Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002
T>V
Fréttir
Númer þriggja sendiferðabíla talin rétt skráð og allir virðast með vegabréf:
Reynt að koma Rúmen-
unum út á fimmtudag
- líklegast er að íslenska ríkið þurfi að standa undir kostnaði
Lögregla vinnur að því að reyna
að aðstoða Rúmenana 19, sem dvelj-
ast hjá Rauða krossinum, við að
komast úr landi með Norrænu á
fimmtudag. Talið er að flestir ef
ekki allir séu með gild vegabréf.
Samkvæmt upplýsingum Gunn-
laugs Valtýssonar hjá lögreglunni i
Reykjavík virðist sem það muni
faila á Islenska ríkið að greiða fór
fólksins til baka með Norrænu.
Fimm manna rúmensk fjölskylda
hefur landvistarleyfi á Spáni og
a.m.k. einn í 19 manna hópnum er
með portúgalskt vegabréf. Aðrir eru
með rúmenska pappíra. Feðgar, sem
eru á meðal Rúmenanna, sögðust í
gær ekki vera með vegabréf. Hins
vegar ætluðu þeir að „fara og leita“
að þeim og gera lögreglu grein fyrir
stöðunni í dag.
Mál þetta hefur í raun snúist í
andhverfu sína frá því að Rúmeníu-
fólkið kom til höfuðborgarsvæðisins
fyrir helgi. Það kom til landsins á
þremur Mercedes-sendiferðabílum
með Norrænu á fimmtudag. Þegar
hópurinn gerði grein fyrir sér í
Reykjavík og bað um pólitískt hæli
um helgina kvaðst fólkið í raun ekk-
ert kannast við bílana þrjá. Fólkið
sagðist heldur engin vegabréf hafa
undir höndum.
Lögregla hafði hins vegar upplýs-
ingar um að fólkið hefði komið á bíl-
um og hóf að rannsaka málið. Eftir að
þrír karlmenn í hópnum - þeir sem
taldir voru hafa verið bílstjórar -
höfðu verið handteknir og settir í
fangaklefa, gaf einn þeirra sig og
benti á hvar bílarnir voru niður
komnir, á tjaldstæðinu í Laugardal.
Þegar lögreglan fór þangað á sunnu-
dagskvöld og hóf að leita í farangri
fólksins þar kom fljótlega í ljós að ein-
hverjir höfðu haft vegabréf meðferðis.
Þeir sem ætluðu sér að sækja um
pólitískt hæli hafa nú allir hætt við
slíkt. Lögreglan er hins vegar að að-
stoða fólkið við að komast í burtu, á
svipaðan hátt og með marga aðra
útlendinga sem hingað koma árlega.
Margir hafa haldið því fram að
Schengen-samningurinn sem íslend-
ingar eru nú aðilar að sé ein af
ástæðunum fyrir því að framan-
greint fólk komst inn í landið.
Smári Sigurðsson, yfirmaður al-
þjóðadeildar ríkislögreglustjóra,
kveðst ekki viss um það en segir að
ekki þurfi lengur vegabréfsáritanir
fyrir fólk frá Rúmeníu inn í lönd á
Schengen-svæðinu. Því sé ekki
landamæravarsla fyrir reglubundn-
ar ferjusiglingar. Hins vegar verði
menn væntanlega að gera grein fyr-
ir ökutækjum sínum.
Gera má ráð fyrir að vinna þurfi
hratt og að margir hlutir þurfi að
ganga upp eigi fólkið að komast
utan með Norrænu á fimmtudag -
ekki síst þar sem það þarf að vera
búið að aka austur á Seyðisfjörð fyr-
ir hádegi á fimmtudag. Fólkið hefur
dvalið í húsnæði Rauða krossins í
Kópavogi síðustu daga. -Ótt
DV-MYND ÞÖK
Bílar og vegabréf virðast í lagi
Efsvo fer sem horfir fer fólkiö aftur meö Norrænu á fimmtudag eftir vikudvöl
- meöan á henni stóö var beöiö um pólitískt hæli, dvaliö hjá Rauöa
krossinum í Kópavogi og sumir kvöldlangt í fangageymslum áöur en þaö
uppgötvaöist aö fólkiö var á bílum og var meö vegabréf.
Harðar deilur vegna aðildarumsóknar í steinsteypunefnd:
Sementsverksmiðjan rís gegn
aðild Aalborg Portland
- hótar í trúnaðarbréfi að draga sig út úr nefndinni ef af aðild verður
Sm£*TS»ÍHKSMm»K
TSVNAPARMAL.
Aðild Aalborg l’ortland ísland hr. að Stclnstcypuncfnd
Mlnnisalríði tll umf jutluiiar ú fundi neftidarinnar pann 24. maí 2002
Fyrirta'kíð Aalborj; Portland islaitd hf. (AP) hcfar mi óskað cdir aðild að Sleinsttypu-
nefnd (SSN). Af því lilcfni fiiriun við hjá Sciiwnlsverksmiðjunni hf. (SV) þc.v.s i leil,
að málalcitan þcirra vcrði ricdd í ncfndinni áður cn lil krcmi að fyrinrckið fcngi að
laka saiti á fundum, cnda Idjuin víð eðlilcct að ncfndin ákvcði sjálf í hcild nýja aðild.
Við liðfum Ijallað gaunigæfilcf,a uni forsendur aðildar ÁP að SSN. cn cins og
kunnugt cr á SV nö f crfiðri og að okkar maii afar ðjafnri samkcppni við AP. Hkki cr
armað sýnl cn að AP sé gcn klcift að heita yfirirurðaMicrð móðurfyriitaikis síns í
Trúnaðarbréf Sementsverksmiöjunnar
Ótti er viö að Aalborg Portland veröi gert kleift aö beita yfirburöastærö móö-
urfyrirtækis síns í Danmörku til verulegrar lækkunar á sementsveröi í þeim
tilgangi aö gera út af viö Sementsverksmiðjuna sem nú er meö um 80%
markaöshlutdeild.
Sementsinnflytjandinn Aalborg
Portland íslandi hf. hefur formlega
óskað eftir aðild að steinsteypu-
nefnd iönaðarráöuneytisins. Hefur
fyrirtækið mætt hörðum viðbrögð-
um vegna þessa. Fyrir fund nefnd-
arinnar þann 24. maí 2002 var lagt
fram trúnaðarskjal frá Sements-
verksmiðjunni hf., þar sem greini-
lega kemur fram að AP er ekki tal-
inn æskilegur aðili. Þá kemur
einnig fram hótun um að Sements-
verksmiðjan hf. á Akranesi dragi
sig út úr nefndinni ef af aðild AP
verður.
Nefnd hagsmunaaðila
Steinsteypunefnd er fremur
óformleg nefnd í sinni núverandi
mynd og án skriflegra samþykkta
eða félagslaga. Mun hún hafa þróast
upp úr nefnd sem ráðuneytið stofn-
aði til árið 1967 og veitti forystu i
nokkur ár i tengslum við umræðu
um hugsanlega hættu á steypu-
skemmdum af völdum alkalikísil-
efnahvarfa. í minnisatriðum sem
Bjami Óskar Halldórsson
Framkvæmdastjóri Aalborg Portland
þykir samkeppnin í sementssölu
vera komin á sérkennilegar brautir.
Eini samkeþþnisaöilinn, Sements-
verksmiöjan hf., vilji ekki aö AP fái
aöild aö steinsteypunefnd iönaöar-
ráðuneytisins en stjórnarformaöur
Sementsverksmiöjunnar er jafnframt
starfsmaöur ráðuneytisins.
lögð voru fyrir nefndarmenn fyrir
nefndarfundinn 24. maí sem trúnað-
armál, kom fram að núverandi aðil-
ar að nefndinni eru fyrirtæki og
stofnanir, sem eiga mikla hagsmuni
í steinsteyptum mannvirkjum á ís-
landi, og hefur forstjóri Rannsókna-
stofnunar byggingariðnaðarins ver-
ið eins konar framkvæmdastjóri
nefndarinnar. Að mati Sements-
verksmiðjunnar er höfuðmarkmið
Steinsteypunefndar (SSN) að fjár-
magna rannsóknir, sem ætlaö er að
verða tO framþróunar og styrktar
íslenskri framleiðslu og lúta beint
að hagsmunum steypuiðnaðarins,
eigenda steinsteyptra mannvirkja á
íslandi og íslensks þjóðarbús. Hafa
má í huga að nýr stjórnarformaður
Sementsverksmiðjunnar, Gunnar
Örn Gunnarsson, er jafnframt
starfsmaður iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytisins.
Þá segir SV um mat á aðfld Aal-
borg Portland:
„Við lítum svo á, að aðild AP yrði
að þjóna ofangreindu markmiöi, en
Har&ar dellur
Litlir kærleikar hafa veriö á milli
fulltrúa Sementsverksmiöjunnar á
Akranesi og sementsinnflytjandans
Aalborg Portland íslandi hf. Nýjustu
vendingar í málinu sýna svo ekki
veröur um villst aö mikil harka er
hlaupin í samskipti fyrirtækjanna,
eins og trúnaðarbréfiö hér aö ofan
sýnir glögglega.
sýnist aftur á móti svo myndi ekki
verða.“ Eru síðan tíndar til ýmsar
röksemdir sem eiga að styðja það að
Aðild Aalborg Portland íslandi hf. fái
ekki aðild að steinsteypunefnd. Nefnd-
inni sé í sjálfsvald sett hverjir eigi að-
ild að henni og að mati nefndarmanna
eigi Sementsverksmiðjan hf. (sem er
með 80% markaðshlutdeild) í afar
ójafnri samkeppni við AP.
Þætti miður að AP fengi aðild
„Ekki er annað sýnt en að AP sé
gert kleift að beita yfirburðastærð
móðurfyrirtækis síns í Danmörku
til veriflegrar lækkunar á sements-
verði í þeim tilgangi að gera út af
við SV og verða þannig allsráðandi
á íslenskum markaði. Þannig kæm-
ist AP í svipaða stöðu og móðurfyr-
irtækið hefur í Danmörku. Okkur
þætti mjög miður ef AP fengi að ger-
ast félagi i SSN án undangenginnar
umræðu í nefndinni."
Þá koma fullyröingar um undir-
boð AP á íslandi og er vísað tfl mun
hærra verðs á sementssölu fyrir-
tækisins í Færeyjum. Síðan segir:
Hótun um úrsögn
„Komi til aðildar AP, er dregið í efa
að þátttaka Sementsverksmiðjunnar í
SSN þjóni lengur hagsmunum fyrir-
tækisins. Ef af yrði kæmi fremur til
álita að beina fjármunum SV til ein-
stakra rannsóknaverkefna, sem yrðu
fyrirtækinu beint tfl hagsbóta."
Samkeppnin í skrýtinn farveg
Framkyæmdastjóri Aalborg
Portland íslandi, Bjami Óskar Hall-
dórsson, svaraði þessum röksemd-
um í bréfl til nefndarmanna. Tekur
hann fram að menn geti ekki leyft
sér hvað sem er undir liðnum trún-
aðarmál. Skorar hann á aðila að
leggja fram haldbær gögn frá Hag-
stofu Færeyja eða öðmm aðUum því
tU sönnunar að AP níðist á Færey-
ingum. Hafði Sementsverksmiðjan
reyndar áður kært AP fyrir meintar
sömu sakir, en Samkeppnisstofnun
sá þá ekki ástæðu tU aðgerða.
„Við hjá Aalborg Portland íslandi
hf. hörmum þann farveg sem „sam-
keppnin" er komin í,“ segir Bjami
Óskar HaUdórsson. -HKr.
sjíivarjuJJ
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 23.19 23.33
Sólarupprás á morgun 03.31 02.47
Sí°lsflóö 19.52 24.25
Árdegisflóó á morgun 08.15 12.48
Skýjað á landinu
Norðaustlæg eða breytileg átt, 5-10
m/s. Skýjaö að mestu og þokuloft
viö norðurströndina, súld eða rigning
um landið austanvert, en annars
skýjaö og hætt við skúrum. Hiti víða
10 til 16 stig, en nokkuð svalara á
annesjum norðan- og austantil.
Dumbungur
Norðaustan 5-10 m/s og rigning,
einkum austanlands. Annars staðar
þokuloft og skýjað, víðast hvar. Hiti
7-13 stig.
Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
O 43 43
Hiti 7° Hití 7* Hiti 8°
til 13° til 14° til 14°
Vindun 5-10'c Vindur: 4_9m/» Vindur: 5-9
*
Noröaustan 5- 10 m/s og rigning, einkum austanlands. Hfti 7 tll 13 stig. Fremur hæg austlæg eöa breytlleg átt, skýjaö meö köflum og stöku skúrir, en sums staöar þokuloft úti viö ströndina. Fremur mJlt veöur. Suöaustlæg eöa breytileg átt. Skýjaö meö köflum og úrkomulrtiö. Áfram fremur mlit í veöri.
mbm m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stlnnlngsgola Kaldi 5,5-7,9 8,0-10,7
Stinnlngskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviöri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsave&ur 28,5-32,6
Fárvi&ri >= 32,7
AKUREYRI skýjaö 7
BERGSSTAÐIR þoka 5
BOLUNGARVÍK skýjað 6
EGILSSTAÐIR þoka 5
KIRKJUBÆJARKL skýjað 10
KEFLAVÍK skúr 7
RAUFARHÖFN þoka 4
REYKJAVÍK skýjað 8
STÓRHÖFÐI skýjað 10
BERGEN alskýjaö 11
HELSINKI léttskýjað 11
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 15
ÓSLÓ rigning 11
STOKKHÓLMUR 13
ÞÓRSHÖFN rigning 9
ÞRÁNDHEIMUR rigning 15
ALGARVE heiöskírt 15
AMSTERDAM léttskýjað 12
BARCELONA léttskýjaö 12
BERLÍN rigning 10
CHICAGO skýjaö 15
DUBLIN rigning 10
HALIFAX þokumóða 10
FRANKFURT þokumóða 11
HAMBORG skýjaö 14
JAN MAYEN þokuruöningur 4
LONDON skýjað 12
LÚXEMBORG léttskýjað 9
MALLORCA léttskýjaö 13
MONTREAL alskýjaö 16
NARSSARSSUAQ léttskýjað 5
NEWYORK skýjað 18
ORLANDO skýjaö 23
PARÍS þokumóða 9
VÍN léttskýjaö 17
WASHINGTON þokumóöa 18
WINNIPEG heiösklrt 18