Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 PV______________________________________________ Útlönd REUTERSMYND Rokkari og ráöherra í Afríkuferð írski U2-rokkarinn Bono og Paul O’Neiii, fjármálaráöherra Bandaríkjanna, eru saman á feröatagi um Afríku til aö kynna sér ástand efnahagsmála, heilbrigöismála og fleiri. Hér eru þeir í heimsókn í skóla í Úganda. ESB kynnir endurskoðun fiskveiðistefnunnar í dag: Búist við harðri andstöðu ríkja sem missa flest störf Tillögur framkvæmdastjómar Evrópusambandsins um viðamiklar breytingar á fiskveiðistefnu ESB verða kynntar í Brussel í dag. Til- lögunum er ætlað að koma í veg fyr- ir útrýmingu fiskistofna og gætu þær kostað um tuttugu og átta þús- und störf innan fiskiðnaðarins í bandalagslöndunum. Breska ríkisútvarpið BBC sagði í morgun að reiknað væri með harðri andstöðu ríkja sem niðurskurður- inn bitnar hvað verst á. Danska blaðiö Politiken sagðist í morgun hafa heimUdir fyrir því að tillögumar væm í aðalatriðum mjög að skapi danskra stjómvalda. Hins vegar hefðu Spánverjar ekki grætt neitt á ítrekuðum tilraunum sinum tU að leggja stein í götu tU- lagnanna, meðal annars að láta reka háttsettan danskan embættismann innan fiskveiðideUdar ESB. Breskir sjómenn gera sér vonir um að niðurskurðurinn komi ekki mjög Ula við þá þar sem mjög hafi fækkað í flotanum undanfarin ár. Vísindamenn hafa í mörg ár var- að við því að ástand margra fiski- stofna sem skip bandalagsins veiða úr væri orðið ískyggUegt. Franz Fischler, sem fer með fisk- veiðimál innan framkvæmdastjóm- ar ESB, leggur tUlögumar fram. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að dregið verði um 40 prósent úr veiði- getu fiskiskipaflota ESB, með tU- heyrandi atvinnumissi fyrir tugir þúsunda manna. Búist er við að mesta andstaðan komi frá löndum í sunnanverðri Evrópu og frá Irlandi. Helmingur 85 mUljarða króna fjárframlaga ESB tU fískveiða fer tU Spánar og því ekki undarlegt þótt þeir fari fyrir and- stæðingum breytinganna. ER MONO SILAN AI-Qaeda-liöar í felum í pakist- anska hluta Kasmírs - segir varnarmála- ráðherra Indlands George Femandes, vamarmálaráð- herra Indlands, fuUyrti f gær að liðs- menn al-Qaeda-samtakanna hefðust við í búðum innan landamæranna í pakistanska hluta Kasmírs. „Viö höfum öruggar heimUdir fyrir því að hópur al-Qaeda-liða og talibana sem flúið hafa frá Afganistan hafist þar við í pakistanska hluta Kasmírs," sagði Femandes í sjónvarpsviðtali í gær. Háttsettur yfirmaður indversku leyniþjónustunnar staðfesti í blaða- viðtali í gær að þetta væri rétt og að vitað hefði verið um veru þeirra á svæðinu aUt frá því talibanar hrökkl- uðust frá völdum á síðasta ári. Að hans sögn er talið að um 2500 tU 3000 stríðsmenn séu á svæðinu og mun stór hluti þeirra vera liðsmenn al-Qa- eda-samtakanna, flestir Sádi-arabar. Viðtalið við Femandes var tekið eftir þjóðarávarp Pervezar Mus- harrafs, forseta Pakistans, í gær, þar sem hann fuUyrti að engir hryðju- verkamenn hefðust við innan landamæra pakistanska hluta Kasmírs. „Þetta er ekki rétt hjá Muss- haraf og það veit hann vel. Þeir eru þama og Pakistanar bera fuUa ábyrgð á því,“ sagði Femandes. Vatnsfælur eru okkar fag síöan 1960! KISILL Ananaustum 15, 101 Rvk. Sími 551 5960. N.B.: Sérverð til verktaka Ráðist inn í Jenin í annað skipti síðan flóttamannabúðirnar voru lagðar í rúst: AI-Aqsa-samtökin halda áfram hefndarárásum REUTERSMYND Grafanna vitjað Bush Bandaríkjaforseti gekki milli grafa bandarískra hermanna sem féllu í innrásinni í Frakkland 1944. Bush minnist lát- inna hermanna Anfinn KaUsberg, lögmaður Fær- eyja, gerir sér vonir um að honum takist að mynda nýja meirihluta- stjóm núverandi stjómarflokkanna þriggja auk Miðflokksins. Leiðtogar Uokkanna hafa rætt saman síðustu daga og hafa náð samkomulagi um mörg mál. KaUsberg segir í viðtali við færeyska útvarpið að ekki verði þó mynduð stjórn fyrr en flokkarnir hafi komið sér saman um allt. Flokkamir fjórir sem nú ræða saman hafa 17 þingmenn af 32 á fær- eyska lögþinginu. Forseti lögþingsins, Edmund Joensen, hefur ákveðið, að beiðni flokkanna, sem ræða stjórnarmynd- un, að fresta þingfundi sem vera átti í dag tU fimmtudags. Flokkarnir fjórir reikna með að þá verði þeir búnir að mynda stjórn og geti því einhverju ráðið um hvernig skipað verður í mikUvægar pólitískar nefndir lögþingsins. ísraelskar hersveitir réðust í morg- un inn í bæinn Jenin á Vesturbakk- anum í kjölfar sjálfsmorðsárásar i bænum Petah Tikva i nágrenni Tel Aviv í gær, þar sem tveir óbreyttir ísraelskir borgarar létu lífið og meira en þrjátíu særðust. Tilræðismaðurinn mun hafa læðst inn í verslunarmið- stöð í bænum og sprengt sig í loft upp við íbúð og kaffistofu við innganginn. Að sögn sjónarvotts var lítið bam meðal þeirra látnu og var aðkoman að hans sögn skelfileg. Al-Aqsa-samtökin lýstu strax ábyrgð á árásinni og sagði talsmaður þeirra að hún hefði verið hefnd fyrir morðið á einum foringja þeirra, Ma- hmoud Titi, í síðustu viku, en sjálfs- morðsliðinn mun hafa verið átján ára ættingi Titis. Innrásarliðið í Jenin, sem fékk stuðning þyrlusveita, mætti harðri mótspyrnu palestínskra byssumanna og kom tU ítrekaðra skotbardaga í þessari annarri innrás ísraelsmanna í George W. Bush Bandarikjafor- seti minntist í gær bandarískra her- manna sem féUu í innrásinni í Frakkland í síðari heimsstyrjöld- inni og hét því að nýjar kynslóðir dáta myndu færa sömu fómir í þágu frelsisins. Bush tengdi saman fortíð og nútíð þar sem hann líkti frelsun Frakk- lands árið 1944 við baráttuna gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi undanfarin misserL Bandaríkjaforseti flaug í þyrlu sinni yfir strendur Normandí þar sem innrásin var gerð og gekk síð- an einn sins liðs innan um raðir hvítra krossa á leiðum þeirra 9.386 bandarísku hermanna sem em grafnir uppi á bjargi fyrir ofan Omaha Beach. Á þeirri strönd urðu bandarísku hermennirnir fyrir mestu mannfáUi í innrásinni. Vilja að ESB setji strangari reglur um innflytjendur Stjómvöld í Frakklandi og Þýska- landi hvöttu sameiginlega tU þess í gær að Evrópusambandið setti sér strangari reglur um innflytjendur, meðal annars tU að komið verði í veg fyrir að hægriöfgaflokkar geti notfært sér málið í áróðursskyni fyrir kosningar. Gerhard Schröder Þýska- landskanslari og Jacques Chirac Frakklandsforseti sögðu eftir fund í París að lagðar yrðu fram tUlögur á næsta leiðtogafundi ESB um sam- ræmingu laga aðUdarríkjanna um innflytjendur og flóttamenn. Þingkosningar eru í Frakklandi í næsta mánuði en Þjóðverjar ganga að kjörborðinu í haust. Anfinn Kallsberg Lögmaöur Færeyja viröist á enda- sprettinum í stjórnarmyndun. Kallsberg bjart- sýnn á stjórn Varnarmúr í Qalqllya ísraelskír hermenn hafa unniö aö því síöustu daga aö reisa varnarmúr viö bæinn Qalqilya á Vesturbakkanum til aö koma í veg fyrír árásir palestínskra byssumanna eftir fjórar sjálfsmorösárásir á svæöinu í síöustu viku. bæinn síðan hersveitir þeirra lögðu fióttamannabúðir í útjaðri bæjarins í rúst í síðasta mánuði. Áður höfðu ísraelsmenn ráðist inn í bæinn QalqUya á Vesturbakkanum á sunnudaginn og lýst þar yfir útgöngu- banni auk þess sem umsátrið um Tulkarm var hert. Þá var ráðist inn í palestínska hluta Betlehem í gær í annað skipti á tveimur dögum þar sem fram fór hús- leit og nokkrir meintir hryðjuverka- menn handteknir, þar á meðal helsti foringi al-Aqsa-samtakanna sem stað- ið hafa fyrir fjölda sjálfsmorðsárása á síðustu mánuðum. Á sunnudaginn mistókst innrásarliðinu að hafa hend- ur í hári Muhammad Shehadeh, for- ingja íslömsku JUiand-hreyfingarinn- ar í Betlehem, en hús hans í bænum var sprengt í loft upp. Þá bárust fréttir af því f morgun að hersveitir nálguðust Ramallah og að sögn sjónarvotta var leitað í húsum í nágrenni bæjarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.