Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2002, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 27
I>V Sport
Undirbúningurinn fyrir Makedóniuleikinn stendur sem hæst:
„ Það verður
altt vitlaust
í Prilep“
- segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþj álfari í handbolta
íslenska landsliöið í handknattleik
kom til Þessalóniku í Grikklandi seint
i gær en þar dvelur liðið fram að fyrri
leiknum við Makedóníu í forkeppni
heimsmeistaramótsins. Leikurinn
verður háður í borginni Prilep á
sunnudagskvöldiö en síðari leikurinn
verður viku síðar í Reykjavík. Sigur-
vegari þessarar viöureignar tryggir
sér sæti í heimsmeistarakeppninni í
Portúgal í janúar nk.
Æft og leikiö í Grikklandi fram
á laugardag
íslenska liðið verður fram á laugar-
dag í Grikklandi en þaðan heldur það
til Prilep. í dag og á morgun leikur lið-
ið við Grikki og verður annar leikur-
inn opinber landsleikur. Leikmenn
sem leika í þýsku úrvalsdeildinni
komu til móts við liðið í Amsterdam
þaðan sem haldið var til Þessalóníku.
Guðmundur Guðmundsson landsliðs-
þjálfari valdi í gærmorgun endan-
legan hóp fyrir leikina gegn Makedón-
íu. Hann þurftu að skera nokkuð nið-
ur hópinn sem keppti á fjögurra landa
mótinu í Belgíu þar sem liðið hafiiaði
í þriðja sæti.
Markmenn í hópnum eru Guð-
mundur Hrafnkelsson, Conversano,
og Bjami Frostason, Haukum. Homa-
menn og línumenn em Sigfús Sigurðs-
son, Val, Róbert Sighvatsson, Dússel-
dorf, Guðjón Valur Sigurðsson, Essen,
og Gústaf Bjamason, Minden. Útileik-
menn eru Dagur Sigurðsson,
Wakunaga, Rúnar Sigtryggsson,
Haukum, Heiðmar Felixsson, KA,
Snorri Steinn Guðjónsson, Val, Gunn-
ar Berg Viktorsson, Paris St. Germa-
in, Ragnar Óskarsson, Dunkerque,
Ólafur Stefánsson, Magdeburg, Sig-
urður Bjamason, Wetzlar, og Patrek-
ur Jóhannesson, Essen.
Guðmundur Guðmundssoh lands-
liðsþjálfari sagði i samtali við DV í
gær að valið á liðinu hefði verið mjög
erfitt, eins og alltaf.
„Það vom 2-3 leikmenn mjög ná-
lægt því að verða valdir en það liggja
ýsmar ástæður að baki þvi að ég hef
valið þetta lið sem tekur þátt í undir-
búningnum fyrir leikina við
Makedóníumenn. Við verðum að taka
andstæðinginn mjög alvarlega og búa
okkur af kostgæfni undir leikina.
Þessir komandi leikir skipta miklu
máli upp á framhaldið enda verður
allt kapp lagt á það aö koma liðinu á
heimsmeistaramótið í Portúgal," sagði
Guðmundur.
Guðmundur sagði það mikilvægt í
undirbúningum að fá vera með liðið í
Grikklandi fyrir leikinn í Prilep á
sunnudag. Hann sagði enn fremur að
þótt ekki hefðu ailir verið með á mót-
inu í Belgíu um síðustu helgi hefði
mótið nýst vel.
„Ég gat þar þjálfað ákveðna þætti
og stillt m.a. upp í 6-0 vöm með þá Sig-
fús Sigurðsson og Rúnar Sigtryggsson.
„Það var mjög gott að hafa þá Sig-
fús og Rúnar saman í vöminni en þeir
hafa ekkert leikið saman síðan á Evr-
ópumótinu í Svíþjóð. Þaö sama verður
sagt um Ólaf Stefánsson og Patrek Jó-
hannesson sem ég hef ekkert séð frá
EM í Svíþjóð. Þessir dagar, sem nú
fara í hönd, verða nýttir til að rifja
upp leik liðsins frá Evrópumótinu.
Okkur veitir ekkert af þessum tíma,
sem er í styttra lagi, en það þarf að
púsla ýmsum þáttum saman fyrir
svona mikilvægan leik. Það er búið að
vara okkur við leiknum í Prilep en við
vitum að það veröur allt vitlaust á
leiknum enda áhangendur þar frægir
fyrir stuðning við sína menn. Það
verður allt lagt undir til að komast
sem best frá leiknum í Prilep," sagði
Guðmundur Guðmundsson.
Makedóníumenn hafa svipuðu liði
á að skipa og undanfarin ár. Guð-
mundur hefur tvo leiki frá leikjum
Makedóna undir höndum frá þvi í jan-
úar og sagði hann þá mjög sterka á
heimavelli.
Allir leikmenn liðsins sem léku
með sínum liðum um liðna helgi
komust heilir frá leikjunum. Þess má
geta að það verða spænskir dómarar
sem dæma leikinn í Prilep á laugar-
dag.
-JKS
i-.y
Egill Valsson á KTM og Þorvaröur Björgúlfsson á Honda CRF í samhliða
stökki.
Þaö voru 35 hjól sem mættu í meistaraflokk þannig aö atgangurinn var mikill
í ræsingu.
Góð byrjun hjá
Ragnari Inga
- í fyrstu MotoCross-keppni sumarsins
Fyrsta umferðin af fjórum í KFC og
DV-Sport íslandsmótinu í Moto-Cross
fór fram í blíðskaparveðri í Vest-
mannaeyjum um liðna helgi. Keppnin
var haldin af Vélhjólaíþróttaklúbbnum
VÍK og Vélhjólaíþróttafélagi Vest-
mannaeyja, VÍV, og höfðu heimamenn
veg og vanda af brautarlagningu og
skipulagi á keppnissvæðinu.
Keppnisbrautin liggur i nýja hraun-
inu og er um 1000 metra löng með
glæsilegum stökkpöllum, erfíðum
beygjum og svokölluðum þvottabrettis-
köflum. 35 keppendur voru skráðir til
leiks í meistaraflokki og 12 keppendur
í B-flokki.
í meistaraflokki eru eknir þrír riðlar
„moto“ í 18 til 20 mínútur, en B-flokkur
ók tvo riðla „moto“ 15 til 18 mínútur.
Það var vitað að hörðust yrði keppn-
in í meistaraflokki á milli íslandsmeist-
arans Ragnars Inga Stefánssonar sem
ekur Kawasaki og þeirra Viggós Am-
ars Viggóssonar á TM, Reynis Jónsson-
ar á Honda og Einars Sigurðarsonar á
KTM. Það var magnþrungin spenna
þegar meistaraflokksökumennir röð-
uðu sér upp á ráslínu fyrir fyrsta riðO
en það voru þeir Einar Sigurðarson,
Helgi Valur Georgsson á KTM og Valdi-
mar Þórðarson á Kawasaki sem voru
fyrstir í gegnum fyrstu beygju. Einar
tók þó fljótt forustuna og hélt henni til
loka en annar varð Ragnar Ingi og
þriðji Reynir.
f öðrum riðlinum var það Ragnar
Ingi sem tók forustuna í byrjun en Ein-
ar fylgdi honum eins og skugginn allt
þar til 3 hringir voru eftir að hann
komst fram úr og sigraði, Ragnar Ingi
hélt öðru sætinu en Reynir varð þriðji.
í þriðja og síðasta riðlinum ætlaði
Einar sér að klára þrennuna en féll af
hjólinu á fyrsta hring og var hörkubar-
átta á milli Ragnars Inga, Reynis og
Helga Vals fyrstu 4 hringina, Helgi Val-
ur hafði ekki úthaldið sem þurfti og
Reynir lenti í óhappi og féll af hjólinu.
Ragnar Ingi sýndi yfirvegun og sann-
kallaða meistaratakta er hann kom
fyrstur í mark, Viggó Viggósson varð
annar en þriðji varð Eyjamaðurinn Sig-
uður Bjami Richardson á KTM sem
hefur tekið miklum framfórum og gam-
an verður að fylgjast með í sumar. f B-
flokknum var hörð og skemmtifeg bar-
átta en sigurvegari dagsins var heima-
maðurinn Benóný Benónýsson á Kawa-
saki og sýndi hann góðan akstur enda
vel kunnur staðháttum.
Bland í polca
Bandariski kylfingurinn Jim
Furyk vann glæsilegan sigur á
stórmóti i Bandaríkjunum um
liðna helgi. Furyk lék holurnar 72 á
14 höggum undir pari og tryggði
sér sigurinn með hreint frábæru
golfi á síðustu holunum. Þetta var
fyrsti sipr Furyks á bandarísku
mótaröðinni síðan 2001.
David Peoples og John Cook
urðu í þriðja sæti, tveimur höggum
á eflir Furyk. David Duval hafnaði
í fjórða sæti og er þetta I fyrsta
skipti á þessu ári sem hann kemst
í hóp tíu efstu manna. Tiger Woods
náði sér engan veginn á strik á
mótinu og var átta höggum á eftir
Furyk.
Los Angeles Lakers slapp fyrir
hom í fjórða leik sínum gegn
Sacramento Kings í úrslitum vest-
urstrandar í NBA-deildinni. Kings
var lengst af vel yfir í leiknum,
20-40 eftir fyrsta hluta og 51-65 í
leikhléi. Það var Robert Horry sem
tryggði Lakers sigur, 100-99, í blá-
lokin með þriggja stiga skoti en
leikið var í Los Angeles. Staðan er
nú jöfh, 2—2.
Shaquille O’Neal skoraði 27 stig
og tók 18 fráköst fyrir Lakers en
Kobe Bryant var með 25 stig og
Robert Horry 18 stig og 14 fráköst.
Þess má geta að O’Neal náði að
skora úr sex síðustu vítaskotum
sínum í leiknum. Vlade Divac
skoraði 23 stig fyrir Kings, Mike
Bibby 21 stig, Chris Webber 20 og
Hidayet Turkoglu 18 stig og 12 frá-
köst. Næstu tveir leikir fara fram í
Sacramento. _§K