Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 16
28 MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 Skoðun I>"V -> Spurning dagsins Saknarðu þess að ísland skuli ekki vera með í Evróvisjón? Margét Und Steindórsdóttir, nemi og argreiðslumaour: Já, tvímælalaust. Þab er gaman og spennandi ab setjast nibur og horfa á þetta og spá um úrslitin. Örvar Gelrsson, atvinnulaus: Nei, alls ekki. Viö „sókkum" í því og semjum ömurleg lög. Þaö hefur reyndar komiö fyrir aö mabur sitjl yfir þessu heima. Eyþór Helgi Guðmundsson, atvlnnulaus: Nei, ekkert vobalega. Ég horfí á þetta öbru hverju, yfírleitt eiginlega. Ég var ekki sáttur vib íslenska lagib í fyrra. Stefán Guðmundsson sjómaður: Já, vissulega geri ég þab. Ég hef fylgst meb þessu frá því þeir fóru ab sýna þetta í sjónvarpinu. Mabur von- abi ab vib næbum lengra í fyrra. Jóhanna R. Aðalbjprnsdóttir nemi: Jé, ég geri þab. Eg horfi oftast á þetta meb fjölskyldunni sem situr öll sem límd vib skjáinn. Slgriður Pálsdóttir verslunarstjóri: Já, þab skapast oft skemmtileg stemning í kringum þessi kvöld, þegar hópar koma saman og hafa gaman af. Króna, dollari, evra Geir R. Andersen blm. skrífar. Það var mikill „skaöi", að ekki skyldi vera búið að lögfesta af- mælisdag Evr- ópu sem almenn- an frídag. Hún átti nefnilega af- mæli 9. maí. Að vísu bar þann daginn upp á uppstígningar- " dag, þannig að þá var frí, svo að við hefðum misst af sérstökum fridegi. En það koma tímar og það koma ráð. Uppstigningardagur verður ekki alltaf 9. maí. íslenskum Evr- ópubandalagssinnum verður kannski að ósk sinni, að koma öllum málum okkar i einn pott í Brussel. Alþingi hefur verið svo vin- samlegt íslenskum fyrirtækjum að veita þeim heimild til að færa bókhald sitt og semja ársreikn- inga i erlendum gjaldmiðli til ársreikningsskrár. Að visu þurfa fyrirtækin að sækja um þessa heimild, en yfir 30 fyrirtæki hafa ekki beðið boðanna og sækja nú um heimild hvert í kapp við annað. Flest þessara fyrirtækja hafa ef- laust haft pata af því, að evran kunni ekki að vera sá ektamiðill sem af var látið framan af, og heyrt eitthvað um að upptaka evrunnar dragi úr svigrúmi á vinnumarkaði og tilkoma hennar muni enn frem- ur auka líkurnar á því, sem á hag- fræðimáli er nú nefnt „kreppu- atvinnuleysi". Kerfíslægt atvinnu- leysi á meginlandi Evrópu má rekja til ósveigjanleika á vinnu- markaði, að mati íslenskra hag- fræðinga. Erlendar tjárfestingar t atvinnurekstri á íslandi (Heimildir: Vefrit fjármálaráöuneytis og Vefþjóöviljans). „Það var því að vonum, að 26þeirra 32 íslensku fyrir- tækja og félaga sem óskað hafa heimildar til færslu bókhalds og samnings árs- reiknings í erlendri mynt kusu að fœra reikningsskil sín í Bandaríkjadollurum, aðeins 4 fyrirtæki kusu evruna." Sameigin- legur gjald- miðill Evrópu- ríkjanna virð- ist nú ekki sá lukkugjafi sem að var stefnt. Þetta sjá nú fleiri en færri hag- stjórnarfræð- ingar. Það var þvi að vonum, að 26 þeirra 32 islensku fyrir- tækja og fé- laga sem ósk- að hafa heim- ildar til færslu bókhalds og samnings árs- reiknings í er- lendri mynt kusu að færa reikningsskil sín í Banda- ríkjadollurum, aðeins 4 fyrir- tæki kusu evr- una. Hér verður að lita til þeirrar staðreyndar, að á íslandi eru það ekki ríki Evrópubandalagsins sem mest fjárfesta í atvinnurekstri, heldur Bandaríkin og Sviss. ESB- ríkin eru þar skör lægra. Það kann því að orka tvímælis í náinni framtíð þegar framámenn í islensku viðskiptalífi básúna hve mikill styrkur það væri fyrirtækj- um þeirra að ísland gerðist eins konar tengdabarn ESB. Skynsemin segir þeim þó, að hinn sterki gjaldmiðill, dollarinn, sé vænlegri lausn í ársuppgjörun- um en evran. Skemmtistaðir - veitingastaðir J.M.G. skrífar: Leiðaraskrif Morgunblaðsins 28. apríl sl. um veitingahúsin í miðborg- inni hafa vakið undrun margra. Framkoma fólks á veitingahúsunum er almennt góð, en tíðarandinn er nokkuð breyttur og er það ekki óháð því hvernig pólitískar linur liggja. Flestir þeir sem láta mest fyrir sér fara utan dyra um helgar koma ekki á veitingahúsin og því á ekki að kenna skemmtiatriðunum um. Menn ættu ekki að nota ónefni um veitingahús og kalla þau „búllur" eða „súlustaði" í neikvæðum skilningi. Veitingahús eru skilgreind í stjórnar- tíðindum. Þar stendur: ..... nætur- klúbbur... Veitingastaður með reglu- bundna skemmtistarfsemi, þar sem aðaláhersla er lögð á áfengisveitingar og sýningu nektardans í atvinnu- „Fœri svo að næturklúbb- unum yrði lokað myndi fjöldi fólks missa atvinnuna ofan í það atvinnuleysi sem fyrir er. Það œtti að vera hlutverk Eflingar (stéttarfé- lagsins) og starfsfólks í veit- ingahúsum að beita sérfyr- ir þvi að bjarga atvinnu fólks sem þarna vinnur og koma í veg fyrir að nætur- klúbbunum sé lokað." skyni" (Stjórnartíðindi A 6 árið 2000 bls. 170). - Löggilt nafn þessara skemmtistaða er því „næturklúbbur". Færi svo að næturklúbbunum yrði lokað myndi fjöldi fólks missa atvinn- una ofan í það atvinnuleysi sem fyrir er. Það ætti að vera hlutverk Efhngar (stéttarfélagsins) og starfsfólks í veit- ingahúsum að beita sér fyrir því að bjarga atvinnu fólks sem þarna vinn- ur og koma í veg fyrir að næturklúbb- unum sé lokað. Það sæmir illa R-listanum að láta loka fjölda skemmtistaða og senda fólk á vonarvöl. R-lista fólkið segist vera félagshyggjufólk, kennir „íhald- inu" um atvinnuleysið og ætlar að banna fyrirtækjum i veitingarekstri að starfa. Fegurð og lifsgleði er ekki klám. Verkalýðshreyfingin hlýtur að láta málið til sín taka. Þeir sem vilja hafa atvinnu í borginni biðja ekki um borgarstjóra sem lætur loka atvinnu- fyrirtækjum. Vaðið í villu og svima Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður og nú- verandi Vestmannaeyingur, á alla samúð Garra. AUt frá þvi í fyrrasumar, þegar Árnamálið var í al- gleymingi, hefur Garri staðið í þeirri trú að Árni Johnsen hefði stolið og logið í þvílíkum mæli að hann ætti sér ekki viðreisnar von og því síður aft- urkvæmt á Alþingi. Það væri einungis formsatriði að dæma manngreyið til refsingar fyrir þau brot sem hann hafði framið. Sjálfsbjargarviðleitni En eftir tvö sjónvarpsviðtöl í kjölfar ákæru á hendur Árna er Garra qrðið ljóst að hann hefur vaðið í víllu og svíma. Ární er fórnarlamb samsær- is. Það er deginum ljósara að Árni Johnsen vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir byggingarnefnd Þjóöleikhússins og fleiri nefndir í mörg ár og fékk ekki annað fyrir en skitnar 10 þúsund krónur á mánuði. Hann átti miklu meira skilið fyrir erfiðið og óeigingirnina og því ekki nema eðlilegt að hann tæki af skarið og sækti sér þau laun sem hann taldi eðlileg fyrir aUt stritið, hvort sem það var í formi vöruúttekta eða einhvers annars. Sér nú hver sjálf- an sig. Að menn skuli gera veður út af því að Árni hafi náð sér í timbur, óðalskantsteina, eldhúsinn- réttingar eða annað smotterí og látið byggingar- nefnd Þjóðleikhússins blæða er með öUu óskUjan- legt. Að heUbrigð sjálfsbjargarviðleitni Árna skuli stangast á við lög getur ekki verið hans vandamál og gefur fráleitt tUefni tU ofsókna á hendur mann- inum. Þarna eiga þeir sem greiða manninum laun fyrir nefndarstörfin aUa sök og þeir ættu hreinlega að skammast sín fyrir að hafa neytt Árna út í þessi ósköp. Ofsóknir Og Garra er einnig orðið ljóst að afsögn Árna sem þingmanns, lögreglurannsóknin og nú ákæran er fjölmiðlum að kenna og engum öðrum. Blaða- og fréttamenn skUja ekki að þegar menn fá ekki það sem þeim ber eiga þeir emfaldlega að sækja sér það sjálfir. Þetta heitir sjálfsbjargarviðleitni og er alda- gömul og viðurkennd íþrótt hér á landi. Nei, blaða- og fréttamenn voru knúnir áfram af annarlegum hvötum og höguðu sér eins og blóðþyrstar hýenur gagnvart manni sem var einungis að reyna að ná sér í réttláta þóknun fyrir mikið og óeigingjarnt starf. Og þeir héldu að þeir gætu vaðið hugsunar- laust áfram í ofsóknunum á hendur Árna af þvi hann var þjóðareign, umdeUdur í meira lagi og var Ula við homma. Er nema von að Árni hafi hagrætt sannleikanum gagnvart þessu liði. Hefðu fjölmiðlar ekki verið að lepja veUuna úr litíum mönnum úti um aUan bæ og hagað sér síðan eins og subbur hefði Árni aldrei lent í þessum ógöngum. Þá væri Árni enn alþingismaður og for- maður byggingarnefndar Þjóðleikhússins, hann hefði ekki þurft að skUa neinu og enginn hefði ver- ið ákærður. Þá væri mannlífið sannarlega faUegra og Árni hefði fengið að njóta ávaxta erfiðisins í friði. Eins og honum bar. <W<1 Frá Akureyri Hjálparvana án ríkisins? Akureyri hjálparvana? ibúi á Akureyri hringdi: „Fólk liggur hjálparvana út um aU- an bæ" sagði fuUtrúi Vinsti grænna í bænum og gagnrýndi framgang bæjar- stjórnar Akureyrar. HeUbrigðisráð- herra tók undir gagnrýnina og sagði sofandahátt hafa ríkt um þessi mál af hátfu bæjarstjórnarinnar. Kemur þá ekki bæjarstjórinn sjálfur, svarar ráð- herra fuUum hálsi og segir að skortur á öldrunarrýmum sé fyrst og fremst vandi ríkisins! En hvernig getur það verið vandi ríkisins að við á Akureyri sjáum ekki sóma okkar í að hlúa að öldnum og sjúkum borgurum sem hafa byggt upp þennan bæ, að vera á hrakhólum á ævikvöldinu? Þeir eiga betra skUið. Við Akureyringar eigum að vera stoltir og leita sem minnst tU hins opinbera á landsvísu. Og þannig var það, þar tU ef tU vUl nú. Eru það hótanir? Þorsteinn Einarsson skrifar: Nú erum við Islendingar í góðum málum, búið að festa í umræðunni deUuna um hvort við viljum ganga í ESB eða ekki. Ég hélt nú að búið væri að kanna það svo ekki verður um vUlst að íslendingar eru andvígir inngöngu í ESB. Verði hins vegar skipt út gjald- miðlinum með tengmgu við sterka er- lenda mynt, þá er vart um aðra mynt í því sambandi að ræða en annaðhvort doUarann eða svissneska frankann, þær tvær myntir sem hér eru sterkast- ar vegna erlendra fjárfestinga. En að hrópa „hótanir" eins og þeir hjá Sam- tökum iðnaðarins, og tala um leiðandi spurningar, það er lítt traustvekjandi. Raunar hrein móðursýki. Frá Alþingi Peningar í spilinu enn og aftur. Varaþingmenn inn Halldór Kristjánsson skrifar: Það hefur tíðkast í seinni tíð að þingmenn sem bregða sér frá störfum nokkra daga, jafnvel vikur í senn, hafa ekki látið kaUa á varaþingmann tU að sinna þingskyldum. Viðkom- andi þingmaður heldur þá sínum launum óskertum, en varaþingmaður tekur annars sinn toU af þeim. Nýjasta dæmið er, samkvæmt frétt- um, af þingmanninum Ólafi Erni Har- aldssyni, sem tók sér leyfi tU að að- stoða son sinn við klifur hæsta fjallstindsins. Þessi tregða þingmanna að kaUa inn varaþingmann er hvim- leið. Þingforseti á að hafa vald tU að afnema þennan ágaUa í þingstörfum. Ekki rífa Hlemm Kristinn Sigurðsson skrifar: Því miður munu einhverjir „vitring- ar" innan R-listans vUja að glæsUeg strætisvagnastöðin við Hlemm verði rifin, og i staðinn komi stórt verslunar- húsnæði, með enn einni kránni að sjálfsögðu. Verði þessi fráleita hug- mynd að veruleika er R-listinn að þóknast auðvaldinu og hundsa þær þúsundir sem fara um miðstöðina sem er nú tU fyrirmyndar að öUu leyti. Ég fer þarna um vinnu minnar vegna tvisvar á dag og þar er aUt tU fyrir- myndar. Strætó stendur mörgum of nærri tU þess að fyrirhugað skemmd- arverk á fflemmi verði látið óátalið. Ég skora á borgarbúa að mótmæla niður- rifi á Hlemmi eða við Lækjartorg. iDV, Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lcsendasíöa DV, Skaftahlíö 24, 105 Reykjavík Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.