 1961. Kenndi sund í Vestmannaeyj
um sumurin 1914 og 1915, var biskupsrit-
ari 1915-16, bankaritari við Landsbankann
í Reykjavík 1917-18. Kennari við Kennara-
skólann 1918-1927, fræðslumálastjóri 1926. Skip
Ásgeir Ásgeirsson
aður fjármálaráðherra 1931 og gegndi því til
1932. Skipaður forsætis- og fjármálaráð-
herra 1932 og gegndi því til 1934. Var
bankastjóri Útvegsbankans 1938-1952.
Hann átti auk þess sæti í mörgum
nefndum og stjómum og tók við fjöl-
mörgum heiðursmerkjum.
Ásgeir var kjörinn forseti íslands
1952 og gegndi því embætti til 1968.
Hann sat á Bessastöðum.
Kona hans var Dóra Þórhallsdóttir,
f. 23.2. 1893, d. 10.9. 1964. Hún var dóttir
Þórhalls biskups Bjamasonar og k.h.
Valgerðar Jónsdóttur. Böm þeirra: Þór-
hallur, Vaia og Björg.
Ásgeir lést i Reykjavík 15. 9. 1972.
Helgi Þorgils sýnir í Gallerí Kambi:
Hugsólir
Vorboðinn á Suðurlandi felst
meðal annars í því að Gunnar Öm
myndlistarmaður opnar Galleríið
sitt að Kambi. Vorboðinn í ár er
Helgi Þorgils Friðjónsson sem sýnir
myndir sínar. Sýninguna kallar
hann Hugsólir og segir hann um
myndir sínar:
„Þetta er samansafn teikninga
eða mynda sem unnar eru á pappír
með mismunandi efni frá hinum og
þessum tímum, sem eru kannski
frekar hugrenningar en það sem
flestir skilja sem teikningar, sem
kveikja á örskömmum tíma neista
sem er kviksettur á pappímum á
þeirri stundu sem sindraflóðið á sér
stað í vitundinni. Með langri þjálf-
Stevie Wonder 52 ára
Ein skærasta
stjama poppsögunnar,
Stevie Wonder, á af-
mæli í dag. Wonder,
sem fæddist blindur
og var skírður
Steveland Judkins,
var uppgötvaður af
Motown eigandanum
Berry Gordy þegar hann var tólf ára
gamail. Undir nafninu Little Stevie
Wonder sló hann strax í gegn. Eftir að
hafa tekið smáhlé á unglingsárunum
kom hann fram sem fullskapaður tón-
listarmaður þegar hann sendi frá sér
plötuna Talking Book árið 1972. Eftir
það var engin spuming hver var
ffemstur meðal jafningja.
Gildir fyrir þriðjudaginn 14. maí
Vatnsberlnn (?0, ian.-1S. fehr.l:
Breytingar verða í
kringum þig og þú
fagnar þeim svo
sannarlega. Það
verður heldur rólegra hjá þér en
verið hefur undanfarið.
Helgi Þorglls.
un er komið beintengi fmgurgóma
við heilann. Það verður eins og
gamla símamiðstöðin, þar sem
símastúlkurnar gáfu beint samband
við þann sem maður viidi tala við,
með því að stinga tengi í samband á
skiptiborðinu. Þá var maður hvar
sem verða vildi á hnettinum, eða í
sýslunni eða á landinu. Kannski í
allt öðrum menningarheimi. Allt
öðru umhverfi. Þannig er það
einmitt þegar þú ert fyrir framan
teikningamar, þú ert þar og ein-
hversstaðar annarsstaðar á sama
tíma...“
Gallerí Kambur er opið alla daga
nema miðvikudaga og stendur sýn-
ingin til 2. júní.
Fiskarnir (19. fehr.-20. marsl:
Einhver misskilningur
Igerir vart við sig milli
ástvina. Mikilvægt er
að leiðrétta hann
sem fyrst, annars er hætta á að
hann valdi skaða.
Hrúturinn (71. mars-19. anrih:
Réttast væri fyrir þig
að halda vel á spöðun-
um á næstunni. Gefðu
þér þó nægan tima með
fjölskyldunni, hún hefur orðið dá-
lítið út undan hjá þér undanfarið.
Nautið (20. aprfl-20. mail:
Sjálfstraust þitt er
með meira móti um
þessar mundir. Þess
vegna er einkar
heppilegt að ráðast í verkefni
sem hafa beðið lengi.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúnll:
V Þú færð ekki mikinn
y^N^tíma til umhugsunar
_ / I áður en þú verður
að taka ákvörðun.
Þess vegna skaltu leita þér
ráðleggingar.
Krabbinn (22. iúní-22. Iúlíl:
Vinir þinir koma þér
reglulega á óvart með
undarlegu uppátæki.
Satt best að segja
rekur þig í rogastans.
Happatölur þínar em 6, 16 og 23.
Llónlð (23. iúlí- 22. ágústl:
Draumar þínir rætast
á næstimni og þú verð-
ur í skýjunum. Það er
sennilega leitun að
hamingjusamari manneskju.
Happatölur þínar em 2, 13 og 38.
Mevian (23. ágúst-22. sept.l:
/x. Þú verður fyrir ein-
stöku láni i fjármálum,
^^V^lfclíklega gerir þú ein-
' f staklega góð kaup.
Samningamálin í kringum það allt
saman gætu hins vegar tekið á.
Vogin (23. sept-23. okt.l:
J Heimilislífið á hug
Oy þinn alian og þú hugar
V f að endurbótum á
r f heimilinu. Allir
virðast reiðubúnir til þess að
leggja sitt af mörkum.
Sporðdreki l?4. nkt.-?1. nnv.l:
Þú grynnkar verulega
á skuldunum, það er
að segja ef þú skuldar
eitthvað, því að þér
græðist óvænt meiri upphæð en
þú áttir von á.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l:
,Þú sérð ekki eftir
því að leggja dálitið
hart að þér um
stundarsakir. Það
borgar sig svo sannarlega.
Happatölur þínar em 6, 9 og 20.
Stelngeltin (22. des.-19. ian.):
Þér bjóðast ný tæki-
færi og það reynist þér
dálítið erfitt að velja á
milli þeirra. Þú fæst
við flókin samningamál.
Happatölur þinar em 3, 15 og 26.