Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 Fréttir X>v Forstjóri Samkeppnisstofnunar þiggur laun fyrir lögbundna stjórnarsetu: Fimm hundruð þúsund f ram hjá kjaranef nd - og 400 þúsund til skrifstofustjóra í viðskiptaráðuneytinu „Viö vissum ekki um þessar greiðslur vegna stjórnarstarfa í Flutningsjöfnunarsjóði og höfum því aldrei fjallað um þær," segir Guðrún Zoéga, formaður kjara- nefndar, um laun sem forstjóri Samkeppnisstofnunar og skrif- stofustjóri 1 viðskiptaráðuneytinu þiggja fyrir að sitja í stjórn Flutn- ingsjöfnunarsjóðs olíuvara. Laun beggja embættismanna eru ákvörðuð af kjaranefnd. Hlutverk hennar er m.a. að meta hvaða aukastörf tilheyri aðalstarfi og hver beri að launa sérstaklega. Skýtur því skökku við að kjara- nefnd skuli ekkert hafa fjallað um þessar greiðslur. Guðrún Zoega vill ekki kveða upp úr um hvort stjórnarlaun þessara embættismanna í Flutn- ingsjöfnunarsjóði séu óeðlileg í h'ósi reglnanna. Nefndin hafi sett sér viðmiðunarreglur en meta verði hvert tilvik fyrir sig. Guð- rún segir að nefndin geti haft frumkvæði að því að úrskurða um mál en gefur ekki upp hvort það standi til i þessu tilviki. Reglur kjaranefndar í reglum kjaranefndar segir að embættismanni eigi ekki að greiða sérstaklega fyrir að sitja í nefnd ef seta hans í nefndinni er , Georg Ólafsson. ákveðin með lög- um. í 6. grein laga um Flutningsjöfn- unarsjóð segir að stjórnarfor- mennska skuli vera 1 höndum for- stióra Samkeppnis- stofnunar. Reglur kjaranefndar gilda jafnt um nefnda- setu og stjórnarsetu. Samkvæmt þessu virðist blasa við að forstjóri Samkeppnisstofnunar eigi ekki rétt á sérstökum launum fyrir stjórnarformennskuna. Fyrir hana hefur hann þó þegið fimm hundruð þúsund krónur á ári. Georg Ólafsson, forsrjóri Sam- keppnisstofnunar, sagði við DV á þriðjudaginn var að kjaranefnd hefði lagt blessun sína yfir þessar greiðslur. Pappírar þar að lútandi eru hins vegar ekki komnir í leit- irnar. „Ég sit í og sit fundi hjá ýmsum nefndum og ráðum sem ekki er greitt sérstaklega fyrir, t.d. í sam- keppnisráði, auglýsinganefnd og víðar," sagði Georg í samtali við DV sl. föstudag. „Ég fæ ekki sér- staklega greitt fyrir þetta nema fyrir formennsku í Flutningsjöfn- unarsjóði. Sá sjóður stendur utan við gildissvið samkeppnislaga að mínu viti og störf mín þar eru því ekki hluti af venjubundnum störf- um mínum sem forstjóri Sam- keppnisstofnunar. Ég stend í þeirri trú að kjaranefnd sé full- kunnugt um setu mína í þessari srjórn og greiðslur sem ég hef þeg- ið fyrir það," segir Georg. Greiðslur til skrifstofustjóra í viðskiptaráðuneytinu vekja einnig athygli í ljósi reglna kjara- nefndar því í þeim segir að emb- ættismenn skuli ekki þiggja sér- stakar greiðslur fyrir setu í nefhd ef verkefni hennar tengjast þeirri stofnun eða þvi ráðuneyti sem þeir starfa við. Skrifstofustjórinn situr í stjórninni skipaður af ráð- herra og þiggur fjógur hxmdr-uð þúsund krónur á ári fyrir srjórn- arsetuna. Olíufélögin þrjú eiga hvert sinn fulltrúa í stjórninni og þiggur hver þeirra fjögur hundruð þús- und krónur á ári fyrir stjórnar- störfin. Fáir fundir Fáir fundir voru haldnir í stjórn sjóðsins í fyrra; stjórnar- menn nefha allt frá þremur upp í sex til átta fundi, en enginn þeirra mundi nákvæman fjölda þegar DV innti þá eftir því. Ástæðan fyrir fáum fundum er m.a. sú að Sam- keppnisstofnun annast að miklu leyti daglegan rekstur sjóðsins. Það birtist m.a. í því að aðstoðar- forstjóri Samkeppnisstofnunar þiggur jafnháa greiðslu og for- stjórinn fyrir störf í þágu sjóðsins; fimm hundruð þúsund krónur á ári. Hann er starfsmaður stjórnar- innar og eru laun hans greidd úr Flutningsjöfnunarsjóði eins og laun stjórnarmanna. Launakjör hans heyra hins vegar ekki undir kjaranefnd og gilda því viðmiðun- arreglur hennar ekki um hann. Flutningsjöfhunarsjóður olíu- vara heyrir undir viðskiptaráðu- neytið en stjórn sjóðsins og Sam- keppnisstofnun annast daglegan rekstur í sameiningu samkvæmt lögum. Eins og heitið gefur til kynna er hlutverk sjóðsins að end- urgreiða olíufélögunum flutnings- kostnað og jafna þar með kostnað- inn yfir landið. í þessu skyni er lagt sérstakt flutningsjöfnunar- gjald á allar olíuvörur sem fluttar eru til landsins. Gjaldið er ákvarð- að af Samkeppnisstofnun og renn- ur óskipt í Flutningsjöfnunarsjóö - fyrir utan laun stjórnarmanna og starfsmannsins sem fyrr er get- ið. Samtals námu þessar greiðslur 2,4 milljónum króna í fyrra. ÓTG Islenskir tóbaks- neytendur ná ekki fram kröfum í Bandaríkjunum Þeir Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. og Gunnar G. Schram lagaprófess- or hafa síðan á árinu 2000 haft miiligöngu um að láta á það reyna hvort íslenskir tjónþolar vegna tó- baksneyslu kynnu að eiga skaðabóta- kröfur á hendur bandarískum tóbaks- framleiðendum. Undirritaðir voru 18 samingar við lögfræðifirma í Texas. Tilraunir lögfræðifirmans til að koma málunum fyrir dómstóla í Texas, þar sem firmað taldi að málin ættu mögu- leika, hafa ekki tekist. Ástæðan er sú aö tóbaksfyrirtækin hafa getað fengið málunum visað til alríkisdómstóla sem hafa hafnað því að skilyrði séu fyrir hendi til að koma fram þessum kröfum. Tilraunir til að finna lög- menn i öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafa ekki tekist. í upphafi voru líkurnar ekki taldar miklar að ná mætti fram kröfum is- lenskra tjónþola. Það er nú talið full- reynt. -GG Þjófar í Heiðmörk Þjófar voru á ferð í Heiðmörk i gær og brutust inn í og ollu skemmdum á a.m.k. þremur bílum samkvæmt upp- lýsingum frá lesendum DV. Innbrotin áttu sér stað á miðjum degi í gær, þeg- ar bílarnir stóðu á bilaplani nálægt Vífilsstöðum. Þegar blaðið fór í prent- un var einungis búið að kæra eitt af þessum innbrotum samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Hafnarfirði. Lesendur þeir sem höfðu samband við DV voru bæði hissa og sárir yfir því að bílar þeirra skuli ekki vera óhultir á björtum degi og í þeirri umferð sem liggur um Heiðmörk á sunnudögum og vildu vara göngugarpa við því að skilja síma og peningaveski eftir í bíl- um sínum. -snæ Rekstrargjöld til æskulýðs- og íþróttamála: Framlög fara lækkandi - sem hlutfall af skatttekjum Rekstargjöld sveitarfélaga til æskulýðs- og íþróttamála hafa lækk- að markvisst sem hlutfall af skatt- tekjum. Þetta kom fram í erindi sem Ólafur Þór Ólafsson, stjórnmálafræð- ingur og íþrótta- og tómstundafull- trúi Sandgerðisbæjar, flutti á Akur- eyri fyrir helgina undir yfirskrift- inni: „Opinber stefhumótun á sviði frítímans - Eru málefhi frítímans á dagskrá í íslenskum stjórnmálum?" Fram kom í máli Ólafs að árið 1995 námu heildarútgjöld til mála- flokksins rúmum 2,3 milljörðum en árið 2000 var upphæðin 3,5 milljarð- ar. Sakir þess hve skatttekjur hafa aukist minnkar hins vegar hlutfallið úr 8,3% árið 1995 í 6,3% árið 2000. „Hagsmunaaðilar innan opinbera frítimageirans eru veikir og ekki lík- legir til aö hafa áhrif á srjórnvalds- stofnanir. Því er krafan um aukna fagmennsku ekki á dagskrá srjórn- málanna," sagði Ólafur. Hann sagði að ef hagsmunahópar vildu hafa áhrif á sviði opinbera frí- tímageirans yrðu þeir að efla starf- semi sína. „Það tekur enginn afstöðu til mála sem hann hefur ekki vit- neskju um." Ólafur sagði um umfang opinbera frítímageirans að 1.038 stöðugildi væru hjá sveitarfélögum vegna mála- flokksins. Hins vegar sinntu um 6.000 einstaklingar störfum innan frítímageirans. -BÞ Mýrdalur: Þrastarhreiður finnst í dráttarvél - annað árið í röð Þegar Karl Pálmason, bóndi í Kerlingardal í Mýrdal, setti drátt- arvélina sína í gang í gærmorgun tók hann eftir því að skógarþróst- ur flaug undan vélarhlífinni. Þrösturinn var þá búinn að gera sér hreiður ofan á ventlaloki vél- arinnar og komið eitt egg i hreiðr- ið. Að sögn Karls er þetta trúlega sami þröstur og gerði sér hreiður í dráttarvélinni í fyrra. Síðastliðið vor verpti þrösturinn fjórum eggj- um og kom þá upp ungum þrátt fyrir að vélin væri notuð við bú- störfin. „Það var alveg sama þó ég væri að vinna á vélinni allan dag- inn í fyrra - ef ég stöðvaði vélina einhvers staðar þá var þrösturinn kominn á hreiðrið," segir Karl. -SKH DV-MYND SIGURÐUR HJÁLMARSSON Þrastaregg á ventlalokl í fyrra verpti þrösturinn fjórum egg/um í dráttarvélinni þrátt fyrir aö hún væri notuö viö þústörf. NATO-fundurinn: Strangar öryggis- reglur í Leifsstöð Strangar öryggisreglur gilda nú i Leifsstöð vegna NATO-fundarins. Birgjar þjónustuaðila i fríhöfninni hafa t.d. ekki getað komið með vórur nema þegar verslanirnar eru opnar og hafa þurft að afhenda vöruna beint í verslunina en fram að þessu hafa þeir getað komið á hvaða tíma sem er og skilið vöruna eftir i mót- tókunni, þangað sem verslanirnar sækja þær. Að sögn lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli er engin af versl- ununum orðin vörulaus enn þá, þrátt fyrir þessar reglur, og hafa menn reynt að aðlaga sig þessu. -snæ Haraldur Örn: Lagður af stað á toppinn Haraldur Örn lagði til atlögu við Everesttind í gær og náði upp í aðrar búð- ir. Ferðin gekk vel og með þessu áfram- haldi ætti hann að ná toppnum aðfaranótt fimmtudags. Veðurspáin fyrir næstu daga er hag- stæð. Bjart hefur verið framan af degi en þykknað upp og snjóað síð- degis. Haraldur Örn stefhir á að ná þriðju búðum í dag. -snæ Kjósarhreppur: Listar bítast í fyrsta sinn í fyrsta skipti í sögu Kjósarhrepps í Hvalfirði gerist það nú við sveitar- stjórnarkosningar að um listakosn- ingu verður að ræða. Um er að ræða Lista nýs afls á nýrri öld, sem Guð- ný ívarsdóttir í Flekkudal er í for- svari fyrir, og hins vegar Lista kröftugra Kjósarmanna sem Guð- mundur Davíðsson i Miðdal leiðir. Guðný var kosin varamaður í sveit- arstjórn 1998 en Guðmundur aðal- maður, en hann er jafhframt núver- andi oddviti sveitarinnar. íbúar Kjósarhrepps eru 140 talsins og hef- ur heldur fækkað frá árinu 2000. -GG Sinueldar víða um borgina Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nógu að snúast í gær. Fyrir utan að þurfa að slökkva nokkra smávægilega sinuelda víðs vegar um borgina tókst slökkviliðinu einnig að slökkva eld í ruslagámi við Hólabrekkuskóla á sjötta tíman- um i gær. Þar fór betur en á horfð- ist því gámurinn stóð alveg uppi við skólann og hafði mikill hiti mynd- ast í kringum glugga. Slökkviliðið var einnig kallað að einbýlishúsi í Kópavogi um svipað leyti en þar kviknaöi í þurrkara sem stóð inni í bílskúr. Heimilisfólk var heima þegar eldurinn kom upp og gat gert viðvart. Ekki var um mikinn eld að ræða en þeim mun meiri reyk og þurfti að reykræsta húsið. -snæ Þórshöfn: 85.000 kall fyrir glóðarauga 19 ára Þórshafnarbúi hefur verið dæmdur til greiðslu 60.000 kr. sekt- ar og 25.000 króna miskabóta auk sakarkostnaðar fyrir likamsárás. Maðurinn var staddur á Hafnar- barnum á Þórshöfn 15. desember í fyrra, 24. aprD 2001, og varð laus höndin. Hann sló mann í andlitið með krepptum hnefa með þeim af- leiðingum að fórnarlambið hlaut glóðarauga. -BÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.