Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 + I Fréttir I>V Númer þriggja sendiferöabíla talin rétt skráð og allir virðast með vegabréf: Reynt að koma Rúmen unum út á f immtudag - líklegast er að íslenska ríkið þurfi að standa undir kostnaði Lögregla vinnur að því að reyna að aðstoða Rúmenana 19, sem dvelj- ast hjá Rauða krossinum, við að komast úr landi með Norrænu á fimmtudag. Talið er að flestir ef ekki allir séu með gild vegabréf. Samkvæmt upplýsingum Gunn- laugs Valtýssonar hjá lögreglunni í Reykjavík virðist sem það muni falla á íslenska ríkið að greiða för fólksins til baka með Norrænu. Fimm manna rúmensk fjölskylda hefur landvistarleyfi á Spáni og a.m.k. einn i 19 manna hópnum er með portúgalskt vegabréf. Aðrir eru með rúmenska pappíra. Feðgar, sem eru á meðal Rúmenanna, sögðust í gær ekki vera með vegabréf. Hins vegar ætluðu þeir að „fara og leita" að þeim og gera lögreglu grein fyrir stöðunni í dag. Mál þetta hefur í raun snúist í andhverfu sina frá því að Rúmeníu- fólkið kom til höfuðborgarsvæðisins fyrir helgi. Það kom til landsins á þremur Mercedes-sendiferðabilum með Norrænu á fimmtudag. Þegar hópurinn gerði grein fyrir sér í Reykjavík og bað um pólitískt hæli um helgina kvaðst fólkið í raun ekk- ert kannast við bílana þrjá. Fólkið sagðist heldur engin vegabréf hafa undir höndum. Lögregla hafði hins vegar upplýs- ingar um að fólkið hefði komið á bil- um og hóf að rannsaka málið. Eftir að þrír karlmenn í hópnum - þeir sem taldir voru hafa verið bilstjórar - höfðu verið handteknir og settir í fangaklefa, gaf einn þeirra sig og benti á hvar bilarnir voru niður komnir, á tjaldstæðinu í Laugardal. DV-MYND ÞOK Bílar og vegabréf virðast í lagf Efsvo fer sem horfir fer fólkiö aftur með Norrænu á fimmtudag eftir vikudvöl - meöan á henni stóö var beöið um pólitískt hæli, dvalið hjá Rauða krossinum í Kópavogi og sumir kvöldlangt í fangageymslum áður en það uppgötvaðist að fólkið var á bílum og var með vegabréf. Þegar lögreglan fór þangað á sunnu- dagskvöld og hóf að leita í farangri fólksins þar kom fljótlega i ljós að ein- hverjir höfðu haft vegabréf meðferðis. Þeir sem ætluðu sér að sækja um pólitískt hæli hafa nú allir hætt við slíkt. Lögreglan er hins vegar að að- stoða fólkið við að komast í burtu, á svipaðan hátt og með marga aðra útlendinga sem hingað koma árlega. Margir hafa haldið því fram að Schengen-samningurinn sem íslend- ingar eru nú aðilar að sé ein af ástæðunum fyrir því að framan- greint fólk komst inn í landið. Smári Sigurðsson, yfirmaður al- þjóðadeildar rikislögreglustjóra, kveðst ekki viss um það en segir að ekki þurfi lengur vegabréfsáritanir fyrir fólk frá Rúmeníu inn í lönd á Schengen-svæðinu. Því sé ekki landamæravarsla fyrir reglubundn- ar ferjusiglingar. Hins vegar verði menn væntanlega að gera grein fyr- ir ökutækjum sinum. Gera má ráð fyrir að vinna þurfi hratt og að margir hlutir þurfi að ganga upp eigi fólkið að komast utan með Norrænu á fimmtudag - ekki síst þar sem það þarf að vera búið að aka austur á Seyðisfjörð fyr- ir hádegi á fimmtudag. Fólkið hefur dvalið í húsnæði Rauða krossins í Kópavogi síðustu daga. -Ótt Harðar deilur vegna aðildarumsóknar í steinsteypunefnd: Sementsverksmiðjan rís gegn aðild Aalborg Portland - hótar í trúnaðarbréfi að draga sig út úr nefndinni ef af aðild verður Sementsinnflytjandinn Aalborg Portland íslandi hf. hefur formlega óskað eftir aðild að steinsteypu- nefnd iðnaðarráðuneytisins. Hefur fyrirtækið mætt hörðum viðbrögð- um vegna þessa. Fyrir fund nefnd- arinnar þann 24. maí 2002 var lagt fram trúnaðarskjal frá Sements- verksmiðjunni hf., þar sem greini- lega kemur fram að AP er ekki tal- inn æskilegur aðili. Þá kemur einnig fram hótun um að Sements- verksmiðjan hf. á Akranesi dragi sig út úr nefndinni ef af aðild AP verður. Nefnd hagsmunaaðila Steinsteypunefnd er fremur óformleg nefnd í sinni núverandi mynd og án skriflegra samþykkta eða félagslaga. Mun hún hafa þróast upp úr nefnd sem ráðuneytið stofh- aði til árið 1967 og veitti forystu i nokkur ár i tengslum við umræðu um hugsanlega hættu á steypu- skemmdum af völdum alkalikísil- efnahvarfa. í minnisatriðum sem lögð voru fyrir nefndarmenn fyrir nefndarfundinn 24. maí sem trúnað- armál, kom fram að núverandi aðil- ar að nefndinni eru fyrirtæki og stofnanir, sem eiga mikla hagsmuni í steinsteyptum mannvirkjum á ís- landi, og hefur forstjóri Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins ver- ið eins konar framkvæmdastjóri nefndarinnar. Að mati Sements- verksmiðjunnar er höfuðmarkmið Steinsteypunefndar (SSN) að fjár- magna rannsóknir, sem ætlað er að verða til framþróunar og styrktar íslenskri framleiðslu og lúta beint að hagsmunum steypuiðnaðarins, eigenda steinsteyptra mannvirkja á íslandi og íslensks þjóðarbús. Hafa má í huga að nýr stjórnarformaður Sementsverksmiðjunnar, Gunnar Örn Gunnarsson, er jafnframt starfsmaður iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins. Þá segir SV um mat á aðild Aal- borg Portland: „Við lítum svo á, að aðild AP yrði að þjóna ofangreindu markmiði, en SEMENTSWIRKSMIBIkH TRÚNABARMÁL Aðlld Aalbort* Portland ísland hl. að Sleinstcypunefnd Mumisatrlðl Ul uiiil jiillunar í liinui ncfndnrinnar bann 24. maí 2002 Fyrirta'fcið Aalborg Poriland íslond hf. (AP) hcfur nii óskað cftir aðild að Sicinsteypu- nefnd (SSN). Af því lilcfni fiirum við'hjá SementsverksniiOjunm hf. (SV) þcss á lcii, að málaleitan þeirra verði radd í ncfndinni áður cn til kicml að fyrirtækio fengi að taka sæti a fundum. cnda tcljum víð cðlilent að ncfndin ákvcði sjáll' I hcild nýja aðild. Við hftfum Ijailað gaumgæfilega um forsendur aðildar AP að SSN, en elns og kunnugt cr á SV nú í erfiori og að okkur mati afar ójafnri samkeppni við AP. Ekki cr annað sýnl cn að AP sé gen klcift að beita yfirburðasucrð moðurfyringkis sins í Trúnaðarbréf Sementsverksmlojunnar Ótti er við að Aalborg Portland verði gert kleift að beita yfirburöastærð móð- urfyrirtækis síns í Danmörku til verulegrar lækkunar á sementsverði íþeim tilgangi að gera út af við Sementsverksmiðjuna sem nú er með um , markaöshlutdeild. BJarnl Oskar Halldórsson Framkvæmdastjóri Aalborg Portland þykir samkeppnin í sementssölu vera komin á sérkennilegar brautir. Eini samkeppnisaðilinn, Sements- verksmiðjan hf., vilji ekki að AP fái aðild að steinsteypunefnd iðnaðar- ráðuneytisins en stjórnarformaður Sementsverksmiðjunnar erjafnframt starfsmaður ráðuneytisins. Har&ar dellur Litlir kærleikar hafa verið á milli fulltrúa Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og sementsinnflytjandans Aalborg Portland íslandi hf. Nýjustu vendingar í málinu sýna svo ekki verður um villst að mikil harka er hlaupin í samskipti fyrirtækjanna, eins og trúnaöarbréfíö hér að ofan sýnir glögglega. sýnist aftur á móti svo myndi ekki verða." Eru síðan tindar til ýmsar röksemdir sem eiga að styðja það að Aðild Aalborg Portland íslandi hf. fái ekki aðild að steinsteypunefnd. Nefhd- inni sé i sjálfsvald sett hverjir eigi að- ild að henni og að mati nefndarmanna eigi Sementsverksmiðjan hf. (sem er með 80% markaðshlutdeild) í afar ójafnri samkeppni við AP. Þætti miður að AP fengi aöild „Ekki er annað sýnt en að AP sé gert kleift að beita yfirburðastærð móðurfyrirtækis síns í Danmörku til verulegrar lækkunar á sements- verði í þeim tilgangi að gera út af við SV og verða þannig allsráðandi á íslenskum markaði. Þannig kæm- ist AP í svipaða stöðu og móðurfyr- irtækið hefur í Danmörku. Okkur þætti mjög miður ef AP fengi að ger- ast félagi í SSN án undangenginnar umræðu í nefndinni." Þá koma fullyrðingar um undir- boð AP á íslandi og er vísaö til mun hærra verðs á sementssölu fyrir- tækisins í Færeyjum. Síðan segir: Hótun um úrsögn „Komi til aðildar AP, er dregið í efa að þátttaka Sementsverksmiðjunnar í SSN þjóni lengur hagsmunum fyrir- tækisins. Ef af yrði kæmi fremur til álita að beina fjármunum SV til ein- stakra rannsóknaverkefna, sem yrðu fyrirtækinu beint til hagsbóta." Samkeppnin í skrýtinn farveg Framkvæmdastjóri Aalborg Portland íslandi, Bjarni Óskar Hall- dórsson, svaraði þessum röksemd- um í bréfl til nefndarmanna. Tekur hann fram að menn geti ekki leyft sér hvað sem er undir liðnum trún- aðarmál. Skorar hann á aðila að leggja fram haldbær gögn frá Hag- stofu Færeyja eða öðrum aðilum því til sönnunar að AP níðist á Færey- ingum. Hafði Sementsverksmiðjan reyndar áður kært AP fyrir meintar sömu sakir, en Samkeppnisstofnun sá þá ekki ástæðu til aðgerða. „Við hjá Aalborg Portland íslandi hf. hörmum þann farveg sem „sam- keppnin" er komin í," segir Bjarni Óskar Halldórsson. -HKr. Sólargangur <J£ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 23.19 23.33 Sólarupprás á morgun 03.31 02.47 Siðdegisflóö 19.52 24.25 Árdegisflóö á morgun 08.15 12.48 Skýjað á landinu Norðaustlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s. Skýjaö að mestu og þokuloft viö norðurströndina, súld eða rigning um landið austanvert, en annars skýjað og hætt við skúrum. Hiti víða 10 til 16 stig, en nokkuð svalara á annesjum norðan- og austantil. Veöriö á m tmmWKWMltl^ÍlBBMsfii".flljW, ~-iy Dumbungur Norðaustan 5-10 m/s og rigning, einkum austanlands. Annars staðar þokuloft og skýjað, víðast hvar. Hiti 7-13 stig. 1 Veöriðnæ Föstudagur J Fimmtudagur Laugardagur HHÍ7' Hiti7' HitiS" »113° Hl 14° til 14° vlndur. Vindur: 5-10 »v* 4-9"»/* Vindur: 5-9 "vs irf *- * Norðaustan 5- Fremur hœg 10 m/a og austlæg eða rlgnlng, einkum breytileg átt, austanlands. skýjaö tneð Hltl 7 til 13 köflum og stöku stig. skúrír, en sums staðar þokuloft útl við ströndina. Fremur mllt veður. Suðaustheg eða breytileg étt. Skýjaömcö köflumog úrkomulitlö. Áframfrernuf miltíveöri. Vindhraöi m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinnlngsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinnlngskaldl 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviftri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsave&ur 28,5-32,6 Fárvlori >= 32,7 Veöriö kl. 6 jBH AKUREYRI skýjaö þoka skýjaö 7 BERGSSTAÐIR 5 BOLUNGARVÍK 6 EGILSSTAÐIR þoka 5 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö skúr 10 KEFLAVÍK 7 RAUFARHÖFN þoka 4 REYKIAvÍK skýjað skýjaö alskýjac 8 STÓRHÖFÐI 10 BER6EN ) 11 HELSINKI léttskýj 30 11 KAUPMANNAHÓFN skýjaö 15 ÓSLÓ rigning 11 STOKKHÓLMUR 13 ÞÖRSHÖFN rigning 9 ÞRANDHEIMUR rigning heiöskí 15 ALGARVE t 15 AMSTERDAM léttskýj íö 12 BARCELONA léttskýj rigning 30 12 BERLÍN 10 CHICAGO skýjaö 15 DUBLIN rigning 10 HALIFAX þokumí öa 10 FRANKFURT þokumc >&a 11 HAMBORG skýjaö 14 JAN MAYEN þokurul Iningur 4 L0ND0N skýjaö léttskýj 12 LÚXEMBORG 30 9 MALLORCA léttskýj aö 13 MONTREAL alskýjai ) 16 NARSSARSSUAQ léttskýj 3ð 5 NEW YORK skýjaö skýjað 18 ORLANDO 23 PARÍS þokumc >öa 9 VlN léttskýj aö 17 WASHINGTON þokumi >ða 18 WINNIPEG heiöskí 't 18 I I BVGGT 1 UPPLVSINGUM FR4 VEDURSTOFU ISLANOS +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.