Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI 2002 I>V Neytendur Húseigendur sjá fram á betri tíð - meö nýjum lögum um fasteignaviðskipti Sigurður Helgi Guðjónsson. Ný lög um fast- eignakaup taka gildi nú um mán- aðamótin. í þeim eru margar nýj- ungar og í þeim felst niikil réttar- bót, bæði fyrir kaupendur og seljendur. „í gegnum tíð- ina hefur það verið þýðingarmikill þáttur í hags- munabaráttu Húseigendafélagsins að stuðla að réttarbótum á þeim réttarsviðum sem snerta fasteignir og eigendur þeirra," segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseig- endafélagsins, sem segir það gleði- leg tímamót þegar lögin taka gildi á næstunni. „Mjög mörg mál koma til kasta fé- lagsins viðvíkjandi viðskipti með fasteignir og vanefndir á þeim. Um fasteignakaup hefur bagalega skort, Fréttatilkynning: Létt bragðbætt súrmjólk Gamla góða súrmjólkin fæst orðið í ýmsum útgáfum og er sú nýjasta bragðbætt léttsúrmjólk með eplum og perum. Hún inniheldur aðeins 42 hitaeiningar í 100 g og er án við- bætts sykurs. Þar að auki hafa yfir 80% mjólkursykursins verið klofm niður og hentar léttsúrmjólkin því flestum þeim sem haldnir eru mjólk- uróþoli. Þar með eru súrmjólkurteg- undir frá MS orðnar sex talsins: Sú sígilda, létt súrmjólk, þrjár bragð-, bættar tegundir, jarðarberja-, kara- mellu- og bláberja-, auk þeirrar nýju léttu með eplum og perum. Húsráð Óhreinir pottar og pönnur Fyllið óhreina potta eða pönnur með heitu vatni og bætið þvotta- dufti fyrir uppþvottavélar út í. Lát- ið bíða um stund, eða yfir nótt ef þeir eru mikið skítugir, og skolið. Virkar mjög vel og má nota á ýmis eldhúsáhöld, svo sem bökunarplöt- ur sem orðnar eru svartar af notk- un, þær verða skínandi við þessa meðferð. Verið getur að aðeins þurfi að skrúbba ef skíturinn er mjög fastur. En af hverju virkar þetta svona vel? Jú, duftið er fullt af ens- ímum sem brjóta upp próteinið í fæðunni sem er föst við eldhús- áhöldin. að mati félagsins, löggjöf sem kveði skýrt á um það hvernig slík kaup skuli gerast og hver séu réttindi og skyldur aðila og skilgreining á van- efndum og hverju þær varði. Með skýrri og ítarlegri löggjöf um fast- eignakaup verða þessi viðskipti ör- uggari og fækkar mjög ágreinings- efnum og eftirmálum og dómsmál- um, sem er sá dilkur sem réttar- óvissan á þessu sviði hefur dregið á eftir sér. Eru mörg sorgleg dæmi um veruleg fjárhagsleg skakkaföll aðila þegar slík mál hafa farið fyrir dómstóla og gildir þá oft einu hvort menn „vinna" eða tapa máli." Gallamálum mun fækka í lögunum er m.a. tekið á galla- málum en þau eru algeng í fast- eignaviðskiptum hérlendis. T.d. eru flest dómsmál sem rekin eru milli kaupanda og seljanda fasteignar vegna ágreinings um hvort fasteign var gölluð eður ei. Ákvæðin þar að lútandi skýra réttarstöðuna í því efni. í lögunum er sú regla að galli verði að rýra verðgildi eigna svo nokkru nemi. Þetta ákvæði mun ef- laust fækka gallamálum mjög mikið þar sem nú verður girt fyrir mál vegna smávægilegra galla sem hafa verið allt of algeng. „Allt of mikið hefur verið um að kaupendur hafi uppi kröfur vegna ágalla á fasteign, sem eru í raun smávægilegir miðað við þá stað- reynd að um notaðar eignir er að ræða, oft eignir sem eru ára- tugagamlar og eru óhjákvæmilega farnar að láta eitthvað á sjá vegna eðlilegs slits. Hefur mikið borið á óraunhæfum væntingum kaupenda, sem óeðlilegt er að seljandi eigi að þurfa að standa undir. Ástæðulaust er þó að láta seljanda losna undan ábyrgð hafi hann sýnt af sér sak- næma háttsemi og er því sá fyrir- vari gerður að ágallaþröskuldur eigi ekki við í þeim tilvikum," segir Sig- urður Helgi. Deponering Settar eru skýrar reglur um fylgi- fé fasteigna, upplýsingaskyldu selj- enda og skoðun af hálfu kaupenda. Margar nýjungar í lögum um fastelgnakaup 77/ dæmis er réttarstaða þeirra neytenda sem kaupa fasteignir af þeim sem hafa atvinnu afþví aö þyggja og selja íbúðarhúsnæði bætt, enda oft ekki jafnræði með einstaklingi sem er að kaupa íbúðarhúsnæði, e.t.v. í fyrsta sinn, og stóru byggingarfyrirtæki sem selur tugi eða fleiri íbúðir á ári. Skýrar reglur eru einnig um van- efndir og úrræði aðila vegna þeirra. Eins hafa lögin að geyma reglur um rétt kaupenda til að halda eftir greiðslu ef eign er gölluð en það úr- ræði hefur verið misnotað nokkuð hingað til. „Kaupendur mega ekki halda meiru eftir en sem nemur öruggri kröfu þeirra en þeir hafa oft ofmet- ið gallakröfur sínar og haldið eftir greiðslum í samræmi við það mat. Bæði fasteignasalar og lógfræðingar hafa ráðlagt kaupendum að deponera slíkum greiðslum, þ.e. að greiöa geymslugreiðslu, sem er al- gerlega rangt úrræði og stundum háskalegt fyrir þann sem þvi beitir. Deponering á bara við ef viðtakandi greiðslu neitar að taka við henni eða ekki næst til hans en á alls ekki við þegar um er að ræða gallakröfu í fasteignaviðskiptum. Menn mega ekki halda eftir greiðslum nema þeir eigi kröfu. Sé svo er þeim frjálst að geyma greiðsluna hvar sem þeir vilja, m.a. í rassvasanum ef þeim sýnist svo," segir Sigurður. Neytendakaup Lógin munu gilda í öllum fast- eignakaupum en eru frávíkjanleg semjist svo um nema þegar um svokölluð neytendakaup er að ræða. Neytendakaup eiga sér stað þegar keyptar eru fasteignir af þeim sem hafa atvinnu af því að byggja og selja ibúðarhúsnæði. Afar brýnt þótti að bæta réttarstöðu neytenda við slík kaup, enda oft ekki jafnræði með ein- staklingi sem er að kaupa íbúðarhús- næði, e.t.v. í fyrsta sinn, og stóru byggingarfyrirtæki sem selur tugi eða fleiri íbúðir á ári. Reglur laganna munu því í þeim tilvikum veita neyt- endum vernd sem ekki er heimilt að víkja frá í samningum. Fasteignasalar hafa verið á nám- skeiðum vegna nýju laganna og í full- um gangi er vinna á vegum Fasteigna- matsins, Félags fasteignasala og Hús- eigendafélagsins við að breyta og end- urhanna kaupsamninga og önnur skjöl er varða fasteignaviðskipti. Má því bú- ast við betri tíð og blómum í haga í þeim viðskiptum á næstunni. -ÓSB Kreditkortasvindl er auðveldara en margur heldur: Þjófum nægir að hafa kortanúmerið - til að kaupa vörur og þjónustu í gegnum síma Maður nokkur hafði samband við neytendasíðuna og vildi brýna fyrir fólki að fara vel yfir kredit- kortareikninga sina því ef óprúttn- ir aðilar kæmust yfir númer kort- anna virtist sem auðvelt væri fyr- ir þá að nýta sér þau. Hann tók eft- ir því að á kortareikningi hans voru samtals 14 færslur frá tveim- ur pitsustöðum sem hann kannað- ist ekki við að hafa átt viðskipti við. „Einhver ormur hefur komist yfir númerið á kortinu minu og er að nota það óspart, mest til að fá sér í svanginn svo og til að greiða fyrir eitthvað hjá fyrirtæki í Ástr- alíu." Hann segir starfsfólk Europay hafa verið til sóma og brugðist fljótt og vel við en þrátt fyrir það fylgi því alltaf snúningar þegar loka þarf korti og fá sér nýtt. Hann er hins vegar ekki eins ánægður með viðbrögðin hjá öðr- um þeirra pitsustaða sem hinn Staðlnn að verki Eigandi kreditkorts lætur hér sverfa til stáls og hefur uppi á manninum sem komst yfir númer á korti hans. Lögreglan var kvödd á vettvang. óprúttni aðili skiptir við. „Ertu ekki bara alltaf svona fullur og gleymir því að þú sért búinn að panta pitsu?" var svarið sem hann fékk þegar hann hafði samband og sagði þeim frá óförum sínum. Hann undrast einnig að fólk sé ekki beðið að sýna kortið þegar varan er afhent og greitt hefur ver- ið fyrir hana með kortanúmeri í gegnum síma. -ÓSB HM Draumadeild ® Lífís (gjj ogDV Komduávefsíðuna draumadeildin.is íboði Lífís og settu saman þitt draumalið úr hópi stjarnanna á HM og þú gætir unnið glæsilegverðlaun. Ferðá enska boltann, keppnistreyjur og sjúkrapúðar íbílinn úröryggis- verslun VÍS. Skráðuþig á vefsvæðin www.drauma t o i^ þú færð ákveðna upphæð í""l til að velja úr leikmanna- ' hópi allra 32 þáttökuþjóða sem keppa á HM, mest 3 leikmenn úr hverju liði. Stofnaðu Einkadeild og malaðuvinnufélaga ogviniíSérvinningar fyrir þá sem ná saman 10 manna hóp. Pú fœrð U'fís tryggingsr hjá VÍS og Lsndsbankanum • ^Jj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.