Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 DV Landið 9 Óley ehf. hættir starfsemi: Loforð ríkisvalds- ins stóðust ekki Fjarvinnslufyrirtækið Óley ehf. hætti að starfa um síðustu mán- aðamót en fyrirtækið rak starfs- stöðvar á Ólafsfirði og í Hrísey. Óley var stofnað fyrir ári, upp úr íslenskri miðlun Ólafsfirði ehf. og íslenskri miðlun Hrisey ehf. For- ráðamenn fyrirtækisins segja ástæðuna vera svikin loforð ríkis- valdsins. Ekki hafi fengist næg verkefni til að standa undir rekstrinum og ekki voru horfur á þvi að aflað yrði nýrra verkefna. Stjórn félags- ins ákvað þvi í mars að skynsam- legast væri að hætta starfsemi og fmna leiðir til þess að semja við þjónustuaðila sem fyrirtækið er í skuld við þannig að ekki þurfl að fara í gjaldþrotameðferð. Skýrist á næstu vikum hvort það tekst. Fyr- irtækið skuldar einnig starfs- mönnum laun fyrir marsmánuð. Að sögn forráðamanna fyrirtæk- isins eru þetta mikil vonbrigði því væntingar voru miklar um að hægt væri að treysta grundvöll undir þessa starfsemi þegar fyrir- tækið var endurreist með samein- ingu fyrir ári. Það er ljóst að lof- orð ríkisvaldsins að flytja störf í fjarvinnslu út á land hafa ekki staðist og fyrirtæki landsins hafa ekki enn komið auga á þessa leið til að hagræða hjá sér. Óley stóð í samingum við Al- þingi um að taka að sér að verk- efni fyrir Alþingi sem skapa átti þrjú störf i þrjú ár. Verkefni þetta verður unnið á Ólafsfirði og hefur einn starfsmaður verið ráðinn, en það er Magnús Sveinsson, og væntingar eru um að annar starfs- maður verði ráðinn um næstu mánaðamót. Verða þeir þá starfs- menn Alþingis og mun Alþingi fá húsnæði það sem Óley hafði á leigu í húsnæði Sparisjóðs Ólafs- fjarðar. Þessa dagana er Alþingi að ganga frá kaupum á þeim tækj- um sem þarf til að hefja verkefnið en það snýst um að skanna inn Al- þingistíðindi frá því fyrir aldar- mótin 1900 til ársins 1992 og eru það um það bil 400 þúsund síður alls. -hiá Verblækkun á MASTERCRAFT jeppadekkjum sómmuc (onliiKMifaH Kópavogi - Njar&vík - Selfoss Höldmr Akureyri Guggu ráð: Nú er rétti tíminnfyrir Casoron Heldur trjábeðum og gangstigum lausum við íllgresi o GARÐHEIMAR 60 ARA REYNSIA Stekkjarbakka 6 * Mjódd ♦ Sími: 540 33 00 • Veffang: www.gardheimar.is Sauðburðurinn hafinn Systkinin Rebekka Hekla og Ófeigur Númi á Molastöðum í Fljótum með eitt af þrjátíu lömbum sem þar voru komin þegar vika var af sumri. Að taka þátt í sauðburði er í flestum tilfellum mikil upplifun fyrir börn og unglinga, einkum þá sem koma að slíku í fyrsta skipti. Veðurklúbburinn telur maí verða í kaldara lagi: Gæti orðið slydda á kosningadaginn nyrðra Félagar í Veðurklúbbnum á Dal- bæ á Dalvík eru mismunandi bjart- sýnir á veðráttuna í maí. Fyrsti sunnudagur i sumri lofaði ekki góðu og margir hafa hann sem við- mið fyrir sumarbyijun. Hugsanlega er eftir smá-kuldakast með ein- hverri lenju, þó ekkert á við það sem kom í lok apríl. Einhver minntist á hvítasunnu- hret eða hvítasunnusnas, annar sagði að það yrði slydda á kosninga- daginn 25. maí. Það ætti nú vel við, en sá yngsti í klúbbnum spáði ein- muna bliðu þennan dag, enda væru þá meiri líkur á því að menn mættu á kjörstað með bros á vör og kysu örugglega rétt. Þann 12. maí kviknar maítunglið í suðaustri. Flestir klúbbfélaga eru á því að upp úr því fáum við veður sem hægt er kalla sumarlegt. Samt gera þeir ráð fyrir að hitastig í mán- uðinum verði jafiivel undir eða um meðallag. Kúbbfélagar segjast vona að úrkoma verði einhver og þá helst í formi rigningar en samt gæti hann slyddað aðeins. Allir voru sammála að það versta væri búið og veðrið yrði í heildina ágætt í mai, en kannski ívið kaldara heldur en í meðalári. Hér áður fyrr var sú trú að veðrið 1. maí myndi standa til 4. i hvítasunnu. Ef illviðri er um hvítasunnu boðar það ekki gott fyrir sumarið. -hiá Framsóknarmenn í Dalvíkurbyggð: Oddvitinn snýr til baka Valdimar Bragason ráðgjafi kem- ur aftur inn i bæjarmál Dalvíkur og sest að nýju í efsta sæti á lista framsóknarmanna samkvæmt ákvörðun upp- stiilingamefhdar. Hann sat átta ár í bæjarstjóm og var oddviti 1990 til 1994 og bæj- arstjóri. Kristján Ólafsson, núverandi oddviti, vill hægja á og tekur þriðja sæti listans. Sveinn Jónsson bæjarfulltrúi lætur af störf- um í bæjarpólitíkinni og þiggur heiðurssæti listans, það átjánda. Tengdadóttir Sveins, Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir, kem- ur í annað sætið en Katrín Sigur- jónsdóttir, sem var í því sæti, fer í það fjórða. „Þetta er vonandi fyrir góðu,“ sagði Valdimar í samtali við DV í gær. Hann hafði skroppið út á sjó og rennt færi. Um leið og blaðamaður hringdi beit boltaþorskur á hjá honum. Framsókn er með fjóra bæjarfulltrúa og í meiri- hluta bæjarstjórnar, í sam- vinnu við Sameiningu sem fékk tvo bæjarfulltrúa kjöma í síðustu kosning- um. Efstu sæti lista fram- sóknarfólks skipa Valdimar Bragason ráðgjafi í fyrsta sætið. í öðra sæti er Guð- björg Inga Ragnarsdóttir skrifstofumaður, í þriðja sæti er Kristján Ólafsson umboðsmaður, Katrín Sigurjónsdóttir skrifstofu- maður í fjórða, Gunnhildur Gylfa- dóttir bóndi í fimmta sæti og Þor- steinn Hólm Stefánsson bóndi í því sjötta. -hiá Valdimar Bragason. Setuhreinsir * , is llmskammtari Viltu auka hreinlætið og lækka kostnaðinn? Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavik Simi 520 6666 Bréfasftni 520 6665 • saia@rv.is líttu á úrvalið f stórverslun okkar að Réttarhálsi 2 Lotus miðaþurrkuskápar ^_________ H )

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.