Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002
Fréttir DV
íslendingur enn á uppboði:
Tilboð dregið til baka
Aðeins eitt tilboð barst i íslenska
víkingaskipið íslending á síðasta
uppboði á bandaríska uppboðsvefn-
um e-Bay. Tilboðið var síðan dregið
til baka. Islendingur verður enn
settur á uppboð á vefnum í dag.
Skipið er nú í slipp Westbrook í
Connecticut.
Gunnar Marel Eggertsson, eig-
andi íslendings, sagði við DV í gær
að skýring tilboðsgjafans á því að
hann hefði dregið tilboðið til baka
hefði verið sú að hann hefði talið
sig hafa boðið of hátt verð í skipið.
Gunnar kvaðst ekki vita hversu há
upphæð hefði verið boðin í íslend-
ing. Sá sem gerði tilboðið hefði kall-
að sig „Snypo“. Það væri allt sem
vitað væri um hann.
Spurður hvaða leikur væri næst-
ur í stöðunni kvaðst Gunnar Marel
halda áfram að setja skipið á upp-
boð og reyna aliar tiitækar leiðir tO
að losna við það.
„Ég hef mjög skamman tíma til
stefnu,“ sagði Gunnar Marel. „Ég
get ekki boðið öðrum né sjálfum
mér upp á þetta ástand öllu lengur.“
Hann kvaðst ekki hafa orðið var
við að nein alvara lægi að baki því
að kaupa íslending hingað til lands.
Það væri engin vinna í gangi sem
miðaði að því. Hins vegar léti al-
menningur mikið til sín taka í fjöl-
miðlum og vildi greinilega fá skipið
heim.
„Þetta er orðið háifpinlegt bæði
fyrir mig og stjórnvöld. Ef þau
kaupa hann þá virkar það eins og
verið sé að skera mig niður úr
skuldasnörunni. I sannleika sagt
óska ég þess hálft í hvoru að hann
verði seldur eitthvað annað - þá al-
veg eins til Japans eða Kína.“
íslendingur fer aftur á uppboð í
dag á e-Bay-vefnum.
-JSS
Týndur maður
fannst á
ófærum vegi
Flutningabíll fauk út af í Lóni:
Bílstjórinn missti handlegg
Björgunarsveitir Slysavarnafé-
lagsins Landsbjargar frá Egilsstöð-
um að Djúpavogi leituðu frá því á
hádegi á sunnudag að rúmlega fer-
tugum manni sem hafði ætlað frá
Egilsstöðum til Hafnar í Homafirði
á laugardagskvöld. Maðurinn fannst
um þrjúleytið á sunnudag heill á
húfi en bíl sinn, lítinn fólksbíl, hafði
hann fest á fjallveginum um Öxi
sem liggur niður í Berufjörð. Tugir
björgunarsveitarmanna hófu leit að
manninum og vom þjóðvegir á þess-
ari leið keyrðir á björgunarsveita-
jeppum. Maðurinn gat ekki látið
vita af sér þar sem farsímasamband
á þessum slóðum er mjög slæmt,
jafnvel ekkert. Brást hann hins veg-
ar rétt við aöstæðum og beið í bíl
sínum þar til aðstoð barst.
Fjallvegurinn um Öxi er hafður
opinn á sumrin en sökum slæmrar
veðráttu í vor hefur færð á honum
veriö með verra móti. Á færðarkorti
Vegagerðarinnar hefur vegurinn
verið merktur rauður um hríð sem
þýðir að hann er ófær.
-GG
Flutningabill fauk út af veginum
skammt frá Volaseli í Lóni um kl.
18.30 á laugardag og slasaðist bíl-
stjórinn mikið. Bíllinn var að flytja
fisk frá Djúpavogi til Hafnar en
þegar hann kom syðst í Lónið var
þar komið mikið hvassviðri og
ofsarok á köflum og í einni hvið-
unni tókst flutningabíllinn á loft
og skall niður á hliðina á mel 10-15
metra utan við veginn. Bílstjórinn
var í bílbelti en lenti með vinstri
handlegginn út um gluggann og
undir bílinn en honum tókst að
hringja í eiganda bílsins og segja
hvernig komið var. Læknir,
sjúkrabíll, tækjabíll, slökkvibíll og
kranabíll komu fljótlega á staðinn
en mjög erfitt var að athafna sig á
slysstað vegna veðurofsans. Bíl-
stjórinn var fluttur með sjúkravél
til Reykjavíkur, þar sem hann
gekkst undir aðgerð, en handlegg-
ur hans var fjarlægður á slysstað.
Bíllinn er mikið skemmdur, ef
ekki ónýtur. Um 12 tonn af fiski
voru í bílnum.
-JI
DV-MYND JÚLIA IMSLAND
12 tonn af fiski
Ofsarok og hvassviðri var í Lóninu þegar flutningabíllinn fauk út af veginum.
Bílstjórinn slasaðist mikið og bíllinn er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur.
■ nafnspjöld
■ kveðjukort
■ dreifimiðar
HM ■ kynningarefni
iiii FORMPRENT Hverfisgötu 78 101 Reykjavík Sími 552 5960 Fax 562 1540 Stafræn prentun
forinprent@formprent.is samdægurs
Barnalæknaþjónusta
efld á landsbyggöinni
Heilbrigðisráðherra,
Jón Kristjánsson, stað-
festi í gær á Reyðar-
firði samning Land-
spítala - Háskóla-
sjúkrahúss við heil-
brigðisstofnanir Aust-
urlands, Suðaustur-
lands og Isafjarðarbæj-
ar um sérfræðiþjón-
ustu á sviði barna-
lækninga. Markmið
samningsins er að
færa sérfræðiþjónustu
á sviði bamalækninga
til þeirra sem þurfa á
þjónustunni að halda á viðkom-
andi svæðum. Landspítalinn mun
veita þjónustu í formi farlækn-
inga sérfræðinga í bamalækning-
um samkvæmt ósk yfirlæknis á
hverjum stað.
Viðkomandi heil-
brigðisstofnanir sjá
sérfræðingi fyrir
fæði, húsnæði og
ferðum en Landspít-
alinn greiðir launa-
kostnað, auk skipu-
lagningar vegna
vinnunnar. M.a.
verður boðið upp á
nýburaeftirlit og
skoðar sérfræðingur-
inn alla nýbura í við-
komandi héraði sem
fæðst hafa frá næst-
liðinni komu. Vonast
er til að með samkomulaginu sé
stigið fyrsta skrefið í víðtækari
samvinnu Landspítala og heil-
brigðisstofnana á landsbyggðinni
í sérfræðilæknisþjónustu.
-GG
Jón Kristjánsson,
heilbrigöisráðherra.
' d>£ sjíl73J/ÍíjJJ
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 22.31 22.16
Sólarupprás á morgun 04.17 04.13
Síðdegisflóð 19.11 23.44
Árdegisflóð á morgun 07.27 12.00
Afram kalt
Norölæg átt, 13-18 austanlands en
annars víða 8-13. Él eða snjókoma
norðaustan til, stöku él norðvestan-
lands en víða léttskýjað sunnan- og
vestanlands. Hiti 0-8 stig en víða
vægt frost í nótt.
_. _
7Jh 3J JJJLJ'iýUJJ
Búast má við norðlægri átt, 8-13
m/s og éljum eöa skúrum
norðaustan til en bjartviðri annars
staðar. Fremur kalt.
Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
Hiti 0°
Hiti 1“
Hiti 2”
til 8° til 8° til 8°
Vindur. 8-13 m/s Vindur: 5-10'V* Vindur: 3-8
Él eöa skúrir noröaustan til en bjartviöri annars staöar. Fremur kalt. Hlýnar í veöri noröaustan lands. Bjart veöur víöast hvar. Þaö litur út fyrir hæga breytilega átt, léttskýjaö og milt veöur.
f t 71
J/lúiíriJtí&J
m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-l,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stinningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviðri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviðri >= 32,7
'JSiÆ Jil- •_*
AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR úrkoma skýjaö sl^jjaö skýjaö -1 -1 1 1
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 2
KEFLAVÍK léttskýjað 0
RAUFARHÖFN alskýjaö 0
REYKJAVÍK léttskýjaö 0
STÓRHÖFÐl rykmistur 0
BERGEN skýjaö 7
HELSINKI léttskýjaö 12
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 13
ÓSLÓ léttskýjaö 16
STOKKHÓLMUR 13
ÞÓRSHÖFN rigning 3
ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjaö 10
ALGARVE heiöskírt 14
AMSTERDAM þokumóöa 10
BARCELONA þokumóöa 10
BERLÍN þokumóöa 14
CHICAGO rigning 8
DUBUN skýjað 9
HALIFAX heiðskírt 4
FRANKFURT rigning 13
HAMBORG þokumóöa 13
JAN MAYEN hálfskýjað 0
LONDON skýjað 10
LÚXEMBORG þokumóöa 11
MALLORCA þokumóða 12
MONTREAL heiöskírt 8
NARSSARSSUAQ heiöskírt 0
NEW YORK skýjað 16
ORLANDO léttskýjaö 22
PARÍS skýjaö 11
VÍN skýjað 15
WASHINGTON alskýjaö 16
WINNIPEG skýjaö 10